Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 Hermenn Pol Pots og fjölskyIdur þeirra í búðum skammt frá landamærum Thailands. Fólkið er þess albúið að flýja til Thailands ef herlið nýju stjórnarinnar, sem Vietnamar styðja, sækir í átt til þess. Pol Pots meiri Vopnaðar kambódiskar konur skammt frá thailenzku landamærun- um. „Grimmd en nazista Grimmd og skepnuskapur fyrrverandi stjórnar Pol Pots í Kambódíu var meiri en nazista að sögn forstöðumanns brezku hjálp- arstofnunarinnar Oxfam, Brian Walkers. Niðurstöður hans eftir átta daga ferð um landið voru þessar eins og hann greindi frá á blaðamannafundi: „Enginn veit hvernig ástandið er í raun og veru, en við vitum að íbúunum hefur fækkað stórlega. Ég held að láta muni nærri, að af 7.5 til átta milljón íbúum séu um það bil 3.5 til fjórar milljónir eftir. Það sem er mér minnisstæðast er víðtækt hungur og vannæring. Þess sjást merki hvert sem farið er, í hverju þorpi sem komið er til, í hverju sjúkrahúsi, í hverju munaðarleysingjahæli. Þessu út- breidda hungri og þessari vannær- ingu — sem nær að því er ég fæ bezt séð til þjóðarinnar allrar, allt frá forsætisráðherranum og niður úr — fylgja óhjákvæmilega veik- indi og sjúkdómar í verulegum og gífurlegum mæli. Sjúkdómarnir sem ég varð var við voru blóðleysi, malaría sem fylgdi fast á eftir og svo alls konar innvortis sjúkdómar — einkum hringormur — niðurgangur og heilmikil berklaveiki. Martröð Martröð pólitískra atburða sem hafa dunið yfir þjóðina, ótrúleg grimmd og skepnuskapur Pol Pot stjórnarinnar — sem að mínum dómi er meiri en vonzka nazista- stjórnarinnar í garð Gyðinga í Þýzkalandi — hefur vafalaust ruglað íbúana í ríminu og gert hana óhemju ringlaða og sljóa. Við þessa persónulegu ringul- reið bætist öll hin þjóðfélagslega ringulreið. Undir stjórn Pol Pots var ein aðferðin til að valda ringulreið í þjóðlífinu raunveru- lega sú að flytja alla íbúana til nýrra heimkynna. Að því er ég fæ bezt séð var fólkið yfirleitt flutt milli norður- og suðurhluta lands- ins — fólkið sem bjó í norðri var sent suður og fólkið í suðri sent norður. Þeir fimmtíu af hundraði sem hafa haldið lífi leggja nú allt kapp á að komast aftur fótgangandi til fyrri heimkynna, þorpa sinna. Þessir farandhópar eru stöðugt á ferðinni og geta ekki tryggt sér sinn skerf af hrísgrjónaskömmt- um ríkisstjórnarinnar — því að þeir eru flökkufólk. Því verður þetta fólk að treysta á velvilja landstjórans í því fylki sem það gengur um hverju sinni eða velvild ibúanna sem hafa fengið hrísgrjónaskammtinn í þorpunum sem það fer um. Þannig halda þeir í sér lífinu Lýsing yfir- manns Oxfam á hungri og vannæringu í hverju þorpi og sjúkrahúsi í Kambódíu með betli. Fólkið í þessum hópum er skinhorað, gangandi beina- grindur sem gætu verið frá Bels- en, eins og lesa hefur mátt um í fjölmiðlum. Aðstaða fólksins er þannig að það líður ægilegar hugarkvalir, ægilegan sársauka, ægilega vannæringu. Eitt af því sem ég tók mjög fljótt eftir var að ég sá enga holdsveika. Ástæðan var mjög einföld — Pol Pot hefur útrýmt öllum holdsveikum. Þrjár aðferðir voru notaðar, að því er mér var sagt, á hinum ýmsu stöðum. í sumum þorpum var þeim skyndilega smalað saman og síðan voru þeir skotnir. í öðrum þorpum voru þeim gefin lyf sem þeim var sagt að taka — það var eitur. Og í öðrum þorpum voru þeir hreinlega flæmdir burtu og reknir upp í hæðirnar þar sem engan mat var að fá og þar dóu þeir síðan. íslenzka íhugunarfélagið: Innhverf íhugun veldur lík- amlegri og andlegri vellíðan ÍSLENSKA íhugunarfélagið var stofnað í janúar 1975 og starfar i tengslum við Alþjóðiegu ihugunar- samtökin að þvi að útbreiða inn- hverfa ihugun, undir leiðsögn Ma- harishi Mahesh Yoga. Nú eru sex kennarar starfandi á vegum féiags- ins og hafa fram að þessu um 1700 íslendingar lært innhverfa ihugun. Á blaðamannafundi þar sem inn- hverf íhugun var kynnt sögðu kenn- arar íslenska félagsins, að tækni þessi beindist að því að leita til fíngerðari og máttugri sviða hugar- ins. Tæknin er iðkuð í um 15—20 mínútur á dag og að sögn kennar- anna einkennist hún af áreynslu- leysi. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í rúmlega 20 löndum staðfesta að iðkandinn fær djúpa huglæga og líkamlega hvíld og fer þá streita, sem safnast hefur saman í tauga- kerfinu, að leysast upp, að sögn kennaranna. Þeir sem íhugunina stunda segja að ef hún er iðkuð reglulega færist skipulag yfir tauga- kerfið, sjúkdómshætta minnkar og iðkandinn sýnir aukna skapandi greind og heilsteypta þróun persónu- leika. 1% Reykvíkinga iðkar innhverfa íhugun Á Reykjavíkursvæðinu stundar nú 1% íbúanna innhverfa íhugun. Kennararnir sögðu að í borgum og bæjum þar sem 1% íbúanna iðka innhverfa íhugun gerði samstilling og samlyndi vart við sig, t.d. með fækkun slysa, glæpa og veikinda. Kennararnir sögðu að því mætti fara að búast við því að neikvæðar hneigðir íbúa Reykjavíkur færi minnkandi og gæði borgarlífsins að aukast. „Það er ljóst að vitund einstakl- inganna eflir samvitundina og aukin samvitund hefur svo aftur góð áhrif á einstaklingana. Þessi gagnkvæmu tengsi ættu ríkisstjórnir að notfæra sér því í raun er það samvitundin eða þjóðarvitundin sem ákvarðar gæði þjóðlífsins," sögðu kennararnir. Sögðu þeir að árangursríkasta leiðin til að bæta samfélagið væri að efla samvitundina og hún yrði best efld með því að efla grunneiningu henn- ar, einstaklingsvitundina. Ef alþingismönnum finnst sem háleit markmið þeirra nái ekki fram að ganga verða þeir að efla samvit- undina með því að hvetja einstakl- ingana til að efla vitund sína. Innhverf íhugun er árangursrík, örugg, einföld og margreynd tækni til að ná þessu markmiði," sögðu kennararnir að lokum. Þeir kennar- ar sem á fundinum voru eru: Reynir Santuar, Sturla Sighvatsson, Rafn Valgarðsson, Elke Jennrich og Jón Halldór Hannesson. Brotist inn í þotu forsetafrúarinnar Bo8ton, 26. október, AP. ROSALYNN Carter forsetafrú var skipað í dag að fara akandi frá Boston til New Hampshire- fylkis þar sem brotist hefði verið inn i þotu frúarinnar á Logan-flugvelli. Talsmaður Rosalynn, sem er á kosningabaráttuferðalagi fyrir eiginmann sinn, sagði að örygg- isverðir frúarinnar hefði upp- götvað að brotist hefði verið inn í farangursgeymslu og raftækja- klefa DC-9 þotu frúarinnar. Hefðu þeir snúið Rosalynn frá flugvellinum og skipað henni að halda áfram ferðalaginu í bifreið meðan gengið væri úr skugga um hvort unnar hefðu verið skemmdir á þotunni. Öryggisverðir neituðu að láta hafa nokkuð eftir sér varðandi innbrotið í þotuna. Sögðu þeir aðeins að öryggi forsetafrúar- innar hefði getað verið stefnt í hættu hefði hún fengið að halda áfram á þotunni. Enn á ný hefur Iðnaðarbankinn hækkað hámark mánaðarlegra innborgana í IB-lánakerfinu. Nú úr75 þúsund í 100 þúsund krónur. Þar með hækkum við IB-lánin, og ráðstöfunarféð. Þetta er gert með tilliti til verðlags- þróunar, - til að mæta þörfum fólks. Horfðu þrjá mánuði fram í tímann, þá geturðu haft til ráðstöfunar allt að 609þúsundirkróna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.