Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979
Suður-Kóreumenn þjappa
sér saman eftir morðið
Seoul, 29. október. AP. Reuter.
SUÐUR-Kóreumenn sameinuð-
ust í dag gegn Norður-Kóreu-
mönnum og Bandaríkjamenn
sendu flugvélamóðurskip til
stranda Kóreu eftir þá játn-
ingu ríkisstjórnarinnar í Seoul
að Park Chung-Hee forseti
hefði verið myrtur.
Bæði stuðningsmenn og ein-
dregnir andstæðingar hins
látna forseta skoruðu á al-
menning að sýna rósemi og
vöruðu Norður-Kóreumenn við
því að reyna að notfæra sér það
valdatóm sem hefur myndazt
eftir tilræðið við Park sem var
veginn af yfirmanni kóresku
leyniþjónustunnar.
Jimmy Carter forseti, yfir-
maður bandaríska herliðsins í
Kóreu, John A. Wickham hers-
höfðingi, og bandaríski land-
varnaráðherrann, Harold
Brown, aðvöruðu líka Norður-
Kóreumenn og lýstu yfir stuðn-
ingi við Choi Kyu-Hah starfandi
forseta. Choi, ráðherrar varn-
armála, utanríkismála og inn-
anlandsmála og aðrir embætt-
ismenn sátu á sérstökum
tveggja tíma fundi í dag og á
eftir var sagt að þeir hefðu
komizt að raun um að „allt væri
í reglu og ró hefði verið komið
á“.
Viðbúnaður
En kóreski heraflinn er enn
við öllu búinn og herlög eru enn
í gildi. Til ókyrrðar hefur ekki
komið. Hermenn eru á verði við
opinberar byggingar og í sum-
um hverfum Seoul eru skrið-
drekar hafðir til taks. Háskólar
og menntaskólar voru lokaðir í
dag, stjórnarskrifstofur og
fyrirtæki og barna- og gagn-
fræðaskólar voru opnir.
Lík Parks hvílir í lokaðri
kistu í embættisbústað hans,
„Bláa húsinu", og hundruð þús-
unda Suður-Kóreumanna hafa
safnazt saman við opinber altör
til að votta honum virðingu. í
Seoul krupu konur í þjóðbúning-
um og grétu fyrir framan fimm
stórar myndir með sorgar-
römmum við sérstök altör í
höfuðborginni. Um 650.000
manns fóru að um 1.700 altörum
sem var sérstaklega komið fyrir
í borgum og bæjum víðs vegar í
Suður-Kóreu.
Bandarískir embættismenn
segja að ekkert bendi til hernað-
arumsvifa af hálfu Norður-
Kóreumanna meðfram vopn-
lausa svæðinu milli landanna.
En í New York sagði Brown
landvarnaráðherra að Banda-
ríkjamenn hefðu sent flugvélar
til Suður-Kóreu og skipað flug-
vélamóðurskipi sem var á verði
milli Japans og Kóreu að sigla
nær strönd Kóreu.
Yfirmaður rannsóknarinnar á
morðinu viðurkenndi í dag,
tveimur dögum eftir að yfirmað-
ur leyniþjónustunnar (KCIA)
skaut forsetann, og rúmum sól-
arhring eftir að stjórnin sagði
að það hefði verið slys, að Kim
hefði myrt forsetann að yfir-
lögðu ráði.
Chon Doo-Hwan hershöfðingi
sagði að Kim hefði þrívegis
skotið á Park og yfirmann
lífvarðar hans við kvöldverð á
föstudag og fimm manna hans
hefðu drepið fjóra lífverði for-
setans. Kim hafði skipulagt til-
ræðið af því að hann var í ónáð
hjá forsetanum og óttaðist að
hann yrði rekinn, sagði hersh-
öfðinginn. Hann ákvað að láta
til skarar skríða þetta kvöld
þegar hann hafði lent í hörku-
rifrildi við yfirmann lífvarðar-
ins, Cha Chi-Chul.
Engin skýring
Engin skýring er gefin á því
hvers vegna stjórnin sagði upp-
Símamynd AP.
Hermaður stendur vörð við stjórnarbygginguna i Seoul. Við bygginguna hafði verið komið fyrir aitari og
vottuðu þar þúsundir Park Chung Mee látnum þjóðarleiðtoga virðingu sina í gær.
Kennedy stofnar
framboðsnefndir
Búist við tilkynningu hans um fram-
boð til forsetakjörs innan skamms
Wtujhington, 29. október — AP
EDWARD Kennedy hefur stigið stórt skref í átt að forsetaframhoði i
Bandarikjunum. Hann hefur skipað framboðsnefndir og þar með
orðinn frambjóðandi samkvæmt alríkislögum. Stephen Smith, mágur
forsetans, kallaði fréttamenn til fundar i Washington þar sem hann
skýrði frá stofnun framboðsnefnda.
Á föstudag gaf Edward Kenne-
dy fréttamönnum fyllilega í skyn,
að hann ætlaði að bjóða sig fram
til forsetaframboðs og stefna að
útnefningu demókrata. „Ég vil
hefjast handa,“ sagði hann við
fréttamenn um borð í flugvél yfir
Massachusetts á föstudag. Búist
er við að hann muni tilkynna
framboð sitt innan skamms, alla-
vega fyrir 4. desember þegar
Jimmy Carter, forseti Bandaríkj-
anna, tilkynnir framboð sittt.
Möguleikar Kennedy jukust til
muna þegar Jane Byrd, borgar-
stjóri Chicago, tilkynnti að hún
myndi styðja Kennedy. Hún sagði
fréttamönnum, að að hennar mati
næði Carter ekki útnefningu. „Ég
sagði forsetanum (Carter) að ég
ætlaði að styðja hann þar til ég
héldi að sigurmöguleikar hans
væru úr sögunni," sagði hún við
fréttamenn.
1974 — Pimmtán gíslum bjarg-
að úr fangakapellu nálægt Haag.
1963 — Alsír og Marokkó undir-
rita friðarsamning.
1956 — Bretar og Frakkar setja
Egyptum og ísraelsmönnum úr-
slitakosti og hvetja til vopna-
hlés.
1955 — Soldáninn í Marokkó
leggur niður völd.
1930 — Vináttusamningur
Grikkja og Tyrkja undirritaður í
Ankara.
1928 — Tilraunir með sjónvarp
hefjast I Bretlandi.
1022 — Benito Mussolini mynd-
ar fasistastjórn og verður ein-
valdur á Ítalíu.
1918 — Tékkóslóvakía lýst
sjálfstætt lýðveldi.
1905 — Rússakeisari beygir sig
fyrir kröfum Dúmunnar um
aukin völd.
1841 — Eldur í The Tower í
London.
1817 — Símon Bólivar myndar
sjálfstæða ríkisstjórn í Venez-
úela.
1697 — Ryswick-friður Frakka
og Austurríkismanna undir-
ritaður.
1546 — Bæheimskur liðsafli
gerir innrás í Saxland.
Afmæli — Richard Brinsley
Sheridan írskur rithöfundur
(1741—1816)-Feodor Dost-
oyevsky, rússneskur rithöfundur
(1821-1881).
Andlát — Henri Dunant, stofn-
andi Rauða krossins, 1910,
Innlent — Togarinn „Bragi"
ferst við England (þremur
bjargað) 1940-d. Margrét drottn-
ing Skúladóttir 1270-„Þióðvilj-
inn“ hefur göngu sína á Isafirði
1886-f. Matthías Þórðarson 1877.
Orð dagsins — Allir tala um
veðrið, en enginn gerir neitt í
málinu — C.D. Warner, banda-
rískur rithöfundur (1829—1900).
Agreiningur milli
Amins og Rússa
Islamabad, 29. október. Reuter.
ÁGREININGUR er kominn upp
milli forseta Afghanistans, Hafiz-
ullah Amins, og Rússa og þessi
ágreiningur gæti leitt til falls sex
vikna gamallar ríkisstjórnar
Amins að sögn diplómata i Kab-
ul.
Sambúð Amins og Rússa hefur
verið stirð siðan Amin tók völdin
14. september í hallarbyltingu
sem varð Noor Mohammed Tar-
akki fyrrverandi forseta að falli.
Nú munu valdhafarnir í Afg-
hanistan hafa krafizt þess að
sovézki sendiherrann, Alexander
Pusanov, verði kallaður heim.
Fyrstu merkin um ágreining
milli Amins og sovézkra velgerð-
armanna hans sáust á fundi Shah
Wali utanríkisráðherra með
sendiherrum sósíalista- og komm-
únistaríkja í Kabul 6. október, þó
ekki í Kína.
Sendiherrarnir voru kallaðir
fyrir til þess að hlýða á útskýr-
ingar á atburðunum í alþýðu(for-
seta)höllinni sem leiddu til falls
Tarakkis og dauða allt að 40
manna í bardögum þar.
Shah Wali sagði að sögn aust-
ur-evrópskra sendimanna að sov-
ézki sendiherrann hefði verið í
skrifstofu Tarakkis daginn sem
byltingin var gerð og hefði full-
vissað Amin, sem var þá forsætis-
ráðherra, um að öryggi hans yrði
tryggt þegar hann var kvaddur til
hallarinnar.
Samkvæmt síðustu fréttum af
bardögum hefur stjórnarherinn
hafið mikla sókn i Paktiar-héraði,
greinilega til að reyna að brjóta
meginher uppreisnarmanna á bak
aftur áður en vetur kemur og
vegir verða ófærir.
42 létust í náma-
slysi í S-Kóreu
Seoul, 29. október — AP, Reuter
Fjörutiu og tveir hafa látist af
völdum námaslyss í Munkyong —
héraði, rúmlega 100 kilómetra suð-
ur af Seoul i S-Kóreu. í dag fundust
iik ellefu námamanna og einn lést á
sjúkrahúsi. Hins vegar tókst að
bjarga 85 námumönnum þó að um
tima virtist lítil von um björgun.
Björgunarmönnum tókst að dæla
súrefni niður á námagöngin þar
sem mennirnir voru, á um 400
metra dýpi.
Orsök slyssins var, að eldur kvikn-
aði í vél, sem ofhitnaði. í gær hafði
enn ekki tekist að bjarga þrjátíu
mönnum sem voru neðanjarðar.
Björgunarmenn höfðu þó vonir um
að takast mætti að bjarga lífi
mannanna. En þær vonir urðu að
engu þegar loks tókst að ná til þeirra
— þá voru allir látnir, höfðu kafnað
vegna reyks.
Slysið í Munkyong er hið mesta í
sögu S-Kóreu. I apríl síðastliðnum
létust 27 námamenn í sprengingu í
kolanámu austur af Seoul.