Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 Augu alheimsins munu hvíla á Moskvu meðan Ólympíuleikarnir standa yfir Eins og kunnugt er munu Olympíuleikarnir fara fram í Moskvuborg á næsta ári. Nú, sem endranær, hefur fjöldi ferða- manna um allan heim brennandi áhuga á að fylgjast með leikun- um og hafa Samvinnuferðir/ Landsýn fengið einkasöluumboð hér á landi fyrir ferðir á leikana. Boðið er upp á þrjár mismunandi ferðir en alls geta um 230 manns átt þess kost að komast i þær. í fyrsta lagi bjóða Samvinnu- ferðir/ Landsýn upp á ferð sem nær yfir alla leikana. Þá er einnig um að ræða ferð er nær yfir fyrri hluta keppninnar og svo þriðja möguleikann en það er ferð sem nær yfir síðari hluta leikanna og úrslitin. Boðið er upp á hótel í þremur verðflokkum og er verð þeirra að sjálfsögðu mjög mis- munandi. í öllum tilvikum er fullt fæði innifalið í verði en auk þess er innifalin gisting í Kaupmanna- höfn á báðum leiðum auk allra ferða til og frá hótelinu og svo skoðunarferðir um Moskvuborg. Að sjálfsögðu er íslenskur farar- stjóri með í öllum ferðunum. Ódýrasta ferðin hljóðar upp á 337.000 en þess má geta að nú kostar flugfarið til Moskvu eitt sér um 300.000 krónur. Öllu verði er því mjög í hóf stillt enda virðast Sovétmenn ekki leggja mikla áherslu á að hagnast sem mest á leikunum. Aðgöngumiða að öllum íþróttaviðburðum er hægt að kaupa hér heima og borga hér. Verð þeirra er mjög mismunandi. Allt frá kr. 5.000 upp í 17.000 krónur þeir dýrustu. Verð á bilinu 8—10.000 krónur mun þó vera algengast. Undirbúningur fyrir leikana stendur nú sem hæst og er greini- legt að Moskvuborg og íbúar hennar leggja allan sinn metnað í að þeim takist sem allra best. Augu alheimsins hvíla á borginni þann hálfa mánuð, sem leikarnir standa og ekkert má fara úrskeið- is. Sem dæmi um undirbúninginn má nefna að róttæk breyting í öllu símakerfi stendur yfir í borginni og eftir hana á að vera kleift að hringja beint til allra helstu borga í Evrópu. Þá er öll aðstaða fyrir blaða- og fréttamenn höfð eins og best verður á kosið. Þeir, sem að leikunum standa, hafa iýst því yfir að ýmsum hömlum verði aflétt á meðan á leikunum stendur og ber þar hæst að ferðamenn þurfa ekki að gangast undir þreyt- andi tollskoðun, sem einkennt hefur ferðalög til Sovefríkjanna til þessa. Einungis er farið fram á vegabréfsskoðun. Þá mun öll læknishjálp verða látin í té án endurgjalds. Örvunarlyfja- prófanir á ÓL-80 HANN keppti í „Tour de France" undir svo miklum áhrifum örvun- arlyfja, að hann missti allt hættu- skyn, alla stjórn á eigin styrk- leika og alla tilfinningu fyrir takmörkum baráttugetu sinnar. Ilann dó í keppninni. Þótt hjarta hans, sem var örvað af lyfjagjöf, slægi meðan á keppninni stóð, var hann raunverulega dauðans matur áður en hann hóf keppn- ina. Þannig komst Daily Mail að orði um dauða bresks atvinnu- hjólreiðamanns í fremstu röð, Tom Simpsons, árið 1967. Það er ekki alltaf, sem notkun örvunarlyfja hefuc svo hörmu- legar afleiðingar, en hættuleg áhrif þeirra á heilsu íþróttamanna eru augljós. Engu að síður hefur örvunarlyfjafaraldurinn einnig herjað meðal áhugamanna á síðara helmingi þessarar aldar. Árið 1967 samþykkti Alþjóða olympíunefndin (IOC) á fundi sínum í Losanne ályktun um bann við notkun örvunarlyfja í íþrótt- um og að taka upp lyfjaprófanir á kappmótum. Læknar frá mörgum löndum fundu brátt upp sameigin- lega vísindalegar aðferðir til þess að greina örvunarlyf í líffærum mannsins, sem hefur gert það kleift að beita þá refsiaðgerðum, sem brjóta gegn þeim bönnum, sem IOC og alþjóðasamtök áhuga- manna hafa sett. Sovésku íþróttasamtökin hafa tekið þátt í hinni sameiginlegu herferð gegn örvunarlyfjanotkun allt frá upphafi. Frá því 1972 hafa verið framkvæmdar örvunarlyfja- prófanir á öllum alþjóðlegum íþróttamótum, sem haldin hafa verið í Sovétríkjunum svo og á landsmótum. Þetta ber engan vegin merki um vantraust á íþróttamönnum held- ur eru þetta fyribyggjandi ráð- stafanir til þess að útiloka alla möguleika á beitingu óleyfilegra aðferða í keppni áhugaíþrótta- manna í lapdinu. Sovétríkin eru nú að vinna mikilsvert verk á þessu sviði. Á sovétleikunum, sem hófust árið 1972, hefur það verið eitt af forgangsverkefnum skipuleggj- enda þeirra að framkvæma strangar örvunarlyfjaprófanir. Á 7. sovétleikunum, sem haldnir voru í sumar, var reynt lyfjapróf- unarkerfi, sem undirbúningsnefnd olympíuleikanna 1980 í Moskvu ætlar að nota á leikunum. Við höfum nú séð hvernig lyfja- prófunarþjónustan starfar, sagði prófessor Victor Rogozkin, félagi í læknanefnd IOC og formaður örv- unarlyfjanefndar OL-80, í viðtali við APN. — Hvernig verða örvunarlyfja- prófanir framkvæmdar á 22. ol- ympíuleikunum? Hvaða nýjar að- ferðir verða notaðar? — Fyrstu örvunarlyfjaprófan- irnar voru gerða á olympíuleikun- um í Múnchen 1972 og þær voru endurbættar verulega í Montreal 1976. Á olympíuleikunum í Moskvu verður -notaður sams kon- ar tækjabúnaður við örvunarlyfja- prófanir eins og notaður var í Kanada. En við munum einnig koma með vissar nýjungar. T.d. hafa sovéskir vísindamenn bætt verulega geislunar-ónæmisaðferð- ina, sem notuð er til þess að greina anabolic steroids (AS), en notkun Fjórir fyrstu boðaðir til lyfjaprófunar Þjálfun íþróttafólks verður flóknari með hverju árinu sem líður. Allt er gert til þess að ná sem bestum árangri, stórþjóðirnar spara hvergi og láta í mörgum tilfellum vísindamenn fylgjast með þjálfuninni. Á myndinni eru læknar að festa ýmis mælitæki á íþróttamanninn áður en æfingin hefst. En það er líka reynt að ná enn betri árangri í keppninni sjálfri með þvi að neyta örvandi lyf ja. þess hefur orðið útbreidd meðal íþróttamanna á síðustu árum. í Montreal tók það lyfjaprófunar- rannsóknarstofurnar 96 klukku- stundir að greina AS í sýnum, sem tekin voru, en það hafði í för með sér, að niðurstaða rannsóknanna lá ekki fyrir fyrr en nokkrum dögum eftir að keppni lauk. í Moskvu munu þessar rannsóknir ekki taka meira en átta klukku- stundir. Með öðrum orðum, skýrsl- ur örvunarlyfjanefndarinnar verða birtar ekki síðar en 24 stundum eftir að keppni lauk. 7. sovétleikarnir, sem haldnir voru fyrir skömmu, sýna að þetta er vel framkvæmanlegt. — Gert er ráð fyrir að um 12.500 íþróttamenn sæki olympíu- leikana í Moskvu. Hverjir verða látnir gangast undir örvunarlyfja- rannsókn og hvernig verða þessar rannsóknir framkvæmdar? — Framkvæmdin verður eitt- hvað á þessa leið: Ekki síðar en klukkustund eftir að keppni lauk verða þeir íþróttamenn, sem hlutu fjögur fyrstu sætin, svo og nokkrir íþróttamenn úr hópi fyrstu tíu, sem valdir verða með hlutkesti, boðaðir til örvunarlyfjaprófunar. Sýni verða einnig tekin hjá öllum íþróttamönnum, sem meiðast, til þess að komast að raun um, hvort meiðslin hafi orsakast af notkun örvunarlyfja. Lyfjaprófunarstofur verða ábyrgar fyrir rannsóknum sýn- anna. Önnur starfar við aðalörv- unarlyfjaprófunarstöðina og hin við göngudeild sjúkrahússins í olympíuþorpinu. Sérstök sendla- þjónusta mun annast flutning sýnanna til þessara rannsóknar- stöðva frá öllum olympíuleikvöng- unum. — Er það ekki mjög ábyrgð- armikið starf að framkvæma örv- unarlyfjaprófun, þar sem lækna- nefndin fellir lokaúrskurð um það, hvort sigur íþróttamannsins verð- ur staðfestur og nafn hanslireins- að af öllum grun? — Við örvunarlyfjaþjónustuna munu starfa 500 mjög hæfir sov- éskir sérfræðingar. Eins og ég hef áður nefnt fullnægja tækin öllum nútímakröfum og hafa verið margprófuð. En tæpast getur nokkur verið öruggur um, að honum verði ekki á mistök í starfi. Til þess að tryggja óhlutdrægni verður aðeins helmingur hvers sýnis rannsakaður, hinn helming- urinn verður geymdur í sérstakri geymslu. Ef læknar uppgötva örv- unarlyf í sýni frá einhverjum íþróttamanni, mun annar hópur sérfræðinga framkvæma auka- rannsókn á hinu geymda sýni. Hann var dauðans matur aður en keppnin hófst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.