Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 11 Flóttamenn i Thailandi. Engir kettir Á sama hátt eru engir kettir og hundar í landinu. Þetta eru smá ýkjur — ég sá einn í Phnom Penh og einn varðhund hjá landstjóran- um í Seam Riep. Og á sama hátt var þetta vegna þess að Pol Pot drap þá sem lið í tilraunum sínum til að njósna um íbúana. Uppljóstrarar í þorpunum voru látnir hlusta á samtöl fólksins á kvöldin — það var ólöglegt á dögum Pol Pot stjórnarinnar að loka dyrum og gluggum að nætur- lagi að viðlagðri dauðarefsingu. Fólk settist á hækjur sinar við húsin, hlustaði á samræður og sagði frá þeim til að koma sér í mjúkinn hjá her Pol Pots. Hundar og kettir hefðu truflað slíka upp- ljóstrara og njósnara, svo að þeim var útrýmt. Heildarmyndin sem maður fær er að þjóðfélagsbyggingin hefur öll verið lögð í rúst. Eg get bent á örfá atriði til að sýna ykkur þetta. Fyrir rúmri viku ók ég um 60 til 70 mílna vegalengd frá Phnom Penh eftir Þjóðvegi I áleiðis til Ho Chi Minh borgar (Saigon). Þetta var langur og beinn vegur og meðfram honum höfðu verið gróð- ursett tré fyrir um 30 til 40 árum og þau hafa náð talsverðri hæð. Þau höfðu verið gróðursett til þess að verkamenn á hrísgrjónaekrun- um sem liggja að veginum gætu verið í forsælu. Nú eru öll þessi tré með aðeins þremur undantekningum naktar, dauðar beinagrindur. Pol Pot hafði hoggið hringi í þau — og sjá mátti merki eftir axir á trjáberkinum. Þetta er aðferðin til að drepa þroskuð tré. Þetta var gert vegna þess að fólki var skipað í tíð Pol Pots að vinna á ökrunum frá kl. 4 f.h. til hádegis og síðan aftur frá kl. 1 e.h. til 10 e.h. Iðjuleysi Hann var þeirrar skoðunar að fólk þyrfti ekki forsæluna — það var merki um iðjuleysi og leti — og að þess vegna ætti ekki að veita forsælu. Ibúarnir sem heild eru greini- lega í hættu og þeim stafar mikil hætta af vannæringu og þeim sjúkdómum sem leiða af vannær- ingu allt fram í ágúst á næsta ári. Að okkar dómi er riflega áætlað að segja að uppskeran í janúar verði 20% miðað við meðalupp- skeru. Aðrar stofnanir segja á grundvelli eftirlits frá gervihnött- um að þessi tala sé aðeins 5 til 10 af hundraði. Þegar ég fór frá Kambódiu nam heildaraðstoð Vesturlanda næstu níu mánuði á undan meðan á þessum ósköpum stóð 200 lestum matvæla. Ég fæ ekki séð hvernig nokkur okkar getur verið stoltur af svona ástandi.“ íslenzka kennd við 126 háskóla Handbók fyrir kjörræðismenn Islands Utanríkisráðuneytið heíur nýverið gefið út handbók fyrir kjörræðis- menn íslands erlendis. Pétur Thorsteinsson sendiherra tók saman bókina. sem er 392 blaðsíður. rituð á ensku og heitir á því máli „Manual for Consuls of Iceland." I formála segir, að bókin geymi almennar reglur um störf kjörræð- ismanna Islands og leiðbeiningar um framkvæmd þeirra. í þremur köflum sé fjallað um alþjóðasamþykktir varðandi störf ræðismanna, fram- kvæmd þeirra og sérréttindi ræð- ismanna. Þá sé í stuttum kafla greint frá ræðismönnum erlendra ríkja á Islandi og loks sé þrír kaflar um íslensk málefni og mál tengd íslandi. Meginefni bókarinnar fylgir 21 viðauki, þ.e. lagatextar, samning- ar o.fl. og loks hefur handbókin að geyma fyrirmyndir að ýmiss konar skjölum, sem snerta störf kjörræð- ismanna. ísland hefur stjórnmálasamband við 62 ríki og þar að auki ræðissam- band við 10 ríki. Ræðisskrifstofur eru í um 150 borgum í 50 löndum víðs vegar um heiminn. Sendiráð Islands eru hins vegar í 9 höfuðborg- um auk sendisveitanna hjá Samein- uðu þjóðunum og EFTA í New York og Genf. I handbókinni segir, að Island sé eitt fárra ríkja, sem hafi langtum fleiri kjörræðismenn en ræðismenn, sem hljóti laun fyrir störf sín. Raunar hafi ísland aðeins einn slíkan launaðan ræðismann, alræðismanninn í New York. Meðal þeirra fjölþættu upplýsinga um land og þjóð, sem handbókin hefur að geyma, er skrá yfir þá háskóla, sem vitað er að hafa íslensku á kennsluskrá sinni. Sám- kvæmt skránni er íslenska, bæði nútímamálið og fornmálið, kennt í a.m.k. 126 háskólum. Meirihluti skólanna hefur þó aðeins fornmálið á námsskrá sinni. Hægt er að læra íslensku í 22 háskólum á Bretlands- eyjum og 25 háskólum í Bandaríkj- unum. 10 háskólar í Vestur-Þýska- landi kenna íslensku, 7 í Kanada og 4 í Ástralíu. Handbókin er gefin út í góðu bandi og í henni eru litprentuð kort og litmyndir af íslenska fánanum og skjaldarmerkinu. Bókin verður ekki fánleg á almennum markaði, en þeim sem áhuga hafa á að eignast hana, er bent á að snúa sér beint til útgefanda, utanríkisráðuneytisins. Vitni vantar Mánudaginn, 22. okt. var til- ' kynnt að ekið hefði verið á bifr. R-64792, sem er Trabant, ljós- grænn, við Hraunbæ 81. Vinstra afturaurbretti er skemmt á bifr. Átti sér stað frá kl. 23.00 þann 21.10 tii kl. 13.00 þann 22.10. Grár litur er í skemmdinni. Mánudaginn 22. okt. var ekið á bifreiðina G-11628, sem er Fíat 127, grænn á lit, á Túngötu við Landakotsspítalann á milli kl. 14.45 til 14.50. Vinstri framhurð er skemmd. Rauðbrúnn litur er í skemmdinni. Þriðjudaginn 23. okt. var til- kynnt að ekið hefði verið utan í bifr. Ö-5295, sem er Austin Mini, rauður á lit, við K.R.-heimilið við Kapiaskjólsveg. Vinstri hurð er skemmd á bifreiðinni. Miðvikudaginn 24. okt. var ekið á bifreiðina R-28207, sem er Sun- beam, gulsanseraður á lit, á bifr. stæði á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu. Kom á bifreiðina frá kl. 07.45 til kl. 11.10 þennan dag. Bifreiðin sneri að Vonarstræti. Hægri framhurð er skemmd og er blá málning í skemmdinni. Miðvikudaginn 24. okt. var til- kynnt, að ekið hefði verið á bifr. R-44359, sem er Volvo, rauð á lit, á Hótel íslandsplani þann 23. okt. Átti sér stað frá kl. 11.30 til 12.30. Hægra framaurbretti er skemmt. Lítilsháttar gult lakk er í skemmdinni og er skemmdin sennilega eftir jeppabifr. þusund kronur. K Tilþinnar ráðstofunar eftir 3 mánuði. Dæmi um nokkmvatosti af mörgum sem bjóöast. SPARNAÐAR- TÍMABIL DÆMIUM MÁNAÐARLEGA INNBORGUN SPARNAÐUR í LOK TÍMABILS IÐNAÐARBANKINN LÁNARÞÉR RÁÐSTÖFUNAR- FÉ MEÐ VÖXTUM MANADARLEG ENDURGREIÐSLA ENDURGR. TÍMABIL 3 30.000 90.000 90.000 182.650 31.515 3 70.000 210.000 210.000 425.850 73.536 man. 100.000 300.000 300.000 609.000 105.051 man. 40.000 240.000 240.000 495.000 43.579 70.000 420.000 420.000 866.375 76.264 liiáii. 100.000 600.000 600.000 1.238.350 108.948 man. 12 50.000 600.000 600.000 1.272.750 58.510 12 70.000 840.000 840.000 1.781.950 81.914 máii. 100.000 1.200.000 1.200.000 2.545.500 117.020 man. Gerum ekki einfalt dæmi flókið: Það býður enginn annar IB-lán. Bankfþeiira sem hyggja aó framtiöinni Iðnaðaitankinn Aóalbariki og útíbú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.