Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 3 Athuga samvinnu Nordmanna og Islendinga um fiskirækt Are Naustdal stjórnarformaður Mowi og Th. Mowinckel fram- kvæmdastjóri þess í samtali við Mbl. í gær. Samkvæmt samstarfssamn- ingnum verða næstu mánuði gerðar frumathuganir á sjóeldi og sögðu forráðamenn fyrirtækj- anna ekki enn fullráðið hvar starfsemi þessi færi fram, en norskir og íslenskir sérfræð- ingar munu á næstunni athuga allar aðstæður. Norsku full- trúarnir kváðu möguleika til fiskiræktunar mikla á íslandi, sérstaklega hvað varðaði sjóeldi og kváðu þeir einnig mikla framtíð í fiskeldi í Noregi og þar væri mikill áhugi á þessari starfsgrein. Sögðu þeir miklar framfarir hafa orðið á síðustu árum einkum síðustu 5-6 árin. —Fyrirtækið Mowi er rúmlega 10 ára gamalt og er eitt stærsta sinnar tegundar í Evrópu, en það eiga fyrirtækin Norsk Hydro og Compact í Bergen. Við höfum oftlega fengið fyrirspurnir frá erlendum fyrirtækjum, en þetta er í fyrsta sinn sem gengið er til samvinnu við erlendan aðila, sagði framkvæmdastjórinn. Fyrirtækið hefur áður átt sam- skipti við Tungulax hf. m.a. selt seiði fyrir það í Noregi og hafa fulltrúar þess komið hingað til lands nokkrum sinnum áður. í ráði er að stofna sérstakt félag um þessa samvinnu fyrirtækj- anna og töldu forráðamenn þeirra að það gæti orðið á næsta ári ef rannsóknirnar sem nú verður unnið að, reynast jákvæð- ar. Munu íslendingar. verða meirihlutaeigendur að fyrirtæk- inu. Auk viðræðna við Tungulax hf. hafa norsku fulltrúarnir átt viðræður við íslensk yfirvöld og stofnanir og vænta forráðamenn fyrirtækjanna árangursríkrar samvinnu í framtíðinni. Stjórn Tungulax, sem átt hef- ur viðræður við Norðmennina skipa Eyjólfur Konráð Jónsson, Kristinn Guðbrandsson og Þuríður Finnsdóttir. Tungulax og Mowi: FIMM Norðmenn hafa undanfarna daga dvalist hér á landi til viðræðna við íslenska aðila um hvort mögulegt sé að taka upp samstarf milli íslands og Noregs um fiskirækt. Eru það fyrir- tækin Tungulax hf. og fiskiræktarfélagið Mowi í Noregi, sem hafa athug- að þetta mál og var und- irritaður í gær sam- starfssamningur milli fyrirtækjanna. —Þetta er eins konar ramma- samningur um að athuga þá möguleika, sem eru fyrir hendi hérlendis, á sviði fiskiræktar, en þetta er í fyrsta sinn, sem fyrirtæki okkar tekur upp sam- starf við erlenda aðila, sögðu LjAsm. Krlstján Forráðamenn Tungulax hf. og Mowi eftir að undirritaður hafði verið samstarfssamningur fyrirtækjanna á sviði fiskiræktar. Lítil eftir- spurn eftir mjöli og lýsi LÍTIL eftirspurn hefur verið eftir mjöli og lýsi á mörkuðum síðustu dag- ana, en vonast er til að hreyfing komist á að nýju er líður á vikuna. Jón Reynir Magnússon fram- kvæmdastjóri SR sagði í gær, að mjöl hefði í haust mest verið selt á 6.70— 6.80 dollara hver prótein- eining og tonn af lýsi á 445—450 dollara. Aðspurður sagði Jón Reynir, að nokkuð hefði verið selt fyrirfram áður en vertíðin hófst. Slíkt væri hins vegar ekki hægt lengur, þar sem ekki væri vitað hvað gerðist í loðnuveiðunum á næstunni; hvort þær yrðu stöðvaðar innan tíðar og jafnvel ekki leyfðar fyrr en næsta vor. , t Leitað í Eyjum án árangurs LEITIN að sjómanninum sem hvarf í Vestmannaeyj- um á fimmtudaginn hefur enn engan árangur borið, að því er lögreglan í Eyjum tjáði blaðamanni Morgun- blaðsins í gær, en leit verður haldið áfram. Maðurinn sem saknað er heitir Sigurbjartur Björn Sigurbjörns- son, til heimilis að Hjallabyggð 9, Suðureyri við Súgandafjörð. Hann er þrítugur að aldri. Báturinn sem hann er skipverji á er Sigurbergur GK 212, sem nú er gerður út af Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri. Barðinn kvaddi með góðri sölu SKUTTOGARINN Barði frá Nes- kaupstað, fyrsti skuttogarinn sem hingað kom, landaði i gær i Grimsby og var þetta siðasta söluferð skipsins undir merkjum Sildarvinnslunnar i Neskaupstað. Barðinn heldur nú til Frakklands þar sem nýir eigendur taka við skipinu, en Norðfirðingar fá nýtt skip öðru hvorum megin við ára- mótin. Barði seldi 120 lestir af góðum fiski og fékk um 74 millj- ónir fyrir aflann. Meðalverðið var þvi 613 krónur, sem er mjög gott og betra verð en undanfarið hefur fengizt i Englandi. Þá seldi Rán 75 lestir í Fleet- wood fyrir 30 milljónir, meðalverð 400 krónur. Hvergerðingar í kulda og hr olli Hveragerði, 29. október. UNDANFARNA daga hefur verið kalt i þeim húsum i Hveragerði sem fá hita frá borholum Orku- stofnunar. Holurnar stiflast smám saman af kfsil, sem sezt innan i þær. Þarf þá að hreinsa þær. Er það gert með bor frá Orkustofnun, sem er eini aðilinn hér á landi, sem á slíkt tæki. Borinn var pantaður i ágústmán- uði, en af einhverjum ástæðum hefur hann ekki fengizt fyrr, þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir ráðamanna hreppsins. Loks þegar alveg var orðið hita- laust, tókst að fá bor ofan úr Sigöldu, en þegar hann átti að hefja borunina, var honum margt að vanbúnaði, þrátt fyrir góðan vilja ungu mannanna, sem áttu að vinna á bornum. Tók verkið tvo daga og á meðan var alveg hita- laust. Voru bæjarbúar orðnir held- ur óhressir yfir gangi mála, eink- um garðyrkjubændur, sem eiga afkomu sína undir stöðugum hita. Senda Hvergerðingar því Orku- stofnun kaldar kveðjur. — Sigrún. Ohagstætt vedur á loðnumiðunum LOÐNUAFLINN á sumar- og haustvertiðinni nálgast nú 400 þúsund tonn, en að sögn Andrésar Finnbogasonar hjá Loðnunefnd var aflinn síðdegis i gær orðinn um 395 þúsund tonn. Veður var heldur óhagstætt á loðnumiðunum norður af landinu um helgina og skipin áttu í erfiðleikum með að athafna sig. Aflahæsta skipið á vertiðinni er Sigurður RE 4, sem kominn er með liðlega 16 þúsund lestir. Frá hádegi á laugardag þar ti) á sunnudagskvöld tilkynntu eftirtalin skip um afla: Laugardagur: Sigurð- ur 1100, Guðmundur 600, Eldborg 200, Börkur 250, Húnaröst 450, Hiimir 60. Sunnudagur: Óskar Halldórsson 370, Hafrún 420, Sæ- björg 470, Sigurfari 370, Stapavík 370, Magnús 300. Frá því á mið- nætti aðfararnótt mánudags þar til síðdegis í gær hafði ekkert skip tilkynnt um afla til Loðnunefndar. PÓSTNUMER ..... PÓSTVERZLUNIN HEIMAVAL Pósthólf 39, 202 Kópavogi. Pöntunarsími 44440 • S#fx)u afklipplnginn aam boiöni um nánari upplýaingar án akuklbindingar EÐA aam pöntun gagn póatkröfu maö 14 daga akilarátti frá móttöku taakiaina. • Sandiö már: □ Upplýaingar □____atk. Bullworkar NAFN HEIMILISFANG \ Kvnnstu BULLWORKER tækinu af eiqin raun. Milljónir manna dásama bað oq bakka bann daq beqar beir byrjuðu reqlubundnar æfinqar með BULLWORKER tækinu. Þú getur raunverulega aóö árangurinn eftir nokkra daga þjálfun meö Bullworker tækinu hvort sem þú ert 14 ára eöa 60 ára. Líkamsrækt er öllum nauösynleg í nútíma þjóö- félagi. Innbyggöur' AFLMÆLIR sýnlr þér frá dagl III dags að þér vax þréttur. Daglegar æfingar meö Bull- workertækinu ná til yfir 300 vööva líkamans þar aö auki styrkist hjarta og lungu. Æf- ingarnar draga úr tauga- spennu og streitu. Æfingarn- ar gefa þér aukiö þol viö vinnu, nám og íþróttaiökanir. Æfingaspjald og 24 síöna skýrlngarbæklingur tylgja hverju tækl. ' íslenzkar þýAingar mé klippa út og lima á spjald- ié. Fáðu krafta í Hertu þig upp... BULLWORKER þjálfun aöeins fáeinar mínútur á dag nægir til aö byggja upp vöövastæltan líkama / \ • -

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 238. tölublað og Íþróttablað (30.10.1979)
https://timarit.is/issue/117631

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

238. tölublað og Íþróttablað (30.10.1979)

Aðgerðir: