Morgunblaðið - 30.10.1979, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 30.10.1979, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 7 Heilindi og höföings- skapur Hvers vegna sat Al- þýöubandalagiö meöan sætt var í vinstri stjórn, gerandi allt gagnkvæmt þvf sem orð þess stóöu til — eða hér um bil allt? Hvers vegna var kaup- méttur launa varinn þann veg, að hann rýrnaði um 15—20% fré því sem aö var stefnt með sólstöðu- samningum 1977? Hvers vegna voru samningar settir í gildí með þeim hætti, aö gengið var um bráðabirgðalög á allt í senn: umsamið grunn- kaup, umsamdar verð- bætur á laun og verk- fallsrétt (gagnvart sjómðnnum)? Hvers vegna var andstaöan gegn stóriöju innsigluð I_____________________ með opnun járnblendi- verksmiðju og hátíðar- konsert hetjutenórs Al- þýðubandalagsins (frá Neskaupstað) að Grund- artanga? Hvers vegna var gengisfellingarfjand- skapur flokksins kór- ónaður meö örara og stórfelldara gengissigi en um getur í allri fjármála- sögu okkar? Og hvers vegna var kaupmáttará- hrifum gengissigsins fylgt eftir með hækkun vörugjalds, söluskatts og mun fleiri bensínkrónum beint í ríkiskassann? Var það af sömu ástæðum og verðlagsmálaráðherra Al- þýðubandalagsins, sem raunar var líka gengis- ráðherra, stýrði hækkun- arstreymi opinberrar þjónustu eins og flugeld- um á gamlárskveldi? Og loks er það aðild að Nató og varnarsamningi við Bandaríkin, sem greypt var gullnu letri á skjald- armerki vinstri stjórnar- innar svo listavel, að þar mátti greina handbragð fagmanna af ritstjórn Þjóöviljans. Hvað vannst þá flokki „sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrels- is“, eins og hann kallar sjálfan sig? Jú, verð- bólguexi var höggviö að rótum rekstraröryggis atvinnuvega og atvinnu- öryggis almennings. Mélgagn Alþýöubanda- lagsins í Kópavogi segir í lok stjórnarinnar: „Hitl má aldrei gleymast að flokkurinn var ekki stofn- aður til að lappa upp á hið rotna efnahagskerfi íslenzkrar borgarastétt- ar, heldur til að skapa nýtt á rústum þess ...“ Og þetta nýja á aö sjálf- sögðu að sækja til tékk- neskra mannréttinda- dómstóla, rússneskrar geðheilsufræði, ferða- frelsis kennt við Berlín- armúr, þjóðfrelsis sem sótt er til Kambódíu og launajafnaðar „þar sem flokksmaður fær tuttugu sinnum hærri laun en verkamaður", eins og Búkovskí lýsir Sovétinu. Það eru mikil heilindi og höfðingsskapur í Alþýðu- bandalaginu og forval nær til allra útvaldra. Aö velja sér vígstööu af vitsmunum En Þjóðviljinn er aldeil- is ekki aö fjalla um þessa frammistöðu í upphafi kosningabaráttu á islandi. Hann hóf upplýs- ingastríð um upphaf heimskreppunnar miklu, sem hann kallar svo', hrunið í Wall Street áriö 1929, forvalsdaginn 28. október 1979. Ekki mátti seinna vera á ferð, enda tveir aldarfjórðungar sfðan hlutabréfamark- aðurinn í tiltekinni götu vestanhafs hrundi. Og á miklu valt aö hægt væri að tfna til eitthvað sam- bærilegt við arfleifð vinstri stjórnar á efna- hagssviði, eftir 13% mán- aðar ráöherradóm fyrr- verandi ritstjóra Þjóðvilj- ans í stjórnarráðinu, þar sem hann stýrði banka- málum, verðlagsmálum og skyldum efnum. Hrunið hér heima var að vísu annars eðlis. Það voru kjarabréf hins al- menna manns sem hrun- ið höfðu, kaupmáttur hans, atvinnu- og afkomuöryggi. Það var gjaldmíðill þjóðarinnar, sem gekk svo upp í „gengisaðlöðun" ráð- herrans, er svaf í ár, að hann skrapp saman um holming gagnvart gjald- miðli annarra þjóða. Það var kaupgildi krónunnar sem hljóp saman, bæði vegna innri og ytri áhrifa. Olíuokur Sovétmanna, sem áður tók til sín góð- an hluta af íslenzkri verð- mætasköpun gegn um fyrra olíuverð, tvöfaldaði nú sinn hlut, meö sam- svarandi minnkun eftir- stöðva, er til skiptanna var innanlands. íslenzka skattheimtan lagðist og á sveifína um að rýra ráð- stöfunartekjur fólks og fyrirtækja, það er von aö Þjóðviljinn fjalli nú um Wall Street 192911 ALUR SPIIA ALI ára ^ BarnSp'' sp«- fcattb°w’ vauv 09 8 ön°ur len' Heildsölubirgðir •. ?áll Pálsson Laugavegi 18 a sími: 12877 Spóna- plötur af ýmsum gerðum og þykktum MJOG HAGSTÆTT VERÐ. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 MURBOLTAR GALVANISERAÐIR OG SVARTIR ALLAR STÆRÐIR STERKIR OG ODYRIR. VALD. POULSEN11 SUÐURLANDSBRAUT10 SÍMAR: 38520 — 31142. Við kynnum nýjar snyrtivörur frá Pierre Robert Ný og betri Soft Skin baðlína. Eftir baðkrem, Freyðibað, Roll-on svita- lyktaeyðir, Dush fyrir steypibað. 2 ferskar ilmtegundir. FÁST í SÉRVERSLUNUM. inifííir. cMmerióka ? Tunguhálsl 11, R. Síml 82700 \

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.