Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 19 Prófkjör — Skoðanakönnun — Framboð landskjördæmi eystra: Lárus, Halldór og Vig- fús í efstu sætunum FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra i komandi þingkosningum var ákveðinn á fundi kjördæmis- ráðs á Akureyri á sunnudaginn. Gisli Jónsson gerði grein fyrir störfum kjörnefndar, sem var einhuga um tillögu að framboðs- lista. Engar breytingatillögur komu fram og var þá gengið til skriflegrar atkvæðagreiðslu um tillögu kjörnefndar og var hún samþykkt með 42 atkvæðum gegn einu en 3 seðlar voru auðir. Framboðslistinn verður þannig skipaður: Jónsson og Gunnar Níelsson inn á listann í stað Skírnis Jónssonar bónda, Skarði, Benjamíns Bald- urssonar bónda, Ytri-Tjörnum, og Friðgeirs Steingrímssonar úti- bússtjóra á Raufarhöfn. Á kjördæmisráðsfundinum færðu Lárus Jónsson og Svanhild- ur Björgvinsdóttir formaður kjör- dæmisráðs Jóni G. Sólnes þakkir fyrir mikil og góð störf fyrir flokk sinn og þjóð. Metþátttaka varð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fór í gær og fyrradag. Kosið var á sjö stöðum á sunnudaginn, en í gær var kosið á einum stað, í Vaihöll við Háaleitisbraut, en þar tók Emiliía Björnsdóttir þessa mynd síðdegis í gær. Gísli Jónsson formadur kjörnefndar: Deilur sjálfstæðismanna í Suðurlandi: Sjálfstæðisflokkurinn í Noróur- Eggert Haukdal Þá ræddi Morgunblaðið við Steinj)ór Gestsson, Guðmund Karlsson og Siggeir Björnsson og vildu þeir ekkert um deilumálin segja á þessu stigi málsins. Sig- geir sagði, að málið væri til meðferðar í kjörnefnd og yrði tekið til ákvörðunar á kjördæmis- ráðsfundi á laugardag. Framboðs- frestur rennur út annan miðviku- dag. Styrinn stendur um 2. sæti listans DEILUR þær, sem risið hafa upp með sjálfstæðismönnum i Suður- landskjördæmi eru óleystar enn. Boðaður hefur verið fundur kjör- dæmisráðs næstkomandi laugar- dag og vonast menn þá til að unnt verði að setja deilurnar niður án þess að sjálfstæðismenn klofni og komi með sérstakan lista. Staða málsins er nú þannig að Rangæingar og Vestur-Skaft- fellingar hafa sameinazt um að stefna á 2. og 4. sæti listans, en Vestmannaeyingar vilja ekki sætta sig við annað en 2. sæti og hafna 3. sætinu. Samkvæmt þessu virðist svo sem menn séu ásáttir um, að V esturlandsk jördæmi: r Obreytt í efstu sætum hjá Sjálfetæðisflokknum FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins í Vesturlandskjördæmi var ákveðinn á fundi kjördæmis- ráðs flokksins, sem haldinn var að Hótel Borgarnesi s.l. sunnu- dag. Er listinn sem hér segir: 1 . Friðjón Þórðarson fyrrv. al- þingismaður, Stykkishólmi, 2. Jósef H. Þorgeirsson fyrrv. alþingismaður, Akranesi, 3. Valdimar Indriðason fram- kvæmdastjóri, Akranesi, 4. Óðinn Sigþórsson bóndi, Ein- arsnesi, Borgarhreppi, Mýrasýslu, 5. Davíð Pétursson bóndi, Grund, Skorradalshreppi, Borgarfjarðar- sýslu, 6. Inga Jóna Þórðardóttir við- skiptafræðingur, Akranesi, 7. Sigvaldi Guðmundsson bóndi, Kvisthaga, Miðdalshreppi, Dala- sýslu, 8. Árni Emilsson framkvæmda- stjóri, Grundarfirði, 9. Soffía Þorgrímsdóttir kennari, Ólafsvík, 10. Sr. Ingiberg J. Hannesson prófastur, Hvoli, Saurbæjar- hreppi, Dalasýslu. Þær breytingar verða á listan- um, að Davíð Pétursson kemur inn í stað Antons Ottesen, Sigvaldi Guðmundsson kemur inn í stað Egils Benediktssonar og sr. Ingi- berg J. Hannesson skipar 10. sætið en það sæti skipaði áður Guð- mundur Ólafsson, sem nú er látinn. Steinþór Gestsson verði í 1. sæti D-listans. Um 2. sætið deila því Eggert Haukdal, bóndi Berþórs- hvoli og Guðmundur Karlsson framkvæmdastjóri, Vestmanna- eyjum. Nái hins vegar Eggert 2. sætinu, verður Guðmundur í 3. sæti og Siggeir Björnsson, Holti á Síðu í 4. sæti. Vestmannaeyingar halda því hins vegar fram, að fráleitt sé, að í tveimur fyrstu sætunum séu bændur, taka verði tillit til stærstu verstöðvar lands- ins, Vestmannaeyja, en fulltrúi þeirra hafi um mörg undanfarin kjörtímabil verið í 2. sæti listans. Morgunbláðið ræddi í gær við þá fjóra menn, sem rætt hefur verið um hér að framan. Eggert Haukdal kvað lítt hægt að segja um stöðu framboðsmálanna, verið væri að ræða málin og á laugar- dag kæmi kjördæmisráðið saman og vonuðust menn til, að þá fengist lausn á málunum. Eggert kvað alrangt, sem komið hefði fram í blöðum, að baráttan stæði um 1. sætið milli hans og Stein- þórs Gestssonar. Rangæingar hefðu fyrir löngu sætt sig við, að Árnesingur skipaði fyrsta sæti listans. Hann kvað sjálfstæðis- menn á Rangárvöllum og í Skafta- fellssýslu sameinaða um að óska eftir því, að þeirra maður sé ekki neðar en í 2. sæti. Hann kvað sjálfstæðismenn fjölmennasta í Árnessýslu, næstfjölmennasta í Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu og þá í Vest- mannaeyjum. Því kvað hann ágreininginn vera um 2. sæti listans. Kvaðst hann vonast til, að samkomulag næðist, svo að ekki yrði af klofningi meðal manna í kjördæminu. Rangæingar sætta sig við Árnesing í 1. sæti D-listans Engin tillaga kom fram um að Jón skipaði efsta sætið 1. Lárus Jónsson fyrrverandi al- þingismaður, Akureyri, 2. Halldór Blöndal blaðamaður, Reykjavík, 3. Vigfús Jónsson bóndi, Laxa- mýri, Suður- Þingeyjarsýslu, 4. Sigurður J. Sigurðsson fram- kvæmdarstjóri, Akureyri, 5. Stefán Stefánsson verkfræðing- ur, Akureyri, 6. Svavar Magnússon bygginga- meistari, Ólafsfirði, 7. Svanhildur Björgvinsdóttir kennari, Dalvík, 8. Hlaðgerður Oddgeirsdóttir, verkamaður, Raufarhöfn, 9. Sigurgeir þorgeirsson háskóla- nemi, Húsavík, 10. Björgvin Þóroddsson bóndi, Garði, Norður-Þingeyjarsýslu, 11. Alfreð Jónsson oddviti, Grímsey, 12. Gunnar Níelsson útgerðar- maður, Hauganesi. Þær breytingar hafa orðið á listanum frá síðustu kosningum, að Jón G. Sólnes, sem skipaði 1. sætið , er nú ekki á listanum lengur og færast þrír næstu menn upp um eitt sæti en Sigurður kemur nýr í 4. sætið. Þá koma Sigurgeir Þorgeirsson, Alfreð MORGUNBLAÐIÐ sneri sér i gær til Gísla Jónssonar mennta- skólakennara á Akureyri, for- manns kjörnefndar Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, og innti eftir ástæðunni fyrir því að nafn Jóns G. Sólness var ekki að finna á tillögu kjörnefndar um framboðslista, sem lögð var fyrir kjördæmisráð á sunnudaginn, en Jón skipaði sem kunnugt er 1. sæti listans við síðustu Alþingiskosningar. Gísli svaraði: „í upphafi starfa kjörnefndar var mér falið að ræða við þá þrjá menn, sem skipuðu efstu sæti framboðslistans við síðustu kosn- ingar til þess að kanna viðhorf þeirra til framboðsmála eftir að kjördæmisráð hafði fellt tillögu um prófkjör. Mér tókst ekki að fá viðtal við Jón Sólnes, þó ég reyndi það nokkrum sinnum og um miðj- an dag s.l. fimmtudag, áður en kjörnefnd kom saman til loka- fundar, fékk ég frá honum skila- boð þess efnis, að hann sæi sér ekki fært að ræða við mig eins og sakir stæðu. Ég bað þá annan kjörnefndarmann að leita viðtals við hann. Það fékkst og sá kjör- nefndarmaður kom með þau skil- aboð til baka frá Jóni að hann óskaði eftir að skipa fyrsta sæti listans eða vera hvergi á honum ella. Spurt var að því á fundinum hvort einhver tillaga væri um það að verða við þeirri ósk, sem í þessum skilaboðum fælist, en eng- in tillaga um það kom fram. Nafn Jóns gat því ekki verið á þeim lista sem kjörnefnd lagði til við kjör- dæmisráð að borinn yrði fram. Gísli Jónsson Þennan lokafund kjörnefndar sátu 11 af 14 fulltrúum í nefndinni. Tveir fulltrúar Norður-Þingeyinga voru fjarverandi sökum fjarlægð- ar og annríkis og fulltrúi Eyfirð- inga boðaði forföll á síðustu stundu. Ég vil taka það fram, að kjörnefnd lauk störfum undir miðnætti á fimmtudagskvöld. Það var talin sjálfsögð kurteis- isskylda við Jón Sólnes að láta hann vita sem allra fyrst af þessari niðurstöðu. Þess var vand- lega gætt að morgunblöðin fengju enga vitneskju af störfum nefnd- arinnar þetta kvöld en einn kjör- nefndarmanna fór í umboði nefndarinnar til Jóns árdegis á föstudag og tilkynnti honum þessa niðurstöðu fyrir klukkan níu, svo að öruggt væri að honum bærist þessi vitneskja áður en fjölmiðlar flyttu fréttir af störfum kjör- ' nefndarinnar. Þetta segi ég að gefnu tilefni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.