Morgunblaðið - 30.10.1979, Page 36

Morgunblaðið - 30.10.1979, Page 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 Ef þú kemur inn aftur, farðu þá úr skónum — mundu það! Hvar er kímnigáf a íslendinga? Kæri Velvakandi, Laugardagskvöldið h. 20. okt. s.l. birtist í sjónvarpinu þátturinn Flugur, og var stjórnandi hans Jónas R. Jónsson. Elskulegur maður, broshýr og vel talandi. Manni hlýnar um hjartarætur í hvert sinn sem hann birtist á skjánum. En ekki þótti mér þátt- urinn skemmtilegur að þessu sinni. Vel má vera að ungu fólki hafi þótt gaman. En við sem eldri erum kunnum lítt að meta gamlar Chaplín-hreyfingar og fíflalæti. Enda var höfundur þeirra löngu búinn að leggja þær niður og farinn að semja almennilegar kvikmyndir. Það voru orð í tíma töluð þegar skáldið Thor Vil- hjálmsson sagði að við mættum ekki verða neinu Hallaladderíi að bráð, og er ég honum hjartanlega sammála. Atriðið um gamla fólkið í þættinum held ég sé eitthvert hið væmnasta sem ég hefi enn séð í sjónvarpi. Ástæðulaust er að minna aldrað fólk á gröfina. Hún þetta að menn deyja hvorki eftir aldurs- né stafrófsröð. Þá var músíkin með þessu dæmalausa atriði ekki upp á marga fiska. Einhverntíma hefði verið sagt, að nú væru flestir sótraftar á sjó dregnir. Hvað er eiginlega orðið af hinni gömlu góðu kímnigáfu okkar íslendinga? Að minnsta kosti er hún ekki hjá unga fólkinu. Á seinni árum hefur ekki einu sinni tekist að koma upp almennilegu skaupi á gamlárskvöld. Er nú ekki kominn tími til að þáttagerðar- menn hjá fjölmiðlum fari að auglýsa eftir skemmtiefni, t.d. snjallri gamanvísu. Það skyldi nú ekki vera að fólkið á grafarbakk- anum lumaði á einhverju brúk- legu, og gerði það fyrir ekki neitt, að hjálpa upp á sakirnar. I morgun sá ég grein frá Kristjáni Albertssyni í Mogganum. Þar er fjallað um hávaðann og skröltið í fjölmiðlunum, og málfarið í óska- lagaþáttum útvarpsins. Það voru líka orð í tíma töluð. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Sögulegt spil kom fyrir í Ieik ítala og Formósubúa, meistara austurlanda fjær, í heimsmeist- arakeppninni, sem háð var i Rio de Janeiro á dögunum. ítalirnir spiluðu sama samning á báðum borðum, doblaðan á öðru en redoblaðan á hinu, og spilið féll! Norður gaf, norður — suður á hættu. Norður S. K65 H. ÁD6 T. D43 L. ÁD102 Vestur Austur S. 982 S. DG743 H. K2 H. G1083 T. K9 T. G862 L. KG9863 L. - Suður S. Á10 H. 9754 T. Á1075 L. 754 Þegar ítalirnir Franco og De- Falco voru með spil austurs og vesturs gengu sagnir þannig: Norður Austur Suður Vestur 1 lauf 1 spaði 1 Kran(j 2 lauf dobl aflir pass. Eflaust hefur Franco ekki líkað að'þurfa að leggja upp spil austurs í 2 laufum dobluðum eftir að nörður spilaði út spaða. Enda var árángurinn ekki glæsilegur. Súður trompaði þriðja spaðann og tveir á hjarta, tígulásinn og þrír tromp- slagir þýddi níu slagir til varnar- innar, 700 til Formósu. I lokaða herberginu voru Ital- irnir með spil norðurs og suðurs og þar opnaði Belladonna í norður á einu grandi, austur sagði pass og Pittala í suður spurði um háliti með tveim laufum. Þá doblaði vestur til að segja makker að gott gæti verið að fá út lauf en Belladonna sneri vopninu í hendi hans með redobli og austur ákvað að láta gott heita. Út kom laufgosi og sjá má, að auðvelt hefði verið fyrir Pittala að fá sömu slagi og vörnin fékk á hinu borðinu. En hann sleppti svíningunni í hjartanu, tók heldur sína átta upplögðu slagi og fékk 710 fyrir og þar með hvorki tapað né grætt á spilinu. COSPER COSPER , 8178 Ég keypti efnið á útsölunni um daginn — hræódýrt! bíður okkar allra. í hvert sinn sem ég lít í Morgunblaðið sé ég minningar- grein um einhverja unga mann- eskju. Ein fæddist árið sem ég fermdist, önnur árið sem ég út- skrifaðist úr gagnfræðaskóla, sú þriðja giftingarárið mitt. Og þannig mætti lengi telja. Sannar Rvk., 24.10. 1979. Með kærri kveðju. 68 ára húsfreyja. • Forréttindi? Birt hefur verið grein í Dag- blaðinu vegna íbúðar í svokölluð- um Verkamannabústöðum en um- Lausnargjald í Persíu^ Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku 100 an sér inn i húsið. Þau fóru upp og hann hélt henni enn. n . g Bjáifinn þinn, sagði hann. f — Ég treysti þér. Hún sneri sér að honum. Sársaukinn var slíkur að henni fannst hún ekki geta afborið að skynja hann. — Ég varð að reyna, sagði hún gráti nær. — Skilurðu það ekki. Hann lætur ykkur aldrei fá það sem þið krefjist. Hann vill mig ckki aftur! — Þegiðu! hrópaði hann. Hann skellti dyrunum aftur og gekk nær henni. Hann var svo bálvondur að hann varð að beita sig afli til að lemja hana ekki. — Þegiðu! endurtók hann. — Segðu mér hvað þið báðuð um, sagði Eileen. — Ég hef rétt á að vita það. Auðvitað gerði hún sér ljóst nú að hún hafði aldrei haft möguleika á að sleppa þvi að hliðin voru harðlæst. — ó, guð minn góður, sagði hún. — Ég vildi óska þið lykjuð þessuaf... — Þú hefðir getað verið skotin þarna úti, sagði Peters. — EíjAhmed eða Resnais befðu séð þíg hefðu þeir skotið þig á staðnum. — Það gerist hvort eð er, sagði hún. — Ég veit það. Þess vegna rcyndi ég að komast í burtu. — Það gerist ekki, sagði Peters. — Þú tönnlast á því. Eg veit að hann verður við þvi sem við förum fram á. Þér verður ekkert mein gert. — Þú segir að hann muni verða við kröfunum, sagði Eil- ecn. — Hvað báðuð þið Logan að láta í skiptum fyrir mig. Hann vildi ekki segja henni það, hún átti ekki að fá að vita neitt um það. En hann var sjáifur að glata voninni vegna örvæntingar hennar. — Imshan, sagði hann. — Hann á að gefa Imshan upp á bátinn. Þess vegna tekur þetta svona langan tíma. — Égskil. Hún sneri sér frá honum og settist á rúmstokkinn. Hún ýtti hárinu frá enninu. — Nú skil ég hvet£ vegna þið vilduð reyna að ræná Eifey. nann kynni að hafa gert þáð fyrir hana. En þið hafið nú beðið um hið eina í heiminum, sem maðurinn minn gerir ekki fyrir mig. — Þú ert konan hans, sagði Peters. — Hann vill ckki láta drepa þig. — Ilann vill giftast annarri konu, sagði hún og rödd hennar var blæbrigðalaus. — Ég kom aftur frá Teheran vegna þess að hann bað mig um skilnað. Þið tókuð rangan gísl. í fjarska flaug flugvél yfir. Það var eina hljóðið sem heyrð- ist um hríð. Hann starði á hana. Hún sat hreyfingarlaus. Logan Field vildi skilnað frá henni. Þau höfðu rænt henni í staðinn fyrir barnið og allan tfmann hafði hún verið þýðingarlaus með öllu sem gísl. Field mundi varpa henni fyrir róða. Peters trúði naumast sínum eigin eyr- um. Hann gat ekki meðtckið það sem hún hafði sagt. Hann greip um axlir hennar. — Þú ert ekki að skrökva að mér. Þú ert að segja mér sannlcikann? — Janet Armstrong aðstoð- armaður hans — hann vill giftast henni, sagði Eileen. Ég nefndi hana i skilaboðunum til hans. — ó, guð minn, Peters hvislaði orðunum. — Þvilikur hrærigrautur. Hann hélt svo fast um axlir henni, að hana sárkenndi til. — Ég vildi óska þess þú hefðir sagt mér þetta fyrr, sagði hún og rödd hcnnar var ofur róleg. — Ég hef verið að vona, hélt að það væru pen- ingar. Hann myndi greiða allt það fé fyrir mig sem þið settuð upp. Ég veit það. En hann gefur ekki Imshan frá sér — að minnsta kosti ekki fyrir mig. Það er mikilvægast í lííi hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.