Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979
Skýrsla um þýðingu bílgreinarinnar á íslandi:
Bilgreinasambandið lét i tiiefni
þess, að 75 ár eru Jiðin frá því
að fyrsti bíllinn kom til lands-
ins, vinna skýrslu um þýðingu
bílgreinarinnar á íslandi. Verk-
ið vann Brynjólfur Hclxason
rekstrarhagfræðingur og segir
hann m.a. í innganKSorðum
sinum, að marxvislejfur hagn-
aður, hagræðing og aukin fram-
ieiðni fáist með notkun bila.
Samfara notkun bilanna sé
þjóðfélagslegur, „mannlegur“
og efnahagslegur ávinningur
en ennfremur kostnaður. Þá
segir i skýrslunni:
Bílgreinin og
skyld starfsemi
Bílgreinasambandið, sem var
stofnað 14. nóvember 1970, er
fyrst og fremst upplýsingaaðili
fyrir meðlimi sína inn á við og
almenning og stjórnvöld út á við.
Bílgreinin á Islandi spannar
til bílainnflutnings, verkstæða,
varahlutasala, bílamálara,
gúmmíverkstæða, smurstöðva,
ryðvarnarstöðva og fleiri, sem
bílum tengjast. Innan sam-
bandsins eru nú um 170 aðilar.
Áætluð heildarvelta þeirra var
um 40 milljarðar króna á árinu
1978. Til samanburðar má nefna
að þetta samsvarar um 28% af
fjárlögum ársins 1978. Starfs-
mannafjöldi meðlima er um
1200.
Auk ofangreindra aðila starfa
við bílgreinina og skyldar grein-
ar vöruflutninga- og fólksflutn-
ingabílstjórar, leigubílstjórar,
sölumenn notaðra bíla, bílstjór-
ar lögreglu og sjúkraliðs o.fl. Um
9.500 manns störfuðu við
bílgreinina á íslandi i þessari
víðu merkingu 1977. Þetta sam-
svarar um 10% vinnuafls þjóð-
arinnar. Þetta nær ekki til
ýmissa aðila svo sem afgreiðslu-
fólks á flutningamiðstöðvum,
starfsmanna vegagerðar, sem
ekki starfa við akstur o.fl.
tengda starfsemi.
Bíllinn er orðinn svo mikil-
vægur hluti nútímaþjóðfélags að
vart er hægt að ímynda sér
hvernig umhorfs væri ef bíllinn
væri ekki með í sögunni. Það
virðist þó enn víðs fjarri að
íslensk stjórnvöld líti á einka-
bílinn sem nauðsynlegt tæki
fremur en lúxus á okkar harð-
býlu og dreifbýlu eyju. Þetta
kemur vel í ljós þegar litið er á
skattlagningu hins opinbera á
bíla og notkun þeirra.
Nýir bílar og bíla-
tekjur ríkissjóðs
Árið 1978 voru tollafgreiddir á
Islandi 7660 nýir fólksbílar, og
alls 8862 nýir og notaðir bílar að
CIF verðmæti 10.5 milljarðar
kr., þar af fólksbílar og jeppar
7.2 milljarðar. Bílasala og bíla-
notkun færði ríkissjóði 31.7
milljarða kr. tekjur á árinu 1978.
Af þessum 31.7 milljörðum kr.
var aðeins um 11.2 milljörðum
eða 35.8% veitt til vegamála.
Hefur þetta hlutfall lækkað úr
56.3% á árinu 1975.
Tekjur ríkissjóðs eru auðvitað
miklu meiri ef tekið er tillit til
bílgreinarinnar í heild og
skyldra greina ásamt afkomu
fyrirtækja, sem byggja á bíla-
notkun og einstaklinga sem við
það vinna.
Ef söluverð bíls er brotið niður
kemur í ljós að:
Verksmiðjuverð 28.5%
Ríkið 58.9%
Flutningur 6.1%
Innflytjandi 6.5%
Sundurliðun á útsöluverði
bensínlítra gefur svipaða mynd
hvað ríkinu viðvíkur: CIF verð 30.0%
Opinber gjöld 56.0%
Verðjöfnun 3.0%
Dreifingakostnaður 11.0%
Fleiri bilar
Fjölgun bíla ákvarðast af
leitinni að raunverulegum val-
kosti, sem komi í stað bensínvél-
arinnar til að knýja bíla fram-
tíðarinnar. Rafmagnsbílar eiga
enn nokkuð í land með að jafnast
á við bensínbíla. Hins vegar er
reynt að draga sem mest úr
eyðslu bensínbílanna og minni
og sparneytnari bílar eru í sókn
þar sem þeir eru ekki þegar
mikils ráðandi.
Útlit er fyrir enn minna olíu-
framboð og/eða hærra verð á
næstunni af pólitískum ástæðum
fremur en að raunverulegur
skortur sé enn til staðar. Vanda-
málið er hins vegar orðið svo
brýnt að vart verður lengur
dregið að auka olíusparnaðinn
og leita nýrra orkuleiða.
I Bandaríkjunum er hafið
kapphlaup í gerð minni bíla en
þar hafa hingað til verið allsráð-
andi. Innbyrðis barátta risafyr-
irtækjanna General Motors,
Ford og Chrysler er þegar mjög
hörð. Minni bílar frá bandarísku
framleiðendunum þýða mjög
aukna samkeppni við evrópska
bílaframleiðendur bæði í Evrópu
og Bandaríkjunum sjálfum. í
Norður-Ameríku einni eru nú
um 44.1% fólksbíla í heiminum.
„Margvíslegur hagnaður,
hagræðing og aukin fram-
leiðni fæst með notkun bíla”
efnahagsþróun í landinu, fólks-
fjölgun og aldursdreifingu, at-
vinnuástandi, almennri velferð í
þjóðfélaginu, sköttum og gjöld-
um, möguleikum á ferðum með
almenningsfarartækjum, og
flutningaþörf, ásamt að ein-
hverju leyti sálfræðilegum þátt-
um svo sem stöðu, áliti og
skoðunum.
Að meðaltali voru fluttir inn
7.269 bílar á ári á þessu tímabili
með miklum sveiflum eins og oft
á meðaltalstölum.
Ef litið er á bílaeign pr. 1000
íbúa í landinu sést að þær tölur
hækka sífellt frá ’71—’78 að 1975
undantöldu. Frá 1970 hefur
bílainnflutningur verið meiri en
áður eru dæmi til í sögu þjóðar-
innar. Ein afleiðing þessa er sú
að nauðsynleg endurnýjunarþörf
(til að halda í horfinu) verður
mikil næstu ár.
í árslok árið 1978 voru taldir
84.141 bílar í notkun á íslandi,
þar af 75.697 fólksbílar.
Þjóðhagslegt gildi
bílgreinarinnar
Undir bifreiðaiðnað á íslandi
falla smíði bílayfirbygginga og
bílaviðgerðir (grein 383 skv. at-
vinnuvegaflokkun Hagstofunn-
ar) og hjólbarðaviðgerðir (grein
300). Við þessar greinar störfuðu
1762 ársmenn 1976, þar af 1618 í
grein 383. Sjá töflu 1.
Ef litið er á efnahagsyfirlit
iðnaðar 1976 kémur i ljós að
fastafjármunir í hlutfalli við
heildareignir nema 54,8% fyrir
Áætluð heild-
arvelta fyrir-
tækja innan
bílgreinar-
innar árið 78
var 40 millj-
arðar króna
allar iðngreinar til samans en
70,9% í grein 383 og sýnir það
nokkuð hversu bifreiðaviðgerðir
og bifreiðasmíði eru fjárfrekar.
Hagnaðarhlutföll (þ.e. vergur
hagnaður fyrir skatta í hlutfalli
við tekjur) voru eftirfarandi
1971-1976:
1971 1972 1973 1974 1975 1976
Bifreiða-
við-
gerðir 5.0 5.2 4.8 5.7 2.6 4.1
Við-
gerðar-
gr. alls 6.0 5.5 6.0 7.3 5.1 5.4
Lægra hagnaðarhlutfall í bif-
reiðaviðgerðum öll árin sýnir
lakari afkomu þar en í öðrum
viðgerðargreinum.
Aðstaða til bifreiðaviðgerða er
mjög misjöfn í landinu. J. Ingi-
mar Hansson gerði könnun á
aðstöðu bifvélaverkstæða á
Vesturlandi, Vestfjörðum og
Austurlandi árið 1976. Þar kem-
ur m.a. fram að skortur á
bifvélavirkjum á landssvæðun-
um er mikill. Bifvélaviðgerða-
menn fara margir í önnur störf.
Rekstur á landssvæðunum er
ótraustur og mjög sveiflukennd-
ur.
Því sem fyrst og fremst virðist
ábótavant fyrir bifvélavirkja al-
mennt er menntun þeirra, sér-
staklega endurmenntun en þörf
fyrir hana er mikil og aðbúnaður
á vinnustað. Einnig er vara-
hlutaþjónusta og fyrirbyggjandi
viðhaldi mjög ábótavant, sér-
staklega úti á landi.
Að meðaltali voru 45,5 bílar á
viðgerðármann árið 1976 og
þróunin hefur verið í þá átt að
álíka margir eða færri viðgerð-
armenn þurfa að gera við fleiri
bíla.
Reksturskostnaður
Rekstur fólksbíls í dag er dýr.
Það er hins vegar sömuleiðis
rekstur góðrar fólksflutninga-
þjónustu. Góðri fólksflutninga-
þjónustu hefur reynst erfitt að
halda uppi í Reykjavík, að ekki
sé minnst á strjálbýlli staði
landsins. Á íslandi eru engar
járnbrautir eins og í öllum
öðrum vestrænum menningar-
löndum og landið er einangrað
og dreifbýlt. Af þessu m.a. leiðir
að eiga einkabíls á stóran þátt í
að gera ísland byggilegra en
áður og fýsilegra til ábúðar en
ella.
Árið 1978 kostaði 69 kr. á/km.
að reka „meðalfólksbíl" og er þá
allur kostnaður meðtalinn að
undanskildum vöxtum. Sam-
bærilegur kostnaður við rekstur
Strætisvagna Reykjavíkur var
381 kr á ekinn km. Sjá töflur 7
og 8. Samanburð sem þennan ber
þó að taka með nokkkurri varúð.
Þannig myndi reksturskostn-
aður fólksflutningaþjónustunn-
ar (SVR) vaxa meir og meir eftir
því sem til fámennari staða
kemur. Reksturskostnaður
einkabíls er hins vegar óháður
þéttbýli nema að því leiti sem
betri vegir eru til staðar í
þéttbýli. Oraunhæft er að reikna
með að strætisvagnar taki við
hlutverki einkabílsins eða öfugt
og alla kostnaðarútreikninga í
því sambandi þarf að taka með
varúð. Fyrir utan beinan kostn-
að koma þættir sem erfiðara er
að mæla svo sem meiri þægindi
einkabílanna en einnig megnun
og slysahætta.
Bíiar
umsjón JÓHANNES
TÓMASSON og
SIGHVATUR
BLÖNDAHL
Bensíneyðslan
Bensíneyðsla fólksbíla hefir
verið allmikið til umræðu að
undanförnu. Sumum finnst
eyðsla fólksbílanna of mikil. En
sé litið á tölur kemur í ljós að
bensínnotkun er aðeins 15,5% af
♦ heildareldsneytisnotkun lands-
manna.
Þá má einnig minna á að í
ríkiskassann fara um 56% af
útsöluverði hvers bensínlítra.
Þannig er ljóst að erlendum
verðhækkunum verður ekki ein-
göngu kennt um hátt bensínverð
í landinu.
Framtíðin
og orkan
Enn virðist hægt að miða í
Minnkandi framboð olíu og ým-
issa hráefna hefur leitt til mik-
illa kostnaðarhækkana. Há verð
þessara þátta hafa orðið þess
valdandi að nú er sennilega
hugsað meir um „eyðslu"
bílanna en nokkru sinni áður.
Útlit er fyrir að vöxtur í bíla-
framleiðslu og sölu í náinni
framtíð verði mestur í hinum
minna þróuðu löndum veraldar.
í niðurlagi skýrslunnar segir
svo:
Tölur um vinnsluvirði, starfs-
mannafjölda, álögur ríkisins,
veltu o.s.frv. hversu nákvæmar
sem þær kunna að vera, segja
aldrei alla söguna um mikilvægi
bílsins. Nytsemi eða aukin fram-
leiðni í þjóðfélaginu, sem kemur
fram í styttri ferðatíma milli
staða, sálfræðileg atriði o.fl.
verða ekki auðveldlega mæld í
tölum en hljóta þó að verða
flestum ljós ef gaumur er að
gefinn.
Bíllinn hefur auðvitað bæði
jákvæðar og neikvæðar hliðar.
Bílinn má líta á sem flutninga-
tæki, sem atvinnuskapandi, sem
athvarf í frítíma, sem búsetu-
skapandi á afskekktum stöðum,
sem slysavald o.m.fl.
í lok þessara orða um þýðingu
bílgreinarinnar á íslandi má
draga fram eftirfarandi atriði:
1. Ahrif ríkisvaldsins í
bílgreininni eru gífurleg og er
greininni mjög íþyngt með
háum álögum og gjöldum. Þá
virðast ígrip ríkisvaldsins í
verðmyndunarkerfið engum
til góðs. Bílar eru þess vegna
alltof dýrir á Islandi.
2. Alltof lítið af tekjum ríkisins
af bílum og bílaumferð er
veitt aftur til vegagerðar, til
endurbóta á lélegu vegakerfi.
Minna en 3% vega utan þétt-
býlis eru með varanlegu slit-
lagi.
3. Þjóðhagslegt gildi bílgreinar-
innar er mikið og verður
aldrei eingöngu mælt í tölum.
Um 10. hver Islendingur vinn-
ur við bílgreinina og skylda
starfsemi.
4. Bensíneyðsla bílanna er ekki
nema 15.5% heildareldsneyt-
isnotkunar þjóðarinnar.
Bíllinn tengir saman lands-
hlutana og þar með þjóðina.
Hvað hefðum við gert án
bílsins í landi eins og okkar?