Morgunblaðið - 30.10.1979, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979
25
r
Ljósm. Mbl. RAX.
ir í körfuknattleik um helgina.
þrívegis sigur á landsliði íra.
íni Sigurðssyni þar sem hann
miklum tilþrifum.
y flí
tar?
Kirby þarf vart að kynna
hérlendis, hann þjálfaði lið ÍA
með glæsilegum árangri fyrir
fáum árum, en fór siðan heim til
Englands og tók þar við stjórn 4.
deildar liðs Halifax. Halifax lá
við akkeri á botni deildarinnar,
en Kirby sýndi þá enn leikni sína
sem þjálfari og er Halifax nú i
hópi efstu liða 4. deildar.
ísland lagói íra að
í þriðja sinn
velli
ÍSLAND vann sinn þriðja sigur á
trum í körfuknattleik á sunnu-
dag. Þjóðirnar áttust við í Borg-
arnesi. Rétt eins og i Reykjavik i
öðrum leik þjóðanna réðust úr-
slitin ekki fyrr en á lokasekúnd-
um leiksins. íslendingar reynd-
ust þá sterkari og unnu 76—75.
Þrír sigrar og Einar Bollason
landsliðsþjálfari getur verið
ánægður. Hann sagði fyrir leik-
ina að hann gerði sig ánægðan
með tvo sigra — strákarnir hans
gerðu betur, þeir unnu alla leik-
ina.
Sigur íslendinga var ekki átaka-
laus í Borgarnesi. írar höfðu
lengst af undirtökin og það var
ekki fyrr en í síðari hálfleik að
íslenska liðinu tókst að síga fram-
úr, vinna upp gott forskot Ira. írar
höfðu leitt frá upphafi, komust í
13—8 í fyrri hálfleik. íslenska
liðið náði þó góðum kafla og
skoraði tíu stig gegn fjórum íra,
komst yfir, 18—17. Sú forusta
reyndist skammvinn því írar náðu
aftur undirtökunum með feiki-
góðri baráttu og skoruðu næst
fimm stig, komust í 22—18, síðan
tíu stig, 40—30 en staðan í leikhléi
var 40—32 írum í vil. íslenska
liðið náði sér aldrei á strik í fyrri
hálfleik. Vörnin var betri hluti
liðsins, án þess þó að vera afger-
andi. I sókninni hins vegar gekk
fátt eitt upp og hið keltneska
keppnisskap íra virtist setja
islenska liðið nokkuð úr jafnvægi.
íslenska liðið náði
sér vel á strik
í síðari hálfleik
Framan af síðari hálfleik héldu
Irar hlut sínum fyllilega og gott
betur. Þeir náðu níu stiga forystu,
58-49 — íslensku leikmönnunum
tókst ekki að rjúfa sterkan varn-
arvegg Ira sem skyldi og í vörn-
inni áttu þeir í erfiðleikum með
O’Connorona tvo, Grennel og
Houlinou. En þrátt fyrir mótlætið
lögðu íslenzku leikmennirnir ekki
árar í bát — síður en svo því á
næstu mínútum gekk allt upp hjá
íslenska liðinu. Vörnin small sam-
an, svo að írar komust ekkert
áleiðis í bókstaflegri merkingu.
Hvað eftir annað gengu hraðaupp-
hlaupin upp, skotnýting batnaði
og fyrr en varði hafði Island náð
forustu, skoraði ellefu stig í röð og
lifnaði nú yfir áhorfendum sem
voru fjölmennir í Borgarnesi.
Staðan breyttist í 60—58 íslend-
ingum í vil eins og hendi væri
veifað. Síðan 66—62 og það sem
eftir var leiks hélst sá munur að
mestu, 4—6 stig. Þegar stutt var
til leiksloka höfðu Islendingar
fimm stiga forystu, 76—71. Strák-
arnir lögðu megináherzlu á að
halda fengnum hlut, og Irum tókst
að skora fjögur síðustu stig leiks-
ins án þess þó að ógna verulega
sigri íslenska liðsins.
Torfi stigahæstur —
Jón „prímus mótor“
Hinir rétt um 400 áhorfendur í
Borgarnesi fóru því ánægðir heim,
og stemmningin meðal þeirra var
mikil lokakafiann og má með
sanni segja að þeir hafi átt sinn
þátt í sigri íslenska liðsins. Torfi
Magnússon átti stórleik í síðari
hálfleik, skoraði 16 stig. Þá dreif
Jón Sigurðsson íslenska liðið áf-
ram með snilldarsendingum
sínum, jafnframt þvi að skora 13
stig. Símon Ólafsson sem var mjög
sterkur í vörninni skoraði 12 stig.
Kristinn Jörundsson og Kristján
Ágústsson skoruðu 10 stig hvor,
Gísli Gíslason og Gunnar Þor-
varðarson 6 stig hvor, og þeir
Kolbeinn Kristinsson og Þorvald-
ur Geirsson 2 stig hvor.
Hjá írum skoraði O’Connor
mest, 20 stig. Leikinn dæmdu þeir
Kristbjörn Albertsson og Jean
Treacy. Voru áhorfendur lítt
ísland — írland
76—75
ánægðir með frammistöðu þeirra
og þótti írinn heldur hallur undir
sína menn.
Ánægður með
þrjá sigra
„Ég er mjög ánægður með
sigrana þrjá — sagði fyrir leikina
að tveir sigrar myndu gera mig
ánægðan. Það sem þó einkum
vakti fyrir mér var að sjá strák-
ana í leik, að fá æfingaleiki fyrir
landsliðið. Síðari hálfleikurinn í
Borgarnesi var án nokkurs vafa
bezti leikkafli íslenska liðsins,
jafnframt því að Irar sýndu sínar
beztu hliðar," sagði Einar Bolla-
son, þjálfari íslenska landsliðsins,
við b'laðamann Mbl.
„Við lögðum megináherzlu á
sterkan varnarleik nú — og vörnin
hjá okkur stóðst fyllilega prófið,
og óx þegar á leikina leið. Þrátt
fyrir að við höfum átt afleitan
sóknarleik gegn Irum í Laugar-
dalshöll þá brást vörnin ekki og
sigur vannst fyrst og fremst á
henni,“ bætti Einar ennfremur
við.
Hvað er nú framundan? „írar
hafa boðið okkur út í janúar, og
einnig höfum við boð frá Norð-
mönnum. En boð íra freistar
okkar meira og ég reikna með að
við förum til Bretlandseyja og
leikum við íra og jafnvel Skota.
Annars verður þetta allt annað
hjá okkur þegar Pétur Guð-
mundsson, risinn okkar, kemur til
leiks. Allt annar klassi. Við höfum
miðað öll leikkerfi sem hann væri
með. Nú svo kemur Geir Þor-
steinsson inn, og jafnvel Flosi
Sigurðsson, svo að af því má sjá að
það verður ekki heiglum hent að
velja tíu manna lið. Að sjálfsögðu
koma fleiri til greina t.d. leikmenn
eins og Þórir Magnússon."
Hvað um einstaka leikmenn í
leikjunum við íra? „Ég var ánægð-
ur með hvað nýliðarnir komu vel
út. Þá kom Símon Ólafsson sterk-
ur út úr öllum leikjunum. Það
mæðir mikið á bakvörðunum
tveimur, Jóni Sigurðssyni og
Kristni Jörundssyni en það sýndi
sig í þessum leikjum að aðrir
bakverðir geta komið inn og staðið
sig mjög vel. Ég verð að segja eins
og er að mér lízt mun betur á
íslenska landsliðið nú en fyrir
leikina við íra,“ sagði Einar Bolla-
son að lokum.
gig/HHalls.
Tveir ósigrar Tindastóls
— gegn ÍBK og Ármanni í 1. deild körfunnar
ÍBK — Tindastóll
88-49 (42-21)
Keflvíkingar unnu stórsigur á
Tindastóli í Keflavík í 1. deild
íslandsmótsins í körfuknattleik á
laugardag, 88—49. Kári Marísson,
fyrrum landsliðsmaður og leik-
maður UMFN, lék að nýju á
Suðurnesjum, nú með Tindastóli.
Ekki var uppskera hans mikil —
hann skoraði aðeins fjögur stig og
þegar í fyrri hálfleik fékk hann 4
villur og gat því lítið beitt sér.
Keflvíkingar tóku forustu þegar
í upphafi og komust í 27—6.
Staðan í leikhléi var 42—21. Mun-
urinn jókst stöðugt og lokatölur
þegar upp var staðið voru 88—49,
öruggur sigur ÍBK. Jeff Welshans,
Bandaríkjamaðurinn í liði ÍBK,
KðrluknalllelKur
V...........-.-.........✓
skoraði 21 stig, Einar Steinsson 16
og Pétur Jónsson 11. Hjá Tindast-
óli skoraði Birgir Rafnsson mest,
15 stig, Karl Ólafsson skoraði 10
stig.
Ármann — Tindastóll
90-83 (46-43)
Þessi leikur fór fram í Haga-
skólanum á sunnudaginn og var
leikur Sauðkræklinganna nú allur
annar og betri en í Keflavík
daginn áður. Máttu Ármenning-
?arnir hafa sig alla við að ná
báðum stigunum.
Tindastóll kom mjög á óvart í
byrjun og komst í 10:0. En Ár-
menningarnir voru fljótir að jafna
metin og komust yfir 22:16. Staðan
i hálfleik var 46:43 Ármanni í vil. í
seinni hálfleik tóku Ármenningar
örugga forystu 70:55 og var Danny
Shous drjúgur við stigaskorunina
á þessu tímabili. En Sauðkrækl-
ingarnir neituðu að gefast upp,
náðu að minnka muninn í 78:77 en
Ármenningar voru sterkari á
lokasprettinum og unnu 90:83.
Danny Shous var sem fyrr
atkvæðamestur hjá Ármanni með
47 stig, Valdimar skoraði 14 stig
og Kristján Rafnsson 11 stig. Hjá
Tindastóli skoraði Birgir Rafns-
son mest eða 23 stig, Kári Marís-
son 20 stig og Karl Ólafsson 17
stig.
Badmintonvertíóin hófst um helgina
Fyrsta unglingamótinu í bad-
minton á þessu keppnistímabili
fór fram um helgina. Keppnin
var allfjölmenn, og komu kepp-
endur víða að, t.d. frá Hvera-
gerði, Akranesi og Kópavogi, auk
Reykjavíkur. Keppt var í tvíliða-
leik og tvenndarleik í öllum
aldursflokkum unglinga. og urðu
úrslit sem hér segir:
Hnokkar — tvíliðaleikur:
Árni Þ. Hallgrímsson og Valdimar
Sigurðsson ÍA sigruðu Bjarka
Jóhannesson og Ingólf Helgason
ÍA 15/8 og 15/8.
Tátur — tviliðaleikur:
Guðrún Ýr Gunnarsdóttir og Guð-
rún Júlíusdóttir TBR sigruðu Ástu
Sigurðardóttur og Maríu Finn-
bogadóttur í A 15/10 og 15/0.
Hnokkar — tátur — tvenndar-
leikur:
Árni Þór Hallgrímsson og Ásta
Sigurðardóttir IA sigruðu Ingólf
Helgason og Maríu Finnbogadótt-
ur IA 15/10 og 15/11.
Sveinar — tvíliðaleikur:
Pétur Hjálmtýsson og Kári Kára-
son TBR sigruðu Ólaf Ingþórsson
og Þórð Sveinsson TBR, 15/11 og
18/16.
Meyjar — tviliðaleikur:
Inga Kjartansdóttir og Þórdís
Edwald TBR sigruðu Elínu Hel-
enu Bjarnadóttur og Elísabetu
Þórðard. TBR 15/3 og 15/12.
Sveinar — meyjar — tvenndar-
leikur:
Fritz H. Berndsen og Þórdís
Edwald TBR sigruðu Pétur
Hjálmtýsson og Ingu Kjartans-
dóttur TBR 17/14, 5/15 og 15/8.
Tvíliðaleikur drengja:
Þorsteinn Páll Hængsson og Þor-
geir Jóhannsson TBR sigruðu Ara
Edwald og Gunnar Björnsson
TBR, 15/5 og 15/2.
Telpur — tviliðaleikur:
Þórunn Óskarsdóttir KR og Ing-
unn Viðarsdóttir ÍA sigruðu Lindu
Jóhannsen og Auði Pálmadóttur
TBR 15/3 og 15/7.
Drengir — telpur — tvenndar-
leikur:
Þorgeir Jóhannsson og Bryndís
Hilmarsdóttir TBR sigruðu Gunn-
ar Björnsson og Elísabetu Þórðar-
dóttur TBR, 15/9 og 15/11.
Piltar — tviliðaleikur:
Guðmundur Adolfsson og Skarp-
héðinn Garðarsson sigruðu Helga
Magnússon ÍA og Birgi ólafsson
TBR, 15/3, 9/15 og 15/7.
Piltar — stúlkur — tvenndar-
leikur:
Guðmundur Adolfsson TBR og
Kristín Magnúsdóttir TBR sigr-
uðu Helga Magnússon ÍA og
Ragnheiði Jónasdóttur ÍA 15/10
og 15/2.
Stúlkur — tviliðaleikur:
Bryndís Hilmarsdóttir og Kristín
Magnúsdóttir TBR sigruðu Lauf-
eyju Sigurðardóttur og Ragnheiði
Jónasdóttur ÍA 15/6 og 15/6.
Næsta unglingamót verður í
húsi TBR dagana 10,—11. nóv.
n.k., en það er Unglingameistara-
mót Reykjavíkur. Þátttökutil-
kynningar í það mót skulu hafa
borist til TBR í síðasta lagi
þriðjudaginn 6. nóv. n.k.