Morgunblaðið - 30.10.1979, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 30.10.1979, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 21 Fer Teitur til Derbv? NÚ ER keppnistímabilinu i Svíþjóð lokið. íslendingurinn Teitur Þórðarson hefur sjaldan leikið betur en á þvi timabili sem nú er að ljúka og vakið mikla athygli. Sænsk blöð hafa haft orð á því, að Teitur væri i sænska landsliðinu ef hann væri sænskur ríkisborgari. Teitur hefur verið undir smá- sjánni hjá mörgum frægum liðum, og hafa sum þeirra sett sig i samband við öster. Til að grennslast fyrir um hvað yrði nú uppi á teningnum ræddi Mbl. við framkvæmdastjóra öster, Tommy Svensson, og innti hann eftir því hvaða lið væru á eftir Teit og hvort hann yrði seldur. Tommy Svensson sagði: Það er ekkert launungarmál að við get- um ekki borgað Teiti jafn vel og stór og rík félög í Evrópu. Þrátt fyrir að við gerum allt sem við getum til að halda honum þar sem hann er tvímælalaust besti miðframherji í Svíþjóð. Það hafa mörg félög sett sig í samband við mig og málin hafa verið rædd. En þau félög sem sýna einna mestan áhuga eru Derby frá Englandi og Werder Bremen sem nú er um miðbik vestur-þýsku 1. deildarinnar. Að vísu er Den Haag frá Hollandi enn inn í myndinni og Luton líka. En þau tvö fyrri eru líklegri til að hreppa kappann. Við höfum lofað Teiti því að fái hann gott tilboð þá verði hann seldur. Þetta verður endanlega ákveð- ið eftir 1. desember. Mín skoðun er sú að hann skrifi undir hjá öðru hvoru þessara félaga. Þó gæti það breyst. Þegar Teitur var inntur eftir því í gær, hvað yrði ofan á, sagði hann, að sig langaði einna helst til Vestur-Þýskalands en að svo stöddu vildi hann ekkert tjá sig um þessi mál. Það væri of snemmt. Það hefðu mörg félög haft samband við sig og hvað yrði ofan á væri ekki gott að segja. Mér líkar ákaflega vel hér í Svíþjóð og það verður eftirsjá í því að fara héðan, sagði Teitur. -þr. Leikið við Dani í kvöld í KVÖLD kl. 20.30 leika íslend- ingar fyrsta leik sinn í átta liða úrslitum á HM-keppni unglinga í handknattleik, og mæta þá Dönum. íslendingar eru í riðli með Dönum, Ungverjum og Rússum. í hinum riðlinum leika Svíar, Tékkar, Austur-Þjóðverj- ar og Júgóslavar. Rússar og Danir hafa þegar hlotið tvö stig i sínum riðli þar sem leikir í undanúrslitum gilda. Rússar sigruðu íslendinga og Danir Ungverja. Á miðvikudagskvöld leika svo íslendingar við Ung- verja. Sjá opnu bls. 24 og 25. • Teiti líkar vel i Sviþjóð ásamt fjölskyldu sinni, en ýmis félög hafa augastað á honum. Meti^phæð hjá getraununum í 10. leikviku Getrauna kom fram einn seðill með 11 réttum og er vinningurinn fyrir hann kr. 1.813.500.-, sem er hæsti vinningur, sem Getraunir hafa greitt út. Eigandinn er verzlunarmaður i Reykjavík, og virðist hann hafa verið svona lúsheppinn. þar sem á 8-raða seðli hans var ein röð með engum leik réttum og tvær raðir með einn réttan leik. í 2. vinning koma kr. 43.100.-, en 18 raðir reyndust með 10 rétta leiki. „Ef við leikum jafn vel og við höfum gert til þessa óttast — ÉG ER að sjálfsögðu mjög ánægður með að okkur skyldi takast að vinna okkur sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Það er mun betri árangur en við gerðum okkur vonir um, sagði Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsþjálf- ari þegar Mbl. ræddi við hann í gærdag um úrslit leikja í keppn- inni og hvaða möguleika ísland ætti i átta liða úrslitunum sem hef jast í kvöld. — Strákarnir hafa staðið sig alveg frábærlega vel, og eru nú farnir að sannfærast um getu sína. Við erum í raun og veru að uppskera eins og við sáðum. Þrot- lausar æfingar eru nú að skila sér. Þetta er ekkert annað en vinna og aftur vinna. Besti leikur okkar til þessa var á móti Rússum, það er skoðun mín að þeir séu með langbesta liðið í keppninni. Þeir sigruðu til dæmis Vestur—Þjóð- verja með 10 marka mun 28—18. Éj Lið Rússa er mjög hávaxið og urslitin“ Jóhann Ingi leikmenn líkamlega sterkir. Við stóðum jafnfætis þeim þar til 10 mínútur voru til leiksloka þá náðu þeir yfirhöndinni en sigur þeirra var full stór. — Mín skoðun er sú að þeir sigri í keppninni. Þeir eru núverandi meistarar og hafa því titil að verja. Þá var leikur okkar á móti Vestur—Þjóðverjum góður. I þeim leik var að duga eða drepast. Það var allt lagt í sölurnar til þess að sigur mætti vinnast og því var mikil gleði hjá okkur þegar við höfðum lagt þá að velli. Það var fyrst og fremst baráttan í vörn- inni sem færði okkur þennan sigur. Leikurinn við Dani verður erfið- ur, þeir eru með mjög gott lið sem hefur vaxið í hverjum leik að undanförnu. Nú síðast sigruðu þeir Ungverja mjög sannfærandi með 19 mörkum gegn 11. Lið þeirra er jafnsterkt. Varnar- og sóknarleikur er góður, svo og markvarslan. — Ég get engu lofað um úrslit. Við munum leggja okkur alla fram og gerum okkar besta eins og fram að þessu. En ég leyni því ekki að það yrði okkur vissulega kærkomið að sigra þá. Þeim finnst það vera formsatriði að leika við okkur, eru dálítið öruggir með sig. En ef við leikum jafnvel og við gerðum á móti Þjóðverjum og Rússum þá er ég ekki hræddur um úrslitin sagði Jóhann. — Þessi góði árangur hér færir okkur heim þau sannindi að við eigum mikið mannval af ung- um piltum sem geta náð langt séu þeim skapaðar góðar aðstæður. Sem dæmi get ég nefnt að lið okkar lék einn landsleik áður en við héldum í þessa mikilvægu keppni. Lið Þjóðverja hafði leikið átta leiki. Að lokum sagði Jóhann að það væri mikil hugur í liðinu og vonandi yrði ekki látið sitja við þann árangur sem náðst hefði, — það er alltaf hægt að bæta við ef viljinn og heppnin eru með. — þr. Skagamenn heiðraðir Sundlandsliðsmaðurinn Ingólfur Gissurarson var kosinn iþróttamaður Akra- ness í hófi einu þar i bæ fyrir skömmu. Ingólfur varð fimmfaldur íslandsmeistari á siðasta íslandsmóti i sundi og mjög efnilegur sund- maður. Jón Alfreðsson, knatt- spyrnumaðurinn kunni, var kosinn i annað sætið, en annar sundlandsliðsmaður, Ingi Þ. Jónsson, var kosinn í þriðja sætið. Þá var kosinn knattspyrnumaður Akra- ness 1979 og varð Jón Al- freðsson fyrir valinu, en leikmenn kjósa sjálfir i þessa stöðu. íþróttabanda- lagið kýs hins vegar iþrótta- mann ársins. Þórður Elías- son var og kosinn handbolta- maður Akraness við þetta tækifæri._________ írskur sigur ÍRSKA lýðveldið sigraði Bandarikin i vináttulands- leik í knattspyrnu í gær- kvöldi og fór leikurinn fram i Dyflinni. Lokatölur urðu 3—2, eftir að Bandarikja- mennirnir höfðu haft yfir, 2-0, í hálflelk. Bandarikjamennirnir léku furðu vel framan af gegn irska liðinu sem lék án manna eins og Liam Brady, Dave O’Leary og Frank Stapeiton. Dibernardo og Greg Villa skoruðu mörk USA. Þrjú mörk á 4 minút- um um miðjan siðari hálf- leikinn tryggðu írum hins vegar sigur. Víðavangs- hlaupin af stað Vetrarvertíð langhlaupara fer senn að hefjast. Hefur viðavangshlaupanefnd Frjálsiþróttasambands íslands nú raðað niður helztu viðavangshlaupum vetrarins og á listanum yfir hiaupin kemur fram að fyrsta hlaup vetrarins verð- ur öskjuhliðarhlaupið, sem háð verður, eins og nafnið bendir til, í öskjuhliðinni nk. laugardag. Síðan verða hiaupin á 2-3ja vikna fresti fram á vor. Skráin lítur annars svona út. 3. nóv. Öskjuhhðarhlaup t.R. 17. nóv. Kópavojrahlaup 8. des. Stjórnuhlaup F.H. 31. des Gamlairshlaup Í.R. 12. jan. Stjðrnuhlaup F.H. 26. jan. Kambaboðhtaup i.R. 9. febr. Flóahlaup llmí. SamhyitKÓa 23. febr. Stjörnuhlaup F.H. 8. mars Akureyrarhlaup 23. mars Vióavangshlaup Íslands 5. aprtl Álafosshlaup 24. april Vtðavangshlaup I.R. 27. aprll Drenpjahlaup A. 1. mai Eyrabakkahlaup 10. mai Stjðrnuhlaup F.H. Haukar unnu HAUKAR tryggðu sér end- anlega sigur á Reykjanes- mótinu i handknattleik með þvi að sigra Breiðahlik með 24 mörkum gegn 22. kvennaflokki sigraði hins vegar FH, vann Hauka í siðasta leiknum með 17 mörkum gegn 13. FH sigraði i 1. fiokki karia með þvi að sigra Hauka í úrslitaleik 14-13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.