Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979
„Engin framboð Sjálf-
stæðisflokksins nema
kjördæmisráð samþykki”
- segir Sigurður Hafstein framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins
„LÖG Sjálfstæðisflokksins eru ótvíræð hvað þetta varðar, það eru
kjördæmisráð flokksins i hverju kjördæmi sem ákveða framboðslista
flokksins til Alþinj?is,“ sagði Sigurður Hafstein framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins i samtali við blaðamann Morgunblaðsins i
gærkvöldi. Sigurður var að því spurður hvaða reglur giltu i
Sjálfstæðisflokknum um fleiri en eitt framboð sjálfstæðismanna i
hverju kjördæmi.
„Ekki getur verið um að ræða
nein framboð á vegum Sjálfstæð-
isflokksins eða tengd Sjálfstæðis-
flokknum, önnur en þau sem
kjördæmisráð flokksins standa
fyrir,“ sagði Sigurður ennfremur.
„Miðstjórnar er síðan að stað-
festa, eða hugsanlega að hafna,
þeim framboðum sem frá kjör-
dæmisráðunum koma, og segja til
um hvort þau framboð teljist
borin fram í nafni flokksins. — Ég
tel miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
ekki hafa heimild til að sam-
þykkja önnur framboð á vegum
flokksins en þau sem viðkomandi
kjördæmisráð hafa samþykkt.
Slíkt væri andstætt lögum flokks-
ins,“ sagði Sigurður Hafstein að
lokum.
í lögum um kosningar til Al-
þingis segir svo í 41. grein: „Nú
eru fleiri en einn listi boðnir fram
fyrir sama stjórnmálaflokk í kjör-
dæmi, og skal þá merkja þá: A,
AA ..., B, BB..., C, CC..., o.s.frv.
Listi sem borinn er fram utan
flokka, er merktur bókstaf í
áframhaldandi stafrófsröð á eftir
flokkalistum."
I sömu lögum segir svo í 27.
grein, í viðauka frá árinu 1968: „Ef
sá aðili, sem samkvæmt reglum
flokks er ætlað að ákveða fram-
boðslista, eða staðfesta framboðs-
lista endanlega, ber fram mót-
mæli gegn því, að listinn sé í
framboði fyrir flokkinn, skal yfir-
kjörstjórn úrskurða slíkan lista
utan flokka og landskjörstjórn
úthluta uppbótarþingsætum í
samræmi við það.“
Svavar, Guðmundur J. og
Ólafur Ragnar efstir
óhrjálegt var um að litast i húsinu númer 17 við Pósthússtræti í Reykjavík eftir brunann í fyrrinótt eins og
þessi mynd ber með sér.
Ljósmynd. Emilia
íkveikja í Pósthússtræti?
ELDUR kom upp i húsinu Pósth-
ússtræti 17 i Reykjavik laust
fyrir klukkan fimm i gærmorgun
og skemmdist húsið talsvert, en
ekki urðu meiðsl á fólki. Kona er
bjó á efstu hæð hússins var þó
flutt á sjúkrahús til rannsóknar.
Grunur leikur á að um ikveikju
hafi verið að ræða.
Að sögn rannsóknarlögreglunn-
ar var það leigubílstjóri sem fyrst
varð eldsins var, en þá voru dyr í
kjallara opnar og þar kom eldur-
inn upp. Ekki er búið í kjallaran-
um, en þar hafði listamaður áður
aðsetur sitt og geymdi hann þar
ýmislegt dót sitt enn, þó hann
hefði flutt þaðan fyrir um það bil
tveimur árum.
Slökkviliðinu gekk greiðlega að
slökkva eldinn, en þó mátti ekki
tæpara standa, að hann næði að
læsa sig um loft kjallarans og gólf
tannlæknastofu fyrir ofan. Reyk-
ur komst einnig upp um allt húsið,
en slökkviliðsmenn gerðu íbúa
efstu hæðarinnar viðvart og að-
stoðuðu hana við að yfirgefa
húsið.
sætið, en obbi þeirra atkvæða, sem Alls munu vera í Alþýðubanda-
birt eru, mun hann hafa fengið í 3. lagsfélaginu í Reykjavík á áttunda
sætið hundrað manns.
Kveikt í Akraborg-
inni á Akureyri
Akureyrl 29. október
ELDUR kom upp i m.s. Akraborg
um hádegisbil i gær þar sem skipið
lá i kvinni við Torfunesbryggju.
Mikill eldur var i matsai og káetu
aftan við hann og einnig barst
eldurinn um stjórnpall. Miklar
skemmdir urðu á öllum þessum
stöðum í skipinu, en hins vegar var
búið að f jarlægja öll helstu tæki og
annað fémætt þvi að ætlunin var að
draga skipið á haf út og sökkva þvi
innan skamms.
Það tók slökkviliðið um eina
klukkustund að slökkva eldinn og til
þess voru notaðir 150 til 200 lítrar af
froðuvökva auk vatns. Talið er víst
að um íkveikju hafi verið að ræða, en
ekki hefur tekist að hafa uppi á þeim
er eldinn kveikti.
Akraborg er tréskip smíðað í
Svíþjóð 1943, og var þá þrímastrað
flutningaskip með lítilli hjálparvél.
Valtýr Þorsteinsson útgerðarmaður
keypti skipið hingað til Akureyrar
1946, lét breyta því og hélt því út til
síldveiða. Síðustu árin sem Akra-
borgin var gerð út var hún á
handfæraveiðum við Langanes og
íagði upp afla á Seyðisfirði. En nú
hefur hún legið bundin við bryggju á
Torfunefi í nokkur ár.
—Sv.P
SVAVAR Gestsson, fyrrum al-
þingismaður og ráðherra fékk
flest atkvæði í síðari hluta for-
vals Alþýðubandalagsins, sem
fram fór í Reykjavík í gær. Alls
kusu í forvalinu 485 félagar
Alþýðubandalagsfélagsins í
Reykjavík. í öðru sæti varð Guð-
mundur J. Guðmundsson og i
hinu þriðja ólafur Ragnar
Grimsson.
Þær tölur, sem birtar voru í
gærkveldi voru þannig: Svavar
Gestsson hlaut 344 atkvæði í 1.
sæti G-listans. Guðmundur J.
Guðmundsson hlaut 179 atkvæði í
1. og 2. sæti listans, Ólafur Ragnar
Grímsson hlaut 237 atkvæði í 1. til
3. sæti listans. Hér er um samtöl-
ur að ræða. Fjórða var Guðrún
Helgadóttir með samtals 243 at-
kvæði, fimmta Guðrún Hall-
grímsdóttir með 237 atkvæði og
sjötti Sigurður Magnússon með
209 atkvæði.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið aflaði sér í gær,
mun Svavar hafa fengið að auki
atkvæði í 2., 3. og 4. sæti listans,
en þau atkvæði teljast honum ekki
til tekna og er því ekki getið.
Guðmundur J. Guðmundsson mun
hafa fengið á 5. tug atkvæða í 1.
sæti, rúmlega 120 í annað sætið og
á annað hundrað í þriðja sæti
listans. Þau atkvæði koma ekki til
tekna í 2. sætið. Með sama hætti
mun Ólafur Ragnar hafa fengið
hluta atkvæða sinna í 1., 2. og 3.
Sveinbjörn Jóns-
son hrl. látinn
Sérframboð Jóns
Sólness ákveðið
Aðeins einn listi Sjálfstæðis-
flokksins. segir Lárus Jónsson
JÓN G. Sólnes fyrrverandi alþingismaður tjáði Mbl. i gærkvöldi að
sjálfstæðismenn i Norðurlandskjördæmi eystra, sem styðja hann, hefðu
ákveðið að bjóða fram sérstakan lista i kjördæminu i nafni Sjálfstæðis-
flokksins 1 komandi kosningum. Sex efstu sæti listans skipa:
. Jón G. Sólnes fyrrv. alþingismaður
Akureyri,
2. Sturla Kristjánsson fræðslustjóri,
Akureyri,
3. Viktor A. Guðlaugsson skólastjóri,
Stórutjarnarskóla, S-Þing.,
4. Pétur Antonsson forstjóri, Akur-
eyri,
5. Friðrik Þorvaldsson forstjóri, Ak-
ureyri,
6. Aslaug Magnúsdóttir skrifstofu-
stjóri, Akureyri.
Jón G. Sólnes sagði, að þar sem
listinn væri borinn fram í nafni
Sjálfstæðisflokksins yrði gerð sú
krafa til kjörstjórnar, að hann
myndi fá listabókstafina DD.
Jón sagði aðspurður, að þeir sem
að listanum stæðu myndu halda fast
við framboðið þótt svo færi að
listinn yrði úrskurðaður utan flokka
og Sjálfstæðisflokknum
óviðkomandi.
Morgunblaðið sneri sér í gær-
kvöldi til Lárusar Jónssonar, sem
skipar efsta sætið á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu,
og innti eftir áliti hans á sérfram-
boði Jóns G. Sólnes.
Lárus svaraði: „Listi Sjálfstæðis-
flokksins í Norðurlandskjördæmi
eystra var ákveðinn á fundi kjör-
dæmisráðs í gær með venjulegum
hætti og í samræmi við skipulags-
reglur flokksins. Ég lít svo á að um
aðra lista Sjálfstæðisflokksins í
komandi Alþingiskosningum sé ekki
að ræða í þessu kjördæmi."
LAf INN er í Reykjavik Sveinbjörn
Jónsson hæstaréttarlögmaður,
tæplega 85 ára að aldri.
Sveinbjörn fæddist þann 5. nóv-
ember árið 1894 á Bíldsfelli í Grafn-
ingi, sonur Jóns bónda og hrepp-
stjóra þar Sveinbjörnssonar og konu
hans, Málfríðar Þorleifsdóttur.
Sveinbjörn varð stúdent árið 1914,
og lögfræðiprófi lauk hann árið 1918,
en var eftir það um skeið við
framhaldsnám í Danmörku aðallega.
Hann rak um árabil málflutn-
ingsskrifstofu í Reykjavík, ásamt
Jóni Ásbjörnssyni hrl.
Eftir Sveinbjörn liggja ritgerðir
um lagaleg efni, og hann gegndi
fjölda trúnaðarstarfa fyrir ýmsa
aðila, var meðal annars um skeið
formaður Barnaverndarráðs, í stjórn
Listasafns Einars Jónssonar, próf-
dómari við Háskólann og formaður
Kjaradóms.
Sveinbjörn var kvæntur Þórunni
Bergþórsdóttur, en hún lést árið
1949. Börn þeirra tvö lifa foreldra
Jón G. Sólnes
Lárus Jónsson.
sína, Jón, prófessor við guðfræði-
deild Háskóla íslands, og Helga
Bergþóra er rekur auglýsingaskrif-
stofu í Reykjavík.
Samþykkti 6,8 miHjarda
fjárveitingu tu flugstödvar-
byggingarinnar í K
WaRhinKton. 29. október. Frá önnu
Bjarnadóttur.
FULLTRÚARÁÐ Bandarikjaþings
samþykkti í siðustu viku 17.650.000
kollara fjárveitingu til flugstöðvar-
byggingar á Keflavíkurflugvelli.
Upphæðin samsvarar um það bil 6,8
milljörðum islenskra króna. Fjár-
veitingin var hluti af tæplega fjög-
urra milljarða dollara fjárveitingu
til byggingarframkvæmda á vegum
bandaríska hersins hcima og er-
lendis á næsta ári.
Öldungadeild Bandaríkjaþings
hafði áður samþykkt fjárveitinguna,
en 381 þingmaður fulltrúadeildar-
innar var henni fylgjandi, 26 voru
andvígir og 26 greiddu ekki atkvæði.
Litlar umræður urðu um fjárveit-
inguna í fulltrúadeildina, og þótti
nefnd er annaðist undirbúning til-
lögugerðarinnar hafa unnið gott
starf. Fjárveitjngjn jjj byggingar-
framkvæmdanna er 340 milljónum
dollurum lægri fyrir árið 1980 en
fyrir árið 1979, og 80 milljónum
dollara lægri en varnarmálaráðun-
eytið hafði farið fram á.