Morgunblaðið - 30.10.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979
39
30. ársþing L.H. á
Ftúðum um næstu helgi
- Eyfirðingar flytja tillögu
um landsmót á Melgerðismelum
ÁRSÞING Landssambands
hestamannafélaga verður hald-
ið næstkomandi fðstudag og
laugardag, 2. og 3. nóvember, á
Flúðum i Hrunamannahreppi.
Þetta er 30 úra afmælisþing og
verður þess sérstaklega minnst
við þingsetninguna. Gera má
ráð fyrir að mörg mál verði
lögð fyrir þingið auk þess, sem
fram fer kjör tveggja stjórn-
armanna og tveggja varastjórn-
armanna.
Þingið verður sett kl. 11 fyrir
hádegi á föstudag af formanni
L.H. Albert Jóhannssyni, og að
lokinni þingsetningu flytja gest-
ir þingsins ávörp í tilefni afmæl-
isins en þeir eru Bragi Sigur-
jónsson, landbúnaðarráðherra,
Asgeir Bjarnason, formaður
Búnaðarfélags íslands og dr.
Edwald Isenbugel, forseti FEIF,
en Pétur Behrens mun flytja
ávarp þess síðastnefnda. Eftir
hádegi hefjast þingstörf og er
gert ráð fyrir, að nefndir starfi
síðdegis og fram á kvöld. Á
laugardagsmorgun verða álit
nefnda lögð fram og þinginu
lýkur með stjórnarkjöri síðdegis
á laugardag. Á laugardagskvöld
verður sameiginlegur kvöldverð-
ur þingfulltrúa og skemmtun í
umsjá Smárafélaga.
Að sögn Péturs Hjálmssonar
framkvæmdastjóra L.H. verður
farin hópferð á þingið frá Fé-
lagsheimili Fáks við Elliðaár kl.
9 á föstudagsmorgun. Hópferð
verður einnig frá Flúðum til
Reykjavíkur kl. 10 á sunnu-
dagsmorgun.
Þegar er vitað um nokkrar
tillögur, sem lagðar verða fram á
þinginu, en að sögn Péturs
Hjálmssonar er vonast til að
tillögurnar hafi borist skrifstofu
L.H. tímanlega fyrir þingið,
þannig að unnt verði að leggja
þær fram fjölritaðar á þinginu.
Bjarni Jónsson formaður Hesta-
mannafélagsins Léttis á Akur-
eyri staðfesti í samtali við þátt-
inn, að Eyfirðingar ætluðu á
þinginu að bera fram tillögu um
að landsmótið 1982 yrði haldið á
Melgerðismelum í Eyjafirði en
ekki á Vindheimamelum í
Skagafirði eins og stjórn L.H.
hefur þegar ákveðið.
Meðal mála, sem ætlunin er að
stjórn L.H. leggi fyrir þingið, eru
tillögur um félagsréttindi félaga
hestamannafélaganna. Eru til-
lögur þessar settar fram vegna
deilna, sem risið hafa upp um
túlkun á fyrri samþykktun árs-
þinga L.H. um þetta atriði. Er í
tillögunum meðal annars gert
ráð fyrir, að menn geti verið
aðilar að fleiru en einu hesta-
mannafélagi sem aukaaðilar en
verði í upphafi hvers keppnis-
tímabils að ákveða fyrir hvaða
félag þeir ætla að keppa. Jafn-
framt er viðkomandi félagi að-
eins kjörgengur til trúnaðar-
starfa í einu hestamannafélagi
og þá því félagi, sem hann er
virkur í. Nefnd á vegum stjórnar
L.H. mun einnig leggja fram
tillögur um breytingar á kapp-
reiðareglugerð L.H.
Fulltrúar Fáks á þinginu
munu bera fram nokkrar tillög-
ur og eru meðal þeirra tillaga
um að í góðhestakeppnum aðild-
arfélaga L.H. skuli hverjum
knapa aðeins heimilt að sýna
einn hest í hvorum flokki. Ekki
voru þó allir þingfulltrúar Fáks
sammála þessari tillögu og töldu
tveir þeirra að réttara væri að
binda hestafjöldann við tvo í
hvorum flokki. Fáksmenn flytja
tillögu um, að til að keppnisvell-
ir aðildarfélaga L.H. verði taldir
fullgildir m.a. hvað varðar stað-
festingu meta í hlaupum skuli
þeir halla- og lengdarmældir af
sérstökum trúnaðarmönnum
L.H. og fjarlægðir auðkenndar
með jarðföstum merkjastaurum.
Tillaga kemur frá Fáks-
mönnum um að sett verði í
kappreiðareglugerð L.H. ákvæði
um góðhestakeppnir unglinga.
Fáksmenn leggja til að stjórn
L.H. efni til ráðstefnu um fyrir-
komulag hestaþinga fyrir næsta
keppnistímabil. Þá leggja
Fáksmenn til, að í kappreiða-
regiur L.H. verði bætt ákvæði
þess efnis, að fyrir kappreiðar og
sýningar sé bannað að gefa
hrossum lyf sem eru örvandi,
róandi eða deyfandi og hafa með
því áhrif á getu þeirra og afrek.
Lagt er til að hver sem uppvís
verður að slíku athæfi skuli
dæmdur frá keppni fyrir sig og
hross sín í allt að þrjú ár.
Bæði Fáksmenn og fulltrúar
Gusts í Kópavogi flytja tillögur
um að auðvelda ferðalög á hross-
um um landið. Gustsmenn flytja
einnig tillögur um leiðbeinendur
vegna gæðingadóma.
Eins og áður hefur komið
fram í þáttum þessum hafa þeir
Haraldur Sveinsson, gjaldkeri
L.H., Reykjavík, og Jón M. Guð-
mundsson, ritari L.H., Reykjum
í Mosfellssveit, ákveðið að gefa
ekki kost á sér til endurkjörs í
stjórnina. Auk þess, sem fram
fer kjör ritara og gjaldkera
verða kosnir varamenn þeirra.
Þegar er vitað um fjögur fram-
boð til þessara emþætta og er
sennilegt að fleiri bætist við á
þinginu. Á fundi fulltrúa Fáks á
þinginu fyrir nokkru lagði stjórn
Fáks til að Fáksmenn stuðluðu
að kjöri Árna Björnssonar lækn-
is í stjórn L.H. Ekki varð full
samstaða á fundinum um fram-
boð Árna og var einnig gerð
tillaga um Gísla B. Björnsson,
auglýsingateiknara. Er sennilegt
að þeir verði báðir í framboði en
hugsanlegt er að Gísli gefi kost á
sér við kjör varamanna í stjórn-
ina. Þá samþykktu fulltrúar
Harðar á þinginu að bera fram
tillögu um Birnu Hauksdóttur,
skrifstofumann, í embætti rit-
ara. Varamennirnir, sem nú
verður kosið um, eru Pétur
Hjálmsson, Mosfellssveit, og
Árni Guðmundsson, Beigalda,
Borgarfirði, og er vitað að Pétur
gefur kost á sér áfram. Heyrst
hefur að hugsanlegt sé að Árnes-
ingar, Eyfirðingar og Austfirð-
ingar ætli sér að bjóða fram
menn við stjórnarkjörið en það
mun ekki afráðið enn.
Útflutningur
á hrossakjöti?
BÚVÖRUDEILD Sam-
bandsins hefur að undan-
förnu kannað möguleika
á útflutningi hrossakjöts
vegna þess að fyrirsjáan-
legt er að í haust verður
slátrað verulega fleiri
hrossum en undanfarin
haust. Að sögn Gunn-
laugs Björnssonar að-
stoðarframkvæmdastjóra
Búvörudeildarinnar
verða í næstu viku send
til Svíþjóðar og Noregs
sýnishorn af hrossakjöt-
inu en verði af þessum
útflutningi er talið að
hægt verði að flytja út
100 til 200 tonn til Nor-
egs og milli 100 og 150
tonn til Svíþjóðar.
Að sögn Gunnlaugs
hafa verið kannaðir
möguleikar á útflutningi
Svipmynd frá ársþingi L.H. í Heiðarborg.
hrossakjöts til fleiri landa
s.s. Hollands og Belgíu en
ekki hefur reynst unnt að
flytja kjöt þangað vegna
heilbrigðisreglna. Um er
að ræða útflutning á kjöti
af fullorðnum hrossum og
lofar það verð, sem um
hefur verið rætt, góðu
miðað við annan kjötút-
flutning héðan en endan-
legt verð fæst ekki fyrr en
sýnishornin hafa verið
skoðuð ytra. Útflutnings-
verðið nær þó ekki alveg
innlenda verðinu og mun
ætlunin að sá munur verði
greiddur af útflutnings-
bótafé. I báðum löndunum
fer kjötið til kjötvinnslu. í
fyrra er áætlað að um
1560 fullorðnum hrossum
hafi verið slátrað og
hrossakjöt af fullorðnu
hafi þá verið um 278 tonn.
Er jafnvel talið að slátrun
á fullorðnum hrossum
aukist um allt að helming
frá í fyrra en ekki er gert
ráð fyrir að sambærileg
aukning verði í slátrun
folalda og unghrossa.
Framleiðsluráð land-
búnaðarins hefur auglýst
verð á hrossakjöti í haust
og er verð til framleið-
enda á folalda- og trippa-
kjöti 800 krónur fyrir
hvert kíló, heildsöluverð
er 1.020 kr. og smásölu-
verð 1.102 kr. Verð á
hrossakjöti I, sem er kjöt
af fullorðnu, er 640 kr. til
framleiðenda, 816 kr. í
heildsölu og 881 kr. í
smásölu hvert kíló. Alls
eru verðflokkar hrossa-
kjöts nú fjórir.
Indverjar kjósa
3. og 6. janúar ak.
Nýju-Delhi,
26. okt. AP.
KOSNINGAR verða á Indlandi
dagana 3. og 6. janúar n.k. að því er
tilkynnt var í Nýju-Delhi í dag.
Yfirkjörstjóri Indlands, fjölmenn-
asta lýðræðisríkis í heimi, greindi
frá þessu í dag. Hann sagði, að
hugsanlegt væri að fyrstu tölur
lægju fyrir að kvöldi fyrra kosn-
ingadags og endanleg niðurstaða
að líkindum 11. janúar eða svo. Um
350 milljónir munu vera á kjörskrá.
Hið nýja þing skal koma saman 11.
janúar.
Á þingið skal kjósa 542 fulltrúa í
neðri deildinni en tvo fulltrúa
tilnefnir Reddy forseti síðar.
Nú er gler
ítísku
littala býður frábæra línu í glösum,
bollum, diskum, skálum o.fl.
Komið í nýju GJAFAVÖRUDEILDINA
og skoðið nýju gerðirnar með lausu
handfangi ætlaðar fyrir heita og kalda
drykki.
f/\ KRISTJfifl
SIGGEIRSSOD HF.
LAUGAVEG113. REYKJAVIK, SÍMI 25870
argus