Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 Prófkjör — Skoðanakönnun — Framboð Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi: Bindandi kosning ifjögur efstu sætin PRÓFKJÖR sjálfstæð- ismanna í Reykjaneskjör- dæmi fór fram á laugar- dag og sunnudag. Alls tóku 6.420 manns þátt í prófkjörinu en auðir seðl- ar og ógildir voru 202 og voru því gild atkvæði 6.218. Urslitin urðu bind- andi fyrir fjögur efstu sætin í prófkjörinu, en úrslitin urðu sem hér seg- ir: í fyrsta sæti varð Matthías Á. Mathiesen fyrrverandi alþingis- maður, Hafnarfirði, með samtals 2.952 atkvæði í fyrsta sæti en 4725 atkvæði í 1.—5. sæti eða 76% atkvæða. í prófkjöri 1978 hlaut Matthías 53.9% greiddra atkvæða. í öðru sæti varð Ólafur G. Einarsson fyrrv. alþingismaður, Garðabæ, með 622 atkvæði í fyrsta sæti og 1.772 atkvæði í annað sætið eða samtals 2.394 atkvæði. í 1,—5. sæti var hann með 4.128 atkvæði eða 66,4% atkvæða. í prófkjöri 1978 hlaut ólafur 54,2% greiddra atkvæða. í þriðja sæti varð Salome Þor- kelsdóttir varaoddviti, Mosfells- sveit, með 548 atkvæði í fyrsta sæti, 753 atkvæði í annað sæti og 973 atkvæði í þriðja sæti eða samtals 2.256 atkvæði. í 1.—5. sæti hlaut hún 4.037 atkvæði eða 64,9% atkvæða. í prófkjöri 1978 hlaut Salóme 44,9% greiddra atkvæða. í fjórða sæti varð Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri afSeltjarn- arnesi með 627 atkvæði í fyrsta sæti, 715 atkvæði í annað sæti, 709 atkvæði í þriðja sætið og 677 atkvæði í fjórða sæti eða samtals 2.728 atkvæði. í 1.—5. sæti hlaut Sigurgeir 3.442 atkvæði eða 55,4% atkvæða. í prófkjöri 1978 hlaut Sigurgeir 40,2% greiddra at- kvæða. í fimmta sæti varð Arndís Björnsdóttir kennari, Garðabæ, með 381 atkvæði í fyrsta sæti, 666 atkvæði í annað sæti, 612 atkvæði í þriðja sæti, 655 atkvæði í fjórða sæti og 760 atkvæði í fimmta sæti eða samtals 3.074 atkvæði eða 49,4% greiddra atkvæða. Arndís tók ekki þátt í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar 1978. Áð öðru leyti varð röð fram- bjóðenda þessi: í sjötta sæti varð Ellert Eiríksson verkstjóri, Keflavík, með 2.683 atkvæði eða 43,1% í sjöunda sæti varð Helgi Hallvarðsson skipherra, Kópa- vogi, með 2.086 atkvæði eða 33,5%, í áttunda sæti varð Richard Björgvinsson bæjarfulltrúi, Kópa- vogi, með 1.921 atkvæði eða 30,9%, í níunda sæti varð Rannveig Tryggvadóttir þýðandi, Seltjarn- arnesi, með 1.419 atkvæði eða 22.8% og í tíunda sæti varð Bjarni Jakobsson formaður Iðju, Garða- bæ, með 1.388 atkvæði eða 22,3%. Ellefta og tólfta sætið skipuðu Haraldur Gíslason og Kristján E. Haraldsson. Samkvæmt prófkjörsreglunum þurfa frambjóðendur að hljóta a.m.k. 50% greiddra atkvæða til að ná bindandi kjöri. Fjórir efstu menn náðu því marki og verður því kjörnefndin bundin af því að stinga upp á þeim við kjördæmis- ráð sem fjórum efstu mönnum listans. Kjördæmisráð ákveður svo endanlega listann. Morgunblaðið ræddi í gær við þá frambjóðendur sem hlutu til- nefningu í efstu sætin. Fara svör þeirra hér á eftir: Met mikils það traust sem mér var sýnt Matthías Á. Mathiesen: „Mér er efst í huga þakklæti til sjálfstæðismanna í Reykjanes- kjördæmi fyrir það mikla starf, sem þeir svo fúslega inntu af hendi við þetta prófkjör. Ég met mikils það traust, sem mér var sýnt, sem er að sjálfsögðu þýðingarmikið veganesti í þeirri glímu, sem framundan er. Glögglega kom fram mikill bar- áttuhugur sjálfstæðisfólks og veit ég að með samstilltu átaki munum við fagna góðum sigri að kosning- um loknum. * Anægður með minn hlut ólafur G. Einarsson: „Ég er ánægður með minn hlut í þessu prófkjöri og ég get verið ánægður með niðurstöðuna í heild. Án þess að ég vilji nokkurn einstakan í burtu af listanum sem efstu sætin hiutu þá hefði ég talið sterkara framboð að Suðurnesja- maður væri í öruggu sæti. En kannski er sjötta sætið orðið þingsæti?! Eg get verið sérstaklega ánægð- ur með minn hlut þegar haft er í huga að ég varð fyrir óvenju lúalegum árásum. Ég held að þær hafi orðið til þess að ýmsir vinir mínir lögðu meiri vinnu af mörk- um en þeir hefðu ella gert. Ég vil að lokum færa öllum þeim mörgu sem studdu mig beztu þakkir." Bjóst ekki við svona miklu fylgi Salome Þorkelsdóttir: „Þessi góði árangur kom mér mjög á óvart, ég bjóst ekki við svona miklu fylgi. Keppnin var hörð og ég legg áherzlu á að þetta er ekki einungis minn sigur heldur miklu fremur alls þess góða fólks, sem lagði mér lið og studdi mig af drengskap og dugnaði. Ég sendi þeim öllum mínar beztu kveðjur og þakklæti. En þó að prófkosn- ingu sé lokið er mikil barátta framundan og þessi mikli stuðn- ingur verður mér hvatning til að leggja mig fram og bregðast ekki þessu trausti sem mér hefur verið sýnt.“ Fjórða sætið er baráttusætið Sigurgeir Sigurðsson: „Ég vil byrja á því að þakka þeim fjölmörgu stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins um allt Reykjaneskjördæmi, sem trúðu mér fyrir atkvæði sínu. Ég er mjög ánægður með út- Talning i prófkjöri sjáifstæðismanna i Reykjaneskjördæmi fór fram i félagsmiðstöð aldraðra i Hamraborg i Kópavogi. Úrslit voru formlega tilkynnt á fjórða timanum í fyrrinótt. Á myndinni hér að ofan má sjá yfirkjörstjórn og tainingastjóra, Viglund Þorsteinsson, lesa upp úrslitin. Talningamenn fylgjast spenntir með. Ljósm. Mbl. F.P. Stærstu byggðar- lögin eiga enga íulltrúa á listanum Richard Björgvinsson: „Ég er óánægður með niðurstöð- una enda eiga tveir stærstu byggðakjarnarnir, Kópavogur og Suðurnes, í kjördæminu ekki full- trúa á lista Sjálfstæðisflokksins. Ég vil einnig taka það fram, að framkvæmd talningar og annað sem henni viðkom fór verulega í handaskolum og gæti það dregið dilk á eftir sér. Að lokum vil ég biðja Morgunblaðið að flytja per- sónulegar þakkir til þeirra kjós- enda sem studdu mig fyrir þeirra stuðning." Ekki náðist í Arndísi Björns- dóttur. Matthlas Á. Mathiesen ólafur G. Einar88on Salóme borkelsdóttir Sigrurgeir SigurAsson komuna. Ég tel að listinn sé mjög sterkur eins og hann er núna og ég er sérlega spenntur að takast á við fjórða sætið, sem hlýtur að vera baráttusætið. Baráttan framund- an kemur til með að reyna mikið á okkur frambjóðendur en þar sem við erum vel undirbúin og höfum góðan málstað að flytja er í mínum huga enginn vafi á því að sjálfstæðismenn í Reykjanesum- dæmi og raunar um allt land koma til meða ð losa þjóðina við þá hvimleiðu plágu að þola vinstri stjórn næstu árin.“ Óánægja á Suðurnesjum Ellert Eiríksson: „Ég er mjög óánægður með þá útkomu sem Suðurnesin fengu í þessu prófkjöri og ég hef heyrt mikla óánægju meðal minna stuðningsmanna í dag. Við Suður- nesjamenn erum ákaflega óánægðir með útkomuna í próf- kjörum hjá Sjálfstæðisflokknum á undanförnum árum, það er eins og Suðurnesjamönnum sé fyrirmun- að að komast í þingsæti á lista flokksins." Hlutur Kópavogs ekki nógu stór Helgi Hallvarðsson: „Ég verð að segja það að mér finnst hlutur Kópavogs ekki nógu stór í þessu prófkjöri þegar haft er í huga að Kópavogur er stærsta byggðarlagið í kjördæminu. En stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins sem þátt tóku í prófkjörinu hafa valið frambjóðendur og við það verður að sætta sig. Nú líður enn að hinni stóru stund þegar kosið verður til Alþingis og ég treysti því að sjálfstæðismenn um allt land snúi bökum saman og hefji harða baráttu fyrir meiri- hlutasigri Sjálfstæðisflokksins. Arndís Bjðrnsdóttir Ellert Eiriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.