Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979
15
Vinur minn og ferðafélagi um
árabil, Hallgrímur Jónasson, er
áttatíu og fimm ára í dag. Hann er
fæddur að Fremrikotum í Skaga-
firði 30. október 1894, sonur hjón-
anna Þóreyjar Magnúsdóttur og
Jónasar Hallgrífnssonar búenda
þar.
Hallgrímur var við nám í Al-
þýðuskólanum á Hvítárbakka
1914—1916 en lauk kennaraprófi
frá Kennaraskóla íslands 1920.
Nam við Kennaraháskólann í
Kaupmannahöfn 1920—1921.
Kennaranámskeið í Askov og fjöl-
margar námsferðir til Norður-
landanna og Englands. Að afloknu
námi gerðist Hallgrímur kennari í
Vestmannaeyjum, en var kennari
við Kennaraskóla Islands frá 1931
og yfirkennari við þann skóla
seinni hluta starfstíma síns þar,
eða til ársins 1968. Auk kennara-
starfsins var Hallgrími trúað
fyrir margháttuðum öðrum opin-
berum störfum, sem of langt væri
upp að telja í stuttri blaðagrein.
Árið 1921 kvæntist Hallgrímur
Elísabetu Valgerði Ingvarsdóttur
og eignuðust þau þrjá mannvæn-
lega syni: Ingvar, f. 1923, Jónas, f.
1928, og Þóri, f. 1936. Konu sína
missti hann 1976.
Hallgrímur Jónasson er af-
kastamikill rithöfundur. Helstu
rit hans eru: Frændlönd og heima-
hagar, ferðaþættir og erindi 1946.
Skagafjörður, Árbók Ferðafélags
íslands 1946. Ferhendur á ferða-
leiðum, ljóð og vísur 1950. Á
öræfum, ferðaþættir og ljóð 1961.
Við fjöll og sæ, ferðaþættir og
endurminningar 1963. Sprengi-
sandur, Árbók Ferðafélags
íslands 1967. Kjalvegur hinn
forni, Árbók Ferðafélags íslands
1971 og Heimar dals og heiða 1973.
I ríkisútvarpinu hefur hann
flutt u.þ.b. 200 erindi, allt frá því
að það tók til starfa og er ekki
ofmælt að hann sé í hópi vinsæl-
ustu útvarpsmanna.
Hann hefur skrifað fjölda
greina í blöð og tímarit og þar með
í flest ársrit Útivistar. Nýlega
kom út ritgerð hans um Guðríði
Þorbjörnsdóttur, Geislar yfir
kynkvíslum, en það er sérprentun
úr Fólk og fróðleikur.
Hallgrímur er gott ljóðskáld.
Ferskeytlan liggur honum létt á
tungu, sem og aðrir bragarhættir,
svo sem hringhenda og sléttubönd.
Hann talar kjarnyrt mál og frá-
sagnarháttur hans er á þann veg
að hann hrífur þá er á hann hlýða.
Ég hygg að Hallgrímur Jónas-
son sé einn sögufróðasti íslending-
ur sem nú er uppi, enda kenndi
hann íslandssögu í Kennaraskól-
anum í áratugi. Það er unun að
heyra hann segja frá fornsögun-
um. Sögupersónurnar stíga fram á
sviðið ljóslifandi. Hver og ein
fastmótuð, aðalatriðin þjöppuð í
hnotskurn snilldarlegrar frásagn-
ar.
Hallgrímur hefur starfað í
fjöldamörgum félögum, m.a. er
hann heiðursfélagi í Ferðafélagi
Islands, en hann hefur verið einn
af vinsælustu fararstjórum þess
Hallgrímur Jónasson
kennari — 85 ára
Við erum flutt
í 50 ár höfum við haft aðsetur fyrir
verslun, verkstæði og skrifstofur
á Skólavörðustíg og Bergstaða-
stræti. Á þessum tímamótum
flytjum við í nýtt og rúmgott hús-
næði að Borgartúni 20. Þar gefst
viðskiptavinum okkar kostur á að
skoða úrval þeirra vara sem við
bjóðum, svo sem PFAFF sauma-
vélar, BRAUN rakvélar, CANDY
þvottavélar, STARMIX hrærivél-
ar, PASSAP prjónavélar og
SENNHEISER heymartól og
hljóðnema. Varahluta- og við-
gerðaþjónustan hefur einnig feng-
ið bætta aðstöðu og bílastæð-
in eru næg.
i Borgartún 20
stilltu klukkuna
ef tir komutíma skipanna
A hverjum mánudegi frá
Felixstowe og alla fimmtudaga frá Hamborg
Við höfum byggt og þróað okkar þjónustu af
sömu nákvæmni og úrsmiðurinn byggir gang-
verk klukkunnar. Það er því engin tilviljun að
þú getur reitt þig á vikulegar hraðferðir foss-
anna af jafnmiklu öryggi og þú reiðir þig á þína
eigin klukku.
Góð vörumeðferð og fljótvirk afgreiðsla em
sjálfsagðir þættir í þeirri markvissu áætlun að
bæta viðskiptasambönd þín við umheiminn
og stuðla að traustum atvinnurekstri hér á
landi.
Hafóu samband
félags í áratugi og var í stjórn
þess um tíma. Það er sama hvar
hann ferðast um byggðir eða öræfi
íslands, hann er jafnvígur á sögu
þjóðarinnar, örnefni og staðhætti.
Um leið og vorar, kallar hann
djúpstæð þrá til fjalla, til hljóðrar
auðnar öræfanna, og að haust-
nóttum kann hann sér heldur ekki
læti fyrr en inn á Hveravöllum
eða Jökuldal.
Betri ferðafélagi en Hallgrímur
er vart fundinn. Hann er gleði-
maður á góðri stund, en fer þó
jafnan með aðgát og nærgætni.
Hann er vinsæll og vinmargur og
vinátta hans er traust eins og
skagfirsku fjöllin, þar sem hann
er runninn upp. Hann ann landi
sínu og þjóð umfram allt. En næst
hygg ég að standi Noregur og
Norðmenn. Til Noregs hefur Hall-
grímur margar ferðir farið og
oftast sem fararstjóri. Síðasta
ferð hans þangað var vettvangs-
rannsókn á þeim stað, sem Gunn-
laugur ormstunga og Hrafn Ön-
undarson háðu hólmgöngu sína
um Helgu Þorsteinsdóttur á Borg.
Frásögn af þeirri ferð og niður-
stöður hennar birtast í ársriti
Útivistar fyrir árið 1979, sem nú
er að koma út.
Á afmælisdaginn verður Hall-
grímur að heiman, en Útivist
gengst fyrir afmælishófi til heið-
urs honum, sem haldið verður í
Félagsheimilinu að Lýsuhóli á
Snæfellsnesi um næstu helgi, 2., 3.
og 4. nóvember. Þar býður Hall-
grímur vinum sínum og ferðafé-
lögum, gömlum og nýjum, upp á
þjóðarrétt okkar — kjötsúpuna —
eldaða með gamla laginu og því
bragði sem best hefur smakkast í
göngum og réttum. Þeir sem ætla
að mæta í afmælisferðina eru
beðnir að láta skrá sig á skrifstofu
Útivistar sem fyrst.
Ég flyt Hallgrími Jónassyni
árnaðaróskir frá fjölmörgum vin-
um hans og ferðafélögum, og við
vonum að enn um mörg ár sjáum
við hann stika á öræfum Islands
teinbeinan og grannvaxinn, með
svipmót og víðsýni öræfanna í
karlmannlegu andlitinu.
Jón I. Bjarnason.
ASÍMINN ER:
22480
JHorflunftlaííib
AK.I.YSIM.
EIMSKIP
SIMI 27100
*