Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 27 'M Búningsklefarnir eins og kamrar og sturturnar virka ekki — Rinus Michels ómyrkur í máli um bandaríska knattspyrnu. ATHYGLISVERT viðtal er að íinna í timaritinu Holland Herald og ræðir blaðamaður HH þar við hinn heimskunna hollenska knatt- spyrnuþjálfara Rinus Michels. Ferill Michels hefur verið einkar glæsilegur og er kappinn viðurkenndur einhver hæfasti þjálfari sem um getur. Hann gerði hollenska liðið Ajax að Evrópumeisturum, leiddi siðan spænska liðið Barcelona til miklla metorða, auk þess sem hann leiddi hollenska landsliðið til úrslita á HM 1974. Þar tapaði þó lið Michels naumlega fyrir Vestur-bjóðverjum og voru margir á því að þau úrslit hafi ekki verið sanngjörn. Nú er kappinn kominn í dollaraflóðið í Bandarikjunum, þjálfar þar Los Angeles Aztecz og hefur fengið sjálfan Johan Cruyff til þess að taka skóna af hillunni og leika með liðinu. Glefsur úr framangreindu viðtali fara hér á eftir. í USA vegna peninganna? „Ef einhver hefði sagt við mig nokkrum mánuðum áður en ég fór til Los Angeles, að framtíð mín lægi hjá bandarísku liði, hefði ég álitið þann mann ekki með öllum mjalla. Það virðist augljóst, að peningar hafi breytt skoðun minni, en þeir eru ekki allt. Það er sérlega notalegt að búa í Los Angeles og mér líkar vel að vera ekki hundeltur af blaðasnápum hvert sem ég fer. Öll mín ár sem knattspyrnuþjálfari hefur hrein- asta hirð slíkra manna elt mig hvert fótmál, en hérna í Banda- ríkjunum er ég bara næsti maður. Það er notaleg tilbreyting." Skilyrði í Bandaríkjunum? „Þau eru afleit. Vellirnir eru ekki hæfir til að leika á knatt- spyrnu, æfingaaðstaða er alls staðar í molum. Síðan versnar ástandið þegar komið er í bún- ingsklefana. Þeir eru eins og kamrar og sturturnar virka ekki einu sinni. Völlurinn hjá okkur í Los Angeles er allt of stuttur, allt of mjór, auk þess sem að torkenni- legur hóll og hæðardrag er á honum miðjum. Ég reyni að segja forráðamönnum félagsins að þessu verði að breyta, en þeir skilja ekki vandamálið. Þeir eru á bólakafi í ameríska fótboltanum (rugby), sú íþrótt gengur út á miklar stympingar og áflog og því lítið mál þó að smá hóll sé á miðjum vellinum." Um bandaríska leikmenn „Hvert lið er skyldað að hafa sex innfædda leikmenn í liðshópi sínum. Án þess að lasta þá bandarísku, verður að segjast eins og er, að þá skortir alla grundvall- arþjálfun. Þeir eru líkamlega sterkir og þeir eiga til að grípa til krafta sinna þegar þeir eru grátt leiknir af sér færari knattspyrnu- mönnum. Þar gægjast fram áhrif- in af „rúgbí-inu“, en flestir ungir Bandaríkjamenn kunna alla galdra þeirrar íþróttar þegar á unga aldri. — Það mun taka Bandaríkja- menn lengri tíma að komast jafnfætis bestu knattspyrnuþjóð- um heldur en þeir telja sjálfir. Bandaríkjamenn halda að það taki einungis fimm ár vegna þess að þeir geta fleygt endalausum pen- ingum í uppbygginguna. Ég tel hins vegar að þeim muni ekki veita af að bæta 20 árum við þessi fimm sem þeir áætla sér. Talið er að um 500.000 ungir Bandaríkja- menn, strákar, hafi áhuga á íþróttinni og leiki sér með knetti á götunum. En það eru engir hæfir þjálfarar til þess að taka þennan skara að sér.“ Er bandaríska knattspyrnan kirkjugarður fyrir aldna kappa annarsstaðar frá? „Víst hefur verið mikið um að gamlar kempur frá Evrópu og Suður-Ameríku hafi komið hingað til þess að ljúka ferli sínum. Þetta hefur þó farið minnkandi. Ég tel mikið gagn hafa orðið að þessu, því að þessir menn búa yfir mikilli reynslu, voru fúsir að kenna og unnu á sínum tíma mikið byrjun- arstarf." Drauma- leikmaðurinn „Hver er draumaleikmaðurinn? Hvernig á hinn fullkomni knatt- spyrnumaður að vera? Svarið er einfalt, hann er og á að vera eins og Johan Cruyff, þess vegna gerði ég allt til þess að draga hann út úr sínum helga steini og til liðs við félag mitt. Það tókst sem betur fer. Ég hef oft áður sagt þetta um Cruyff og fer ekki ofan af því nú. Cruyff býr yfir öllum þeim hæfi- leikum sem yfirburðaknatt- spyrnumaður þarf á að halda og hann er gæddur þessum hæfileik- um í ríkari mæli heldur en nokkur annar leikmaður sem fram hefur komið. Þetta eru sjaldgæfir fugl- ar, en Cruyff er einn þeirra, hann er leikmaður sem þjálfari beinlín- is þarfnast, sannkölluð framleng- ing hugsana hans á leikvellinum." Feyenoord hefur forystu — Pétur skoraði að venju • Pétur brá ekki út af vana sínum um helgina og skoraði eitt af mörkum Feyenoord í 3—1 sigri gegn Arnhem. Feyenoord er nú efst i hollensku deildinni ásamt Alkmaar. • Rinus Michels og Johan Cruyff. Myndin var tekin er Cruyff gekk formlega til liðs við LA Aztecs. Halmstad varð sænskur HALMSTAD varð sænskur meist- ari í knattspyrnu um helgina er liðið sigraði AIK frá Solna ör- ugglega með 2 mörkum gegn engu. Gautaborg sem var í öðru sæti fyrir síðustu umferðina með einu stigi minna, vann einnig sinn leik og mátti þvi ekkert út af bregða hjá Halmstad. Úrslit i sænsku deildarkeppninni urðu þessi: Halmstad — AIK 2—0 Hammarby — Gautaborg 2—3 Elfsborg — Malmö FF 3—1 Djurgaarden — Atvidaberg 0—0 meistari Landskrona — Öster 2—1 Norrköping — Kalmar FF 2—0 Sundsvall — Hamia 1—0 Halmstad fékk samanlagt 36 stig í deildarkeppninni, en Gauta- borg hlaut einu minna. Með sigri sínum gegn Malmö, vippaði Efls- borg sér í þriðja sæti deildarinnar á kostnað Malmö FF. Halmía og AIK féllu í aðra deild, Halmía varð neðst, hlaut aðeins 9 stig, en AIK stóð sig þó mun betur, fékk 20 stig, þó ekki hafi það dugað til lengri lífdaga í 1. deild. Tyrkir ósannfærandi TYRKIR sigruðu Möltu með tveimur mörkum gegn einu í landsleik í knattspyrnu um helg- ina. Var leikurinn liður í Evrópu- keppni landsliða i knattspyrnu, en þjóðir þessar leika i 7. riðli. Sedat skoraði fyrir Tyrki á 17. mínútu og Mustafa bætti öðru við þremur minútum síðar. Það stefndi sem sagt í burst. Möltu- menn tóku sig hins vegar á og þeim tókst að minnka muninn á 78. minútu með marki Farrugia. Sluppu Tyrkir vel eftir atvikum, því að þeir misstu öll tök á leiknum. Leikur þessi fór fram í þrumu- veðri og grenjandi rigningu. Hófst hann hálftíma síðar en átti að vera af þeim sökum. I síðari hálfleik tafðist leikurinn aftur nokkuð, en fyrir aðra sök, en þá létu áhangendur Möltubúa smá- steina dynja á Tyrkjunum og eru menn illa sviknir ef ekki verður sett bann á heimavöll Möltu fyrir vikið. Tyrkir eru sem kunnugt er mótherjar íslands í næstu HM-keppni. Úrslit þessi benda til þess að þeir séu ekkért sérstaklega sterkir og því von á góðum úrslit- um gegn þeim þegar þar að kemur. Staðan í 7. riðli er nú þessi: V-Þýskaland 4 2 2 0 7—1 6 Wales 5 3 0 2 11-7 6 Tyrkland 4 2 11 4—3 5 Malta 5 0 1 4 2-13 1 Hollenska knattspyrnan PÉTUR Pétursson bætti sínu þrettánda deildarmarki við í hol- Íensku deildinni, þegar lið hans, Feyenoord, vann öruggan sigur á Vitesse Arnhem á útivelli um helgina. Pétur skoraði þriðja mark Feyenoord í 3 — 1 sigri liðsins. Fyrsta mark Feyenoord skoraði Wim Jansen og annað markið Jan Peters. Dirk Mulde- rij skoraði eina mark Arnhem. Feyenoord og AZ’67 Alkmaar eru nú efst og jöfn í hollensku deildinni með 17 stig hvort félag. Alkmaar var í engum vandræð- um að leggja Willem Tilburg að velli 3—1. Kristian Nygaard, Kees Kist og Kurt Betzel skoruðu mörk liðsins en Kees Nelemen skoraði eina mark nýliðanna frá Tilburg. Ajax lék afleitlega gegn Pec Zvolle, en slíkur er getumunur liðanna, að Ajax vann öruggan sigur þrátt fyrir allt. Frank Arne- sen skoraði fyrir Ajax í fyrri hálfleik og Rud Krol bætti öðru marki við í síðari hálfleik. Úrslit leikja í Hollandi um helgina urðu þessi: AZ’67 Alkm. - Will. Tilburg 3-1 GAE Denventer — Roda JC 1—2 Nac Breda — Tvente 1—0 Sparta — PSV Eindhoven 1—2 Den Haag — MVV Maastrichtl—1 Haarlem — Utrecht 0—2 Vitesse Arnhem — Feyenoordl—3 Ajax — Pec Zvolle 2—0 Excelsior — Nec Nijmegen 4—0 Staðan í hollensku deildinni er nú sem hér segir. Feyenoord 11 650 24- -10 AZ'67 Alkmaar 11 8 1 2 24- -10 Ajax 10 721 21- -13 PSV Einhoven 11 632 24- -12 Utrecht 11 452 16- -9 Go Ahead Easles 11 524 19- -13 Den HaaK 11 443 13- -15 Excelsior 11 434 20- -20 Roda JC. 11 425 15- -18 FC Twente 10 424 12- -17 HVV Maastrlcht 11 254 11- -15 Vitesae 11 335 15- -23 Pec Zwolle 11 326 11- 16 Uaarlem 11 326 13- -21 Willem II 10 244 11- -20 Sparta 10 316 10- -13 Nec Nijmegen 10 30 7 12- -19 Nac Breda 11 146 9- -19

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 238. tölublað og Íþróttablað (30.10.1979)
https://timarit.is/issue/117631

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

238. tölublað og Íþróttablað (30.10.1979)

Aðgerðir: