Morgunblaðið - 13.11.1979, Page 48

Morgunblaðið - 13.11.1979, Page 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 Toppliðin grátt leikin Liverpool í meistaraham Það gekk sannarlega á ýmsu í ensku deiidarkeppninni um helgina og verður að segjast eins og er, að allt steínir í öruggan sigur Liverpooi, þótt margan kunni að þykja snemmt að segja slikt. Sannleikurinn virðist hins vegar sá, að Liver- pool er langbesta liðið þessa stundina. Efstu liðin Manchest- er Utd og Nottingham Forest töpuðu bæði illa á útivöllum og þó að MU haldi enn efsta sætinu, virðist liðið ekki stöðu sinni vaxið. United hefur aðeins skorað 19 mörk i 15 leikjum, enda ekki einn einasti miðherji í liðinu, Greenhoff og Jordan meiddir og Ritchie ekki í náð- inni, er það nema von að ekkert gengur að skora með sex tengi- liði á vellinum. Forest gengur betur að skora mörk, það vant- ar ekki, en vörn liðsins hefur verið í jólaskapi að undanförnu og gamla öryggið er horfið á braut. Yfirburðir Liverpool Það er segin saga, að ef Ken Dalglish leikur vel, þá leikur lið hans Liverpool að sama skapi vel. Dalglish hefur verið í essinu sínu í síðustu þremur leikjunum, skorað sex mörk. Liverpool hefur skorað 10 mörk í þessum þremur leikjum og er komið í annað sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Man. Utd, en með leik til góða. Botnliðið Brighton átti aldrei möguleika eftir að Liverpool hafði á annað borð skorað fyrsta markið. Bæði Ryan og Ward fengu hins vegar dauðafæri með- an staðan var enn jöfn, en allt rann í sandinn, kom færið hans Wards svo óvænt, að hann skaut ekki einu sinni á markið. Ray Kennedy skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Liverpool, en Ken Dalglish bætti tveimur við í síðari hálfleik. Ray Clarke skor- aði sitt fyrsta mark fyrir Brigh- ton og minnkaði muninn í 3—1, en síðasta orðið átti Dave John- son, 4—1. 1. DEILD Manrh. ( td 15 8 4 3 19 10 20 [.iverpool 14 7 5 2 30 11 19 Nott. Forest 15 8 3 4 26 17 19 Crystal P 15 6 7 2 22 14 19 Tottenham 15 7 4 4 20 23 18 I WolverhamptonM 7 3 4 19 16 17 Norwieh 15 6 4 5 26 20 16 Araenal 15 5 6 4 17 11 16 Middlcsbr. 15 6 4 5 14 10 16 Southampton 15 6 3 6 26 22 15 West Bromwich 15 5 5 5 23 19 15 Aaton VHla 14 4 7 3 14 13 15 Coventry 15 717 24 29 15 Maneh. City 15 6 3 6 15 21 15 Briatol City 15 465 14 17 14 Stoke 15 4 5 6 19 23 13 Everton 14 3 6 5 16 20 12 Leeds 14 3 6 5 15 19 12 Derby 15 5 2 8 15 21 12 Ipawich 15 4 2 9 12 21 10 Bolton 15 177 12 27 9 Brixhton 14 2 3 9 15 29 7 2. DEILD Luton 15 8 5 2 28 14 21 Neweastie 15 8 4 3 19 12 20 BlrminKbam 15 843 20 14 20 QPR 15 8 3 4 28 14 19 Ij>ieester 15 7 5 3 28 20 19 Notta County 15 7 4 4 23 15 18 Swanaea 15 744 19 17 18 Chelaea 14 815 21 16 17 Wrexham 15 816 19 16 17 Preaton 15 4 8 3 19 16 16 Weat Ham 14 7 2 5 14 14 16 Sunderland 15 6 3 6 19 17 15 Cardiíf 15 6 3 6 17 20 15 Oldham 15 4 6 5 17 17 14 Orient 15 4 5 6 18 25 13 Charlton 15 3 6 6 17 27 12 Shrewsbury 15 4 3 8 18 22 11 Bristol R. 15 1 3 8 21 28 11 Camhridxe 15 2 6 7 14 19 10 Watford 15 3 4 8 12 20 10 Fulham 16 4 2 9 20 31 10 Burniey 15 0 6 9 15 32 6 • Tottenham (hvitum skyrtum) er það lið sem ásamt Liverpool leikur bestu knattspyrnuna þessar vikurnar. Liðið er nú komið í fimmta sæti 1. deildar, eftir að hafa verið í neðsta sætinu í lok september. Töp efstu liðanna Ekki voru efstu liðin Man- chester Utd og Nottingham For- est sannfærandi um helgina. United sótti nágrannaliðið Man. City heim og reið ekki feitum hesti af vettvangi. Hinn ungi markvörður liðsins var í sviðs- ljósinu, varði fjórufn sinnum af mikilli snilld í fyrri hálfleik og bætti síðan við það í þeim síðari. Enginn broddur var í sókn Man- chester Utd, en þó fékk liðið eitt dauðafæri, er Steve Coppell komst einn inn fyrir vörn City, en skaut í stöngina. Um miðjan síðari hálfleik kom loks markið sem legið hafði í loftinu. Tony Henry skoraði þá af stuttu færi eftir að hafa fengið góða send- ingu frá Kazimieze Deyna. 10 mínútum síðar skoraði Mike Robinson glæsilegt mark og voru úrslit leiksins þar með ráðin. Þótt órtrúlegt sé, missti liðið ekki efsta sætið, þar sem Nott- ingham Forest tapaði einnig háðulega. Leikmenn Forest virtust eitt- hvað miður sín, kannski þreyttir eftir erfitt ferðalag til Rúmeníu í miðri vikunni. Hvað um það, þá hafði heimaliðið algera yfirburði í leiknum og Forest fékk á sig 4 mörk í fyrsta skiptið síðan liðið komu upp úr annarri deild fyrir þremur árum. Dave Watson og Mick Channon komu South- ampton í 2—0 fyrir leikhlé, en Garry Birtles minnkaði muninn fyrir Forest snemma í síðari hálfleik. Lokaorðin átti þó Southampton, nánar tiltekið markhæsti leikmaður 1. deildar, Phil Boyer, sem skoraði tvívegis undir lok leiksins og innsiglaði stórsigur liðs síns. • « v.#' Palace og Wolves halda sínu striki, Tottenham sækir á Crystal Palace vann mikinn heppnissigur á heimavelli sínum gegn Arsenal. Markið sem færði liðinu bæði stigin var slysalegt og tilviljanakennt og markvörð- ur Palace, John Burridge var sá sem helst var að þakka sigurinn, enda varði hann eins og berserk- ur, einkum í síðari hálfleik. Markið kom á 44. mínútu, er Peter Nicholas skaut föstu skoti inn í haug leikmanna inni í vítateignum, þar þeyttist knött- urinn í belginn á Jim Cannon og af honum fór knötturinn í netið, sigurmarkið. Úlfarnir voru ekki að reyna að heilla áhorfendur í Stoke með snilldarknattspyrnu, heldur fóru ekki leynt með ætlun sína að halda fengnum hlut eftir að Ken Hibbitt hafði skorað eina mark leiksins á 30. mínútu. Hrúguðu sér þá flestir leikmenn Úlfanna í eigin vítateig og er erfitt við slíkt að eiga, það fengu fram- herjar Stoke að reyna. Tottenham lék sinn níunda leik í röð án taps og var fljótlega sýnt í leiknum gegn Bolton, að líkur á tapi voru engar, enda lið Bolton líklega það lélegasta í 1. deild. Terry Yorath skoraði • Ken Dalglish hefur skorað 6 mörk í síðustu þremur leikjum Liver- pool. fyrra mark Tottenham á 20. mínútu. Var það að sögn mjög glæsilegt, viðstöðulaust þrumu- skot af 20 metra færi. Glenn Hoddle skoraði síðara markið úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Tott- enham er nú í fimmta sæti 1. deildar. Víðar í Englandi Derby vann óvænt sinn fyrsta sigur á útivelli, er liðið sótti Bristol City heim. Tvö mörk með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik sáu um það. Það voru Vic Moreland (27. mín) og John Duncan (37. mín) sem skoruðu. Heimaliðið sótti stíft, en upp- skar ekkert. Mick Ferguson lék sinn fyrsta leik fyrir Coventry í háa herrans tíð og skoraði tvívegis gegn einkennilega lélegu liði Leeds Enska knatt- spyrnan Utd. Ian Wallace skoraði þriðja markið og í heild slapp Leeds vel þrátt fyrir allt, yfirburðir Cov- entry voru algerir ef frá eru taldar fyrstu 15 mínútur leiks- ins. Everton vinnur helst ekki á heimavelli þessar vikurnar, sjaldan á útivelli heldur ef út í það er farið, liðið er í miklum öldudal um þessar mundir. Sigur Middlesbrough var bæði sann- gjarn og öruggur. Það var Ástr- alíumaðurinn Craig Johnstone sem skoraði bæði mörk Boro, það fyrra á 16. mínútu eftir að hafa leikið tvo varnarmenn upp úr skóm og buxum, og það síðara á 76. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Leikur Ipswich og Aston Villa þótti tíðindalítill og þrátt fyrir meiri ágang heimaliðsins í sókn- inni, þóttu úrslitin ekki ósann- gjörn, því að Villa lék varnar- leikinn framúrskarandi vel. Ipswich er enn án hollenska leikmannsins Arnold Muhren og er þangað að rekja lélega frammistöðu liðsins til þessa. WBA hefndi fyrir tapið gegn Norwich í deildarbikarnum í vikunni með því að leggja liðið að velli á heimavelli sínum á laugardaginn. Það leit þó út fyrir annan skell, þegar að Martin Peters skallaði í netið hjá WBA snemma leiks. Mið- vörðurinn og fyrirliðinn John Wile jafnaði hins vegar fyrir heimaliðið fyrir hlé og í síðari hálfleik skoraði Brian Robson sigurmark leiksins. •2 2. deild: Birmingham 1 (Lynnex) — Cambridge 0 Fulham 1 (Davies) — West Ham 2 (Stewart og Cross) Leicester 1 (Young) — Burnley 1 (James) Luton 1 (Saxby) — QPR l(Allen) Newcastle 1 (Shoulder) — Cardiff 0 Notts County 2 (Mair og Chris- tie) — Praston l(Bruce) Orient 3 (Jennings 2 og Fisher) Chelsea 7, (Britton, Frost 3, Walker 2 og Fillary) Shrewsbury 1 (Keay) — Watford 0 Swansea 3 (Atley, Stevenson og James) — Sunderland 1 (Browne) Wrexham 1 (McNiel) — Bristol Rovers 2 (Bater og White) Knatt- spyrnu ■'■wplil 1- ursiii England, 1, deild: Brighton — Liverpoo! 1-4 Bristol City — Dcrby 0-2 Coventry — Leeds 3-0 Cr. I'alace — Arsenal 1-0 Everton — Middlesbruugh 0-2 Ipswlch — Aston Vllla 0-0 Manch. City — Manch. Utd. 2-0 Southampton — Nottingh. Forest4—1 Stoke — Wolves 0-1 Tottenham - Bolton 2-0 West Bromwich — Norwich 2-1 England, 3. deild: Barnsley — Exeter 2-2 Blarkburn — Chesterfield fr. Blackpool - Sheffield Wed. 1-1 Brentford — Colchester 1-0 Bury - Millwall 3-0 Mansfield — Swindon 1-1 Oxford — Chester 0-1 Plymouth — Carlisle 1-2 Reading — Hull 3-0 Sheffieid Utd. - Gillingham 4-0 Wimhledon — Rotherham 0-1 England, 4. deild: Bradford — Huddersfield 0-0 Darlington — Northamton 0-0 Hallfax - Port Vale 0-0 Hartlepooi — Hereford 3-0 Lincoln — Bournemouth 1-1 Torquai - York 4-3 Newport — Crewe 1-1 Scunthorpe — Stockport 1-1 Walsail — Portsmouth 1-1 Skotland, úrvalsdeild: Aberdeen — Morton 1-2 Dundee Utd — Celtic 0-1 Hibernian — Kilmarnock 1-1 Partick — Dundee 2-3 St. Mirren — Rangers 2-1 Staðan í úrvalsdeildinni er nú þessi: Morton 13 8 3 23017 19 Celtic 13 8 3 2251219 Kilmarnock 13 5 4 4 15 21 14 Abcrdeen 13 5 3 5 24 18 13 Rangers 13 5 3 52017 13 Dundee United 13 5 26 201612 Partick Thistle 13 445 16 1912 St. Mirren 13 4 4 5 20 25 12 Dundec 13 1 39 12 25 5 Hibernian 13 51 721 3311 SPÁNN, 1. deild: Las Paimas — Bilbao 1-1 Sevilla — Rayo Vailecano 1-1 Malaga — Barcelona 0-0 Burgos — Almeria 2-1 Gijon — Zaragoza 1-4 Hcrcules — Betis 1-1 Real Sociedad — Reai Madrid 4-0 Espanol — Salamanca 1-1 Það er ekki bara i Englandi þar sem toppliðfn tapa meft flugeldasýn- ingum. lika á Spáni. Það breyttist því ekkert á toppinum. Gijon hefur enn eins stigs forystu, 15 stig, en Real Madrld hefur 14 stig. BELGÍA: Anderlecht — Charleroi 1-0 Waterschei — FC Brugge 1-1 Cercle Brugge — Wintersiag 1-1 Berchem — Molenbeek 3-3 Waregem — Bringen 1-1 Beveren — Antwerp 0-0 Standard — Lokeren 2-1 Lierse — Beerschot 1-0 llasselt — FC Liege 0-2 Isikeren og FC Brugge eru Jðfn að stigum, hafa hmði 20 stig, en Lokeren heldur betri markatölu. Standard er i þriðja sœti raeð 19 stig. ÍTALÍA: Ascoli — Fíorentina 1-0 Bolognia — < atanzarro 4-1 Cagliarl — Avelino 1-1 lnter Milanó — Juventus 4-0 I-azló — Pescara 2-0 Napóli — Udinese 1-0 Perugia — Roma 3-1 Torinó — AC Miianó 0-1 Segja má að Mtlanó hafi unnið stórsigur á borginni Torino, en bæði Mlianóliðin, AC og Inter unnu góða sigra á risunum frá Toríno. AlJe- sandro Altobelli var hetja dagsins. skoraði þrennu fyrir Inter, það er ekki á hverjum degi sem leikma'ur skorar þrjú mðrk i sama leiknum 1 1. deiid 1 ftailu. Walter Novelino skoraði sigurmark AC Milanó gegn Torino og geta má þess, að gullkáifurinn Paolo Rossi skoraði tvivegis, er lið hans Perugia vann góðan slgur, 3- -1, á Roma. Inter hefur góöa forystu. 15 stig. nágranninn og meistarinn AC Milanó er i ððru sæti með 13 stig. Nýliðarnir hjá Cagliari eru í þriðja sœti með 12 stlg og hafa enn ekki tapað deildar- leik, annað Perugia þar á íerðinni?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.