Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 Um þessar mundir verður þess vart með margvíslegum hætti að Arabaríkin hafa vax- andi áhuga á samskiptum við Vesturlönd, einkum ríki Evr- ópu. Hvað framfarir áhrærir standa Arabarikin Vesturlönd- um langt að baki, en á undan- förnum árum hafa leiðtogar þeirra gert sér þess æ ljósari grein, að eigi Arabar að verða fullgildir i samfélagi þjóðanna og sé ætlunin að auka almenna velmegun í ríkjum þeirra, verði að taka mið af þeim rikjum, sem lengst eru komin á þróun- arbrautinni. Arabar eru þjóð- ernissinnaðir og stoltir af sér- kennum sinum, og þvi líklegir til að tileinka sér það, sem til . v" fj mmmrwiöm smmma s * sTifiM ir juni ÍS Frá ráðstefnu arabiskra og evrópskra blaðamanna, sem haldin var i Bagdad i janúarlok. til þess sem frægt fólk hefði að segja. Ymsir v-evrópskir blaðamenn, sem sóttu þessa ráðstefnu, áttu von á því að þar yrði reynt að fá samþykktar pólitískar ályktanir, sem þeir gætu ekki fallizt á, og að slíkar ályktanir yrðu síðan notaðar í annarlegum tilgangi. Skipuð var fjölmenn nefnd til að leggja drög að sameiginlegri lokayfirlýsingu, en lítið fréttist af störfum hennar fyrr en síð- asta daginn. Kom þá í ljós að tekizt hafði að koma saman yfirlýsingu, sem allir nefndar- menn gátu sætt sig við og þar sem pólitísk ágreiningsatriði voru látin liggja á milli hluta. Var þremur nefndarmönnum Innrásin í Afganistan og tóma- rúm í íran vekja áhuga Araba á auknum samskiptum við Evrópu framfara má verða, án þess að gleyma uppruna sinum og varpa fyrir róða menningu sinni — þvi sem raunverulega gerir þá að þjóð. Þegar talað er um Araba sem þjóð er það ekki sízt með tilliti til málsins — tungumáls og ritmáls — sem er öðru fremur það sem tengir saman fólkið, sem byggir Miðausturlönd og Norður-Afríku. Arabíska breiddist út með múhameðstrú, en trúarbrögðin eiga vitaskuld líka ríkan þátt í að tengja þessar þjóðir. I flestum löndunum er arabíska hið opinbera mál, og enda þótt fjölmargar mállýzkur séu talaðar á þessu víðáttumikla svæði, þá er munurinn á þeim ólíkustu ekki meiri en svo, að þeir, sem þær tala skilja hverjir aðra. Til samanburðar er ekki fráleitt að líkja arabísku við Norðurlandamálin, þar sem t.d. Svíi og Dani eiga ekki í teljandi erfiðleikum með að ræðast við, þótt hvor um sig tali móðurmál- ið. Þegar um samskipti Araba- ríkjanna við umheiminn er að ræða, verður ekki hjá því komizt að gefa gaum því máli, sem síðustu áratugi hefur átt mestan þátt í að móta afstöðu þeirra til Vesturlanda, þ.e. Palestínudeil- una. Líta Arabar yfirleitt svo á, að í því máli hafi V-Evrópuríkin gerzt taglhnýtingar Bandaríkj- anna, og hafi vestrænir fjölmiðl- ar illilega brugðizt hlutverki sínu, þar sem fréttaflutningur og öll umfjöllun um Palestínu- málið hafi mótazt af hlutdrægni og nánst skilyrðislausri sam- stöðu með ísraelsmönnum. í samtölum, sem greinarhöf- undur átti nýlega í Bagdad við marga Araba af ýmsu þjóðerni og með margvíslegar pólitískar skoðanir kom þessi afstaða fram undantekningaiitið. Viðkvæðið var þetta: Þið evrópskir blaða- menn látið ykkur lynda að ör- fáar alþjóðlegar fréttastofur mati ykkur á fréttum af ástand- inu í Miðausturlönum og kærið ykkur kollótta þótt sá frétta- flutningur sé svo augljóslega hlutdrægur, eins og til dæmis sést af því að sjaldan er talað um PLO sem annað en hryðjuverka- samtök. Samt hefur PLO hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem umboðsaðili fyrir Palestínu- menn. Samtökin hafa hlotið við- urkenningu Sameinuðu þjóð- anna, þau eru fullgildur aðili að Arababandalaginu og eiga full- trúa í fjölmörgum ríkjum. Þrátt fyrir þá staðreynd að samtökin séu löglegur málssvari Palest- ínumanna láta vestrænir fjöl- miðlar yfirleitt eins og þeim komi það ekki við, heldur er einblínt á ofbeldisverk, sem aðil- ar að samtökunum hafa unnið, án þess að samtökin sem slík hafi beitt sér fyrir þeim, og svo er sagt að ekki komi til mála að setjast að samningaborði með hryðjuverkamönnum. Það er ekki minnzt á hryðjuverk, sem ísraelsmenn fremja á saklausu fólki, og hver tekur lengur til þess þótt hryðjuverkamaður sitji á forsætisráðherrastóli í ísrael? Þegar Begin tók við stjórnar- taumunum varð þess aðeins vart í sumum blöðum á Vesturlönd- um, að mönnum væri ofboðið þegar ferill hans var rifjaður upp, en það gleymdist allt með Camp David. Vesturlandabúar hafa alla tíð séð í gegnum fingur við ísraelsmenn, hvernig sem þeir hafa hagað sér gagnvart Palestínumönnum, og ástæðan er fyrst og fremst samvizkubitið vegna fjöldamorða Hitlers á Gyðingum. Vesturlandabúum er nákvæmlega sama um Palest- ínu-vandamálið, það eina sem þeir hugsa um er að hagsmunum þeirra sjálfra sé ekki stofnað í hættu. Fyrir þeim eru Arabarík- in ekkert annað en ein risastór olíulind, og áhugi þeirra á ástandinu í Miðausturlöndum miðast ekki við annað en að þar verði komið á friði svo olían geti haldið áfram að streyma. Hvern- ig til friðarins er stofnað skiptir minna máli, og það eru mikil mistök að halda að Camp David hafi lagt grundvöll að lausn Palestínuvandamálsins. Þótt Sadat Egyptalandsforseti hafi rofið samstöðu Araba með því að ganga til samninga við ísraels- menn þá er afstaða annarra Arabaríkja óhögguð, sem sé að Palestínumálið verði ekki leyst nema með stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis í Palestínu, og að Palestínumenn fái sjálfir að ráða sínum málum. Arabar eru á móti heimsvaldastefnu, í hvaða mynd, sem hún birtist, enda hafa þeir langa og bitra reynslu af því fyrirbæri. Síðan nýlendu- stefna Breta og Frakka leið undir lok hafa Bandaríkjamenn tekið upp merkið, ekkert síður en Sovétríkin, og af hálfu Araba er baráttan í grundvallaratriðum gegn heimsvaldastefnu. A þessa leið var í stórum dráttum málflutningur þeirra Araba, sem undirrituð átti tal við um Palestínumálið á ráð- stefnu arabískra og evrópskra blaðamanna i Bagdad nýlega. Tilgangur ráðstefnunnar var að efna til skoðanaskipta um leiðir til að auka samskipti og sam- vinnu Araba og Evrópubúa. Þau skoðanaskipti fóru sannarlega ekki fram í ráðstefnusalnum, heldur á göngum og í kaffistofu ráðstefnuhússins. Ræðustóllinn var lengst af upptekinn af full- trúum og talsmönnum hinna ýmsu samtaka, sem töldu það skyldu sína að rekja afstöðu umbjóðandans til hinna ýmsu mála, sem fæst voru viðkomandi auknum samskiptum Araba og Evrópubúa. í hópi þátttakenda var brezka leikkonan Vanessa Redgrave, og var það næsta furðuleg reynsla að hlusta á þá konu flytja mál sitt. Eins og kunnugt er stofnaði hún stjórnmálaflokk fyrir nokkrum árum, og nefnist hann Byltingarflokkur verkalýðsins. Flokkurinn, með Vanessu Red- grave í broddi fylkingar, bauð fram í þingkosningum í Bret- landi í fyrra, en hlaut aðeins 225 atkvæði. Þrátt fyrir skipbrotið hefur leikkonan ekki hætt stjórnmálaumsvifum sínum og gefur hún út dagblaðið „News Line“, sem hún segir að daglega sé dreift í 20 þúsund eintökum um allar Bretlandseyjar, viðtak- endum að kostnaðarlausu. Nú er vitað mál, að blaðaútgáfa er kostnaðarsöm, og sjálf segist leikkonan fjármagna útgáfuna með frjálsum framlögum stuðn- ingsmanna sinna. Þótt ekki liggi fyrir áþreifanlegar sannanir þá er almælt í Bretlandi að „News Line" sé rekið fyrir peninga frá Gaddafi, Líbýuleiðtoga, en vitað er um heimsóknir leikkonunnar á hans fund. Vanessa Redgrave lýsti því fjálglega hvernig hún væri of- sótt í heimalandi sínu vegna þess eins að hún héldi fram hinum göfuga málstað Araba og þyrði að segja löndum sínum hinn óþægilega sannleika um- búðalaust. Sem hún stóð þarna í píslarvætti sínu, er henni þótt bersýnilega ekki svo hábölvað sem hún vildi vera láta, talaði hún sig smám saman upp í verulegan hugaræsing, sem á tímabili virtist ætla að enda með grátkasti. Konunni tókst þó sem betur fer að harka af sér, en þegar hún hafði lokið máli sínu voru ýmsir, sem veltu því fyrir sér, hvort hún væri raunveru- lega með fullum sönsum. Þá daga, sem ráðstefnan stóð, leið hún um sali með upphöfnum þjáningarsvip, í fylgd með að- stoðarmanni sínum, Alex Mitch- ell, sem skrifar í „News Line“, en hann er talinn vera „heilinn“ á bak við stjórnmálaumsvif Bylt- ingarflokks verkalýðsins og blað leikkonunnar. Undirrituð gerðist svo djörf að fara fram á það við hina brezku leikkonu að fá að eiga við hana stutt spjall, en ekki var við það komandi. Því miður — hún hafði ekki tíma, — þær fáu mínútur sem hún kynni að eiga aflögu yrði hún skiljan- lega að helga arabískum blaða- mönnum. Ekki gat greinarhöfundur að sér gert að spyrjast fyrir um hvort það væri útbreidd skoðun, að Vanessa Redgrave væri heppilegur málssvari Palestínu- manna. Svörin voru yfirleitt á þá lund, að á Vesturlöndum væru svo fáir, sem héldu fram þessum málstað, að öll liðveizla væri kærkomin. Vanessa Redgrave væri þó altént fræg leikkona, og almenningur tæki yfirleitt tillit falið að leggja síðustu hönd á þetta meinlausa plagg, sam- ræma orðalag og fylgjast með þýðingum. Einn þrímenning- anna var frá Sambandi arab- ískra blaðamanna, annar frá Sambandi evrópskra blaða- manna og sá þriðji frá alþjóðleg- um samtökum, sem hafa bæki- stöðvar í Prag, en í þeim sam- tökum hafa kommúnistar, og þá ekki sízt Sovétmenn, öll ráð. Áður en upp var staðið kom í ljós, að hinn tékkneski nefndar- maður hafði gert sér lítið fyrir og breytt í þýðingu níu efnisat- riðum yfirlýsingarinnar. Ætlað- ist hann til að yfirlýsingin rynni í gegnum kerfið með þessum „endurbótum" án þess að eftir væri tekið. Fulltrúi evrópsku blaðamannanna, sem var Belgi, komst að þessum brögðum fyrir tilviljun og hótaði að skýra frá framvindu málsins í ræðu. Frek- ar en að hleypa öllu í loft upp komu Belginn og Arabinn sér saman um að leggja til að yfirlýsingin yrði alls ekki borin undir atkvæði á ráðstefnunni, og lauk málinu þar með. Sá áhugi Araba á auknum samskiptum við Evrópu, sem minnzt var á í upphafi, á sér margar ástæður, en ein ástæða og ekki sú léttvægasta, er óttinn við útþenslustefnu Sovétríkj- anna. Þetta stórveldi er ekki lengur í hæfilegri fjarlægð eins og var til skamms tíma. Á einu ári hafa aðstæðurnar gjör- breytzt. Byltingin í íran og upplausnarástandið þar hafa gert það að verkum að þar hefur skapazt tómarúm, sem Sovétrík- in, köllun sinni trú, munu að sjálfsögðu reyna að færa sér í nyt. Þá hefur óvissuástandið aukizt um allan helming eftir innrás Sovétríkjanna í Afganist- an, en innrásin hefur sannað Aröbum, svo ekki verður um villzt, að ásælni þessa stórveldis er staðreynd og „rauða hættan" er ekki lengur í hæfilegri fjar- lægð, heldur rétt við bæjardyrn- ar. Grein: Áslaug Ragnars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.