Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 börir S.fiuðheríísson RúnaCiísladóttir Heimsókn á sjúkrahús Stundum kemur það fyrir, að börn þurfa að fara á sjúkrahús. Börn taka því mjög misjafn- lega og fer það eftir ýmsu t.d. hvað þau eru gömul, hvort þau eru alvarlega veik, hvort þau þurfa að fara í skyndi eða hvort unnt er að búa þau undir sjúkrahúsvistina á einhvern hátt o.s.frv. Nauðsynlegt er að reyna að búa börnin sem best undir dvöl á sjúkrahúsi og í ein- staka tilvikum er jafn- vel unnt að fara með þau í heimsókn þang- að, áður en þau eru lögð inn. Þá fá þau tækifæri til að skoða umhverfið hitta hjúkr- unarfræðingana eða læknana og búa sig undir dvölina á annan hátt. Við það minnkar ótti þeirra og kvíði, sem eðlilega kann að búa með þeim vegna vanþekkingar á sjúkrahúsinu, óttanum við að fara að heiman frá foreldrum sínum, hitta nýtt fólk og ókunnugt — auk þess sem aðskilnaðurinn við foreldrana og sína nánustu getur oft orð- ið barninu áfall, ef ekki er vel staðið að undirbúningi, heim- sóknum og atlotum við barnið. Tímar og aðstæður hafa breyst mjög til batnaðar á síðustu ár- um og má þar aðeins nefna tvö áhrifamikil dæmi. 1) Aðstæður allar á barnadeildum sjúkra- húsa eru orðnar mann- eskjulegri en áður var. Sérstakar leikstofur eru fyrir þau börn, sem geta verið á fót- um, föndur og mótun og jafnvel kennsla er til staðar fyrir þá sem hætta er á, að missi mikið úr námi, 'Vegir eru skreyttir og mál- aðir með myndum og munstri, sem fellur börnum vel o.fl. Jónas og Rúnar voru góðir vinir. Jónas, sem var 5 ára, átti von á því að fara fljótlega heim eftir botnlangaupp- skurð. Rúnar, 7 ára, þurfti hins vegar að vera lengur. !ann hafði verið í Jangri rannsókn og ekki var allt jafn . þægilegt, sagði hann. En hann sagði, að allir væru góðir við hann á sjúkrahúsinu. Stefán er þriggja ára. Hann sat uppi á borði í leikstofunni meðan gólfið var skúrað og lét fara vel um sig. w Rakel litla hafði fengið inflúensu. En henni batnaði óðum og mamma hennar gætti hennar líka vel og lék við hana, þegar tími var til. Skreytingar á veggjunum á barnadeildum sjúkrahúsa eru oft skemmtilegar og hressandi. 2) Heimsóknartíma er nú öðruvísi háttað en áður, þegar bannað var að heimsækja börnin nema á ákveðn- um tímum sólar- hringsins. Hjúkrunar- fræðingum og öðrum er nú ljóst, hversu nauðsynlegt er, að barnið hafi áfram sem nánast samband við sína nánustu, og fá aðstandendur því leyfi til að vera með börn- um sínum eins og þeir óska helst í samráði við lækna og hjúkrun- arfræðinga staðarins. Og jafnvel hefur kom- ið til tals að reynt yrði að útbúa svefnaðstæð- ur fyrir foreldra eða forráðamenn barna, þar sem mikilvægt yrði talið að aðstand- endur gætu dvalist á sjúkrahúsi nætur- langt. Framfarirnar hafa orðið miklar á síðustu árum, en nauðsynlegt er að leggja áherslu á, að foreldrar og að- standendur barna und- irbúi börn sín sem best undir sjúkrahúsvist og láti sér aldrei detta í hug að hræða barn t.d. með því að segjast ætla að senda það á sjúkrahús eða til læknis. Best er að segja barninu eiiis og er, og verður það að fara eftir þroska þess, hversu ýtarlega er unnt að útskýra sjúk- dóma fyrir því — og reyna að nálgast það á þann hátt, sem við höldum, að það sé barninu fyrir bestu. Það ætti t.d. að vera auðvelt að stuðla að bættri andlegri líðan barnsins með því að gefa sér góðan tíma með því og starfsliði sjúkrahússins, þegar barnið er lagt inn og gefa þannig barninu tækifæri til að kynn- ast aðstæðum og ókunnu fólki. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.