Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 41 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA I0100KL. 10— 11 , FRÁ MÁNUDEGI íslenzka þjóð, einn stór starfshóp- ur á stórum starfsvettvangi, og við hljótum að verða að gefa þeim, sem við felum stjórn mála okkar, starfsfrið og tóm til að leiða vandamálin til lykta. Það getur enginn stjórnað á stóru búi, ef allt er rifið niður jafnóðum og upp er byggt. Stjórnarandstöðu ber að gæta hófs í andstöðu sinni, hafa heiðarleika í hávegum og veita stjórninni aðhald á þann hátt, að engan skaði. Sjálfstæðismöjnum er mikill vandi á höndum, að sigla fleyi sínu svo, að ekki steyti á skeri í þeim átökum sem framundan gætu orð- ið. Gætum þess að þeir sjálfstæð- ismenn, sem þessa ríkisstjórn hafa myndað og styðja, eru sannir sjálfstæðismenn, ábyrgir og þjóð- hollir. Sjálfstæðisfíokkurinn er flokkur allra stétta og forusta hans má gæta þess að huga jafnt að öllum sínum börnum, að hlaða ekki um of undir einn á annars kostnað. Flokkurinn verður að leita eftir stuðningi fólksins í landinu til þess að koma málum sínum fram. Stefnumálin verða að vera þess eðlis, að fólk hafi á þeim trú, treysti flokknum og fylgi og styðji hann til góðra hluta. Sjálfstæðis- flokkurinn er stærsti og bezti flokkur þjóðarinnar. Þar í spilar margt og vegur þungt hin góða málefnastaða flokksins í gegnum árin, og þá ekki síður sú stað- reynd, að flokkurinn bar lengi gæfu til þess að eiga afburða forystumenn, sem mótuðu stefn- una, enda hefur hann lengi borið þess merki. / • Vandi á höndum Nú hefur hins vegar um sinn sigið á óhæfuhlið, sundurþykkja hefur skotið upp kollinum og menn eru ekki á eitt sáttir. Slíkar öldur verður að lægja, eigum við að koma heil úr hildinni. Flokkn- um er mikill vandi á höndum að vísa og rata hina réttu leið út úr þeim myrkviði sem hann hefur ratað í. Við verðum að líta á það og viðurkenna, að eitt og annað hefur mistekist í seinni tíð, og af því eigum við að læra. Til þess eru vítin að varast þau. Flokkurinn átti góð spil á s.l. hausti, þegar vinstri stjórnin var að hrökklast frá völdum. En það er ekki sama hvernig farið er með hin góðu Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Novi Sad í Júgóslavíu í haust kom þessi staða upp í viðureign júgóslavn- esku stórmeistaranna Rajkovics og Gligorics, sem hafði svart og átti leik. 21.... Dd6 (Hvítur varð að gefa manninn til baka, því hefði ridd- aranum verið vikið undan átti hvítur Bxf7+, eða ef 21..., Rb6 þá 22. Bc4) 22. Bxd5 - Dh6!, 23. Hel — Dh4, 24. Dc2 — Hh6 og hvítur gafst upp. spilin. Svo illa er hægt að spila úr þeim, að allt gloprist niður. Sjálfstæðisflokknum var í lófa lagið að stórauka fylgi sitt í s.l. kosningum, jafnvel að ná meiri- hluta á Alþingi, eftir hið alvarlega sýndarspil og ábyrgðarleysi vinstri flokkanna frá kosningun- um ’78. Sú vinstri stjórn, sem féll haustið ’79, átti skilið skell hinn stóra, en sú varð ekki gæfa Sjálfstæðisflokksins, stjórnar- andstöðunnar, að veita henni þá hirtingu sem hún átti skilið. Það var líkt og sundurlyndi vinstri flokkanna hefði smitað út frá sér og gripið um sig í röðum Sjálf- stæðisflokksins fyrir kosningarn- ar. Hver höndin varð uppi á móti annarri, ekki samstaða, eins og þekkt er frá vinstri. Hér mátti vera prófkjör — ekki þar, og mikill tími fór í innbýrðis þras og skýringar. • Falla í vonlaus sæti Um prófkjörin vil ég segja það, að þau geta orðið viðsjáll fleinn og illa hitt samherjana, eins og dæmin sanna. Þeir, sem stýra málefnum flokksins úti í hinum einstöku kjördæmum, hljóta að vera hæfari til þess að steypa upp góðan framboðslista, sem fólkinu fellur vel, fremur en Pétri og Páli. Svo fremi þó, að tekist hafi að velja hina hæfustu menn til starfa fyrir flokkinn. Þegar svo er komið, að í prófkjöri falla út af lista, eða í vonlaus sæti, hinir beztu og hæfustu þingmenn fyrir nýsvein- um, þá er sannarlega mjög yfir markið skotið og mál að taka í taumana. Framboðsmál sjálfstæðismanna fóru mjög úr skorðum við haust- kosningarnar síðustu, eða vetrar- kosningarnar, og í sumum kjör- dæmum komu fram listar sjálf- stæðismanna, sem ekki hlutu við- urkenningu sem slíkir, enda þótt öllum væri ljóst, að sjálfstæðis- fólk kysi þá öðrum fremur. Þetta var ekki nógu gott, enda var útkoman eftir því. Sjálfstæðisflokkurinn náði að- eins hluta af því fylgi, sem hann missti í ’78 kosningunum. Hann var ekki einu sinni hálfdrættingur á við hinn óskaplega Framsóknar- flokk, sem stórjók fylgi sitt og náði öllu sem hann missti ’78, enda þótt hann væri í stjórn, þeirri vinstri stjórninni sem gæfu- laust var og hrikti í frá fyrsta degi. Sjálfstæðismenn mega huga betur að stöðunni, standandi frammi fyrir slíkum staðreyndum. Það þarf nýtt blóð — nýja forustu. Hvers vegna ekki að fela hinum nýja forsætisráðherra for- ustu fyrir flokknum um þetta kjörtímabil? Hann er reyndur og sannur sjálfstæðismaður, sem staðið hefur í fremstu röð og starfað af heilindum fyrir land sitt og þjóð í langan tíma. Nú síðast hefur hann unnið það þrek- virki, sem brýnt var þessari þjóð í dag, að mynda starfhæfa ríkis- stjórn til þess að leysa hin ýmsu vandamál, sem bíða úrlausnar. • Ekki sprengi- kraftar Til þess ætti nú að vera tóm, sé stjórnarandstaðan vanda sínum vaxin. Ríkisstjórnin nýja hýsir ekki þá sprengikrafta, sem fyrri stjórn laut, þá ólánsmenn, sem hafa lýst því í heyranda hljóði, þeir sprengdu hverja þá ríkis- stjórn, sem þeir yrðu í, og ekki léti að kröfum þeirra. Slíka ógæfu- menn verður að útiloka frá þátt- töku í stjórn landsins. Alþýðuflokkurinn hlaut mikinn frama í ’78 kosningunum. En það er víst alveg óhætt að fullyrða það, að aldrei hafa nokkrir sigur- vegarar farið verr með glæstan kosningasigur heldur en flumbru- gosar þeir, sem stóðu með pálm- ann í höndunum að loknum kosn- ingum vorið ’78, hinn mikla kosn- ingasigur, sem þjóðin veitti þeim þá. En þeir voru því miður ekki menn til að mæta sigrinum, og því hafa þeir nú hrökklast frá völdum með slæma einkunn. Nú eru stjórnartaumar í hönd- um annarra manna, og það hygg ég að margir sjálfstæðismenn, og raunar allur þorri þjóðarinnar, telji það þjóðargæfu að Gunnari Thoroddsen tókst að koma á þeirri ríkisstjórn, sem nú er sezt að völdum, þótt Sjálfstæðisflokkur- inn sem slíkur hafi kosið sér að vera í andstöðu við hana, því miður. Við skulum öll sameinast í þeirri ósk og von, að ríkisstjórn- inni nýju takist að leysa farsæl- lega þau málin, sem í brennidepli eru, og brýnast er að leysa vel til heilla fyrir land og þjóð. Að því eiga allir sannir sjálfstæðismenn að vinna. Gunnar Gunnarsson. HÖGNI HREKKVÍSI NÝ6T6FRAÐAK EFTIClÁJNA6Jt>£> HuHQAFyVlóACA" SUINNUDAGSHADECI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Vegna 15 ára afmælis Hótel Holts bjóðum við svínakjöt á kynningarverði SUNNUDAGUR 17/2 Fylltur svínahryggur m/gratineruðum kartöflum og eftirrétti. Kr. 3.980.- Hálft gjald fyrir börn ára og yngri 4i B E R G S T AÐ AST R/í TI 37 SIMI 210II @Blóma framleióendur Er ekki veturinn tómlegur án blóma? Þvi ekki aÖ breyta örlítið til og láta veturinn blómstra á heimilinu og vinnustaðnum? Því ekki gera sumar að vetri og njóta sumarsælu? Gera tilveruna bjartari og ánœgjulegri Slikt er unnt með örfáum litmildum túlí'pönum eða öðrum ylhýrum lauk- blómum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.