Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Fjöldaflokk- ur frjáls- hyggjufólks Ellert B. Schram, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík, flutti ræðu á flokksráðsfundi, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Þar dregur hann fram í dagsljósið höfuðatriði, sem menn verða að hafa í huga, er þeir leggja mat á atburðarás í íslenzkum stjórnmálum síðustu mánuðina: • 1) Hann bendir á erfiða samningsstöðu formanns Sjálfstæðisflokksins í stjórnarmyndunarviðræðum vegna þess, að varaformaðurinn hafi á sama tíma boðið upp á sjálfstæðar viðræður — á bak við formanninn og þingflokkinn. • 2) Varaformaðurinn afsaki gjörðir sínar með því, að hann hafi verið að bjarga heiðri Alþingis, enda hefði utanþingsstjórn orðið því til vansæmdar. Þetta komi illa heim og saman við það, að eftir að vinstri stjórnin klofnaði 1979 hafi þessi sami maður verið harðasti talsmaður utanþingsstjórnar í þingflokki sjálfstæð- ismanna. • 3) Er það til framdráttar sjálfstæðisstefnunni, spurði Ellert, þegar Þjóðviljinn getur lýst málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar svo: „í þýðingarmiklum atriðum tekur sá málefnasamningur, sem nú hefur verið gerður, þeirri stefnuyfirlýsingu fram sem samin var sem undanfari seinustu vinstri stjórnar". Sjálfur lýsti Ellert samningnum sem loðmullu og lýðskrumi. Orðrétt sagði Ellert B. Schram um stjórnarmyndunina: „Eg hefi líkt þessu framferði við það, að ég gangi með lið mitt til úrslitaleiks í knattspyrnu. Meirihluti áhorfenda er að vísu á bandi mótherjanna, en mínir menn eru staðráðnir í að standa saman, og að sigur muni vinnast — ef enginn bregst. Ekkert mark er skorað og leikurinn er framlengdur. Menn gerast þreyttir og áhorfendur óþreyju- fullir. Þá skeður það óvænta; einn liðsmanna minna spyrnir knettinum í eigið mark. Hann gefur þá skýringu, að hann hafi verið þreyttur á þófinu; áhorfendur fagna að úrslit hafa náðst. En eftir standa samherjar hans, ráðvilltir og sviknir. Þeir vita ekki, hvaðan á sig stendur veðrið.“ Enn segir Ellert: „Fyrstu viðbrögð eru undrun, síðan reiði, að lokum hryggð. Við erum hryggir yfir því, að þá , sem við höfum treyst, hefur brostið skilning á því, að leiðin til farsældar í lífi og starfi er fólgin í drengskap og heilindum." í lyktum ræðu sinnar leggur formaður fulltrúaráðsins áherzlu á það að sjálfstæðisfólk sýni samhug og stillingu. Þingflokkurinn og flokksráðið lýsi andstöðu við stjórn og stjórnarstefnu. Að svo stöddu eigi að láta þar við sitja. Hyggindi en ekki heift eigi að vísa veginn, sem framundan er, þó flokksmenn hafi vart geð til að fagna þeim sérstaklega, sem hyggst „bjarga þjóðarhag í náðarfaðmi kommúnista,“ eins og hann kemst að orði. Rétt sé að reynslan og tíminn dæmi þá sem aðra af eigin verkum. Morgunblaðið tekur heilshugar undir orð Ellerts B. Schram. Sú ofsakæti, sem nú hefur gripið málgögn höfuðandstæðinga Sjálfstæðisflokksins, Tímann og Þjóð- viljann, segir og sjálfstæðisfólki — betur en flest annað — hvað hér hefur í raun verið að gerast. Og mál munu skýrast enn betur eftir því sem almenningur fær nánari upplýsingar um framvindu mála. Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið fyrir ágjöf. Það hefur áður gerzt. En uppruna sínum (samruna Ihaldsflokksins og Frjálslynda flokksins) og grundvallarhugsjón trúr mun hann áfram verða sterkasta stjórnmála- og sameiningar- afl þjóðarinnar, þar sem réttur og velferð einstaklingsins, hverrar manneskju, skipar öndvegið; fjöldaflokkur frjáls- hyggjufólks, sem vill standa trúan vörð um borgaralegt þjóðskipulag og þróa það til meira réttlætis og fullkomn- unar. Skuggar tímabundinna óheilinda munu senn að baki. Reynslunni ríkari mun sjálfstæðisfólk um land allt byggja upp framtíð flokks og þjóðar. náðst milli þeirra og sjálfstæð- ismanna og að tímabundið sam- starf þessara tveggja flokka væri líklegast til að ná einhverjum árangri í viðureign við verðbólgu. En Gunnar Thoroddsen bauð Al- þýðubandalaginu upp á kost, sem það hafði ekki þrek, framsýni og vit til að hafna. Mönnum getur stundum orðið hált á því að falla fyrir freistingum. Sú ákvörðun hinna nýju for- ystumanna Alþýðubandalags að falla fyrir freistingum Gunnars Thoroddsens, mun leiða til þess, að það tækifæri, sem nú gafst til þess að Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðubandalag nálguðust hvort annað er úr sögunni. Langur tími mun líða þar til nokkrum sjálf- stæðismanni dettur i hug að reifa samvinnu við kommúnista um aðkallandi dægurmál i islenzkum þjóðmálum. Alþýðubandalaginu var, þegar á reyndi, meira í mun að grípa stundartækifæri, sem gafst vegna persónulegs metnaðar eins manns, til þess að valda ágrein- ingi innan Sjálfstæðisflokksins en að ganga til heiðarlegs samstarfs um lausn á aðkallandi vandamál- um. Veik staða sjálf- stæðismanna í ríkisstjórn Stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens staðfesti þau rök, sem hér að framan voru færð gegn samstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags. Málefnasamningur sá, sem Gunnar Thoroddsen gerði við hina flokkana er fráleitur frá sjónarhóli sjálfstæðismanna. Hann er málefnasamningur af því tagi, sem vinstri stjórnir gera. Það er engin tilviljun, að Hjörleif- ur Guttormsson lýsir því í blaða- viðtali, að það sé aðeins blæ- brigðamunur á ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsens og síðustu vinstri stjórn. Staða þriggja sjálfstæðismanna í ríkisstjórninni er mjög veik. Utan forsætisráðuneytis er skipt- ing ráðuneyta þannig, að almenn pólitísk áhrif þeirra eru sáralítil. Forsendan fyrir samstarfi Sjálfstæðisflokks við Alþýðu- bandalag var alltaf sú, að flokkur- inn gengi til slíks samstarfs með fullum styrkleika. Gunnar Thor- oddsen og félagar hans hafa ekki þann styrk á bak við sig. Bæði alþýðubandalagsmenn og fram- sóknarmenn líta á þá sem gísla sína í ríkisstjórninni. Báðir þessir flokkar telja, að Gunnar, Friðjón og Pálmi eigi ekki annarra kosta völ en að sitja í ríkisstjórninni eins lengi og þessum tveimur flokkum þóknast. Um veika stöðu þremenninganna í þessari ríkis- stjórn þarf ekki að hafa fleiri orð. Aukin spenna — ný átök Við þurftum nú á að halda ríkisstjórn, sem gat sameinað í stað þess að sundra. Að baki er áratugur stöðnunar, upplausnar og pólitísks ráðleysis. En því miður hafa þeir stjórnmálamenn sem nú hafa myndað ríkisstjórn ekki verið nógu stórir í sniðum til þess að hefja sig upp úr tækifær- ismennsku líðandi stundar og takast á við verkefni framtíðar- innar með þeirri reisn, sem hæfir. I stað ríkisstjórnar, sem stuðlar að sáttum og samstöðu höfum við fengið ríkisstjórn, sem sundrar. Hún hefur orðið til við aðstæður, sem eitra andrúmsloft milli flokka og manna. Hún mun leiða af sér aukna spennu og ný átök. Stg. SÖGULEG SVIK „Þú hlýtur að vera ánægður með stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens," sagði kunningi minn við mig á dögunum. „Hinar sögulegu sættir Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðubandalags, sem þið Morgunblaðsmenn hafið hvatt til, hafa náð fram að ganga." Svar mitt var þetta: „Við hvöttum ekki til sögulegra sátta með sögulegum svikum.“ Stjórnarmyndun Gunnars Thoroddse.is er söguleg svik við Sjálfstæðisflokkinn, samstarfs- menn hans í forystu þess flokks og óbreytta flokksmenn, sem fyrr og síðar hafa lyft honum til valda og vegsemda. Hún mun ekki stuðla að sáttum í íslenzku þjóð- félagi heldur sundrungu. Hún mun ekki hvetja til samstöðu á erfiðum tímum, heldur eitra and- rúmsloftið á vettvangi stjórnmál- anna og leiða til aukinnar spennu og nýrra átaka á fleiri sviðum þjóðlífsins. * Isinn brotinn Með samtölum Geirs Hall- grímssonar við forystumenn Al- þýðubandalagsins fyrri hluta jan- úarmánaðar var ísinn brotinn í samskiptum sjálfstæðismanna og kommúnista. í fyrsta sinn í 34 ár ræddu forystumenn þessara tveggja andstæðu flokka að ráði saman um hugsanlegt samstarf. Málefnalegar forsendur þeirra viðræðna voru nauðsyn víðtækrar samstöðu um lausn verðbólgu- vandans. Slíkar viðræður höfðu ekki farið fram milli leiðtoga Sjálfstæðisflokks og sósíalista frá því í desember 1946 er Ólafur Thors gerði ákveðna tilraun til að endurreisa nýsköpunarstjórnina, sem féll í október það ár, en þetta mál er ekki í réttu söguiegu samhengi nema þess sé getið að einhverjar áþreifingar munu hafa farið fram 1959 og síðari hluta viðreisnartímabils um samstarf milli þessara aðila. Forsvarsmenn Alþýðubanda- lags höfðu áhuga á þessum við- ræðum. Opinberlega kom vilji þeirra til þess að nálgast Sjálf- stæðisflokkinn einungis fram í því, að Svavar Gestsson afhenti formanni Sjálfstæðisflokksins til- lögur Alþýðubandalags í efna- hagsmálum er hann hafði með höndum umboð til stjórnarmynd- unar og átti með honum fund. Þetta var nýtt skref af hálfu Alþýðubandalags og hafði þýð- ingu. Hins vegar leiddu þessar um- ræður í ljós, að hinir nýju for- ystumenn Alþýðubandalags eru íhaldssamir í þess orðs verstu merkingu. Þeir þora ekki að taka áhættu. Þeir þora ekki að brjóta upp á nýjum leiðum í pólitíkinni. Þeir eru bundnir í viðjar gamalla fordóma og viðtekinna skoðana. Þeir eru hræddari við að eiga samstarf við Sjálfstæðisflokkinn heldur en sjálfstæðismenn eru við samvinnu við þá. Asamt Fram- sóknarforystunni eru forsvars- menn Alþýðubandalags verstu „Þessar umræður leiddu í Ijós, að hinir nýju forystumenn Alþýðubandalags eru íhaldssamir ... þeir þora ekki að taka áhættu.. ,. þeir þora ekki að brjóta upp á nýjum leiðum ... Þeir eru bundnir í viðjar gamalla fordóma og viðtekinna skoðana .. .Ásamt Framsóknarforystunni eru forsvarsmenn Alþýðubandalags verstu íhaldsmenn í íslenzkunr stjórnmálum nú um stundir.“ Framsóknarflokkur kæmi í stað Alþýðuflokks. Ég taldi það ekki koma til greina. Rökin fyrir því eru þessi: Fyrsta: Alþýðubandalag og Framsókn- arflokkur eru höfuðandstæðingar Sjálfstæðisflokks. Stór hópur sjálfstæðismanna getur alls ekki hugsað sér samstarf við Alþýðu- bandalag. Sá hópur er líka stór, sem er enn andsnúnari samstarfi við framsóknarmenn og telur þó þessa flokka tvo. í þriggja flokka viðræðum verða allir að fá eitt- hvað. Sjónarmið framsóknar- manna og alþýðubandalagsmanna eru áþekk í fjölmörgum málum. Sameiginlega hefðu þeir gert kröfu til að ná fram svo mörgum stefnumálum sínum, að óviðun- andi hefði orðið fyrir Sjálfstæðis- flokk. briðja: Allt frá árinu 1956 er fyrsta vinstri stjórn lýðveldisins var mynduð hefur verið náið samband milli Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags. Það samband var innsiglað á viðreisnarárunum, þegar þessir tveir flokkar voru í stjórnarandstöðu í 13 ár sam- fleytt. Þeir hefðu jafnan staðið saman gegn sjónarmiðum Sjálf- stæðisflokks í ríkisstjórn og sjálf- stæðismenn því átt undir högg að sækja. Pólitískar aðgerðir Gunn- ars Thoroddsens við stjórnar- myndun hans hafa orðið til þess að sjálft stjórnarmynztrið hefur jarðveg fyrir stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens. En þá tek- ur hann hugmynd, sem stefnir til sátta og framkvæmir hana á svo afskræmdan hátt, að hún leiðir til aukinnar sundrungar. Að falla fyrir freistingum Ég hygg, að margir áhrifamenn í Alþýðubandalaginu, ekki sízt í verkalýðsarmi þess, hafi talið það nokkurs virði, að samband gæti RAGNAR ARNALDS SVAVAR GESTSSON HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON íhaldsmenn í íslenzkum stjórn- málum nú um stundir. Alþýðubandalagsmenn treystu sér ekki í samstarf við Sjálfstæð- isflokkinn nema í þjóðstjórn. Þeir voru hvorki tilbúnir í tveggja flokka stjórn né nýsköpunar- stjórn en nefndu stjórn með Framsókn. Eftir að Benedikt Gröndal skilaði umboði sínu til forseta lögðu alþýðubandalags- menn þunga áherzlu á þjóðstjórn. Sérstök samþykkt var gerð í þingflokki þeirra um að reynt yrði að koma á þjóðstjórn. Gagnstætt því sem margir töldu, var þeim í mun að eiga aðild að næstu ríkis- stjórn. Hér er komin skýring á því að Geir Hallgrímsson lagði svo mikla áherzlu á viðræður um þjóðstjórn. Hann vildi láta reyna á það til þrautar hvort ólík þjóðfélagsöfl gætu tekið höndum saman um lausn verðbólgunnar. Sjálfstæðis- flokkur, Fram- sóknarflokkur, Alþýðubandalag í grein, sem ég ritaði í Morgun- blaðið í desembermánuði sl. um hugsanlegt samstarf Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðubandalags, nefndi ég tveggja flokka stjórn og nýsköpunarstjórn. Hins vegar ræddi ég ekki þann kost, að skárra að vinna með kommúnist- um. Sá forystumaður Sjálfstæðis- flokks, sem hefði lagt til samstarf við þessa flokka báða í ríkisstjórn hefði lent í miklum erfiðleikum. Raunar er ég sannfærður um, að við eðlilegar aðstæður hefði til- laga um slíka stjórn ekki náð fram að ganga í valdastofnunum Sjálfstæðisflokksins. Bæði í þing- flokki og flokksráði voru sterkir aðilar, sem voru andvígir hvers kyns samstarfi við Alþýðubanda- lagið og þá ekki sízt af þessari gerð. T.d. mun Gunnar Thorodd- sen hafa verið einn þeirra sem lýsti andstöðu við samstarf við kommúnista, þegar það var rætt í upphafi stjórnarkreppunnar. Annað: Sjálfstæðisflokkur hefði átt af- ar erfitt með að ná viðunandi málefnasamningi í viðræðum við „Stjórnarmyndun Gunn- ars Thoroddsens er söguleg svik viö Sjálf- stæðisflokkinn ... hún mun ekki stuðla aö sátt- um, heldur sundrungu ... hún mun ekki hvetja til samstöðu, heldur eitra andrúmsloftið ... hún leiöir til aukinnar spennu og nýrra átaka.“ fallið í skuggann en þau rök, sem rakin eru hér, gefa til kynna, hvers vegna Geir Hallgrímsson taldi stjórnarmyndun af þessu tagi ólíklega. Hins vegar hafa umræður um hugsanlegt samstarf Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags sjálf- sagt að einhverju leyti skapað Búvörur hækka um næstu mánaðarmót Frétt Morgunblaðsins byggð á ummælum landbúnaðarráðherra VIÐ verðlagningu búvara 1. des. sl. ákvað þáverandi ríkisstjórn Alþýðuflokksins að fresta hækk- un á vinnslu- og dreifingarkostn- aði mjólkur og mjólkurvara, þrátt fyrir að sexmannanefnd væri sammála um niðurstöður sinar. Þessi ráðstöfun hefur haft í för með sér, að mjólkurbúin hafa ekki getað greitt fyrir mjólk til bænda, svo sem þeim ber og sú skerðing komið að fullu fram'á nettótekjum þeirra. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að þetta verði leiðrétt um nk. mán- aðamót og jafnframt að það tap, sem hefur orðið hjá bændum vegna umræddrar synjunar fv. ríkisstjórnar, verði að fullu bætt með tímabundinni aukaniður- greiðslu úr ríkissjóði eftir nánari ákvörðun. Þannig verði heildar- tekjur mjólkurbúa í landinu þær sem til er ætlast við verðlagningu sexmannanefndar. Sú umframhækkun niður- greiðslna, sem af þessu leiðir, fellur niður, þegar því marki er náð, segir í fréttatilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu í gær. Aths. ritstj. Vegna ummæla Pálpia Jónsson- ar, landbúnaðarráðherra, í sjón- varpsfréttum í gærkvöldi þess efnis, að frétt Morgunblaðsins í gær um hækkun búvöruverðs tví- vegis á 10 dögum væri röng og að rangt hefði verið haft eftir starfs- manni í landbúnaðarráðuneytinu, skal tekið fram, að frétt þessi var byggð á ummælum landbúnaðar- ráðherra sjálfs í ræðu hans við setningu Búnaðarþings. Þar sagði Pálmi Jónsson orðrétt, en ræða hans var birt í heild í Morgunblað- inu í gær: „Við verðákvörðun hinn 1. desember sl. var frestað af þáverandi ríkisstjórn að taka inn í verðið hækkun á vinnslu- og dreifingarkostnaði mjólkur og mjólkurvara, sem sexmannanefnd hafði þó orðið sammála um. Ríkis- stjórnin hefur haft þetta mál til endurskoðunar og mun ákvörðun hennar liggja fyrir í þessari viku, þannig að um næstu helgi komi til framkvæmda leiðrétting á þessum lið búvöruverðsins.“ Þessi ummæli ráðherrans verða ekki skilin á annan veg en þann, að þegar ræðan var flutt eða a.m.k. þegar ræðan var samin hafi ætiun hans verið sú, að hækkun búvöruverðs af þessum sökum mundi taka gildi eftir þessa helgi. Hins vegar er bersýnilegt að á síðari stigum málsins, hefur ríkis- stjórnin ákveðið að hækkunin kæmi til framkvæmda um næstu mánaðamót skv. fréttatilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu, sem birt er hér að framan. Frétt Morgunblaðsins í gær mátti skilja á þann veg, að sá þáttur hennar, sem fjallaði um hækkun búvöru eftir helgi væri höfð eftir Guðmundi Sigþórssyni. Svo var ekki og er hann beðinn velvirðingar á þessu. Landbúnað- arráðherra ætti hins vegar að kynna sér efni sinnar eigin ræðu á Búnaðarþingi áður en hann vegur að Morgunblaðinu í öðrum fjöl- miðli með ásökunum um rangan fréttaflutning. Fiskeldi h.f. stofnað á næstunni: 100 aðilar tilkynntu 18 millj. kr. hlutafé UM átján milljón króna hluta- fjárloforð voru tilkynnt á fundi um stofnun félags um fiskeldi í vikunni, en á þriðja hundrað manns sóttu fundinn sem tók ákvörðun um stofnun félags, sem væntanlega mun heita Fiskeldi h.f. Ákveðið var á fundinum að halda áfram söfnun hlutafjár til 15. marz n.k. en formlegur stofn- fundur verður haldinn fyrir marzlok. Á fundinum kom fram mikill áhugi fyrir málinu, en að lokinni félagsstofnun verður ákveðið hvar og hvernig skuli hrinda málinu í framkvæmd. Liðlega 100 aðilar skráðu sig fyrir hlutafjárloforð- um. Sambandsþing SÁK og kvikmyndahátíð ANNAÐ þing Samtaka áhugamanna um kvikmynda- gerð verður haldið sunnudag- inn 24. febrúar n.k. og hefst i Tjarnarbíói í Reykjavík kl. 10 árdegis. Dagskrá þingsins verður samkvæmt lögum sam- takanna. í tengslum við þingið verður haldin önnur kvikmyndahátíð S.Á.K. og stendur hún yfir í tvo daga. Laugardaginn 23. febrúar verða sýndar í Tjarn- arbíói myndir sem áhugamenn senda á kvikmyndahátíðina. Skipuð verður dómnefnd sem dæma mun um bestu myndirn- ar. Keppt verður í tveimur flokkum, yngri en 20 ára og 20 ára og eldri. Á sunnudeginum 24. febrúar kl. 14 hefst svo síðari helming- ur hátíðarinnar í Tjarnarbíói. Verða þá veitt verðlaun og viðurkenning fyrir bestu myndirnar sem sýndar voru daginn áður og verðlauna- myndirnar þá sýndar aftur. Þegar því er lokið verða svo sýndar nokkrar íslenskar áhugamannamyndir. KVIKMYNDAHÁTIÐ SXK 1980

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.