Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 29 Ámundi Loítsson: Sjálfstæðisflokk ur í fernu lagi Það er óneitanlega hálfgert vandræðaástand í herbúðum Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir, þó ekki sé meira sagt. Öfl sátta og málamiðlunar hafa orðið undir öflum sundrungar og ósam- stöðu. Hefur þetta borið þann ótví- ræða árangur, að flokkurinn er nú í fernu lagi, þ.e. Jón G. Sólnes og félagar, Eggert Haukdal og félag- ar, Gunnar Thoroddsen og félagar, og svo Sjálfstæðisflokkurinn undi r forustu Geirs Hallgrímssonar. Hver er svo ástæðan fyrir öllu þessu? Ellert B. Schram sagði í fram- söguræðu á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, að þeir væru ýmsir spámannlega vaxnir þessa dagana og þættust hafa ástæðurnar fyrir óförum Sjálfstæðisflokksins yfirleitt á reiðum höndum en leituðu þó sjaldnast orsakanna til sjálfra sín. Víst getur það rétt verið, að orsökin sé enn ófúndin þar sem enn eitt reiðarslagið hefur dunið yfir Sjálfstæðisflokkinn. Ekki þori ég nú að ábyrgjast að skoðun mín sé nægilega á rökum reist og vera kann að hún sé nokkuð óljós, en sú afstaða sem þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins hefur tekið til stjórnar Gunnars Thoroddsens mælist yfirleitt illa fyrir hjá almenningi, fram hjá því verður ekki litið. Víst finnst mörgum það verulegur kostur hennar að það er þó sjálfstæðismaður sem veitir henni forustu, og það maður sem bersýnilega lætur ekki fara með sig annað en hann sjálfur vill. Ég held að þessi vandræði hafi byrjað þegar þingflokkurinn hafn- aði því að Gunnar Thoroddsen ræddi við forustumenn Framsókn- ar og Alþýðubandalagsins í nafni flokksins, um myndun ríkis- stjórnarinnar, en ítrekaði þess í stað stuðning við að Geir Hall- grímsson hefði með allt slíkt að gera enda vinnubrögð Gunnars óverjandi. Það stóð heldur ekki á því að Geir Hallgrímsson slægi um sig í fjölmiðlum. með því að hann hefði fengið traustsyfirlýs- ingu þingflokksins og gat manni skilist á honum, að honum hefði varla þótt veita af eftir allt sem á hefur gengið í flokknum undan- farna mánuði. Það er raunar sama hvernig á þessu er tekið, niðurstaðan er ætíð sú sama, þ.e. að fólk vill skrifa ófarirnar á reikning Geirs Hall- grímssonar fyrir þær sakir að hafa tekið fljótfærnislegar og lítt yfirvegaðar ákvarðanir þegar Jón Sólnes bauð sig fram, og sama gegndi um Eggert Haukdal. Hon- um hefði ekki tekist þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að koma 1 veg fyrir þann klofning sem bersýni- lega hafði orðið. Fólk varð aldrei nógu vart við tilburði í þá veru að þarna væri reynt að koma á sáttum. Sama er uppi á teningn- um varðandi Gunnar Thoroddsen, þá gefur hann út andstöðuyfirlýs- ingu í fjölmiðlum á hina nýju stjórn rétt áður en flokksráðs- fundur Sjálfstæðisflokksins var kallaður saman og menn fengju þar rætt málin í rólegheitum og af yfirvegun. Þarna er æsingablóði hleypt í mannskapinn og kynt undir fljótfærni og sundrung. Með öðrum orðum: Þarna virðist Geir Hallgrímsson hafa gleymt því að flokkurinn er flokkur sátta og málamiðlunar. Útkoma Sjálfstæðisflokksins í kosningunum er dapurleg eins og ég hef áður sagt hér í Morgunblað- inu og það er honum sjálfum að kenna. Menn sem söguna þekkja, segja að meðbyrinn hafi aldrei verið meiri en þegar vinstri stjórnin leystist upp, en samt tókst, virtist vera, með hnitmið- uðu klúðri að hafa útkomuna með því versta sem menn muna. Öll umræða fyrir kosningar var um Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að fólk sá betur en fyrr, að vinstri stjórnir eru gagnslausar, og menn sneru sér af alvöru og áhuga að Sjálfstæðisflokknum og meir en áður hafði þekkst. Þá ætlaði hins vegar allt af göflunum að ganga, sundrungin og ósam- staðan varð allsráðandi, og upp- hófst þetta ömurlega manntafl. Síðan skall leiftursóknin á með þeim ósköpum að árangursyfirlýs- ingar gengu þvert hver á aðra hjá þeim sem fluttu þetta fagnaðarer- indi, en aðra setti hljóða þegar þeir voru beðnir um útlistingu.á þessum ósköpum. Það virðast vera óskir velflestra velunnara Sjálfstæðisflokksins að þetta plagg fái að gista ruslatunn- una eftirleiðis, menn virðast vera sammála um að það sé búið að skila því, sem það skilað getur. Ég vil líka geta þess, að ég umgengst mikið af pólitískum andstæðingum en það er þeirra mesta tilhlökkunarefni að leiftur- sóknin og Geir Hallgrímsson verði sem allra lengst á blaði hjá Sjálfstæðisflokknum. Nú kann einhverjum að virðast, að hér sé ég með þessari grein minni enn eitt sundrungaraflið á ferðinni, og víst kann svo að vera, en ég tel mig þó hafa hreyft máli sem mér finnst menn hafa verið of ragir við að tala um, hvers vegna veit ég ekki. Mig langar að taka undir það með Sverri Hermannssyni, sem hann sagði í viðtali í Vikunni nú ekki alls fyrir löngu, að Sjálfstæð- isflokkurinn væri á sterkum grunni byggður, og vil ég bæta þar við, að hann hefur öllum þeim, er lýðræði, frelsi og mannréttindum unna, mikinn boðskap að flytja. Það er innileg ósk mín, að Sjálfstæðisflokkurinn nái höndum saman og geri okkur, sem unnum málstað hans og viljum útbreiða hann til sem flestra, róðurinn léttari. Ennfremur að menn reyni að læra af þeim mistökum sem orðið hafa, en séu ekki sífellt að reyna að réttlæta þau og verja. Þarna hljóta klofningsframboðin að vera víti til varnaðar (svo dæmi sé tekið). Nú kann einhverjum að finnast ég hafa verið fullstórorður í þess- ari grein, þess vegna vil ég geta þess, að ég gekk í Sjálfstæðis- flokkinn á s.l. sumri þegar hann var í stjórnarandstöðu, og það hvarflar ekki að mér að segja skilið við hann þó að á móti blási nú þar sem ég hef fundið að hann hefur miklu hlutverki að gegna. Þó ekki se annað nefnt, en að hann er dyggasti vörður lýðræðis og mannréttinda. Vegna þess, sem ég hef sagt hér að framan, verð ég að segja það, að ég vona að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen muni takast að sitja þetta kjörtímabil og hún komi einhverju góðu til leiðar, þó ekki sé hún til þess líkleg. Sjálfstæðis- flokknum veitir ekki af öllum þeim tíma til að rísa úr þeirri öskustó sem hann nú er í, en ef vel er á málum haldið mun hann rísa upp margefldur. Ámundi Loftsson. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Ræöunámskeiö Heimdallur S.U.S. Ræöunámskeiö hefst mánudaginn 18. febrúar kl. 20 í Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæö. Námskeiöiö er fyrir alla félaga í Heimdalli og sfendur yfir í 3—4 kvöld. Þátttökugjald er kr. 1000.- Skráning á námskeiöið er í síma 82900. Hvað er frelsi? Leshringur Heimdallar um oröiö frelsi og helztu merkingar þess, hefur göngu sína, laugardaginn 16. febrúar kl. 14.00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæö. Stjórnandi veröur Kjartan G. Kjartansson. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AÚGLYSINGA- SÍMINN’ F.R: 22480 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Keflavík 3ja herb. íbúö viö Mávabraut. 4ra herb. efrl hæö í tvfbýll. 2ja herb. neöri hæö í tvfbýll. Sér inngangur. Einbýlishús 140 ferm. Nýlegt. Ekki fullbúið 60 ferm sökkull aö bflskúr. Njarðvík Raöhús 120 ferm ásamt bOskúr. Einbýlishús 140 ferm ásamt bOskúr. Grindavík Nýtt raöhús í smíöum frágengiö aö utan. Einangraö innan. Glæsilegt einbýlishús ásamt bOskúr. 120 ferm efrl hæö í tvfbýli. Vlölagasjóöshús 122 ferm. Raöhús 116 ferm. Aö mestu fullbúiö. Garður Glæsileg einbýllshús, bæöl full- búin og styttra komln. Hafnir Eldra einbýlishús í ágætu standi. Nýlegt einbýlishús, ekki fullbúiö. Laust fljótlega. Höfum fjársterkan kaupanda aö raöhúsi f Keflavík. Eignamiölun Suðurnesja, Hafnargötu 57, Kaflavfk, afmi 3868. Keflavík — Ytri-Njarðvík Hef góöan kaupanda aö nýlegu einbýlishúsi eöa raöhúsi (4 svefnherb ). Mjög góö útb. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keffavík afmi 92-3222. Einhleypur ríkisstarfsmaður vill taka á leigu litla íbúö, helst fyrir 1. aprO. Uppl. f sfma 44613. Bólstrun klœöningar Klæöum eldri húsg., ákl. eöa leður. Framl. hvOdarstóla og Chesterfieldsett. Bólstr. Laugarnesvegi 52, s. 32023. Tek að mér aö leysa út vörur fyrir verzlanir og innflytjendur,- Tilboö sendist augl. Mbl. merkt: .Ú — 4822". Framtalsaöstoö Viö aöstoöum meö skattfram- tallö. Tölvubókhald, Síöumúla 22, sími 83280. Skattframtöl — Reikningsskil Tek aö mér gerö skattframtala fyrir einstaklinga og minni fyrir- tæki. Ólafur Geirsson vlösk.fr. Skúlatúni 6, sími 21673 e. kl. 17.30. Sumarbústaður Nýr 40 fm sumarbústaöur til sölu á kjarrvöxnu eignarlandi, skammt frá Borgarnesi. Sími 92-2127. Sýning fyrir alla fjölskylduna David E. Lawson mun taka ykkur meö (hrffandi ferö í myndum og máli um sögufrægustu lönd ver- aldar sunnudaginn 17. febrúar kl. 17 og 20.30 í Fríkirkjunnl. Hringiö og pantlö sæti f síma 14913. □ GIMLI 59802187 — 1 K.F.U.M og K. Hafnarfirði Kristniboðsvikan Laugardagskvöld kristniboös- þáttur og ræöa Katrín og Gísli Arnkelsson. Söngur Halldór Vil- helmsson. Sunnudagur kl. 14 kristniboðsmessa f Hafnarfjarö- arklrkju prestur Gunnþór Inga- son. Ræður Ástráöur Sigur- steindórsson. Sunnudagskvöld Vitnisburöur Lilja Björk Jóns- dóttlr. Ræöa Gunnar Sigur- jónsson. Söngur Æskulýöskór K.F.U.M. og K. Heimatrúboðið Óöinsgötu 6A Samkomuvika hefst á morgun. Samkoma veröur hvert kvöld kl. 20.30. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Laugardags- og sunnu- dagaskólar Fíladelfíu. Laugardagur: Geröaskóli kl. 14. Sunnudagur: Njarðvíkurskóli kl. 11. Grindavíkurskóli kl. 14. öll börn velkomin. Munið svörtu börnin. Kristján Reykdal. Ffladelfía Almenn barnaguðsþjónusta kl. 14. Fjölbreytt dagskrá. Björg Halldórsdóttir forstöðu- kona. Sunnudag 17. 2. Kl. 10.30: Gullfoas (f klaka) — Geysir meö Kristjáni M. Bald- urssyni eöa Hestfjall í Grímsnesi með Jóni I. Bjarna- syni. Verö 7000 kr. Kl. 13: Gunnunes, meö Þerneyj- arsundi eða Esja meö Erlingi Thoroddsen. Verö 3000 kr. fritt f. börn m. fullorönum. Farlö frá B.S.f benzínsölu. Útivist. Áríðandi tilkynning frá Skíöafélagi Reykjavíkur Svigmót framhalds- skólanna veröur haldiö n.k. miövikudag 20. febrúar (öskudaginn) kl. 11. f.h. viö Skíöaskálann í Hveradöl- um. Skráning á mót þetta, verö- ur að hafa borist Skíöafélagi Reykjavíkur sími 12371, Amt- mannstíg 2, eigi síöar en f.h. n.k. mánudag. Keppt veröur um farandbikar, gefin af verzluninni Sportval. Skíöafélag Psykiavíkur. Félag kaþólskra leikmanna heldur skemmtlfund í húsi St. Jósefssystra í Garöabæ í kvöld kl. 20.00. Safnaöarfólk og gestir þess velkomnir. Stjórn FKL. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 11798 og 19533. Sunnudagur 17. febrúar 1. kl. 10.00 Hrómundartindur. Nokkuö löng og erfiö göngu- íerö. Fararstjóri: Sturla Jónsson. 2. Skiöaganga á Hellisheiöi. Fararstjóri: Hjálmar Guö- mundsson. Athugandi er aö hafa meö sér gönguskó ef göngufæri fyrir skíöi er slæmt. Verö kr. 3000 gr. v/bílinn. 3. kl. 13.00 Hólmarnir — Örfisey — Grótta. Létt og róleg fjöruganga á stórstraumsfjöru. Fararstjóri: Þorleifur Guðmundsson. Verö kr. 1500 gr v/bílinn. Farlö veröur frá Umferöar miöstööinni, austan veröu. Þórsmerkurferð 29. febrúar. Feröafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.