Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 11 Hörður Ólafsson hrl.: Æran á Alþingi Þegar síðast var frá horfið, var málum þannig komið á Alþingi íslendinga, að uppi stóðu 60 frjáls- ir og óháðir þingmenn, með 60 ólíkar skoðanir, sannfæringar og samvizkur, eða öllu heldur skoð- analausir, óútfyllt eyðublöð. Þeir höfðu allir verið kosnir til Alþingis fyrir útlit sitt og atgerfi, án þess að kjósendur spyrðu þá nokkurs um álit þeirra á nokkrum hlut, enda hafði verið um það rætt í kosningabaráttunni, að þess kon- ar spurningar kjósenda væru brot á stjórnarskránni, væru þingmenn einungis bundnir af sannfæringu sinni og gætu í engu farið að vilja kjósenda. Hafði það ekki farið dult milli frambjóðenda og kjós- Fyrirlestur og myndasýning frá „Landinu helga“ DAVID E. Lawson frá Ástralíu verður í Reykjavík nokkrar næstu vikur og flytur erindi og sýnir litskyggnur um „landið helga“. Fyrstu erindi Davids verða flutt n.k. sunnudag i Fríkirkjunni kl. 17 og 20.30. David E. Lawson hefur ferðast víða með sýningar sínar og er- indaflokk, nú síðast í Helsinki í Finnlandi þar sem hann var í Svenska Teatret og Finlandia House þar sem komu 3000 manns fyrsta kvöldið. David hefur tekið myndir í um 50 löndum og mun sýna sumar þeirra meðan hann dvelur hér. Jón Gunnarsson sýnir 68 verk JÓN Gunnarsson myndlistamað- ur sýnir um þessar mundir 68 vatnslita- og olíumyndir í kjall- ara Norræna hússins og eru allar myndir Jóns til sölu. Sýningunni lýkur n.k. sunnudag og hefur aðsókn að henni verið með ágætum að sögn Jóns. Jón Gunnarsson hefur haldið níu einkasýningar hér á landi auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Flest verka Jóns á sýningunni eru máluð á tveimur til þremur síðustu árum. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU \t <.I,YSIV. \ si\ll\\ KK: 22480 — niðurlag enda að ef þingmenn greiddu þannig atkvæði síðar á Alþingi, að kjósendum mátti vel líka hiaut einskær tilviljun að hafa ráðið. Eins og áður er greint frá, var hin illræmda flokksblinda með öllu horfin, — hún hvarf um leið og stjórnmálaflokkarnir, — þeir voru ekki lengur til. Og jafnvel framsóknarmenn höfðu áttað sig á því, að samvinn- an var til einskis nýt til að koma fram sameiginlegum áhugamál- um, þegar af þeirri ástæðu, að sameiginleg áhugamál áttu engan rétt á sér. Voru þess konar sameiginleg áhugamál sem sé ör- ugg vísbending um, að menn hefðu flutt með sér að utan sannfær- ingar og samvizkur inn á Alþingi og því brot á stjórnarskránni. Nú voru menn í sannleika frjálsir — og fúsir til samninga í allar áttir um meirihlutastjórn. Fyrst og fremst til að sinna heiðri Alþingis. Síðan mátti veita hverju góðu máli lið eftir eigin skynsam- legu mati hvers og eins á verðleik- um hvers máls. Einungis þurfti að gæta þess, að engin þess konar samdráttur þingmanna yrði til frambúðar. Engum kom á óvart, að Albert skyldi rétta Gunnari sitt eyðublað og bjóða honum að fylla út eftir geðþótta, enda var þar að auki milli þeirra sérstakt trausts sam- band. Fór Gunnar síðan á stúfana og bjargaði heiðri Alþingis. Albert hefur sagt, að sér sé farið að leiðast á Alþingi, og vilji hann komast þaðan, annað hvort til Bessastaða eða Parísar, — helzt til Parísar, því hann hafi ekki lengur öruggan sjens í Bessa- staðina úr því að aðrir frambjóð- endur hafi komið fram. Hann sagðist fram að þessu hafa verið „fyrirbæri" í íslenzkri pólitík, fé- lagslegur utanveltubesefi, víst eins konar viðrini, og því jafnan í sviðsljósinu. En nú væru þeir orðnir 60 alls á Alþingi og því ekkert sport í þessu lengur. Hann sagði að Gunnar og þeir hinir skulduðu sér eyðublaðið. Þegar hér var komið, gat Gunn- ar snúið sér að hinum minni háttar málum, svo sem eins og að bjarga þjóðinni. Leitaði hann full- tingis fyrrv. sjálfstæðismanna og Hörður Ólafsson. skýrði formanni þeirra frá því, að fyrir sín orð hefðu fyrrv. fram- sóknarmenn og fyrrv. alþýðu- bandalagsmenn fallizt á að fram- kvæma í einu og öllu stefnuskrá fyrrv. Sjálfstæðisflokks, — mundu liðsmenn flokksins hafa upp úr krafsinu öll forsætisráðuneytis- málin, dómsmál og landbúnað- armál. En að vísu hefði verið talið nauðsynlegt að slökkva ekki í verðbólgubálinu, heldur kynda hæfilega undir, svo sem eins og upp í 50—60 prósent, t.d. með nauðsynlegum verðhækkunum fyrirtækja og stofnana fram í maí en síðan aðeins 20% verðhækkanir á allt upp frá því. Þá taldi hann, að launamenn kynnu að una illa þessum hækk- unum, og því hefði verið ákveðið að senda þeim félagsmálapakka fyrir sirka bát 5 til 7 milljarða, og mundu þeir þá halda sér á mott- unni. Svo yrði að sjálfsögðu að tryggja þeim og öðrum lands- mönnum Coca Cola á sanngjörnu verði, og yrði því að bæta aðstöðu verðlagsráðs til að gegna hlut- verki sínu. Þá taldi Gunnar, að framleiðni sjómanna og iðnaðarmanna væri í mesta ólestri. Mundi ráðin bót á því, og það eins og allt annað falið föðurlegri umsjá ríkisstjórnar hans. Hann sagði, að við samnings- gerðina hefði komið í ljós að fyrrv. alþýðubandalagsmönnum væri illa við orðið NATO. En það mál hefði verið leyst með snilldar- legum hætti, eins og vænta mátti, orðinu einfaldlega sleppt. Það væri þó ekkert að marka, — orðið væri þar allt að einu, — það væri einmitt í því, sem snilldin væri fólgin. Svo mætti heldur ekki gleyma hinu, að svona samningar hefðu í rauninni ekkert að segja. — Allt væri undir framkvæmdinni komið. En heimsins laun eru vanþakk- læti. Lýkur hér frásögn af þeim Gunnari og Albert. ToyotajJSsSbna Sjon er sögu ríkari. nyir frá TOYOTA Gtæsilegir bílar- beint frá Japan. B|LA SYNING Opið í dag laugardag frá kl. 13.00 -17.00 Opið sunnudag frá ki. 10.00 -17.00 VegneQnrkMar eftirspurnar viðskiptavina endurtökum við Bílasýningu okkar á nýju 1980 árgerðunum: Starlet 2000 — Corolla stadion — Tercel 3ja dyra Coupe —Carina — Corona Liftback — Cressida Grand Luxe. TERCEL ^TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI 44144 Vandaðir bílar fyrir vandláta kaupendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.