Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 33 Hvíti hesturinn II Konungurinn hafði ráðgjafa, sem Rauður hét. Hann var á besta ald- ursskeiði, röskur maður og sterkur. Konungur kom nú að máli við hann og óskaði þess, að hann færi með Sesselju á hinn tiltekna stað og reyndi að frelsa hana frá valdi bergbúans, og bauð konungur honum kvonfang og ríki í staðinn. Rauður tók þessu vel og kvaðst ekki mundi láta Sesselju lausa að óreyndu. Konungur þakkaði Rauð orð sín. Hinn tiltekna dag lögðu þau af stað. Var Rauður hinn brattasti, en Sesselja í daufara lagi, því að hún treysti lítt á riddaraskap og hreysti Rauðs. Ekkert segir af ferð þeirra fyrr en þau koma að smalakofanum, þar sem ákveðið var að þau skyldu dvelja á nóttum, þar til útséð yrði um örlög Sess- elju. Þarna tóku þau sér náttstað. Ekki urðu þau neins vör um nóttina. Morguninn eftir fer Rauður með Sesselju á stað þann, sem tiltekið var að hún skyldi sótt á, og segir við hana: „Nú skalt þú vera hér, þar til kaupanautur föður þins kemur, og ef mér líst svo á, að ég muni geta hjálpað þér, þá mun ég koma til þín og gera það. En ef ég verð hér hjá þér og get ekki hjálpað þér, er það ekki til annars en að ég verð drepinn." Að svo mæltu lagði Rauður af stað heim að smalakofanum, lagði hurðina aftur í hálfa gátt eftir að hafa farið inn, til þess að hafa sig ekki í hættu að óþörfu. Settist hann svo við opið til að sjá, hverju fram færi. Nú er að segja frá kon- ungsdótturinni. Þegar hún var orðin ein, fór hún að hugsa um hag sinn. Það fór eins og hún hafði búist við með liðveislu Rauðs. Hún hafði aldrei búist við mikilli hjálp frá hans hendi, og enga möguleika sá hún til að sleppa frá þessum ömurleika. Ekki leið á löngu þar til hún sá mann koma fram úr skóginum á drifhvítum hesti, stórum og stæði- legum. Fór hesturinn hratt sem fugl flygi, bar fæturna til ótt og títt. Var að sjá eins og kviður hans nálgaðist mjög jörðina, þegar knapinn teygði hann á skeiðinu. Sesselja bjóst við að þarna kæmi sá, sem ætti að sækja hana. Þegar hann nálgaðist sá hún, að þetta var ungur og fríður maður. Fór þá úr henni allur kvíði fyrir því að fara með honum, því að henni hafði verið sagt allt öðruvísi frá útliti hans. Maðurinn kom beint til hennar og stöðvaði gæð- inginn, heilsaði og spurði, hver hún væri og hvað hún ætti erinda hér. Henni brá þá, því að nú vissi hún, að þetta var ekki sá, sem hún var lofuð, fyrst hann spurði svona. Hún sagði því, hver hún væri og hvernig stæði á veru hennar á þessum stað. Er hún hafði lokið máli sínu, sagði hann: „Gat faðir þinn ekki fengið neinn mann til þess að fylgja þér hingað og reyna að losa þig úr klóm þeirra bergrisa, er mig grunar að eigi hér hlut að máli?“ Sesselja svaraði: „Jú — faðir minn fékk ungan ráðgjafa sinn til að fara með mig hingað, og lofaði hann að reyna að hjálpa mér, en svo lætur hann mig vera hér eina og er sjálfur í húsinu þarna." Maðurinn sagði þá: Litla hjálp mun maður sá veita þér þarna, sem hann er. Get ég til, að meira þurfi á þrek að reyna, ef þér á að verða gagn að. Viltu þiggja hjálp af mér, ef ég fæ nokkuð að gert?“ Sesselja kvaðst taka því boði með þökkum, en verst væri, ef hann legði sig í mikla lífshættu fyrir sig ókunnuga. „Þá skalt þú,“ segir hann, „stíga á bak fyrir aftan mig og halda þér þar fast, hvað sem á dynur, því að ég get til, að nú líði ekki löng stund þar til tilvon- andi kærastinn kemur að vitja um þig.“ Þegar hún var komin á bak fyrir aftan hann, tók maðurinn eitthvert verk- færi upp úr vasa sínum, reið svo stóran hring og risti jörðina með verkfær- inu, en spratt jafnskjótt upp eldur. Voru þau þá orðin innibyrgð í eldhring. Þetta var um svipað leyti og þau sáu að eitt- hvert ferlíki í mannsmynd koma í stefnu frá klettum þeim, sem þar sáust í fjarska. Þá sagði maður- inn við Sesselju: Framhald næst. Krumma- vísur Krumminn á skjánum, kallar hann inn: Gef mér bita af borði þínu, bóndi minn. Bóndi svarar býsna reiður: „Burtu farðu, krummi leiður. Líst mér af þér litill heiður. Ljótur ertu á tanum, _____krumminn á skjánum.“ Spilið, sem þú vinnur alltaf Þú ættir að geta boðið hverjum sem er að spila við þig broddgaltaspilið — þú vinnur alltaf. Teiknaðu broddgölt á blað og leggðu 13 eldspýtur á hann á svipaðan hátt og þú sérð á myndinni, sem fylgir með textanum. Síðan á eftir röð að taka upp 1, 2 eða 3 eldspýtur. Sá sem tekur upp síðustu eldspýt- una hefur tapað. Þú getur verið viss um að vinna, ef þú veist, hvaða eldspýtur hafa áhrif á það, að and- stæðingurinn verður síð- astur (verður að taka síðustu eldspýtuna). Þú átt að forðast að taka eldspýtu nr. 5 og 9. Engu máli skiptir hver á fyrsta leik. Auðvitað geturðu leikið þennan leik án broddgaltar — þú getur teiknað hvaða dýr, sem er — eða sleppt því alveg. Fjallgöngubrandari: Kjartan Arnórsson EftlV mElDPVft domni? E(j HELO P9EE HftF//v>e/rrfl(V)éie, LÖPpiNf) ‘ HPilERVJ EKKI \\i ISS?P N€í .' FY/e ST VER£> E&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.