Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 3 VERÐLÆKKANIR urðu fyrir nokkru á Banda- ríkjamarkaði á ýmsum íslenzkum fiskafurðum. Þorsk- blokkin lækkaði um 5 sent, úr 108 sentum í 103 sent eða um 4,6%. Ufsaflök lækkuðu sömuleiðis um 6 sent, úr 96 sentum í 90 sent hvert pund eða um rúm 5%. Ýsublokk lækkaði um 5 sent, úr 130 sentum í 125 sent eða um 3,8%. Loks varð um 10 senta lækkun á karfaflökum og karfabíokk. Til að grennslast fyrir um helztu ástæður fyrir þessum lækkunum hafði Morgunblaðið samband við Þorstein Gíslason, forstjóra Coldwater Seafood í Scars- dale í Bandaríkjunum. Var Þorsteinn fyrst spurður um ástæðurnar. — Verðlækkanir á ýmsum fisk- afurðum á Bandaríkjamarkaði, sem við ákváðum nýlega, voru aðallega gerðar af tveimur ástæð- um: Ufsa- og karfaflök voru lækkuð sem liður í ráðstöfunum til að auka sölu þeirra vegna mikilla birgða. Fiskblokkir voru lækkaðar til samræmis við markaðsverð, sem auðvitað mótast alltaf af framboði og eftirspurn. Við höf- um ekki lækkað verð á þorskflök- um eða ýsuflökum, sem eru þó í mjög háu verði miðað við framboö annarra. — Sá hluti fiskafurðanna er sá langmikilvægasti að verðmætum í útflutningi fiskafurða íslendinga til Bandaríkjanna. Þótt þorsk- blokkir séu oft nefndar sem við- miðun í verðum, þá eru þær nú í rauninni orðnar aukaafurðir, sem skipta minnkandi máli, hvað heildarverðmæti snertir. Það er ekki hægt að greiða hærra verð fyrir þær en það sem myndast á markaðnum almennt. — Eins og kunnugt er, hefur framleiðsla á karfa og ufsa fyrir Bandaríkjamarkaðinn aukist mjög verulega vegna veiðitak- markana á þorski og mikillar afkastagetu veiðiflotans. Þess vegna er nú mjög nauðsynlegt að auka sölur á þessum tegundum í Bandaríkjunum enn meira en áður, og þarf sú aukning að geta orðið á miklu styttri tíma en venjulega myndi þurfa til þess. Þetta er verið að gera með því að beita sölukerfinu og verksmiðjum okkar eins og hægt er, og koma af stað nýrri og aukinni notkun á þessum afurðum, sem markaður- inn er raunverulega ekki að kalla eftir. Nauðsynlegur liður í þessari herferð er að verðleggja þannig, að slík söluaukning sé möguleg. „Sala okkar á þorskflökum stendur á traustum fótum“ Hörð verðsamkeppni Þá var Þorsteinn spurður hverj- ar horfurnar væru framundan og hvort ástæða væri til að óttast frekari lækkanir. — Það lítur út fyrir að mikil söluaukning á karfa og ufsa muni takast, en það mun sýna sig á næstu mánuðum. Samkeppni í sölu allra fiskafurða á Banda- ríkjamarkaði hefur harðnað mjög í seinni tíð. Umsetning veitinga- húsa hefur minnkað verulega vegna minni fjárráða almennings. Þetta ástand útheimtir, að við seljum til fleiri aðilja en áður til Útlit fyrir að söluaukn- ing á ufsa og karfa takist þess að bæta upp minni notkun hvers og eins. — Sala okkar á þórskflökum stendur á mjög traustum fótum og við vonumst til að geta staðið af okkur hina óvenjulegu, hörðu verðsamkeppni, aðallega frá Kanada. í þeirri samkeppni er það okkur til hjálpar, að Kanadamenn selja hver um annan þveran án sérstakra sölusamtaka. — Hvað verðbreytingar snert- ir, þá vil ég ekki spá um þær. Þegar þær eru nauðsynlegar eru þær alltaf gerðar fyrirvaralaust og ástæðurnar, sem valda þeim, ber oft brátt að. Það er auk þess ekki mögulegt að leysa vel af hendi verðlagningu með því að gefa fyrirfram miklar yfirlýs- ingar um útlit. — Verðin eru alltaf hækkuð þegar birgðastaða og sölumögu- leikar gera það mögulegt. Hins vegar getur sérstök markaðs- tregða og mikil birgðaaukning gert verðlækkanir algjörlega nauðsynlegar. Sé þeim beitt jafn- framt víðtækri sölustarfsemi, þá eiga þær að leiða til aukinnar neyzlu á þeim tegundum, sem við höfum að bjóða, sem síðar renna stoðum undir það háa verð, sem við höfum alltaf verið þekktir fyrir, sagði Þorsteinn Gíslason að lokum. Loftmynd af verksmiðju Coldwater i Everett i Massachusetts og neðst á myndinni er Goðafoss. Þorsteinn Gíslason forstjóri Coldwater: MIT5UBISHI MOTORS COLT er framhjóladrifinn. COLT er sparneytinn (eyösla 7I./100 km.). coa er rúmgóður. COLT er fáanlegur 3 og 5 dyra. Sá besti frá JAPAN Komiö, skoðið og reynsluakið COLT1980 frá MITSUBISHI. Varahluta og viðgerðarþjónusta Heklu hf. er landskunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.