Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 15 Sveinn Valfells: Dæmi um íslenzka iðn- aðarstefnu i framkvæmd Á undanförnum árum hefur mikið verið fjallað um nauðsyn iðnþróunar á íslandi og skammt er að minnast iðnkynningarárs þar sem haldið var á lofti slagorð- inu „Kaupum íslenskt". Einn þátt- ur iðnaðar sem íslendingar hafa átt verulega markaðshlutdeild í er byggingariðnaður. Vegna náttúru landsins er aðeins völ á einu alíslensku byggingarefni en það er steinsteypa. Heyrst hefur sú full- yrðing að íslenskur byggingariðn- aður sé ekki í samkeppni við erlendan byggingariðnað vegna legu landsins. Islenskur bygg- ingariðnaður naut tollverndar sem nú er fallin niður og benda má afað í Færeyjum eru flest íbúðarhús innflutt og byggingar- iðnaður gjörólíkur því sem hér gerist. Undirritaður ætlar ekki að krefjast afturhvarfs til tollvernd- ar og hafta, heldur þess að þeir sem framleiða úr alíslenskum hráefnum séu ekki skattpíndir eins svívirðilega og nú er gert með tollum, vörugjaldi og söluskatti á vélum er notaðar eru til fram- leiðslu steinsteypuefna. Það getur ekki hafa farið fram hjá nokkrum manni hinn sívax- andi innflutningur á stálgrindar- húsum og timburhúsum. Fram til ársins 1977 voru stálgrindarhús tollflokkuð með öðrum stálgrind- armannvirkjum en eftir það sér- staklega. Eftirfarandi tafla sýnir innflutning á stálmannvirkjum og timburhúsum á árinu 1965 fyrir samninga við E.B.E. á árinu 1971 fyrst eftir samninga við E.B.E. og svo á árunum 1977—78. Flóamarkaður hjá KR-konum K.R. KONUR hafa i vetur unnið af miklum krafti til þess að efla félagið og ekki láta þær deigan siga þvi nú er komið að hinum árlega flóamarkaði þeirra. Þar verður á boðstólum margt eigulegra hluta bæði gamlir, nýir og eldgamlir munir t.d. fatnaður, sportfatnaður, búsáhöld, skraut- munir o.fl. o.fl. KR.-konur vilja hvetja fólk til að koma við í K.R.-heimilinu á sunnudaginn og líta á úrvalið. Það getur orðið skemmtun fyrir alla fjölskylduna að taka þátt í mark- aðsstemmningunni og „prúttinu". Flóamarkaðurinn verður á sunnudaginn 17. febr. n.k. kl. 1 eh. í K.R.-heimilinu við Frostaskjól. (Fréttatilkynning) Skemmtun fyr- ir aldraða Hafnfirðinga KIWANISKLÚBBURINN Eldborg í Hafnarfirði heldur skemmtun fyrir aldraða borgara í veitingahúsinu Snekkjunni, Reykjavíkurvegi 1, n.k. sunnudag kl. 3 e.h. Að venju munu þeir félagar ásamt eiginkonum stuðla að ánægjulegri samveru- stund. Borið verður fram kaffi og ennfremur verður sitthvað til skemmtunar. Þeir, sem óska eftir að verða sóttir, eru beðnir að hringja í síma 52502 eftir kl. 2 á sunnudag. Leiðrétting í FRÉTT um maraþondanskeppnina á bls. 19 í Mbl. í gær er sagt að Gunnar Vilhelmsson hafi lent í öðru sæti í keppninni. Þetta er ekki rétt, því í öðru sæti var Sigmar Vil- helmsson og biðst blaðið velvirð- ingar á þessari rangfærslu. ár stálmannvirki stálgrindarhús timburhús 1965 787,5 tonn 31,5 tonn 1971 434,4 tonn 46,2 tonn 1977 1017,8 tonn 896,1 tonn 505,9 tonn 1978 1812,6 tonn 1755,3 tonn 337,1 tonn Eins og sjá má tvöfaldaðist steypumalar og sands. Steypuefni innflutningur stálgrindarhúsa á milli áranna 1977—78 og innflutn- ingur timburhúsa hefur tífaldast að magni síðan fyrir samninga við E.B.E. og E.F.T.A. Löggjafinn viðurkenndi að framleiðendur steinsteypu ættu í samkeppni við innflutning húsa og húshluta er tollar voru felldir niður á steypu- hrærivélum árið 1978 sbr. tollskrá frá 1977. Veigamikill þáttur steinsteypu- gerðar er vinnsla jarðefna, er unnið úr bergi og melum. Til þess eru notaðar vélar er flytja, mylja, harpa og sundurgreina efnið og því næst er það þvegið í tilheyrandi vélum ef þess er þörf. Mikið er undir því komið að til steypugerðar sé vel vandað sbr. tjón er orðið hefur víða á mann- virkjum vegna lélegs sements og óþveginna steypuefna úr sjó. Slíkar vélar er nota þarf til jarðefnavinnslu á landi eru hátoll- aðar svo halda mætti að hér væri Sveinn Valfells um munaðarvöru að ræðe. Ámokstursskóflur falla undir toll- flokk 8.24.30 og er 25% tollur, 24% vörugjald og 24,2% söluskattur, er til samans gerir 92,5% aðflutn- ingsgjöld á slík tæki. Á vélum til flutninga á jarðefnum í námunum (ekki til aksturs á vegum) leggst 30% tollur, 24,2% söluskattur sem gerir 61,5% aðflutningsgjöld. Þar á ofan innheimtir ríkið þunga- skatt á slík tæki sem lögreglan bannar að aka á vegum landsins. Á vélum til „sundurgreiningar, sáldrunar og þvotta" steypuefnis leggst 18% tollur, 24% vörugjald og 24,2% söluskattur eða samtals 81,7% aðflutningsgjöld. Slíkt er kerfið. Meðan meðferðin á íslensk- um iðnaði, er vinnur úr alislensk- um hráefnum, sem er í vaxandi samkeppni við tollfrjálsan inn flutning erlendrar vöru, er slík, sem raun er á, má áætla að allt tal um eflingu íslensks iðnaðar sé meira í orði en á borði og einungis notað til að glepja fyrir kjósend- um. Afleiðingin af þessu er sú að fáir eða engir hafa ráð á því að flytja inn ný tæki til landsins þar sem staðgreiða verður tollinn, en í stað þess flytja inn gamlar vélar sem leiðir til þess að fluttir eru inn dýrir varahlutir sem kosta þjóðina margfalt meiri gjaldeyri. Virðingarfyllst, Sveinn Valfells, verkfræðingur. nýja FACIT kúlurítvélin til synis á sunnudag Þá er Facit 1850, nýja kúluritvélin mætt til leiks. Stórglæsileg og sérstaklega vönduð vél með öllum þeim eiginleikum sem er hægt að óska sér. Við bjóðum hana velkomna með sýningu sunnudaginn 17. febrúar milli kl. 2 og 6. Um leið sýnum við fjölda annarra skrifstofuvéla. skrifstofuhúsgögn. veggeiningar o.fl. GfSLI J. JOHNSEN HF IHH Smiðjuvegi 8 - Simi 73111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.