Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1980 Guðmundur H. Frímamis- son kjörinn formaður Varðar FUS GUÐMUNDUR Heiðar Frímannsson menntaskólakenn- ari var kjórinn formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir skömmu. Fráfarandi formaður félagsins, Björn Jósef Arnviðarson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir í stjórn voru kjörnir Bjarni Árnason, Karlotta Aðal- steinsdóttir, Svavar Alfreð Jóns- son, Helgi Már Barðason, Halldór Pétursson og Martha María Stef- ánsdóttir. Guðmundur Heiðar sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ýmislegt væri á döfinni í félagsstarfinu á næstunni, og mætti til dæmis nefna vinnslu spjaidskrár og aðra slíka innanfélagsvinnu; þá væri ætlunin að hefja starfsemi les- hringa á næstunni, og einnig væri hugmyndin að skipuleggja fundi um ýmis þjóðmál einu sinni til tvisvar í mánuði fram til vors, og væri það nú í undirbúningi. Blaðamenn kynna sér nokkra af boðstólum meðan á „síldarævintýri*- matvæla hf. stendur. Ljósm. Mbl. ól.K.M. sildarréttunum sem verða á Hótels Loftleiða og íslenzkra „Síldarævintýri44 á Hótel Loftleiðum Frá dagskrá nemendamóts VÍ. Verzlunarskóli íslands: Nemendamótsskemmt- un fyrir almenning NÝTT „síldarævintýri“ hófst á Hótel Loftleiðum i gærkvöldi. Þetta er i annað sinn sem hótelið ásamt fyrirtækinu íslensk mat- væli, býður gestum til slíks „ævintýris.“ Gefst fólki enn á ný tækifæri til að upplifa síldarárin í myndum og réttum. Blómasalurinn í Hótel Loftleiðum, þar sem síldarævin- týrið fer fram, hefur verið skreyttur myndum og ýmsu öðru, og til þess að auka á stemmning- una leikur Sigurður Guðmundsson tónlist í samræmi við þá tíma sem hin fyrri síldarævintýri gerðust. Þá skemmtir Skagakvartettinn tvö fyrstu kvöldin og syngur vinsæl sjómannalög frá þessum árum. Kvartettinn skipa þeir Sig- urður Ólafsson, Sigurður Guð- mundsson, Hörður Pálsson og Helgi Júlíusson. Auk síldarréttanna gefst gest- um síldarævintýrisins kostur á að kynnast nýjum réttum svo sem gravlúðu og reyksoðinni lúðu, ufsa og karfa. Þá verður heitur kjöt- réttur í potti og saladhlaðborð með alls kyns grænmeti. Fyrirtækið íslensk matvæli, annast framleiðslu á síld og öðr- um fiskreftum og flytur m.a. út til margra landa beggja vegna Atl- antshafs. „Síldarævintýrið" stendur til og með 24. febrúar. 48. NEMENDAMÓT Verslun- arskóla íslands var haldið í Háskólabíói síðastliðinn mið- vikudag 13. febrúar. Að venju var þar fjölbreytt og skemmtileg dagskrá, t.d. var þar sýndur dans, sem nemendur höfðu sjálfir samið, leikþáttur o.fl. að ógleymdum Verslunarskólakórnum sem söng lög úr ýmsum áttum undir stjórn Jóns Kristins Cortes, við mjög góðar undir- tektir. Eins og venja hefur verið undanfarin ár verður haldin aukasýning á öllum helstu atriðum fyrir þá sem ekki komust á frumsýningu. Sýningin verður haldin í Há- skólabíói laugardaginn 16. febrúar kl. 14. Óllum er heimill aðgangur. Hótel Loftleiðir: Evrópuforsetafund- ur JC hófst í gær Guðmundur Heiðar Frimannsson EVRÓPUFORSETAFUNDUR JC hófst á Hótel Loftleiðum, í gær- Hvað segja formenn þingflokka stjórnar- andstöðunnar um þriggja vikna þinghlé? „Lýsi furðu minni á þessum vinnubrögðum“ — segir Sighvatur Björgvinsson formað- ur þingflokks Alþýðu- flokksins „ÞAU vinnubrögð virðast hafa verið viðhöfð í þessu máli, og er það algjört nýnæmi, að fréttir berast af þessu máli í fjölmiðl- um frá ríkisstjórninni, jafnvel er það haft beint eftir sumum ráðherrum, án þess að það sé svo mikið sem orðað við þingflokk- ana,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson formaður þingflokks Al- þýðuflokksins í samtali við Morgunblaðið í gær. Sighvatur var spurður álits á þeim hug- myndum að „þingið verði sent heim“ í þrjár vikur á næstunni. „Eg lýsi furðu minni á svona vinnubrögðum," sagði Sighvatur ennfremur, „því reglan er sú þegar óskað er eftir frestun á fundum Alþingis, sem vel getur komið til greina, að þá viðhafi menn þá sjálfsögðu og eðlilegu kurteisi að hafa um það samráð við þingið. Áður séu menn ekki að gefa um það yfirlýsingar út og suður í fjölmiðlum að þeir ætli að senda þingið heim. En þetta er kannski táknrænt um þá nýju siði sem nú eru að ryðja sér til rúms með nýjum herrum, að þeir keppast nú við að lýsa því yfir að þeir ætli að leysa upp þingið. En mér finnst sú ósk nýrrar ríkisstjórnar að sumu leyti vel skiljanleg að fá nokkurra daga hlé til að skoða málin og undir- búa sig. Hvort þrjár vikur eru hæfilegur tími vil ég ekkert um segja. En ég vil endurtaka það, að það veldur mér mikilli undr- un hvernig haldið er á þessu máli. Það þekkist hvergi í þing- ræðislöndum að ráðherrar bás- úni það út og suður að þeir ætli að senda þingmenn heim um lengri eða skemmri tíma og láta ekki einu sinni svo lítið að ræða það við þingið fyrst. Hræddur er ég um að það þætti einkennilegt á öðrum vinnustöðum, þó Alþingi sé að vísu ekki sambærilegt við aðra vinnustaði, að menn heyrðu það skyndilega utan að sér að senda ætti þá heim í nokkrar vikur. Hvað myndi til dæmis Guð- mundur J. segja ef þannig yrði komið fram gagnvart umbjóð- endum hans,“ spurði Sighvatur að lokum. „.Líst illa á þess- ar hugmyndir“ — segir ólafur G. Einarsson formaður þingflokks sjálfstæð- ismanna „MÉR líst illa á þær,“ sagði Ólafur G. Einarsson formaður Veröur þingið sent heim í þrjár vikur? STEFNT nun því Ijúk* mest aðkallandi þlngstörfum. afgreWtelu skattlagafrumvarps og konnincu I rið og nefndir, n.k. þrtojoda* - miövikudag. Orðrómur var um það i þing- huslnu I g*r, að rlkiwrtjórnin hygði á þinghlé. jafnvel i allt að 20 daga (þ.e. fram yíir Norður- landaráðsþing. sem hér verður háð 3.-7. marz n.k.) en stjórn arandstaðan mun mjðg andvig hvo langri heimsendingu þing- manna. Ekki lá á hreinu, hvort i óformlega frestun yrðl að rrAa. ef til k*mL eða formlega freetun með þingsályktun. en I slðara tilfellinu fengi rikia- stjórnln bráðabirgðalagarétt. Kosningar pær, sem fram eiga að fara á þriðjudag, munu vekja mikla athygli. ekkj sí*t vegna þess samkomulags, sem gert var i þiníflokki Sjálfst»Si»nokk«in« i deaembormánuftí s.l. um skipan manna i nefndir, en aí því samkomulagi stóðu m.a. þrír núverandi ráðherrar og tveir þeirra hlutu kjör í fjárveitinga- nefnd, aem er áhrifamaata þing- nefndin, ót á það aamkomulag: Friðjón Þórðaraon og Pálmi Jónsson Á þriðjudag verður væntan- lega kosið í eftirUldar nefndir og ráð: stjórn Framkvæmda- stofnunar, Utvarparáð, Trygg- ingaráð, Húsnæðismáiaatjórn. Menntamálaráð, stjórn Atvinnu leysistryggingasjóðs, stjórn Vísindaajóðs, Kjaradeilunefnd, Landskjörstjóm og yfirkjör- stjórnir, Áfengisvarnaráð og Ut- hlutunarnefnd listamannalauna. þingflokks sjálfstæðismanna í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður hvað honum fyndist um hugmyndir um að Álþingi verði gefið „frí“ í þrjár vikur. „Minn rökstuðningur er fyrst og fremst sá,“ sagði Ólafur ennfremur, „að þingið hefur allt til þessa verið ákaflega lítið starfhæft, af ástæðum sem ekki þarf að rekja." Ég geri mér grein fyrir því að ríkisstjórnin þarf tíma til að átta sig, en mér finnst þetta langt hlé myndi aftur kosta það að ákveðinn tíma þarf fyrir þingið að komast aftur í gang að því loknu. Mér sýnist því allt benda til þess að þetta verði afskaplega lítilfjörlegt þing, þó ég viti að vísu ekki hvað ríkis- stjórnin hugsar sér að láta það starfa langt fram á vorið. Ekki mun bæta þar úr að tekið verði tuttugu daga hlé núna, þó þar inn í komi að vísu hlé vegna Norðurlandaráðsþings sem venja hefur verið til að gera. Þá er það einnig ámælisvert í þessu máli, að ekki hefur verið talað orð um þessi mál við okkur, og þingflokkunum hefur ekki verið tilkynnt neitt um málið. Það eina sem ég hef heyrt er af spjalli um þetta manna á milli í þinginu," sagði Ólafur að lokum og kvaðst telja, eins og nú væri í pottinn búið, að ekki veitti af að veita ríkisstjórninni aðhald með starfandi þingi. kvöldi, en þá voru alls mættir um 40 fulltrúar af 50 sem reiknað var með en nokkrir töfðust víðs vegar i Evrópu vegna þoku. Að lokinni setningarathöfn í gærkvöldi var kvölddagskrá, en fundir halda síðan áfram í dag. Meginmarkmið fundarins er að ræða fjölgun í hreyfingunni í Evrópu. Ymsir æðstu menn JC heimshreyfingarinnar eru mættir á fundinn, en honum lýkur um hádegi á sunnudag. 25 þús. hafa séð Land og syni í Aust- urbæjarbíói ALLS hafa um 37.000 manns séð kvikmyndina Land og synir síðan hún var frumsýnd fyrir liðlega tveimur vikum. Þar af hafa 25.000 manns séð myndina í Austurbæjarbíói, en um 12.000 norðanlands þar sem hún hefur verið sýnd á nokkrum stöðum. Fjölskyldu- bingó UM ÞESSAR mundir safna nem endur 3. bekkjar Fósturskól Islands fyrir námsferð sem verðu farin í vor til írlands. Á morgur sunnudag kl. 14, verður fjölskyldu bingó í húsi skólans. Meðal vinn inga þar eru þríhjól frá Ingvar Helgasyni, gullhringur frá Gull og silfri, rúmteppi frá Ingvari o| Gýlfa, matarvinningar frá Esju bergi, plötur og margt fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.