Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 27 Sjúkra- og iöjuþjélfun ar atór þáttur í endurhæfingu aldraðra til að þeim verði mögulegt að snúa ó ný til daglegs lífs á eigin heimilum. Starfsgleðin í Hátúni leynir sór ekki á meðfylgjandi myndum. og heimilishjálpar og ræöa sín á milli um ástand og horfur þeirra sjúklinga sem eru sameiglnlegir hjá þessum þjónustueiningum og flytjast á milli þeirra oftlega. Þessi tenging er gífurlega mikiö atriöi. Opnu deildirnar, þ.e. dagspítal- inn og göngudeildin, eru einnig liöur í þessari starfsemi. Vanalega koma um 20 sjúklingar daglega á dagspítalann, sumir 5 daga vik- unnar, aörir sjaldnar og njóta þeir þessa vistunarforms um nokkurra mánaöa skeið. Síðan tekur göngu- deildin viö meö strjálla eftirliti. Þetta veitir sjúklingunum öryggi og athvarf. Þaö, aö missa ekki sjónar af sjúklingnum og hafa eftirlit meö honum, er stórt atriði í öldrunar- þjónustunni og er samvinna viö heimilislækna mjög þýðingarmikið. Þarf oft að bíða svo vikum og mánuðum skiptir Eru biðlistar langir hjá ykkur? Þeir eru langir á þann hátt, aö við fáum mun fleiri beiðnir en viö getum meö nokkru móti afgreitt. Gamla fólkið þarf oft aö bíöa svo vikum og mánuöum skiptir. Þetta þýöir að viö verðum aö velja og hafna. Við heimsækjum fólkiö og skoöum þaö áöur en ákvöröun er tekin um innlögn. Er þaö gert í því skyni að sjá um aö þeir komist aö fyrst, sem mest þurfa á því aö halda. Mér var frá byrjun Ijóst, aö erfitt yröi aö halda deildinni opinni þannig aö hún yröi ekki bundin af langlegusjúklingum. Þó hefur tek- ist aö halda u.þ.b. Vi hluta deildar- innar fyrir útskriftarsjúklinga, en % hlutar eru aö mestu bundnir lang- legusjúklingum. — Hefur þessi starfsemi hér leitt í Ijós eitthvaö sem betur mætti fara aö þt'nu áliti? Starfsemin hefur leitt í Ijós ýmsa galla og vandamál á þessari þjón- ustu okkar. Hvaö deildina sjálfa varöar þá er hún alltof lítil og sérstaklega er þó staösetning hennar meö tilliti til þjónustudeilda Landspítalans mjög óhentug. Þar höfum viö dottið í sömu gryfjuna og fjöldamargir aðrir í nágranna- löndum okkar, sem komið hafa á fót öldrunarþjónustu, þ.e. aö staö- setja öldrunarlækningadeildir í vanhönnuöu húsnæöi, afskiptu frá aöalsjúkrahúsi. Aöalástæðan er aö sjálfsögöu vanþekking skipuleggj- enda spítalasvæða á þessum þætti heilbrigöisþjónustunnar og ber þá ö minnast, aö í skipulagstillögum Landspítalalóöar, svonefndri Weeks-áætlun er hvergi minnst á öldrunarlækningar eöa þeim ætlaö rúm. Unnið er nú aö því að fá þetta lagfært meö a.m.k. einni deild á lóðinni og matsdeild, eins fljótt og nokkur tök eru á. Annaö vandamál eru erfiöleik- arnir að koma langlegusjúklingum frá sér. Þaö hefur veriö mikiö til umræðu á opinberum vettvangi, hvort um sé aö ræða raunveru- legan skort á hjúkrunarplássum eöa ekki. Samanborið viö Noröur- lönd og Bretland höfum viö fleiri hjúkrunar- og dvalarheimilisrými samanlagt fyrir hverja þúsund íbúa 65 ára og eldri. En vegna rangrar heildarstefnu í uppbyggingu vist- rýma fyrir aldraöa, eins og ég gat um í upphafi, höfum viö aö tiltölu meira af dvalarheimilisplássum en minna af hjúkrunarplássum. Atriði í þessu er, aö okkur vantar sjúklingamat á þá sjúklinga, sem innlagðir eru í hjúkrunarplássin til þess að tryggja, að ekki fari inn annað fólk en þaö sem ekki getur bjargaö sér sjálft heima. Samhæfingin verður að mynda eina sam- fellda þjónustukeðju — Hvaö vantar þá til aö hægt sé aö koma upp virkri öldrunar- þjónustu, þannig aö gamla fólkiö þurfi ekki aö líða þjáningar og búa viö slæman aöbúnaö svo vikum og mánuöum skiptir? Samhæfing öldrunarþjónust- unnar á svokölluöum þjónustu- miöstöövum fyrir aldraða er höfuð- nauðsyn, þar sem bæöi heilsufars- og félagslegar hliöar málsins eru teknar inn í myndina. Kjarni slíkrar miöstöövar er samsteypa heil- brigöis- og félagsmálaþjónustu svo og samtenging stofnana- þjónustu og heimaþjónustu. Þessi samhæfing veröur aö mynda eina samfellda þjónustukeöju, sem er fær um aö leysa sem flest af þeim vandamájum sjúklings sem aö steöja. Án slíkrar samhæfingar næst ekki virk öldrunarþjónusta. Viötal: Fríða Proppé Myndir: Emilía Björg Björnsdóttir Heilabilun er mjög algengur sjúkdómur hjá öldruðum. Þetta fólk er alfariö utan við heilbrigð- iskerfið aö sögn Þórs og eng- inn viröist bera ábyrgð á tilvist þess nó líöan. Sjúkra- de>Mir fyrir þessa sjúklinga þurta að vera rúmgóöar. Hér fyrirfinnst engin slík stofnun, þó svo að í Reykjavíkurborg séu um 200 aldraöir sem þennan sjúkdóm sem þurfa á aöstoö aö halda. Góö hjúkrunaraðstaða er mikilsverð, jafnt fyrir starfs- fólk sem sjúklinga. Hér eru tvær hjúkrunarkonur aö vinna viö bööun. Baökarinu fylgir sjálfvirkur lyftibúnaöur sem auöveldar bæöi starfsfólki og sjúklingunum verkið til muna. Þegar mátturinn þverr á gamalsaldri er mikilsvert aö hjúkrun og aðhlynning sé sem persónulegust. Almennar spítaladeildir eru yfirleitt ekki sniönar meö þarfir lang- legusjúklinga í huga. Slíkar sjúkradeildir skortir mjög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.