Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 Með Jules Verne * umhverfis jörðina í/t Á æfingu: Helga Leifsdóttir og Bjarni Guðmarsson. Herranótt M. R: Umhverfis jörðina á átta- tíu dögum eftir Bengt Ahlfors. Lauslega byggt á samnefndri sögu Jules Verne. Þýðandi. Stefán Baldursson. Leikstjóri: Jórunn Sigurðar- dóttir. Leikmynd: Geir óttar Geirsson og Stefán Benediktsson. Búningar: Guðbjörg Pálsdóttir og Hildur Jóhannesdóttir. Ljósamenn: Magnús Baldurs- son og Gunnar Sigurjónsson. Skraparrótarprédikun: Mar- grét Rún Guðmundsdóttir. Skáldsaga Jules Verni Um- hverfis jörðina á áttatíu dögum kom út 1872. Það er til marks um langlífi sögunnar og vinsældir að 1969 semur Bengt Ahlfors eftir henni leikrit sem nú er sýnt á Herranótt Menntaskólans í Reykjavík. í Herranæturspjalli í leikskrá skrifar Guðrún Bald- vinsdóttir m.a. að „okkar mark- mið er að hressa upp á skamm- degið, gera lífið léttara". Þetta hefur tekist, enda val viðfangs- efnis í þeim anda. Leikritsgerð Bengts Ahlfors á sögu Jules Verne er trú hinni ævintýralegu frásögn og ágæt- lega gamansöm. Að vísu er nokkur áhersla lögð á félagslega hlið verksins. Það bil sem er á milli þjóns og herra, fátækra og ríkra. Hér gefst tækifæri til að sýna áhorfandanum inn í hug- arheim framandi þjóða, siði þeirra og kreddur. Hinn enski herramaður Phileas Fogg lætur hvergi undan síga. Hugkvæmni hans eru engin takmörk sett. Hann ætlar sér að vinna veðmál- ið um að hann komist kringum Lelklisl eftir JÓHANN HJÁLMARSSON jörðina á áttatíu dögum. Á tilteknum tíma verður hann að hitta félaga sína í Umbóta- klúbbnum heima í London. Mæti hann alvarlegum hindrunum á leiðinni veifar hann seðlum og þá er eins og greiðist úr öllu. Meðal skemmtilegra atvika þessa dæmalausa ferðalags er það þegar þeir hittast Phileas Fogg og Buffalo Bill, en fullt er af kátlegum atriðum í sýning- unni. Fogg og hinn trúi þjónn hans Passepartout eru eltir á leiðarenda af leynilögreglu- manninum Fix sem hefur fengið þá flugu í höfuðið að Fogg sé eftirlýstur ræningi. En þótt Fix geri allt til að tefja fyrir þeim félögum bregst Fogg að lokum gagnvart honum eins og sönnum heiðursmanni sæmir. Fogg upp- sker líka það sem mest er um vert: hamingjuna sjálfa í gervi indversku fríðleikskonunnar Aúdu. Bjarni Guðmarsson leikur Phileas Fogg og er túlkun hans kunnáttusamleg og markviss af svo ungum leikara. Ekki er Stefán G. Stefánsson síðri í hlutverki Passepartout og sama er að segja um Ingólf S. Guð- jónsson sem er Fix spæjari. Hlutverk eru mörg. Meðal minn- isstæðrar túlkunar má nefna fílaeiganda Skúla Gunnarssonar og Buffalo Bill í höndum Bjarna Lárussonar. Helga Leifsdóttir kom Aúdu prýðilega til skila. Þannig mætti lengi halda áfram að telja upp því að furðu lítill viðvaningsbragur er á þessari sýningu. Leikstjórinn Jórunn Sigurðar- dóttir sem lært hefur leikhús- fræði og leiklist í Þýskalandi hefur skilað ágætu verki. Hún hefur áður komið við sögu Herranætur. Leikmynd var að vonum einföld, en við hæfi hins þrönga sviðs Austurbæjarskól- ans. Þessa sýningu ættu sem flestir að sjá. Leikhópur M.R. Jóhann F. Guðmundsson: Komið til mín, allir! Ný hárgreiðslustofa Tvíburasysturnar Guðrún og Margrét Sigurðardætur hafa opnað hárgreiðslustofuna Turkis að Langholtsvegi 17. Á boðstólum er öll hársnyrting, svo sem dömu- og herraklipping, permanent, litun, blástur og hárgreiðsla. Bandalag íslenskra námsmanna: Efnahagslegt jafnrétti til náms að loknum grunnskóla Mitt í önn dagsins, gegnum skarkala heimsins, hvort sem þú ert einn eða í margmenni, á sjúkrahúsi, í fangelsi eða frjáls, hvort sem í hjarta þínu ríkir gleði eða sorg, þá kallar þessi rödd kærleikans til þín: „Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld." Hér er ekki farið í manngrein- arálit, öllum stendur til boða að koma til Jesú krists með erfið- leika, áhyggjur, sjúkdóma, von- brigði, sorg, allt, sem þjakar líf þitt, öll vandamál þess, hið minnsta og stærsta. Hvernig sem staða þín er fyrir guði og mönnum, þegar þú lest þessi orð, þá,' engu að síður, segir Jesús: Komið til mín — Jesús fylgir þessum orðum eftir með því að segja: „Engan sem til mín kemur mun ég burtu reka.“ Hvernig skeður þetta? Að koma til Jesú? Kannski er stærsta hindrunin, hve einfalt það er. Engin skilyrði eru sett af hendi Jesú. Hann þekkir þegar allt, sem varðar líf þitt, veit um hvert smáatriði, ekkert sem þig varðar er honum hulið. Þrátt fyrir það, elskar Hann þig og þráir að hjálpa þér, styðja þig og leiða. Menn æða heimsálfa á milli í leit að lækningu, hvíld, friði. Allt þetta er að finna hjá Jesú, í kirkjunni þinni, á heimili þínu, sjúkrahúsum, vinnustöðum, í gönguferð, bílnum þínum, Jesús er ávallt nálægur. „Hvert get ég flúið ffa augliti þínu,“ segir Davíð í 139. sálminum. Dag og nótt er Hann til viðtals, aldrei of upptekinn til þess að hlusta á öll þín vandamál. Hann biður þig að hlusta á sig í orði sínu. „Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður.“ Þannig stendur Jesús við dyr hjarta þíns, knýr á og segir: „Barnið mitt, ég keypti þig með lífi mínu á Golgata. Kom þú til mín.“ Jesús notar ekki vald sitt, Guð gaf þér frelsi til þess að velja og hafna, en Jesús kallar á þig í kærleika sínum og vill gefa þér himin sinn. Hann sem er konung- ur konunga lýtur niður að hjarta þínu og segir: „Fylg þú mér.“ Bíður þér í kærleik sínum að rétta af áttavita lífs þíns og setja stefnuna á himin Guðs. Hver sem þú ert, hvar sem þú ert. — Allir — enginn er undanskilinn. Komið til mín. Jesús Kristur segir ekki: „Farið frá mér til kuklara — miðla — andalækna." Jesús á allt vald á himni og jörðu. Hann segir: „Komið til mín.“ Jesús segir í Matt. 24.5: „Gætið þess að enginn leiði yður í villu því að margir munu koma í mínu nafni." Þetta er stærsta vandamál íslendinga í dag að verðbólgu meðtalinni. Margir munu koma í mínu nafni. Guðspeki — Spíritismi — Bahai — Vottar — Mormónar — Anada Marga — Moons — o.fl. Lesa má í Matt 24.23: Ef einhver segir við yður, Sjá, hér er Kristur, eða hér, Þá trúið því ekki, því að upp munu rísa falskristar og falsspámenn og þeir munu gjöra stór tákn og undur til þess að leiða í villu jafnvel útvalda. Tökum dæmi. Bresk kona, talin huglæknir, var nýlega hér á landi. Hún segir aðspurð í tímaritsgrein (Líf 4. tbl. 2. árg 1979). Hver er leiðbeinandi þinn að handan?: „Hvíti örninn er aðalleiðbeinandi minn“!!! Hverjum getur dottið í hug að dauður indiáni, jafnvel þótt heitið hafi Hvíti örninn, sé þess umkom- inn að lækna íslendinga í dag? Það hefur hula sezt á augu allt of margra, þannig að þeir trúa á verk hins dauða indiána, en gleyma Jesú Kristi, frelsara heimsins. Jesús Kristur er í dag lifandi staðreynd í lífi milljóna manna um allan heim. Þeirra sem trúa á mátt blóðs Hans til frelsunar frá synd og dauða, manna sem trúa á upprisu Hans og endurkomu. Manna sem lifa í Honum og Hann í þeim, sem hafa reynt áhrifamátt bæna til Jesú Krists fyrir þeim sem sjúkir eru. Baráttan sem vér eigum í er ekki við hold og blóð, heldur við tignirnar og völdin, við heims- drottna. Þessa myrkurs, við anda- verur vonskunnar í himingeimn- um (EF. 6.12). Guð gefi íslensku þjóðinni að þekkja sinn vitjunartíma, að hún láti sættast við Guð. „Gætið þess því vandlega. — Líf yðar liggur við — að elska Drottinn, guð yðar.“ (Jós. 23.11.) „Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld." (Matt. 11.28.) Jóhann F. Guðmundsson. SAMÞYKKT var á stjórnarfundi Bandalags íslenskra námsmanna laugardaginn 26. jan. s.i. að skora á stjórnvöld að sjá til þess að efnahagslegt jafnrétti sé til náms að loknum grunnskóla. Þá var samþykkt ályktun þess efnis, að þau réttindi sem sérskól- arnir hafa nú innan L.Í.N. verði ekki skert og að stjórnvöld sjái fyrir þeirri fjárveitingu til L.Í.N. sem þarf til að taka inn eftirfar- andi nýjar bekkjardeildir: 1. ár Fósturskóla íslands, 1. ár Iljúkrunarskóla íslands, 1. ár Bændaskóians á Hvanneyri, 1 ár Þroskaþjáifaskóla íslands og 1. og 2. ár Myndlista- og handiða- skóla Islands. Að lokum var samþykkt áiyktun um að stjórn- völd sjái fyrir fjárveitingu handa L.Í.N. sem farið er fram á í f járhagsáætlun sjóðsins. Alfreð for- stöðumaður Kjarvalsstaða I blaðinu í gær segir í myndar- texta, að Þóra Kristjánsdóttir sé forstöðumaður Kjarvalsstaða. Þetta er ekki rétt, Alfreð Guð- mundsson er forstöðumaður húss- ins, en Þóra Kristjánsdóttir list- ráðunautur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.