Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 HÉR Á landi eru staddar þessa dagana Margrét Pálma- dóttir, ung hafnfirsk söng- kona. sem stundar nám í Vínarborg, og Machiko Sak- urai, japönsk stúlka, sem á þessu ári lýkur námi frá sama skóla, Tónlistarháskólanum i Vínarborg. Þær stöllur munu halda tónleika í Fjölbrautaskólan- um á Akranesi á morgun, laugardag, klukkan 16. Á sunnudag munu þær halda tónleika í Njarðvíkurkirkju klukkan 17 og fimmtudaginn 21. febrúar verða þær með tónleika í Góðtemplarahúsinu i Hafnarfirði klukkan 20.30. Á efnisskránni eru ljóð og aríur eftir Schubert, Schu- mann, Strauss, Pál ísólfsson, Mozart, Puccini og fleiri. Auk þess mun Machiko svo leika einleiksverk á píanó. Margrét sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins nú fyrir helgi, að hún hefði verið einnig hef ég sungið í Póly- fónkórnum, Þjóðleikhúskórn- um og Kirkjukór Hafnarfjarð- ar.“ Margrét sagðist læra hjá íslenskum kennara í Vín, Svanhvíti Egilsdóttur, sem kennir við Tónlistarháskólann. Margrét er hins, vegar eini Islendingurinn við skólann sem er í söngnámi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mar- grét heldur tónleika hér heima, því áður hélt hún tón- leika ásamt Hrefnu Eggerts- dóttur píanóleikara á Húsavík, Neskaupstað og Ólafsfirði. „Það er mjög jákvætt fyrir nemendur í söng að fá tæki- færi til þess að koma fram á tónleikum, en úti er mjög erfitt að komast að. Einkum er það erfitt fyrir útlendinga í Austurríki að fá að halda tónleika, sem og raunar fyrir Austurríkismenn sjálfa, því þar eru svo margir í þessari listgrein. Halda þrenna tónleika næstu daga: íslensk og söngkona japanskur píanóleikari LJAsm: ðlafur K. Maffnússon. Margrét Pálmadóttir og Machiko Sakurai, en þær stunda báðar nám við Tónlistarháskólann í Vínarborg. við söngnám í Vínarborg í þrjú og hálft ár, en áður hefði hún verið við nám hér heima. „Þetta byrjaði nú eiginlega á því að ég var í kór Oldutúns- skóla hjá Agli Friðleifs, en síðar fór ég svo í nám til Elísabetar Erlingsdóttur í Tónlistarskóla Kópavogs, þar sem ég var í fjögur ár,“ sagði Margrét. „Á sama tíma var ég svo í kór Flensborgarskóla, en Það er ein ástæða þess að við erum hér nú, en svo kemur einnig til að við erum nú í vetrarfríi við skólann og ætl- um að nota tækifærið til að koma hingað heim, og Machiko ætlar að sjá sig um hér á landi.“ Machiko sagðist vera búin að vera í átta ár við nám í Vínarborg, en hún lýkur sem fyrr segir námi í vor. Hún kvaðst vera frá Tokyo, en reiknaði hins vegar varla með því að fara þangað til starfa að námi loknu, þar sem ekki væru miklir möguleikar fyrir hendi fyrir tónlistarmenn í klassískri tónlist. Sinfóníu- hljómsveit væri að vísu starf- andi, en ekki ópera, og mögu- leikarnir á þessu sviði ef til vill ekki öllu meiri en hér á íslandi. Margrét sagðist heldur ekki vita hvað tæki við hjá sér eftir að hún lyki námi, framtíðin ein gæti þar skorið úr. Hún sagðist þó geta sagt það hreinskilnislega að ef henni gæfist kostur á einhverju hlut- verki erlendis þegar þar að kæmi myndi hún að öllum líkindum taka því, en hvort það yrði vissi enginn. - AH. Kaupin á Guömundi RE: Sökin fyrnd áður en rannsóknin hóf st EINS og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu voru þrír ein- staklingar, sem ákærðir voru vegna meintra brota í sambandi við kaup á loðnuskipinu Guð- mundi RE til landsins á sinum tima, sýknaðir nýlega i sakadómi Reykjavikur og sök þeirra talin fyrnd. Mennirnir voru ákærðir fyrir brot á 248. grein almennra hegn- ingarlaga, þ.e. fyrir fjársvik svo og fyrir brot á ákvæðum gjaldeyris- laga um skipan innflutnings og gjaldeyrismála og loks fyrir brot á 147. grein hegningarlaganna, sem fjallar um rangar skýrslur til stjórnvalda. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér um dómsnið- urstöðurnar voru mennirnir alfar- ið sýknaðir af ákæru um fjársvik en hvað varðar aðra ákæruliði, sem að framan greinir, var sök þeirra talin fyrnd. I IX. kafla almennra hegningar- laga um fyrning sakar og uppreist æru segir svo m.a. í 81. grein: Sök samkvæmt þessum lögum fyrnist á þeim tíma, sem hér segir 1. 2 árum, þegar refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum eða 1 árs varðhaldi. Gengið var frá kaupum á Guð- mundi RE í Noregi haustið 1972 og hefur því sök þeirra manna, sem að kaupunum stóðu, verið fyrnd strax haustið 1974 eða ári áður en íslenzk bankayfirvöld hófu rann- sókn á kaupunum, sem síðar leiddi til meðferðar þess fyrir dómstól- um. Kaupverð skipsins var 6,4 millj- ónir norskra króna en uppgefið verð til íslenzkra gjaldeyrisyfir- valda var 6,6 milljónir. Að sögn kaupenda skipsins var mismunin- um að öllu leyti varið í þágu skipsins svo sem til kaupa á ýmsum nauðsynlegum búnaði. Dóminn kváðu upp Gunnlaugur Briem sakadómari, sem var dóms- formaður, og meðdómendurnir Ragnar Ólafsson hrl. og Axel Kristjánsson hrl. Lögmaður kaup- enda Guðmundar RE var Jón Finnsson hrl. 9.500 lestir af freð- fiski til Sovétríkjanna fyrir 5.4 milljarða UNDIRRITAÐIR hafa verið í Moskvu samningar um sölu á 9.500 lestum af freðfiski að heildarverðmæti um 5.4 milljarðar íslenzkra króna. Er hér um að ræða 6.500 lestir af flökum og 3.000 lestir af heilfrystum fiski. í samningum, sem gerðir voru í janúar á síðasta ári var samið um sölu á 6 þúsund lestum af flökum og 4 þúsund lestum af heilfrystum fiski. í september var siðan gerður viðbótarsamningur um 7 þúsund lestir af flökum, en hluta þess magns átti að afgreiða á fyrstu mánuðum þessa árs. Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga: í gær var undirritaður í Moskvu samningur um sölu á 9.500 lestum af freðfiski til af- greiðslu frá íslandi til Sovétríkj- anna á árinu 1980. Magn þetta greinist í 6.500 lestir af flökum og 3.000 lestir af heilfrystum fiski og er heildarverðmæti cif um 13.5 milljónir bandaríkjadala eða um 5.4 milljarðar ísl. króna, miðað við gengi í dag. Verðin í dollurum hækkuðu lítið eitt frá fyrra ári. Seljendur eru Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Samband ís- lenskra samvinnufélaga en kaup- andi V/O Prodintorg. Samnings- gerð fyrir hönd íslensku fyrir- tækjanna önnuðust Árni Finn- björnsson frá S.H og Sigurður Markússon frá Sjávarafurðadeild S.Í.S.“ Samkvæmt viðskiptasamningi milli íslands og Sovétríkjanna, sem gildir til loka þessa árs, er gert ráð fyrir árlegum freðfisk- sölum héðan, sem nemi 12—17 þúsund lestum af flökum og 4—7 þúsund lestum af heilfrystum Verð á bein- um, slógi og fiski til mjöl- vinnslu YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins hefur ákveðið eftir- farandi lágmarksverð á fiskbein- um, fiskslógi og heilum fiski til mjölvinnslu frá 1. janúar til 31. mai 1980: a) Þegar selt er frá fiskvinnslu- stöðvum til fiskimjölsverk- smiðja: Fiskbein og heill fiskur, sem ekki er sérstaklega verðlagður, hvert kg kr. 10.40 Karfabein og heill karfi, hvert kg kr. 14.70 Steinbítsbein og heill steinbítur, hvert kg kr. 6.75 Fiskslóg, hvert kg kr. 4.70 b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiski- mjölsverksmiðja: Fiskur, hvert kg kr. 9.05 Karfi, hvert kg kr. 12.80 Steinbítur, hvert kg kr. 5.90 Verðið er miðað við að selj- endur skili framangreindu hráefni í verksmiðjuþró. Karfabeinum skal haldið að- skildum. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins hefur ennfremur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á lifur frá 1. janúar til 31. maí 1980: Lifur bræðsluhæf, seld frá veiði- skipi til lifrarbræðslu. 1) Lifur, sem landað er á höfnum frá Akranesi austur um til Hornafjarðar, hvert kg kr. 70.00 2) Lifur, sem landað er á öðrum höfnum, hvert kg kr. 55.00 Verðið er miðað við lifrina komna á flutningstæki við hlið veiðiskips. Verðið er uppsegjanlegt með viku fyrirvara frá og með 1. mars. Verðið á fiskúrgangi var ákveðið af oddamanni og fulltrúum kaup- enda gegn atkvæðum fulltrúa selj- enda. Verðið á lifur var samþykkt samhljóða. í yfirnefndinni áttu sæti: Ólafur Davíðsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Guðmundur Kr. Jónsson og Gunnar Ólafsson af hálfu kaupenda og Ágúst Einars- son og Eyjólfur Martinsson af hálfu seljenda. (Frétt frá VerðlagHrádi sjávarútvcgsins.) JNNLENTV fiski. Þeir samningar, sem nú hafa verið gerðir eru talsvert langt frá þessum rammasamn- ingi. Síðasta ár varð mikil fram- leiðsluaukning á þeim afurðum, sem íslendingar hafa selt Sovét- mönnum, t.d. karfa og grálúðu. Ólafur Jónsson aðstoðar- framkvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar Sambandsins sagði í gær, að það magn af heilfrystum fiski, sem nú hefði verið samið um, væri í samræmi við óskir íslend- inga. Hins vegar hefðum við viljað selja þeim meira af flökum og stefnt væri að því, að ná því magni með viðbótarsamningi síðari hluta ársins. Ólafur sagði að þau verð, sem náðst hefðu væru viðunandi og samkeppnis- fær við þau verð, sem fengjust á öðrum mörkuðum. íslendingar hafa einkum selt karfa til Sovét- manna, einnig talsvert magn af grálúðu og nokkurt af löngu, keilu, steinbít og ufsa. Skipting fisktegunda í þeim samningi, sem gerður hefur verið, liggur ekki fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.