Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 «■ HLAÐVARPINN Loftfimleikar í 72 m hæð yfir Laugarnesinu Lagt af stað áleiðis upp i himinhvolfið. Ljósm. RAX. Fjörutiu og níu, fimmtíu, fimmtíu og eitt. Þá vorum við komnir upp fyrsta áfangann. Nóg var nú samt eftir, því aðeins var f jórðungur að baki, en alls er reykháfurinn 72 metra hár. Strompurinn er á Kletti, síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni, i Laugarnesinu. Við héldum áfram eftir stutta hvíld og stöðvuðum enn að loknum öðrum fimmtíu þrepum. Þá vorum við hálfnaðir, komnir í 36 m hæð samkvæmt útreikningum með deilingaraðferðinni. Þreytan tók að segja til sín, því það þarf ekki síður að vega sig upp á höndunum þegar prílað er lóðrétt. Við minn- umst ekki ennþá á hitt sem hrjáði okkur, (nei, nei, ekki lofthræðsl- an), það var engu líkara en strompurinn titraði. Kannski skalf ljósmyndarinn svona mikið. Þórður Guðlaugsson verkstjóri tjáði okkur að sjaldan væri farið upp í reykháfinn, en nokkrum sinnum samt. Var áður fyrr haft eftirlit með ljósunum rauðu sem prýða hann með vissu millibili. Það eru ekki jólaljós heldur eitt- hvað fyrir flugvélarnar. Sem fyrr segir er hann 72 m hár, 2 metrum hærri en strompurinn þeirra á Skaganum og var hann 3 vikur í smíðum. Enn var lagt á brattann, enn hægði á ferðinni og við næsta pall varð hvíldin enn lengri. Þá voru aðeins eftir 17 metrar. Við skutum á ráðstefnu og reyndum að finna út hvort væru gáfulegra að halda áfram eða snúa við. Þá rákum við augun í einn verkstjórann, sem fylgdist með okkur og máttum að sjálfsögðu ekki láta hann halda að við værum hræddir. (En auðvitað gat hann vel séð þarna neðan frá að við vorum skíthræddir.) Á leiðinni upp virtum við fyrir okkur stigafestingarnar. Þær voru rammbyggðar, vel steyptar inn í strompinn og strompurinn sjálfur vel járnbentur. Útsýnið var ágætt. Vel sást yfir sundin, Sundahöfnina og Sunda- borg auðvitað (þessa úr auglýsing- unum) og síðan litum við niður á blokkarþökin við Kleppsveginn. Allt var þetta eintóm smásmíði séð frá okkur. Það saxaðist á filmuna og við ákváðum að reyna að sigrast á síðustu 17 metrunum. Þá vorum við komnir á leiðarenda, 72 metra hæð yfir jörð (sem er lítið, en alltof hátt þegar horft er niður) og búnir að príla upp rúmlega 200 járnþrep. Þegar þessu marki var náð kom í ljós að utan um skorsteininn efst er pallur og hægt að ganga hringinn og njóta útsýnis. Geng- um við hringinn? Nei, það var ekki hægt því svo mikill var reykurinn þarna uppi að hætta var á að villast. Filmunni var lokið og við sner- um niður. Horfðum aldrei niður, því þá hefðum við fengið of snögga ferð. Annars er ekki hægt að detta nema 17 metra í einu, því þá lendir maður á palli og raunar er engin hætta á að detta neitt, því utan um stigann er rammgert virki. Þannig lauk ferðinni einsög til stóð, en ekki eins og einhverjir óprúttnir vinnufélagar héldu: Hvað, eruð þið komnir? Við héldum að ferðin myndi enda á 2 dálka slysafrétt á baksíðu. Nei, sú varð ekki raunin, allt fór vel eins og í ævintýrunum. En það verður ekki hægt að plata okkur í svona strompleik aftur. jt íleiðinni.... Nám í uppsölum? í uppsölum eða Uppsölum? • í hádegisfréttum útvarpsins mátti á dögunum heyra eftirfar- andi niðurlag fréttar nokkurrar um námsferil einhvers ágæts íslendings: „...og var það liður i námi hans i uppsölum.“ Bréf frá Parramatta MORGUNBLAÐINU hefur borist bréf frá Parramatta í Ástralíu. Nýlega voru sýndir í íslenzka sjónvarpinu sjónvarpsþættir, sem á frummálinu hétu „Against the wind“ en í íslenzkri þýðingu voru kallaðir Andstreymi. í þessum þáttum kom Parramatta mikið við sögu. Bréfið sendi Russel Johnson, post office box 83, Parramatta, N.S.W., Ástralíu. Hann b;5ur um íslenzkan pennavin, en bréfið er svohljóðandi: „Ég skrifa að ráðum konsúls íslands í Sydney í von um að komast í samband við stúlku sem pennavin. Ég dái ísland og íslenzku þjóðina og það yrði stórkostlegt að komast í samband við einhvern íslending. Ég er 25 ára gamall og hef áhuga á nútímatónlist, diskótónlist, bréfaskriftum, ferðalögum, fótbolta og flestu sem vekur áhuga. Ég þakka þér, sem lest þetta, og vona að þú getir hjálpað mér.“ Þótt Fischerssundið sé ekki ýkja fjölfarin gata í Reykjavík kemur það sér oft illa fyrir vegfarendur að geta ekki komist um hana hindrunarlaust þegar svo ber við. Stundum þurfa nefnilega sendibilar miklir að afferma í geymslur í sundinu eða færa kaupmönnum vörur og er af því hið mesta óhagræði. Mætti ekki setja á þetta timamörk rétt eins og með Laugaveginn? * Einkunnarorð þorskfriðunga. „Þorskfriðungar“ næst? í FYRSTA tölublaði Ægis á þessu ári er greint frá Nýfundnalands- mönnum, sem hafa stofnað félagsskap „þorskfriðunga". Hefur félagsskapurinn tekið „grænfriðunga" (Greenpeace) sér til fyrir- myndar og er eina málið sem „þorskfriðungar" hafa á stefnuskrá sinni „verndun þorsksins gegn hinu hryllilega fjöldamorði sem selurinn fremur á þessari göfugu dýrategund", segir í klausu þessari sem er í „Reytingi" Ægis, að til athugunar sé að gera félagsskapinn að alþjóðasamtökum og yrðum vér Islendingar vafalítið fyrstir til að ganga í þennan flokk. Ljósm. RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.