Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 Bollur í matinn Bolludagur Svo er nú nefndur mánudagur- inn í föstuinngang. Þetta heiti hans mun reyndar vera tiltölu- lega ungt, en fyrirbærið sjálft er þó a.m.k. nálægt hundrað ára gamalt hérlendis. Flest bendir til að siðurinn hafi borist hingað fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frumkvæði þarlendra bakara, sem settust hér að . Þó hefur hann öðlast hér nokkra sérstöðu. Aðalþættir hans eru tveir: að flengja menn með vendi, áður en þeir komast úr bólinu, og fá í staðinn eitthvert góðgæti, hér rjómabollur. Fyrra atriðið mun eiga rót sína að rekja til þeirra hirtinga og písla, sem menn lögðu á sig og aðra sem iðrunarmerki á föst- unni til að minnast pínu frelsar- ans. En eftir siðbreytinguna þróaðist þetta hvarvetna smám saman yfir í gamanmál. Bolluátið mun hinsvegar vera leif frafþví að „fasta við hvítan mat“ nema nú var hann mun betur úti látinn en fyrrum. Þesskonar bolluát eða feitmetis- át virðist á öðrum Norðulöndum reyndar hafa verið meir bundið við þriðjudaginn næsta. En á íslandi hafa menn fest þennan sið við mánudaginn, sennilega til að trufla ekki hefðbundinn mat- arsið morgundagsins. Vitað er, að ekki síðar en milli 1880—90 höfðu börn í Hafnar- firði og Reykjavík fyrir sið að fara fylktu liði um götur á bolludaginn, búin stríðsklæðum og trévopnum með bumbuslætti og söng, og sníkja peninga eða sælgæti í verslunum. Er þetta arfur frá „föstugangshlaupum" þeim, sem einnig verður vikið að í sambandi við næstu tvo daga. (Þ.e. í næstu tveim köflum bók- arinnar, sem fjalla um sprengi- dag og öskudag). Úr bókinni Sa(?a dacanna, eftir Árna Bjórn.sson, sem i$efin var út 1977. Richard Rodgers o g lögin hans Það er nær óhugsandi, að þeir menn finnist, sem ekki hrífast af ljúfu lögunum hans Rodgers. Þegar hann lést í lok síðasta árs, 77 ára að aldri, lét hann eftir sig á annað þúsund sönglög og meira en fjörutíu söngleiki. Mörg af þessum lögum eru hreint ógleymanleg, eða hver man ekki „Hello Young Lovers", „With a Song in my Heart", „June is Busting Out All Over“ og „My Funny Valentine"? Richard Rodgers fæddist í New York árið 1902, afkomandi rússneskra innflytjenda. Faðir hans var efnaður læknir, sem fór með fjölskylduna til að hlusta á óperur og annan tónlistarflutn- ing. Móðir Rodgers spilaði á píanó, og fjögurra ára gamall gat drengurinn spilað lög eftir eyranu á það hljóðfæri. Tónlist- argáfan var greinileg, en áhugi fyrir æfingum og námi var takmarkaður. Meðan Rodgers stundaði nám við Columbia University samdi hann nokkur lög við ljóð annars skólasveins, Lorenz Hart, fyrir skólasýningar árin 1920 og 21. Nítján ára gamall hætti Rodg- ers í skóla til að geta helgað sig tónsmíði. Það gekk ekki eins vel og hann hafði vonað, að koma verkum sínum á framfæri. Þegar hann var 22 ára gamall hafði hann nær því gefist upp, taldi sjálfan sig „mislukkaðan" tónsmið og var kominn á fremsta hlunn með að ráða sig sem sölumann við barnaundir- fatagerð. Richard Rogers: 1902—1979. En þá var hann beðinn um að semja lög fyrir sýningu hjá leikarasamtökunum. Úr því varð (árið 1925) „The Garrick Gaiet- ies,“ sem gekk á Broadway í hálft ár. Lag hans, úr þeirri sýningu, „Manhattan" hlaut fá- dæma hylli, og varð „efst á vinsældarlistanum", svo notað sé orðalag seinni tíma. Næstu tvö árin sömdu þeir félagar, Rodgers og Hart, 5 söngleiki, sem allir voru sýndir á Broad- way. Samstarf þeirra hélst óslic- ið í 24 ár og afraksturinn 27 söngleikir. Eftir lát Hart, árið 1943, hóf Rodgers samstarf við Oscar Hammerstein, sem hélst þar til sá síðarnefndi lést, árið 1960. Margir hafa það fyrir sið, að borða kjöt- eða fiskibollur á bolludaginn, auk þess að hafa rjómabollur í ábæti eða með kaffinu. Gott fiskfars í bollur 500 gr. þorsk- eða ýsuflak, 2 egg, 4 matsk. bráðið smjörlíki, 5 dl. rjómabland eða mjólk, IV2 matsk. kartöflumjöl, salt, pipar. Fiskurinn hakkaður, helst þrisvar sinnum. Síðan er hrært saman við þeyttum eggjunum, kældu smjörlíkinu, mjólkinni ásamt kartöflumjölinu og krydd- inu. Mótaðar bollur og steiktar. Flestir baka eða kaupa ger- bollur á bolludaginn enda eru þær ljómandi góðar. En það er líka hægt að baka góðar bollur úr vatnsdeigi, þær eru hreint ekki síðri og yfirleitt mjög auð- veldar í meðferð. Söngleikir þeirra urðu margir, á 16 árum urðu til. „Oklahoma" 1943, „Carousel" 1945, „South Pacific" 1949, „The King and 1“ 1951, „The Flower Drum Song“ 1958 og „The Sound of Music'* 1959. Mörg lögin úr söngleikjum, sem önnur, hafa hlotið mikla hylli og víða verið sungin, rauluð eða blístruð. Má þar nefna: „Oh What a Beautiful Mornin’", „If I Loved You“* „Some Enchanted Evening", „Getting to Know You“ og „Climb Ev’ry Moun- tain“. Afköst Rodgers þóttu með ólíkindum, sagt er að það hafi tekið hann fimm mín. að semja lagið „Bali Ha’i“ fyrir söngleik- inn „South Pacific". Það hafa verið gerðar kvikmyndir eftir mörgum þessara söngleikja og líklega flestar, ef ekki allar sýndar í kvikmyndahúsum hér- lendis. Rodgers efnaðist vel á starfi sínu, hann bjó vel og hélt sig ríkmannlega á flestum sviðum. Kona hans Dorothy er þekktur rithöfundur og arkitekt, þau hjón söfnuðu listaverkum, stunduðu leikhús og önnur menningarleg mannamót. Rodgers var ýmis sómi sýndur síðasta áratugiiin, sem hann lifði, meðal annars var honum veitt viðurkenning „Kennedy Center“-stofnunarinnar fyrir ár- ið 1978. Rétt fyrir lát Rodgers var fyrsti söngleikur þeirra Hamm- erstein, „Oklahoma" tekinn til sýningar á Broadway að nýju. Fólk á öllum aldri stóð í biðröð- um til að ná í aðgöngumiða. Það er ekki ótrúlegt að slíkt hið sama eigi eftir að gerast, með fleiri söngleiki þeirra um ókomin ár. I London, síðastliðið haust, voru nokkrir ferðalangar af Fróni svo heppnir að komast á „Vandbakkelse“ 3 dl. vatn, 2 tsk. sykur, 150 gr. smjörlíki, 150 gr. hveiti, 4 egg. Vatn, smjörlíki og sykur sett í pott og soðið saman. Pottur- inn tekinn af piötunni á meðan að hveitinu er hrært út i, sett yfir hita aftur og hrært í. Deigið á að vera eins og þykk- ur, uppbakaður jafningur og er nú kælt áður en eggjunum er hrært út í, einu í senn. Deigið er sett í litlar kúlur eða toppa á smurða plötu og bakað við meðalhita í ca. 20—25 mín. Það má ekki opna ofninn fyrstu mínúturnar. Lok skorið af bollunum, rjómi, eða krem og rjómi, sett á milli. Flórsykri stráð á bollurn- ar eða þær smurðar með súkku- laðibráð. sýningu á „The King and I“, eftir þá félaga Rodgers og Hammer- stein, með sjálfum Yul Brynner í aðalhlutverkinu. Er skemmst frá því að segja, að sú sýning varð öllum til óblandinnar ánægju, jafnt tán- ingunum okkar sem okkur full- orðnu. Barðstrendinga- félagið í Reykjavík Nú er aðalsveitakeppninni lok- ið og varð sveit Ragnars Þor- steinssonar efst með 184 stig. Auk Ragnars eru í sveitinni Eggert Kjartansson, Þórarinn Árnason og Ragnar Björnsson, röð næstu sveita var þessi: stig Sv. Baldurs Guðmundss. 140 Sv. Sigurðar ísakss. 139 Sv. Viðars Guðmundss. 123 Sv. Ágústu Jónsd. 115 Sv. Sigurðar Kristjánss. 107 Næstkomandi mánudagskvöld 18. febrúar förum við með 12 sveitir í heimsókn til bridge- deildar Víkings í félagsheimili þeirra við Hæðargarð. Mánudaginn 25. febrúar hefst hjá okkur Barómeterkeppni og þurfa þátttökutilkynningar að berast í síðasta lagi þriðjudag- inn 19. febrúar til Ragnars í síma 41806. Bridgefélag Reykjavíkur Barometertvímenningskeppn- in er nú hálfnuð. 42 pör taka þátt í keppninni en alls verður spilað í sex kvöld. Staða efstu para: Helgi Jónsson — Helgi Sigurðss. 338 Jón Ásbjörnss. — Símon Símonars. 231 Sigurður Sverriss. — Valur Sigurðss. 208 Skúli Einarss. — Þorlákur Jónss. 185 Aðalsteinn Jörgensen — Ásgeir Ásbjörnss. 173 Ómar Jónss. — Jón Þorvarðars. 166 Næst verður spilað á miðviku- daginn kemur í Domus Medica. Bridge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag kvenna Mánudaginn 11. febrúar var spiluð fimmta umferð í sveita- keppni hjá Bridgef. kvenna. I meistaraflokki fóru leikar þannig: Alda Hansen — Gunnþórunn 3—17 Guðrún Bergsd. — Hugborg 10—10 Guðrún Einarsd. — Aldís Schram 0—20 Sigríður Ingib. — Kristjana K. 17—3 Staðan í meistaraflokki eftir 5 umferðir er því þessi: Hugborg 88 Guðrún Bergsd. 75 Gunnþórunn 74 Aldís Schram 41' Guðrún Einarsd. 38 Alda Hansen 37 Sigríður Ingibergs 31 Kristjana K. 16 I fyrsta flokki er nú: lokið keppni þar sem aðeins spiluðu sex sveitir í þeim flokki. í fimmtu umferð fóru leikar á þessa leið: Anna Lúðvíksd. — Sigríður Guðmundsd. 3—17 Kristín Jónsd. — Sigrún Pétursd. 4—16 Gróa Eiðsd. — Þuríður Möller 19—1 Staðan að lokinni keppni er því sem hér segir: Kristín Jónsd. 59 Gróa Eiðsd. 56 Sigrún Pétursd. 53 Sigríður Guðmundsd. 51 Anna Lúðvíksd. 42 Þuríður Möller 39 Tvær fyrst töldu sveitirnar flytjast því upp í meistaraflokk. Árshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 8. mars að Hótel Sögu og hefst með borð- haldi kl. tólf á hádegi, en síðan verður spilaður tvímenningur. Þeir sem ekki hafa nú þegar tilkynnt um þátttöku vinsam- lega hafið samband við formann félagsins í síma 17987.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.