Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 37 fclk í fréttum Þriðja konan í þjóðhöfðingjastóli + ÞESSI fréttamynd er ný af nálinni af verðandi þjóðhöfð- ingjum Hollands, Beatrix prins- essu og manni hennar Claus prins, en þau munu setjast i hásæti í aprilmánuði næstkom- andi. Langafi Beatrix prinsessu lézt árið 1890. - Willam ffl„ hét hann. Síðan hafa konur setið á valdastóli i Hollandi. Drottning Williams III. var Emma, sem tók við veidissprot- anum og var þjóðhöfðingi til ársins 1898. Þá tók dóttir henn- ar, Wilhelmina, við, þá aðeins 18 ára gömul. Hún var drottn- ing Hollendinga til ársins 1948, en þá varð dóttir hennar, Júlí- ana, drottning. Wilhelmina hafði þá setið á veidisstóli í hálfa öld. — Júlíana doottning tilkynnti valdaafsal sitt á 42ja ára af- mæli dóttur sinnar. Beatrix prinsessa, sem hlaut menntun sina í háskólanum i Leyden, varð doktor í lögum árið 1961. Beatrix og Claus prins eiga þrjá syni. Elsti sonurinn heitir Willem-Aiexander og mun ef Guð lofar taka við af móður sinni. Verður þá endir bundinn á kven-þjóðhöfðingja-keðjuna í Hollandi, a.m.k. í bili. Systkin svo sæl og góð + Við höfum ekki sagt neitt frá stórstirninu John Travolta um alllangt skeið. — En þessi mynd var tekin fyrir ekki mjög löngu síðan, er kappinn var í New York. — Með honum á myndinni er systir hans, Ellen Travolta. — Þau eru stödd í leikhúsinu „Royal Theater" og halda á leikskrá að leiksýningunni „Grease". — Þar í leikhúsinu hefur hin fræga kvikmynd Travolta, Grease, verið færð upp á leiksvið. Hefur verið fádæma aðsókn að þessari sýningu í Royal Theater. Munu þess vart dæmi á sjálfu Broadway. Hiroshima- ljósmyndarinn er látinn + FRÆGASTI ljósmyndari Japana, sá sem fór fyrstur manna með ljósmyndavél inn í japönsku borgina Hiroshima eftir að Bandaríkjamenn vörp- uðu atómsprengjunni á borgina 1945, er látinn. Ljósmyndarinn Yuichiro Sasaki, sem var 63ja ára er hann lézt í Tókýó fyrir skömmu, fór inn í hina hrundu borg þremur dögum eftir árás- ina. Tók hann þá þúsundir ljósmynda í rústunum og hlaut viðurnefnið „Ljósmyndarinn frá Hiroshima". Lifrarsjúk- dómur dró hann til dauða. + Fréttastofa Reuters skýrði frá því fyrir skömmu að forsætisráð- herra Austur-Þýzkalands væri alvarlega veikur, að því er heim- ildir í Austur-Berlín hermdu. Forsætisráðherrann, Willi Stoph, er nú 66 ára. Hann hefur hvergi komið opinberlega fram frá því í nóvember-mánuði síðastliðnum. Austur-þýzk stjórnvöld hafa staðfest að for- sætisráðherrann væri veikur maður, en ekkert látið uppi um eðli sjúkdómsins, sem hrjéir ráðherrann. + SUÐUR á Spáni hefur menningarmálaráðuneytið fyrir skömmu úthlutað rit- höfundarverðlaunum, sem þar í landi eru kölluð Nóbelsverðlaun Kastilíu- manna. — Þeir sem hlutu verðlaunin að þessu sinni voru rithöfundurinn Jorge Luis Borges frá Arg- entínu og spænska ljóð- skáldið Gerardo Diego. — Borges og Diego Þessi bókmenntaverðlaun hafa numið 5 milljónum peseta árlega, 30,5 milljón- ir kr. ísl. — Menningar- málaráðuneytið sagði er verðlaunaveitingin hafði fram farið, að í viðurkenn- ingarskyni við þessa skáldjafningja myndi verðlaununum ekki skipt bróðurlega á milli þeirra, heldur myndu þeir hvor um sig hljóta 5 milljónir peseta og framvegis myndu þessi bókmennta- verðlaun nema 10 milljón- um peseta. Verið velkomin á síld Borðpantanir í síma 22322 Dagana 9. - 18. febrúar HOTEL LOFTLEIÐIR m: Norrænn styrkur til bókmennta nágrannalandanna Fyrsti fundur norrænu ráöherranefndarinnar (mennta- og menningarmálaráðherrarnir) áriö 1980 — til úthlut- unar á styrkjum til útgáfu á norrænum bókmenntum í þýöingu á Noröurlöndunum — fer fram 29.—30. maí 1980. Frestur til aö skila umsóknum er: 1. apríl. Eyöublöö ásamt leiöbeiningum fást hjá Menntamála- ráöuneytinu í Reykjavík. Umsóknir sendist til: NORDISK MINISTERAD Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde Snaregade 10 DK-1205 Köbenhavn K Sfmi: 01—11 47 11 og þar má einnig fá allar nánari upplýsingar. ICCFOOD ISLENSK MATVÆLI H kynnir framleiðslu sína í samvlnnu við Hótel Loftleiði. Nú er það síldarævintýri í Blómasalnum á Hótel Loftleiðum. Þar bjóðum við hverskyns lostæti úr „Silfri hafsins" feitri Suðurlandssíld, um 25 rétti: Marineraða síld, kryddsíld á marga vegu og reykta síld, salöt og ídýfur, /F ásamt reyktum laxi, graflaxi, reyksoðnum laxi og smálúðu. Sannkallaður ævintýramálsverður á tækifærisverði. Notið tækifærið og snæðið kvöldverð í vistlegum salarkynnum, sem skreytt er í þessu sérstaka tilefni. Meö kaupstefnuferð KAUPMANNAHÖFN - LEIPZIG Til Leipzig 8/3 — 16/3 daglega... frá 11.20 til 12.30 IF 101 T-134 8/3 — 6/3' daglega. . . trá 18.15 til 19.30 SK 753 Y DC-9 Frá Leipzig 9/3 — 16/3 daglega. . . trá 9.20 til 10.30 IF 100 Y T-134 8/3 — 16/3 daglega. . . trá 20.15 til 21.20 SK 754 Y DC-9 Réttur til breytinga áskilinn. Beint samband viö vorkaupstefnu í Leipzig 1980 — þar sem alþjóða kaupsýslufólk hittist. Milli flugvallarins í Leipzig og miðborgarinnar eru reglubundnar rútuferöir. Upplýsingar DDRs Trafikreprœsentation Vesterbrogade 84 1620 Kebenhavn V. Tlf.: (01) 24 68 66 Telex: 15828 Upplýsingar og bókanir SAS Terminairejsebureau Hammerichsgade 1611 Kebenhavn V. eller SAS pladsbestilling, Tlf.: (01) 59 55 22 samt hos alle lATA-bureauer Den Tyske Demokratiske Republiks lufttartsselskab KNTEKFM.UB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.