Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 2
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 Borgarafundur Lífs og lands im Mann og list í DAG kl. 10 fyrir hádegi hefst Korgarafundur, sem Líf og land eínir til á Kjarvalsstöðum og neíiiist Maður og list. Fundurinn Eru Berlínar- myndir Finns málara fundnar FINNUR Jónsson listmálari sýndi árið 1925 alls átta málverk á listsýningu Der Sturm hópsins í Berlín, en þessi listaverk komu aldrei til skila og hefur ekkert til þeirra spurst þar til fyrir stuttu að Frank Ponzi í Brennholti í Mosfellssveit tók að sér að kanna nánar fyrir Finn mðgu- Jeika á því að nokkrar þessara mynda séu nú í eigu hins kunna listaverkasafns Yale háskólans í Bandaríkjunum. Frank hefur grun um að í sérstöku safni þar, sem kennt er við Kathrin S. Dreier, kunnan bandarískan málverkasafnara séu tvær til þrjár myndir af umræddum átta myndum Finns og er verið að ganga úr skugga um það. „BSRB getur boðað verkfalT HVAÐ líður samningum BSRB? — heitir grein, _ sem birt er í nýútkomnum Ásgarði, blaðs Bandalags starfsmanna rikis og bæja. Þar segir m.a. undir fyrir- sögninni „BSRB getur boðað verk- fall“: „Lögin um kjarasamninga BSRB gera ráð fyrir því, að samtökin geti, eftir að kjarasamn- ingar eru lausir, komið í veg fyrir óeðlilegan drátt á samningagerð með því eina móti að beita verk- fallsvopninu. Samninganefd BSRB og stjórn bandalagsins geta samþykkt að boða til verkfalls. Samkvæmt 19. gr. laga um kjarasamninga ber þá að tilkynna slíka ákvörðun um vinnustöðvun bæði ríkissáttasemj- ara og þeim, sem hún beinist gegn (þ.e. fjármálaráðherra) skemmst 15 sólarhringum áður en hún skal hefjast. Sáttanefnd er þá skyldug að leggja fram sáttatillögu 10 dögum síðar, og getur frestað boðuðu verkfalli um 15 daga. Sáttatillagan yrði síðan lögð undir dóm ríkisstarfsmanna um allt land í allsherjaratkvæða- greiðslu, sem sáttanefnd stjórnar. Hún telst samþykkt, ef minna en helmingur tekur þátt í atkvæða- greiðslunni eða ef meirihluti þeirra sem kjósa er því fylgjandi að láta hana gilda sem kjarasamning fyrir næstu tvö árin. Verði sáttatillaga felld, þá hefst verkfall mánuði eftir að það er boðað. hefst með því að Jón óttar Ragnarsson, formaður, flytur ávarp og verða síðan flutt 20 stutt erindi og lýkur ráðstefnu- deginum með gerningi kl. 17.10. Matarhlé er frá 12—12.30. Fyrir hádegi stjórnar fundi Guðmund- ur Steinsson og eftir hádegi Elín Pálmadóttir. Erindin í dag eru um stöðu listar: Guðbergur Bergsson nefnir sitt Staða ísl. listar, Aðalsteinn Ingólfsson Hvers vegna list?, Ól- afur Jónsson Ritlist í rénun?, Hörður Ágústsson Islenzk mynd- list í hnotskurn, Atli Heimir Sveinsson íslensk tónlistarsaga, Richard Jóhannesson Valtingojer Staða myndlistar, Hannes Lárus- son Nýlist, Arnór Hannibalsson Hámenning í verstöð, Gunnar Kristjánsson List og kirkja. Eftir hádegi verður fjallað um aðstöðu listafólks. Thor Vil- hjálmsson nefnir sitt erindi Lista- fólk og ríkisvald, Vilhjálmur Hjálmarsson Aðstaða íslenzks listafólks, Rannveig Ágústsdóttir Styrkir og starfslaun, Þóra Krist- jánsdóttir Að koma list á fram- færi, Ásta Ólafsdóttir og Níels Hafstein Listasöfn, Jón Þórarins- son List og fjölmiðlun, Hrafnhild- ur Schram Að skoða list, Björn Björnsson List og sjónhverfing, Hans Kristján Árnason Opinber listastefna í Hollandi, Ólafur Björnsson Fjármögnun íslenzkrar listar. Ráðstefnunni verður framhald- ið kl. 10 á sunnudagsmorgun. Varðbergsfundur: Hvað er framundan í utanríkismálum? VARÐBERG, félag ungra áhugamanna um vestræna sam- vinnu, gengst fyrir hádegisverð- arfundi með ólafi Jóhannessyni utanrikisráðherra i dag klukk- an 12.00 í Átthagasal Hótel Sögu. Ólafur mun fjalla um umræðu- efnið: Hvað er framundan í utanríkismálum?, auk þess sem ráðherrann mun svara spurning- um fundarmanna. Fundurinn er opinn öllum fé- lögum Varðbergs svo og félögum í Samtökum um vestræna sam- vinnu og gestum þeirra.. Loðnuf lotinn enn á dólinu Þessar myndir tók Tómas Helgason flugmaður út af Langanesi í gær þar sem loðnuflotinn var að veiðum. Alls voru 46 skip á svæðinu, sum með fullfermi á leið til lands, önnur tóm að leita að loðnu. Skipið fjær er Huginn VE 56 frá Vestmannaeyjum, en skipið nær er eitt nýjasta skip flotans, Hilmir SU 171. Eins og sjá má var blíðuveður á miðunum. Tilboð í smíði strætisvagna: Embættismenn skoða vagna í Ungverjalandi Stjórn SVR ekki með í ráðum og mótmælir málsmeðferð Á fundi stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur í gær voru til um- ræðu tilboð í smíði 20 vagna, en þau voru opnuð hinn 30. janúar sl. Tiu fyrirtæki skiluðu tilboðum og var hið lægsta í fullbúna vagna frá Ungverjum og hljóðar upp á 45 milljónir króna á vagn, en hið hæsta var 87 milljónir króna. Innkaupastofnun Reykjavíkur sá um gerð útboðsgagna og hefúr að undanförnu unnið að samræmingu tilboðanna, en þau voru ýmist gerð Engin hrogn fryst nema breyting verði á afstöðu Japana á allra næstu dögum JAPANIR hafa nú svarað því verðtilboði íslendinga og Norð- manna, þar sem framleiðendur loðnuhrogna í þessum löndum buðu Japönum sameiginlega 1950 dollara lágmarksverð fýrir tonnið af hrognum. Svar Japana var á þá leið, að þeir hefðu ekki áhuga á hrognunum á þessu verði, en gerðu gagntil- boð, sem hljóðaði upp á 1.000 dollara fyrir tonnið. I fyrra seldu Islendingar Jap- önum tonnið á 2.400 dollara, en upphaflegt tilboð Japana í vetur var upp á 800 dollara. Ólafur Jónsson hjá Sjávaraf- urðadeild Sambandsins sagði í gær að útilokað væri að semja um hrognasölu á þessu verði. — Það þarf verulegar breytingar á þeirra tilboðum áður en við verðum í þeirri aðstöðu að geta hafið viðræður við þá, sagði hann. — Það liggur alveg ljóst fyrir, að ef það verður ekki breyting á afstöðu Japananna á allra næstu dögum, þá verða engin hrogn fryst, það liggur ljóst fyrir, sagði Ólafur. í fullbúna vagna, undirvagn eða yfirbyggingu. í dag halda áleiðis til Ungverja- lands þrír embættismenn Reykja- víkurborgar til að kanna vagnana sem þar eru í boði og munu þeir síðan skila álitsgerð um þá og stjórn SVR og Innkaupastofnunin athuga í framhaldi af því hvaða tilboði beri að taka. Stjórn SVR, sem boðuð var til skyndifundar í gær þar sem henni voru kynnt tilboðin, hefur mótmælt þessari málsmeðferð, að fulltrúar séu sendir utan án hennar vitundar og án þess að henni gefist kostur á að hafa eitthvað um þá ferð að segja, en á fundinum í gær var tilkynnt að ferð þessi hefði verið ákveðin. Fara í hana þeir menn er mest hafa unnið að málinu, borgarstjóri og tveir tæknimenn, annar frá Reykja- víkurborg og hinn frá SVR. Lýsti stjórnin fyllsta trausti til þeirra sem fara, en mótmælti vinnubrögð- unum við undirbúning ferðarinnar, að gengið skyldi hafa verið framhjá henni við ákvörðun ferðarinnar. Hafa Ungverjarnir óskað eftir svari fyrir lok mánaðarins og þyí áríð- andi að athuga vagna þeirra sem fyrst. Stjórninni þykir einsýnt að skoða beri vandlega tilboð Ungverj- anna vegna þess hve hagstætt það virðist og hafði verið 'talað um að fulltrúi hennar og fulltrúi vagn- stjóra fengju að vera með í ráðum. Guðrún Ágústsdóttir formaður stjórnar SVR kvað mjög áríðandi að fá nýja vagna til notkunar fyrir haustið og yrði m.a. að skoða tilboðin með afgreiðslufrest í huga og kæmi því e.t.v. til greina að taka vagna frá fleiri en einum aðila ef það þætti fljótlegra. Hins vegar væri ekkert hægt að segja um tilboðin enn sem komið væri, at- hugun þeirra væri á frumstigi og eftir að álitsgerðin um vagna Ung- verjanna lægi fyrir, myndi Inn- kaupastofnunin og stjórn SVR fjalla um málið og síðan borgarráð og borgarstjórn einnig og taka um það ákvörðun. BSRB mótmælir mannréttinda- brotum í Sovét og Guatemala STJÓRN BSRB, Bandalags starís- manna ríkis og bæja, hefur í samvinnu við Islandsdeild Am- nesty International sent orðsend- ingu til Breznevs forseta Sovét- rikjanna, þar sem mótmælt er meðferðinni og handtökum á þeim einstaklingum og hópum. sem barizt hafa fyrir óskertum mann- réttindum í samræmi við Hels- inki-sáttmálann frá 1975. Einnig sendi stjórn BSRB mót- mælaorðsendingu til Lucas Garcia forseta Guatemala vegna fangels- ana og dauða verkalýðsforingja o.fl., sem framkvæmd hafa verið af stj órnarhersveitum án dóms og laga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.