Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 Einar hefur varið ellefu vítaköst! HVAÐ varðar að aígreiða víta- köst, ber Einar Þorvarðarson markvörður HK höfuð og herðar yfir félaga sína i öðrum 1. deildar liðum. Hann hefur varið hvorki fleiri né færri en 11 vítaköst það sem af er keppnistímabilinu. Annars er Einar athyglisverður markvörður. Á síðasta keppnis- timabili var hann einn af betri markvörðum 1. deildar, en eftir frábæran leik í fyrsta leik móts- ins nú, datt hann niður um tíma. í siðustu leikjum liðsins hefur hann hins vegar verið í farar- broddi og varið af mikilli snilld. Einar hefur alla burði til að vera yfirburða markvörður á íslandi og hann myndi styrkja landsliðið mjög ef rétt er á spilunum haldið. Hvað hafa þá aðrir markverð- ir deildarinnar varið: Samanlagt hafa markverðir 1. deildar varið 62 vítaköst, má því sjá hve afrek Einars er mikið. Næstur á eftir Einari kemur hinn sérkennilegi markvörður ÍR, Þórir Flosason, en hann hefur hirt 8 vítaköst. Ólafur Guðjónsson, Haukum, og Pétur Hjálmarsson, KR, hafa varið 6 víti Evrópukeppnin í handknattleik Valur leikur fyrri leikinn 1. mars Leiknum veröur sjónvarpað beint um allan Spán NÚ hefur verið gengið endanlega frá leikdögum Vals i Evrópu- meistarakeppninni í handknatt- leik, en eins og skýrt hefur verið frá eru mótherjar þeirra í undan- úrslitum keppninnar spænska liðið Atletico Madrid. Fyrri leik- ur liðanna fer fram í Madrid 1. marz og síðari ieikurinn hér heima i Laugardalshöliinni þann 9. marz á sunnudegi og mun sá leikur hef jast kl. 19.00. Lið Vals æfir af miklum krafti fyrir leikina og ekkert er til sparað að vel takist til. Meðal FH AÐALFUNDUR knattspyrnu- deildar FH fer fram í Dverg, laugardaginn 23. febrúar og hefst kl. 16.00. Venjuleg aðal- fundarstörf. Stjórnin. annars eru nú komnar til landsins tvær myndsegulbandsspólur af spænska liðinu, báðir leikir þess við Danmerkurmeistarana Fred- recia, og munu Valsmenn skoða og fara yfir þær af mikilli kostgæfni áður en leikið verður ytra. Sá leikur kemur til með að ráða mestu um leikinn hér heima. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt lið á möguleika á að komast í úrslitakeppnina sem fram fer í Dortmund. Það yrði saga til næsta bæjar ef Valsliðið kæmist þangað. Og á því eru góðir möguleikar ef vel tekst til. Spánverjar eru ekki síður spenntir og mun fyrri leiknum sem fram fer í Madrid verða sjónvarpað beint um allan Spán og að sjálfsögðu lýst í útvarpi. Spánverjar eru bjartsýnir á að komast í úrslit í keppninni og er ekki laust við að sigurvissu gæti hjá þeim. Það ætti að koma Valsmönnum vel. -þr. hvor. Önnur víti hafa hirt þeir Kristján Sigmundsson, Víkingi, (5), Gunnar Einarsson, Haukum, (4), Sverrir Kristinsson, FH, (4), Brynjar Kvaran, Val, (4), Gissur Ágústsson, Fram, (3), Jens Ein- arsson Víkingi, (3), Sigurður Þór- arinsson, Fram, (2), Gísli Felix Bjarnason, KR, Magnús Ólafsson, FH, Birgir Finnbogason, FH, Ás- grímur Friðriksson, ÍR, Gunn- laugur Gunnlaugsson, Haukum, og Snæbjörn Ásgrímsson, Fram, eitt vítakast hver. Reikna má með því að a.m.k. jafn mörg vítaköst hafi farið forgörðum á annan hátt. — gg- XIIIOLYMPIC Dagskráin í Lake Placid um helgina Ólympiuleikarnir í Lake Placid verða á fleygiferð um helgina og ekkert slakað á. í dag verður keppt í 5000 metra skautahlaupi karla, 20 kílómetra göngu og skotkeppni karla, á tveggja manna bobseðla og smá- sleða með einum manni. Á morg- un verður síðan keppt i ísdansi á skautum, 1000 metra skauta- hlaupi kvenna, bruni kvenna, 70 metra stökki karla og 15 kíló- metra skiðagöngu karla. Þar verða islensku piltarnir meðal keppenda og vonandi tekst þeim betur upp en i 30 kilómetra göngunni. Breiðablik leiðir í 3. deild STJARNAN sem hefur verið í stórsókn undanfarið í 3. deildinni og var farin, ásamt Akranesi, að ógna Breiðabliki í forystunni svo um munaði. fékk heldur betur á baukinn þegar Breiðabiik mætti í Ásgarði á miðvikudagskvöldið og tók heimamenn i kennslustund þess sem valdið hefur. Breiðablik tók nú upp þráðinn frá fyrri hluta keppninnar í deildinni og sýndi á ný sínar bestu hliðar og við því átti Stjarnan ekkert svar, þótt margt væri reynt. Á sunnu- daginn hafði Stjarnan sigrað Keflavik suðurfrá og var því orðin aðeins einu stigi á eftir Breiðabliki eins og Akranes. Og Akranes á erfiðan leik fyrir hödnum, þegar þeir mæta hinum ungu natvinnumönnum“ Gróttu á sunnudaginn kemur. Þetta eru sem sagt uppgjörsdagar í 3. deildinni, þótt keppnin sé auðvit- að hvergi nærri búin. Og m.a. eiga Stjarnan og Akranes eftir að leika seinni leik sinn. ^ Stjarnan sigraði Keflavík ^ í jöfnum leik — 22:17 Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur í , íþróttahúsi Njarövíkur á sunnudaginn var lengst af jafnari en úrslitin gefa til I kynna. Næstum allan fyrri hálfleikinn ^ hðföu Keflvíkingar frumkvæöiö, og h þaö var ekkf fyrr en á þrem síðustu ^ mínútunum aö Stjörnumenn sneru I dæminu sér í hag og staöan var 12:9 ^ fyrir þá í hléi. Þetta endurtók sig ^ nánast í seinni hálfleik, nema hvaö k nú áttu Keftvíkingar á brattann aö 2 sækja. Þeir minnkuöu muninn í 17:16, en mistókst í áhættusamri úrslitabaráttu og Stjörnumenn sigr- uöu meö 22:17. í liði Keflvíkinga báru tveir menn af, Björn Blöndal sem skoraöi nú 7 mörk úr 10 tilraunum, og markvörö- urinn Magnús Jónsson sem varði 18 skot og þar af 2 víti. Hjá Stjörnunni blómstraöi enn tvístirniö Viöar og Eggert með 16 mörk samtals! Mðrk Koflavikur: Björgvin Björgvinsson 3, Björn Blöndal 7, Grétar Grétarsson 1, Jón MaxnúsKon 1, Jón Ólsen 4, Magnús Garðar- son 1. Mörk Stjörnunnar: Egxert ísdal 7, Gunn-' ar SigurKeirsson 1, Hilmar RaKnarsson 1, Kristján SÍKurxeirsson 1, Magnús Andrés- son 2, Pétur Andrésson 1, Viðar Simonarson 9. Breiðablik sýndi yfirburði og vann Stjörnuna - 27:17 Asgarösleikur Stjörnunnar og Breiöabliks á miövikudagskvöldið hófst meö hörkubaráttu á báöa bóga — og taugastríöi fyrstu 18 mínúturn- ar, en þá stóö 5:5. Þá hrökk markavél Breiöabliks í gang en alit í baklás hjá Stjörnunni, og skipti sköpum aö Breiöabliksmenn tóku Viöar Símonarson úr umferð frá upphafi, en viö þaö varö sóknarleikur Stjörnunnar hreint fálm. Þegar flaut- að var til leikhlés var staöan oröin 12:6 fyrir Breiöablik. Frá upphafi seinni hálfleiks héldu Breiöabliksmenn uppteknum hætti og einangruöu Viöar, en Stjörnu- menn komu nú meö mótleik og settu tvo Breiöabliksmenn í gæslu, Hörö Má og Hallvarö, og reyndu jafnframt aö loka miöjunni meö þriöja gæslu- manninum. En allt kom fyrir ekki, Breiöablik skipti nú nýjum skyttum inná og þegar 17 mínútur voru liönar af hálfleiknum var staöan oröin 21:12 fyrir Breiöablik. Þá reyndu Stjörnu- menn aö leika maöur á mann og um leiö var einn Breiöabliksmaöur rek- inn út af, og munurinn mínnkaöi aftur í 6 mörk. Þaö stóö þó stutt og enda þótt Stjarnan beröist um á hæl og hnakka endaöi leikurinn 27:17 fyrir Breiöablik. Ef eitthvaö var, heföi munurinn átt aö veröa nokkrum mörkum meiri. Mörk Stjörnunnar: Eggert Isdal 1, Gunn- ar Björnsson 4, Ililmar Ragnarsson 2, Magnús Andrésson 2, Pétur Andrésson 2, Viðar Simonarson 6. Mðrk Breiðahliks: Björn Jónsson 4, Brynj- ar Björnsson 2, Hallvarður Sigurðsson 6, Hilmar Hreinsson 1, Hörður Már Kristjáns- son 3, Július Guðmundsson 2, Kristján Halldórsson 1, Ólafur Björnsson 4, Sigurður Svcinsson 3, Sigurjón Rannversson 1. Dómararnir Brynjar Kvaran og Pétur Guðmundsson stóðu sig þokkalega, voru dálitið mismunandi smámunasamir, en það skipti ekki máli að þessu sinni. Staðan í deildinni B.blik 10 8 1 1 262:192 17 Akranes 9 6 2 1 200:173 14 Stjarn. 10 6 2 2 252:199 14 óðinn 9 4 3 2 214:193 11 Keflavík 9 3 1 5 178:180 7 Grótta 9 3 1 5 208:222 7 Dalvik 8 1 0 7 164:211 2 Selfoss 8 0 0 8 144:249 0 Nestu leikir Laugardagur 16.2.: Dalvik — Keflavik á Dalvik Id. 15. Sunnudagur 17.2.: Selfoss — Óðinn á Selfossi Id. 15 og Grótta — Akranes á Seltjarnarnesi kl. 17. • EINAR Þorvarðarson er við öllu búinn í markinu. Þarna fiskaði Haukamaðurinn vitakast, enda Ragnar ólafsson inni i teignum er hann brýtur af sér. En það er ekkert gamanmál að skora úr vítaköstum gegn Einari markverði, hann hefur varið 11 slik skot á þessu keppnistimabili. Lilja með tvenn verðlaun LILJA Guðmundsdóttir frjáls- iþróttakona úr ÍR hirti tvenn verðlaun á sænska innanhúss- meistaramótinu i frjálsiþróttum þótt hún gengi ekki heil til skógar, væri með smávegis kvef. Fyrri dag mótsins keppti Lilja í 1.500 metra hlaupi og varð í öðru sæti á 4:32,0 minútum. Seinni daginn hljóp Lilja 800 metra, varð þriðja á 2:11,5 mínút- um. írsk stúlka sigraði og sænsk stúlka varð rétt á undan Lilju. Mótið fór fram i Gautaborg. Lilja hljóp 1,500 metra á 4:30.0 mínútum á móti í Norrköping fyrir skömmu. Á mótinu í Gauta- borg stökk sænska stúlkan Ann- ette Tannander 1,90 metra í há- stökki sem er sænskt met. I þeirri grein í karlaflokki stökk Rune Almen 2:20 metra. Guðmundur R. Guðmundsson úr FH, er einnig dvelst í Svíþjóð keppti ekki í Gautaborg, fann til gamalla meiðsla þegar á hólminn var komið, en hann hefur stokkið 2:03 metra í hástökki á æfingu. í keppni hefur hann stokkið 1,98 metra að sögn Lilju. — ágás. Stjörnublót í Höll- inni á þriójudaginn MEIRI háttar atburður mun eiga sér stað í Laugardalshöllinni á þríðjudagskvöldið næstkomandi, en þá fer þar fram stjörnublót KKI. Verður þar mikið um dýrð- ir eins og vænta má úr þeirri átt. Hápunktur kvöidsins verður svokallaður kóngaslagur. Krist- inn Jörundsson og Jón Sigurðs- son hafa valið hvort sitt liðið og munu þau leika af fullum krafti fyrir væntanlega fullu húsi. Lið Kristins skipa auk hans, Tim Dwyer, Mark Holmes, Ted Bee, Danny Shouse, Guðsteinn Ingimarsson, Kristján Ágústsson, Símon Ólafsson, Þorvaldur Geirsson og Geir Þorsteinsson. Á móti koma Jón Sigurðsson, Trent Smock, Mark Christiansen, Mon- nie Ostram, Darrel Shouse, Kol- beinn Kristinsson, Gunnar Þor- varðarson, Jónas Jóhannesson, Garðar Jóhannsson og Torfi Magnússon. Líklegt er því að áhorfendur fái að sjá körfuknatt- leik eins og hann gerist bestur hér á landi. En fleira verður á dagskrá. Landsliðsnefnd KKÍ, Mark Chris- tiansen, Einar Bollason o.fl., hefur skorað á íþróttafréttamenn í handknattleik og hafa fréttamenn tekið þeirri áskorun. KKÍ-menn munu hins vegar styrkja lið sitt með tveimur valkyrjum úr meist- araliði Fram, þeim Guðríði Guð- jónsdóttur og Oddný Sigsteins- dóttur. Að leik loknum hefst annar leikur og mæta þar nokkrir kunnir popparar til leiks með Magnús Kjartansson í farar- broddi. Leika þeir gegn kvennaliði KR í körfuknattleik. Þá verður tískusýning og fara Karon-samtökin á kostum. Síð- asta atriðið fyrir kóngaslaginn verður úrslitaleikur í Píuleikunum í knattspyrnu. Píuleikarnir eru náskyldir Ólympíuleikunum og er nafnið stytting. Hér mætast erki- fjendurnir Ómárs-all stars og íþróttafréttamenn. Vilja Ómar og félagar ekki að hér sé um HM- keppni að ræða, vilja ekki hætta titli sínum í leiknum. Þetta verður spennandi leikur, fréttamenn hafa nefnilega fullan hug á að verða píumeistarar. Dagskráin hefst stundvíslega klukkan 20.00. Oddur til San Jose ODDUR Sigurðsson frjálsiþróttamaður úr KA heldur i dag til San Jose í Kaliforniu þar sem hann mun dvelja við æfingar í tvær til þrjár vikur. Oddur tekur sér bólfestu í fslendinganýlendunni í San Jose, þar sem fyrir eru átta frjálsiþróttamenn við æfingar og keppni. Gunnar íþróttamaður Vestmannaeyja 1979 LYFTINGAKAPPINN Gunnar Steingrimsson var kosinn iþróttamaður Vestmannaeyja 1979 af Rótariklúbbi Vestmanna- eyja. Lyftingamenn hafa gert það gott siðustu misserin, þannig var Oskar Sigurpálsson sæmdur sömu nafnbót 1978. Gunnar, sem er ekki nema 19 ára gamaíl, hóf að æfa lyftingar árið 1976, frekar óreglulega fyrstu tvö árin en síðan af fullum krafti. Uppgangur hans árið 1979 var stórkostlegur. Setti hann 17 íslandsmet, 2 Norðurlandamet og síðast en ekki síst eitt Evrópumet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.