Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 BSRB leigir land undir 30 orlofshús á Eiðum Útlit fyrir að Sigurður verði enn aflahæstur NÝLEGA var gengið frá 75 ára leigusamningi milli BSRB og rikis- ins á um það bil 20 hektara landspildu i Eiðalandi á Héraði og ætlar Bandalag starfsmanna rikis og bæja að reisa þar 30 orlofshús fyrir félagsmenn sína. Fyrir á BSRB Munaðarnes, þar sem nú eru 68 orlofshús ásamt þjónustmiðstöð og starfsmannahúsi. Samkvaemt upplýsingum Krist- jáns Thorlacius, formanns BSRB hefur ekki verið gengið endanlega frá samningnum, þar sem enn hefur ekki verið fullnægt fyrirvörum að undirritun samninganna, sem eru samþykki menntamálaráðherra og stjórnar BSRB. Kristján kvað við- ræður um leigu þessa lands hafa hafizt haustið 1976, en þá náðjst samkomulag um málið milli BSRB og þáverandi menntamálaráðherra um viðræður. Vísaði ráðuneytið siðan á skólanefnd og skólastjóra sem aðila málsins og var gengið frá samkomulaginu sem tillögu til menntamálaráðherra og stjórnar BSRB í fyrradag. Kristján sagði, að í samningnum væri heimilaður aðgangur að úti- vistarsvæði í Eiðalandi, skógrækt- argirðingunni, sem er stór, en sjálft svæðið, sem BSRB fær er skógi vaxið á svokölluðum Stórhaga, í útjaðri skógræktarinnar á Eiðum, mjög fallegur staður. Hjörleifur Guttormsson: 44 Bessastaða- árvirkjun er „ekki aiskrífuð HJÖRLEIFUR Guttormsson, iðnaðar- og orkumálaráðherra, hafði samband við Mbl. i gær og kvaðst vilja taka fram vegna fyrirsagnar á frétt í Mbl. í gær, að Bessastaðaárvirkjun hefði „ekki verið afskrifuð“, eins og einhverjir kynnu að lesa út úr fyrirsögn blaðsins. „Bessastaðaárvirkjun ein sér, eða sem hluti af stærri heild, verður áfram á dagskrá við athugun virkjunarkosta," sagði Hjörleifur. „En með nýrri ríkis- stjórn þurfa mál af þessu tagi athugunar við, áður en ákvörðun er tekin, eins og fram kemur í samtali mínu við Morgunblaðið." BÚAST MÁ við, að loðnuaflinn á vertíðinni verði rétt innan við 290 þúsund tonn. Loðnuskipin máttu hvert koma einu sinni með fullfermi að landi frá hádegi á miðvikudag og reikna með að sá afli verði rúmlega 35 þúsund lestir ef allt gengur að óskum. Fram að síðasta túr höfðu skipin fengið 251 þúsund tonn. Útlit er fyrir að Sigurður RE 4 verði aflahæsta skipið á vertíðinni eins og svo oft áður, en skipstjórar eru þeir Kristbjörn Árnason og Haraldur Ágústsson. Sigurður er nú kominn með tæplega 10 þúsund lestir, en Júpiter RE, sem er með næst mestan afla, er með um 9 þúsund lestir og Bjarni Ólafsson AK með tæplega 9 þúsund. Síðan koma Víkingur AK, Pétur Jónsson RE, Grindvíkingur GK, Börkur NK, Eldborg HF, Hákon ÞH, Guðmund- Stjórn SUS vill landsfund Sjálfstæðisflokkvsins í haust MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, en ályktunin var samþykkt samhljóða á fundi stjórnarinnar þann 13. þessa mánaðar: „Samband ungra sjálfstæð- ismanna harmar þá stöðu sem komin er upp í Sjálfstæðisflokkn- um þar sem Sjálfstæðismenn eru klofnir í afstöðu sinni til ríkis- stjórnar. Stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna skorar á alla for- ustumenn Sjálfstæðisflokksins að forðast nú allt það sem getur gert sættir sjálfstæðismanna erfiðari. Jafnframt skorar stjórn SUS á sjálfstæðismenn um land allt að vinna eftir mætti að samkomu- lagi og sáttum innan flokksins. Stjórn sambands ungra sjálf- stæðismanna telur að unnt sé að leysa innanflokksvandamál Sjálf- stæðisflokksins án þess að til beins klofnings komi og skorar á miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að boða til landsfundar flokksins síðar á þessu ári er hafi lausn þessara mála að markmiði." Þá var rætt um afstöðu S.U.S. til ríkisstjórnarinnar, er ákveðið að víða með að boða endanlega afstöðu, til Sambandsráðsfundar sem haldinn verður 23. febrúar n.k., en þar eiga rúmlega 100 forustumenn ungra sjálfstæð- ismanna um land allt rétt til fundarsetu. ur RE, Hrafn GK, Óli Óskars RE, Gullberg VE og Haförn (áður Loft- ur Baldvinsson). Þessi röð kann þó að breytast, því burðargeta skip- anna er mismikil og er byggð á áætluðu aflamagni. I fyrrakvöld lagaðist veður á loðnumiðunum og er leið á nóttina var komið allgott veður. Sex skip tilkynntu þá um afla og héldu til lands með síðasta farminn í þessari lotu. Aflinn fékkst út af Þistilfirði. Eftirtalin skip tilkynntu um afla í fyrrakvöld og fyrrinótt: Hilmir II 350, Náttfari 515, Óskar Halldórs- son 410, Albert 580, Seley 430, Örn 580. Flugvel til sölu TF-AIE NAVION A 205 ha. Flugvélin er í mjög góöu standi meö nýuppgeröum mótor nýlegri ársskoöun og nýsprautuö. Nánari upplýsingar í vinnusíma 51714 eða heimasíma 52522. Til ágóða fyrir Skálatúns- heimilið verður haldin skemmtun í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði, laugardaginn 16. febrúar kl. 21. Fjölbreytt efni. — Flytjendur: Elva Gísladóttir, Svana Thompson, Guöbrandur Valdemarsson — og Magnús Kristjánsson með gamlar revíu- og gamanvísur. Fjölmenniö og styrkið gott málefni. Bifreidastjórafélagið Sleipnir Aðalfundur félagsins veröur haldinn mánudagskvöldiö 18. febrúar n.k. í Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1, og hefst kl. 20.00. Dagskrá. 1. Venjulega aöalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Áríðandi aö mæta vel og stundvíslega. F.H. Bifreiðastjórafélagsíns Sleipnis, Alþýöusamband íslands Þú geturbyggt tvívegis með Elite-plötunni Elitc-platan frá „Norske Skog“ er vatnsþolin, hún þolir með öðrum orðum að notast fyrir steypumót. En þessar stcypumótspiötur eru mjög sérstakar — það má nota þær aftur sem t.d., þakklæðningu. Elife platan frá „Norske Skog“ er einnig fyrirtaks klæðningarefni þar sem mikiar kröfur eru gerðar tii rakaþols, til dæmis í baðherbergjum, þvottahúsum, gripahúsum, í geymslum og svo framvegis. Ending Elite-plötunnar fullnægir ströngustu kröfum varðandi vatnsþol og veðurþol, og er hún því mjög hentug til allra bygginga. Orkla spónaplötur fást hjá flestum timbursölum og byggingavöruverzlunum um land allt. & Norske Skoe Norgke Skogindustrier AS ° Einkaumboð á íslandi MJÖLNIR IIEILDVERZLUN h.f., Síðumúia 33, 105 Reykjavík. Sími 84255.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.