Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 Rhódesía: Flokkur Smiths fékk öll þingsæti hvitra Salisbury, 15. febrúar. AP. FLOKKUR Ian Smiths fyrrum forsætisráðherra Rhódesíu vann öll þau 20 þingsæti, sem hvítir menn i landinu eiga rétt á, i kosningum, sem fram fóru fyrr i vikunni. Úrslitin voru tilkynnt i dag. Ian Smith, sem nú er i fyrirlestrarferð i Bandarikjun- um, sagði að úrslitin sýndu að hvitir menn i Rhódesíu stæðu saman. Niu flokkar hafa boðið fram til þeirra 80 þingsæta, sem blökkumenn i landinu ráða yfir. Miklar óeirðir hafa verið í Rhódesíu undanfarið. Tveir menn biðu í dag bana, þegar sprengja sprakk í bíl þeirra í svertingja- þorpi ekki langt frá Salisbury. Lögreglan varaði í dag við því, að hætta væri á frekari hryðjuverk- um dagana fram að kosningunum, sem fyrirhugaðar eru seinast í febrúar. Fjórtan sinnum hefur að undanförnu verið reynt að ráða stjórnmálamenn úr röðum blökkumanna af dögum. Brezki landstjórinn í landinu, Soames lávarður, hefur bannað kosninga- fundi og áróður á sumum stöðum í landinu til að reyna að halda uppi lögum og reglu. Bandaríska Ólympíunefndin um þátttöku í ÓL: Carter tekur lokaákvöröun Lake Placid, London, Strasbourg, 15. febrúar. AP. BANDARÍSKA ólympiunefndin samþykkti i dag að veita Jimmy Carter forseta úrslitavald til að ákveða hvort bandariskir iþróttamenn verði sendir til ól- ympiuleikanna i Moskvu i sumar. „Við munum beygja okkur fyrir ákvörðun forsetans,“ sagði í til- kynningu nefndarinnar i dag. Robert Kane formaður nefndar- innar sagði að nefndin yrði þó að afgreiða málið formlega á fundi sínum í Colorado 11. eða 13. apríl næstkomandi, og yrði þá að fullu tekið tillit til sjónarmiða Carters. Síðast á miðvikudag hvatti Carter Sakharov fær boð frá Harvard Moskvu. Cambridge, 15. febrúar. AP. VEITZT var í dag að Andrei Sakharov i greinum sem birtust m.a. í blaði unglingadeildar sov- ézka kommúnistaflokksins, Komosomolskaya Pravda. Var þvi m.a. haldið þar fram að það hcfði alltaf verið draumur eðlis- fræðingsins að verða n.k. Cesar, leiðtogi mannkynsins. Eðlisfræðideild Harvard há- skólans bauð í dag Sakharov að halda fyrirlestra við skólann. Talsmaður skólans sagði að unnið væri að því að koma skilaboðum til Sakharovs þar sem hann hefð- ist við í Gorki. til þess að bandarískir íþrótta- menn sætu heima ef Sovétmenn hyrfu ekki á brott úr Afganistan með heri sína. Framkvæmdastjóri alþjóða 61- ympíunefndarinnar sagði að ef bandarískir íþróttamenn tækju ERLENT Veður víða um heim Akureyri 3 skýjaó Amsterdam 8 skýjaó Aþena 9 skýjaó Barcelona 14 háifskýjaó Berlín 3 heióskírt BrUssel 8 skýjaó Chicago 1 snjókoma Oyflinni 12 heióskirt Feneyjar 7 heiðskírt Frankfurt 8 skýjaó Genf 9 heiðskírt Helsinki 2 skýjaó Jerúsalem 10 skýjaó Kaupmannahöfn 2 þoka Las Palmas 18 skýjaó Lissabon 18 skýjaö London 12 heiðskírt Los Angeles 18 rigning Madrid 16 heióskírt Malaga 19 hálfskýjaó Mallorca 13 skýjaó Miami 24 skýjaó Moskva +8 heiðskírt New York 9 skýjaö Ósló 1 skýjaó París 7 skýjað Reykjavík 7 alskýjaó Rio de Janeiro 35 heióskírt Rómaborg 10 heiðskírt Stokkhólmur 2 skýjað Tel Aviv 16 skýjaó Tókýó 9 heióskírt Vancouver 5 skýjaö Vínarborg 1 skýjaó ekki þátt í leikunum fengju blaðamenn bandarískra blaða og tímarita ekki aðgang að ólýmpíu- mannvirkjunum. Þing Efnahagsbandalagsríkja hvatti ríki heims í dag til að senda ekki íþróttamenn til leikanna í Moskvu. Ennfremur að Sovét- mönnum yrðu ekki seldar vörur, einkum neyzluvörur. Jafnframt var meðhöndlun yfirvalda í Kreml á Sakharov fordæmd. Muhammed Ali, fyrrum heims- meistari í hnefaleikum, sagði í dag að honum hefði orðið mjög ágengt í ferð sinni til ýmissa Afríkuríkja þar sem hann reyndi að afla tillögum Carters forseta varðandi Ólympíuleikana í Moskvu fylgis. Hann sagði að þegar hefðu 57 þjóðir fallist á að senda ekki íþróttamenn til Moskvu. Fyrrum sovézkur íþróttamaður, sem nú þjálfar fimleikalið Clemson-háskóla, sagði að ef Bandaríkjamenn yrðu ekki meðal þátttakenda í Moskvu, misstu leikarnir að mjög miklu leyti áróðursgildi sitt fyrir Rússa. 25 saknað í Amazon Manaus. 15. febrúar. AP. TUTTUGU og fimm manns var saknað af báti sem í dag sökk á Amazonfljótinu, og er óttast að þeir hafi drukknað, að sögn yfirvalda. Þrjátiu og fimm björg- uðu sér á sundi. Lögreglumaður í Salisbury virðir fyrir sér skaðann sem varð, þegar tvær sprengjur sprungu í kirkju einni i borginni i fyrrinótt. Miklar róstur hafa verið í Rhodesíu að undanförnu, eins og fram kemur í meðfylgjandi frétt. (Simamynd AP) V íkingasýningin: Búast við 4 þúsund gestum dag hvern London, 15. janúar. AP. HÓPUR danskra gesta á vikingasýningu British Museum öskraði striðsöskur og veifaði sverðum og skjöldum á lóð safns- ins að vikinga sið, en að þvi búnu gekk hópurinn friðsamlega i sali safnsins og skoðaði sýninguna. í forystu fyrir hópnum, sem kom frá bænum Hobro, var borg- arstjóri Hobro, Kristen Schultz. Ibúar Hobro fagna því um þessar mundir að eitt þúsund ár eru liðin frá því að víkingar reistu virkið Fyrkat við borgina. „Það kom okkur spánskt fyrir sjónir að sjá dönsku gestina með hyrnda hjálma á höfði. David Wilson forstöðumaður safnsins, sem er sérfróður um víkinga- tímann, segir að víkingar hafi aldrei haft hyrnda hjálma," sagði talsmaður safnsins í dag. Hann sagði að í gær, fyrsta sýningardaginn, hefðu 3.175 gestir sótt sýninguna. Búist er við að um 4.000 manns sæki sýninguna dag- lega, og að aðgangseyririnn hrökkvi til að greiða kostnaðinn af sýningunni, um 500.000 sterlings- pund, eða jafnvirði 500 milljóna króna. Sýningin stendur í fimm mánuði. Griin látinn Vínarborg, 15. febrúar. AP. PRÓFESSOR Victor Griin, einn þekktasti arkitekt vorra tíma, lézt í dag. Grun var 77 ára. Hann giftist fjórum sinnum. Grun fæddist í Vínarborg, en var neyddur til að flytjast til Banda- ríkjanna 1938. Þetta gerðist Rússi rekinn úr landi á Spáni Madrld, 15. febrúar. AP. YFIRMANNI sovézka flugfélags- ins Aeroflot, Oleg Suranov, i Madrid var i dag visað úr landi á Spáni og hélt hann þegar til Moskvu með viðkomu í Varsjá. Suranov var handtekinn í gær í miðborg Madrid og sakaður um að hafa vopn i fórum sinum og stunda njósnir fyrir Sovétríkin. Sovézka sendiráðið í Madrid mótmælti í dag þeim aðferðum, sem notaðar voru í handtöku og brottvísun Suranovs, en ekki var þrætt fyrir þær ásakanir, sem á hann voru bornar. Suranov er fimmti Sovétmaðurinn, sem vikið er úr landi á Spáni, frá því Spánn og Sovétríkin tóku upp stjórn- málasamband fyrir þremur árum eftir þrjátíu ára hlé. 1978 — 20 milljarða dollara viðskiptasamningur Japana og Kínverja undirritaður í Peking. 1977 — Erkibiskup og tveir ráðherrar handteknir í Uganda. 1970 — Rússar heita Aröbum „nauðsynlegum stuðningi“ gegn Israel. 1962 — Óeirðir í Georgetown, Brezku Guiana. 1961 — Kýpurbúar greiða at- kvæði með aðild að brezka Sam- veldinu. 1959 — Fidel Castro verður forsætisráðherra Kúbu. 1945 — Bandaríkjamenn taka Bataan, Filippseyjum — Stór- felldar loftárásir á Tokyo. 1943 — Rússar taka Kharkov. 1942 — Þýzkur kafbátur skýtur á oiíuhreinsunarmannvirki í Aruba, Hollenzku Vestur- Indíum. 1936 — Manuel Azana verður forsætisráðherra Spánar; Stjórnarskráin frá 1931 endur- reist. 1933 — Fastaráð Litla banda- lagsins stofnað. 1918 — Þýzkur kafbátur skýtur á Dover, Englandi. 1916 — Rússar taka Erzerum. 1873 — Lýðveldi stofnað á Spani. 1871 — Virkið í Belfort gefst upp fyrir þýzka hernum og ófriði Frakka og Prússa lýkur með ósigri Frakka. 1808 — Frakkar gera innrás í Spán. 1804 — Samsæri gegn Napoleon afhjúpað — Bandarískir land- gönguliðar laumast inn í Tripoli- höfn og brenna freigátuna „Philadelphia". 1666 — Hollendingar gera bandalag við stórkjörfurstann í Brandenburg. Afmæli — Gaspard de Coligny, franskur hermaður (1519—1572) — Friðrik Vilhjálmur stórkjör- fursti (1620—1688) — Henry Adams, bandarískur sagnfræð- ingur (1838-1927) - G.M. Trevelyan, brezkur sagnfræðing- ur (1876-1964). Andlát - 1754 Richard Mead, læknir. Innlent 1187 d. Böðvar Pálsson t Görðum — 1782 Fyrsti landpóst- ur, Ari Guðmundsson, kemur að Haga á Barðaströnd — 1939 Hlíf stöðvar vinnu — 1953 d. Einar E. Sæmundsen skógarvörður. Orð dagsins — Næst á eftir góðri dómgreind eru demantar og perlur fágætustu hlutir í heimi — Jean de la Bruyére, franskur rithöfundur (1645— 16%).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.