Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 19 lands kjósa tvo menn í gerðar- dóm. Þótt undarlegt kunni að virðast, var það ekki mál manna í Danmörku, að dagar hins sameiginlega Hæstaréttar væru nú taldir. Var þar vísað til niðurlagsákvæðis 10. gr. lag- anna, að skipa skyldi íslending í eitt dómarasæti í Hæstarétti, þegar sæti losnaði næsjt í dómin- um. Og Zahle forsætisráðherra komst svo að orði í ræðu í þjóðþinginu 1918, að Hæstirétt- ur Dana myndi að öllum líkind- um haida áfram að gegna störf- um fyrir ísland. En engum af þeim, sem fjölluðu um sam- bandsmálið af okkar hálfu, mun hafa komið til hugar, að íslend- ingar létu á sér standa að nota heimildina. Það var ósamrýman- legt fullveldi landsins að hafa ekki æðsta dómsvald í eigin málum. Og sæmd okkar og metnaður bauð að flytja það heim frá Kaupmannahöfn. Var svo að segja strax hafizt handa að undirbúa stofnun Hæstarétt- ar.“ Lög sett um Hæstarétt „Ríkisstjórnin fól prófessor Einari Arnórssyni að semja frumvarpið. Var það lagt fyrir Alþingi sumarið 1919 og sam- þykkt þar óbreytt í öllum höfuð- atriðum. Lögin voru staðfest af konungi 6. október, en komu til framkvæmda 1. janúar 1920. Æðsta dómsvald þjóðarinnar, sem erlendir menn höfðu farið með um hálfa sjöundu öld, var nú aftur í höndum hennar sjálfr- ar. 1. gr. hæstaréttarlaganna segir, að stofna skuli Hæstarétt á Islandi, og sé dómsvald Hæsta- réttar Danmerkur í íslenzkum málum jafnframt afnumið. Sam- kvæmt 51. gr. náði þó dómsvald Hæstaréttar íslands ekki til mála, sem stefnt hafði verið til Hæstaréttar Danmerkur fyrir gildistöku laganna. Þannig at- Dómarar Hæstaréttar ásamt hæstaréttarritara við flutning Guðmundar- og Geirfinnsmála í janúar. Talið frá vinstri: Björn Helgason hæstaréttarritari, bór Vilhjálmsson, Logi Einarsson. Björn Sveinbjörnsson. Bencdikt Sigurjónsson, Ármann Snævarr og Sigurgeir Jónsson. Magnús Þ. Torfason dæmir ekki i þessu máli og hann cr því ekki á myndinni. HÆSTIRÉTTUR íslands á 60 ára afmæli í dag. Lögin um Hæsta- rétt öðluðust gildi 1. janúar 1920 en 16. febrúar það ár var fyrsta dómþing hans háð og er afmælið við þann dag miðað. í upphafi skipuðu Hæstarétt dómstjóri og fjórir meðdómend- ur en í kreppunni var þeim fækkað og voru dómendur þrír árin 1926—’45. Þá var þeim aftur fjölgað í fimm. Árið 1973 var dómurum Hæstaréttar fjölgað í sex og árið 1979 var þeim fjölgað í sjö í samræmi við breytingar, sem gerðar voru á hæstaréttar- lögunum þessi ár. Núverandi dómarar Hæsta- réttar eru: Björn Sveinbjörns- son, forseti dómsins, skipaður 1973, Logi Einarsson varaforseti dómsins, skipaður 1964, Ármann Snævarr, skipaður 1972, Bene- dikt Sigurjónsson, skipaður 1966, Magnús Þ. Torfason, skipaður 1970, Sigurgeir Jóns- son, skipaður 1979, og Þór Vil- hjálmsson, skipaður 1976. Dómarar Hæstaréttar frá upphafi eru 21 að tölu og eru þeir þessir, auk núverandi dóm- ara, sem áður eru taldir: Krist- ján Jónsson, Halldór Daníelsson, Eggert Ólafur Briem, Lárus H. Bjarnason, Páll Einarsson, en þessir fimm skipuðu fyrst dóm- inn, Einar Arnórsson, Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson, Jón Ásbjörnsson, Jónatan Hall- varðsson, Árni Tryggvason, Lár- us Jóhannesson, Einar Arnalds og Gunnar Thoroddsen. Gizur Bergsteinsson var hæstaréttar- dómari frá 24. september 1935 til 1. marz 1972 eða í tæp 37 ár og hefur enginn gegnt störfum hæstaréttardómara lengur en hann. Hæstaréttarritarar hafa verið dr. Björn Þórðarson, Sigfús M. Johnsen, Hákon Guðmundsson, Sigurður Líndal og nú Björn Helgason. Áfryjunum f jölgar Björn Sveinbjörnsson forseti Hæstaréttar sagði í stuttu sam- tali við Morgunblaðið í gær að talsvert mikil fjölgun hefði orðið á áfrýjunum til Hæstaréttar á undanförunum árum. Sagði Björn að því miður söfnuðust mál fyrir hjá Hæstarétti og tæki meira en ár að ljúka málum, sem búið er að taka til munnlegs flutnings. Áfrýjunarupphæðin var í fyrra hækkuð úr 25 þúsund krónum í 200 þúsund krónur enda hafði hún langt í frá haldið í við verðbólguna. „Mín skoðun er sú, „sagði Björn Sveinbjörnsson, „að ástandið komist ekki í viðunandi horf nema eitt af tvennu gerist. Annaðhvort að frumvarpið um Lögréttu komist í gegn á Alþingi eða dómurum Hæstaréttar verði fjölgað í 10—11 svo að dómurinn geti starfað í tveimur deildum. Lögréttufrumvarpið gerir ráð fyrir millidómstigi, sem yrði æðsta dómstig og taka myndi við stórum hluta mála, sem annars færu til Hæstaréttar." Fyrstu árin voru um 30 mál dæmd í Hæstarétti árlega en undanfarin ár hefur verið dæmt í 130—170 málum árlega. Aðspurður um húsnæðismál Hæstaréttar sagði Björn, að dómhúsið við Lindargötu væri þröngt og óhentugt og þyrfti helst að gera á því gagngerar breytingar. Skrifstofur hæsta- réttardómaranna eru aðeins 9 fermetrar að stærð og hafa aðeins 5 þeirra skrifstofur á þriðju hæð, þ.e. skrifstofuhæð- inni en tveir á jarðhæð. Húsa- meistari ríkisins hefur gert til- lögur um breytingar og endur- bætur en ekki hefur fengist fjármagn til þess að ráðast í þær breytingar, sem nauðsynlegar eru. Krafa um að dómsvaldið verði flutt inn í landið Afmælis Hæstaréttar verður ekki minnst sérstaklega en fyrir 10 árum, þegar Hæstiréttur var 50 ára, var tímamótanna minnst með sérstökum hátíðarfundi í dómsal réttarins. Þar flutti Ein- ar Arnalds þáverandi forseti Hæstaréttar mjög fróðlega ræðu og verða hér á eftir birtir kaflar úr henni með góðfúslegu leyfi Einars: „Á þjóðveldistímanum var æðsta dómsvaldið í landinu sjálfu, dómsmál hlutu fullnaðar- úrlausn hjá dómstólunum á Al- þingi, en með lögtöku Jónsbókar árið 1281 fluttist það úr landi. Eftir það urðu íslendingar að sækja rétt sinn í annað land undir menn, sem voru ókunnugir íslenzkri tungu og íslenzkum högum, og hlíta öllum þeim kostnaði, drætti og fyrirhöfn, sem því var samfara. í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar á 19. og í byrjun þessarar aldar var að sjálfsögðu ein krafan, að æðsta dómsvaldið yrði flutt inn í landið. Á þjóð- fundinum 1851 kom fyrst fram krafa um innlent æðsta dóms- vald í íslenzkum sérmálum. Á Alþingi var þessu fyrst hreyft 1853. Var þá í bænarskrá til konungs um stjórnarbót farið Dómhúsið við Lindargötu. Þangaö iluttist hæstiréttur i ársbyrjun 1919 en áður hafði hann aðsetur í Ilegningarhúsinu við Skólavörðustíg. I.jósm, Mbl. Kristján. vikaðist, að síðasti dómur hans í íslenzkum málum var kveðinn upp 29. nóvermber 1921, eða næstum tveimur árum eftir stofnun Hæstaréttar íslands. Lauk þar með störfum Hæsta- réttar Danmerkur að íslenzkum málum. Menn eru ekki á einu máli, hvenær Hæstiréttur Dan- merkur öðlaðist að fullu dóms- vald hér, en víst er, að skýlaus heimild er í konungsbréfi frá 2. maí 1732. Fyrir og rétt eftir aldamótin 1700 hafði þó Hæsti- réttur dæmt í íslenzkum málum og hrundið nokkrum íslenzkum dómum. Þá var mikil óöld ríkjandi og valdsmenn þeir, sem fóru með dómsvaldið hér á landi, höfðu í frammi mikið ofríki. Vafalaust hafa þessir dómar Hæstaréttar Danmerkur vakið traust þjóðarinnar á réttdæmi hans. Naut hann fyllsta trausts alla tíð. Kom þetta greinilega fram í umræðum á Alþingi um hæstaréttarlögin. Landsyfirdómurinn var lagður niður með hæstaréttarlögunum og dómstigunum því fækkað í tvö. Síðustu dómar hans voru kveðnir upp 22. desember 1919. Hæstiréttur tók við þeim mál- um, sem áfrýjað hafði verið til Landsyfirdóms, en eigi dæmd þar, þegar lögin gengu í gildi.“ óháð dómsvald frumskil- yrði þess, að heilbrigt þjóðlíf geti þróast „Fjöldi þjóða býr ekki enn við réttaröryggi, en reynsla kynslóð- anna kennir, að óháð dómsvald er frumskilyrði þess, að heilbrigt þjóðlíf geti þróazt. Helgustu mannréttindi verða ekki í raun tryggð nema í skjóli sjálfstæðs og óhlutdrægs dómsvalds. í stjórnarskrá okkar eru ákvæði um dómsvaldið og sjálfstæði þess. Þar segir einnig, að dóm- endur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögun- um. Er þar ekki aðeins átt við lög í stjórnskipulegri merkingu, heldur og réttarreglur almennt. Sett lög ná ekki til allra fyrir- bæra mannlegs lífs, sem undir úrlausn dómstóla koma, og stundum fylgja lögin ekki iiægi- lega eftir breyttum þjóðarhög- um. Verða dómendur þá að fylla í eyðurnar, skýra lögin svo sem bezt hæfir þjóðfélaginu og túlka þau eftir réttarþörfum tímanna. Það á við verk dómenda eins og önnur mannleg störf, að margt orkar tvímælis, þá gert er, en dómendur þjóðarinnar verða að kappkosta að gera dóma sína þannig úr garði, að þeir standist dóm reynslunnar, þjóðarinnar og sögunnar til langframa.“ -SS. fram á, að Landsyfirdómurinn yrði gerður að æðsta dómstóli og dómendum hans fjölgað. Á næstu áratugum voru síðan flutt á Alþingi mörg frumvörp um afnám dómsvalds Hæstaréttar Danmerkur í íslenzkum málum. Samþykkt voru frumvörp um það á þingunum 1893 og 1895, en þeim var synjað staðfestingar konungs. Benedikt Sveinsson sýslumaður hafði á þessum ár- um forystu um framgang þessa máls. I uppkasti að lögum um ríkisréttarsamband Danmerkur og íslands, sem meiri hluti millilandanefndarinnar frá 1907 samdi vorið 1908, Uppkastinu svonefnda, var Hæstiréttur tal- inn til sameiginlegra mála, en ákveðið, að þegar gerð verði breyting á dómskipun landsins, gæti löggjafarvald íslands þó sett á stofn innanlands æðsta dóm í íslenzkum málum. Hér var íslendingum boðið að taka æðsta dómsvaldið til sín, en eins og kunnugt er, taldi meiri hluti alþingiskjósenda 1908 önnur ákvæði uppkastsins svo óað- gengileg, að það var fellt á Alþingi 1909. Með sambandslögunum 1918 fékk Island viðurkenningu sam- bandsríkisins á fullveldi sínu og tók í sínar hendur bæði frarm kvæmdar- og löggjafarvaldið. í 10. gr. þeirra var ákveðið, að Hæstiréttur Danmerkur skyldi hafa á hendi æðsta dómsvald í íslenzkum málum, þar til ísland kynni að ákveða að stofna æðsta dómstól í landinu sjálfu. Og í 17. grein var svo mælt, að rísi ágreiningur um skilning á ákvæðum sambandslaganna, skyldi æðsti dómstóll hvors Björn Svein- björns- son, forseti Hæsta- réttar. Hæstiréttur Islands ara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.