Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1980 3 5 Síðbúin kveðja: Guðrún Finnboga- dóttir frdLitluhlið Þótt liðið sé nú á annað ár frá andláti Guðrúnar frá Litluhlíð, langar mig til þess að minnast hennar nú á áttugasta og sjöunda afmælisdegi hennar. Guðrún Jóna Margrét hét hún fullu nafni. Fædd 16. febrúar 1893 í Hvestu í Arnarfirði. Fór 4 ára gömul með foreldrum sínum, Mikkalínu Sörensdóttur og Finn- boga Ólafssyni, að Reykjarfirði í Arnarfirði. Þar bjuggu þá hjónin Guðrún Ólafsdóttir, systir Finn- boga og Vigfús Sörensen, bróðir Mikkalínu. Mikkalína lést meðan Guðrún var enn innan fermingar- aldurs. Finnbogi stundaði sjó þessi ár og dvaldist Guðrún þá í skjóli ættingja sinna í Reykjar- firði. Finnbogi kvæntist í annað sinn og hét seinni kona hans Valgerður Jóhannesdóttir, frá Innri-Múla á Barðaströnd. Flutt- ist Guðrún með þeim hjónum að Gerði á Barðaströnd árið 1911, þá 18 ára að aldri. Brátt kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum, Þorsteini ólafssyni, f. 23. nóvem- ber 1890, sem átti heima í Ytri- Miðhlíð, og voru þau heitbundin árið 1912, þegar Guðrún var beðin að fara til Reykjavíkur og læra til ljósmóður, en Barðastrandahrepp- ur hafði þá verið ljósmóðurlaus undanfarið ár. Guðrúnu langaði mjög til að læra, helst eitthvað bóklegt, enda reyndi hún alla ævi að afla sér þekkingar með lestri bóka, en efni og aðstæður voru engar til skólanáms, svo hún tók þessi boði og hélt til Reykjavíkur haustið 1912 og nam ljósmóður- fræði veturinn 1912—1913. Um vorið lauk hún prófi og skömmu seinna fæddist fyrsta barn þeirra, Sigurður Finnbogi, og var hann skírður í dómkirkjunni skömmu áður en ungu hjór.in héldu vestur. Þetta vor, 1913, var Guðrúnu veitt ljósmóðurstaða í Barðastranda- hreppi. Fyrsta árið voru þau í Gerði hjá föður hennar og stjúpu, en fluttust í febrúar 1914 á hluta jarðarinnar Innri-Miðhlíðar, þar sem þau byggðu sér lítinn bæ. Árið 1929 keyptu þau % hluta úr jörðinni Litluhlíð og fluttu þangað 9. júní 1929. Guðrún var á yngri árum grönn og kvik í hreyfingum, með rauð- brúnt liðað hár. Hún var alla tíð glaðleg og ræðin. Las feikimikið alla tíð. Þar sem hún hafði lengst af stórt heimili og þurfti að vinna flestan fatnað á heimilifólkið, vandi hún sig á að lésa jafnhliða því sem hún prjónaði eða spann og hélt þeim hætti alveg þar til hún lagðist banaleguna. Hún var mjög fær við allskyns prjón, og á seinni árum hekl, og þar að auki mjög lagin við alls kyns fatasaum og viðgerðir. Einn- ig var hún í kvenfélagi sveitarinn- ar. Hún hafði ekki aðstæður til ferðalaga utan sveitar sinnar, en reyndi að bæta sér það upp með lestri ferðabóka og korta. Meðan hún var ljósmóðir, þurfti hún skiljanlega að ferðast töluvert um sveitina, bæði á hestum sem hún hafði yndi af á yngri árum og gangandi. Þá voru árnar óbrúaðar og ekki búið að leggja vegi. Oft fór hún því erfiðar ferðir, ýmist frá ungbarni heima eða komin langt á leið að öðru. Síminn var ekki kominn í sveitina þá og sagði hún seinna, að sér hefði þótt verst að geta ekki frétt hvernig gengi heima. Þorsteini var alla tíð sýnt um að sinna börnum og kom það sér vel, einnig átti hún góða mágkonu og granna, sem léttu undir og eldri börnin lærðu snemma að gæta þeirra yngri. Eftir að hún komst á miðjan aldur fór hún að skrifa hjá sér atburði liðins árs um hver áramót, og upp úr því tók hún að halda dagbækur og hélt því áfram fram á síðasta ár. Börn þeirra Þorsteins voru: 1. Sigurður Finnbogi, býr á Patr- eksfirði, f. 10 apríl 1913, kvæntur Margréti S. Friðriksdóttur. Hún lést 1968. 2. Ólafía Kristín, f. 22. maí 1914, dáin 30. maí sama ár. 3. Ólafía Kristín, húsfreyja á Firði í Múlasveit, f. 25 ágúst 1915, gift Óskari Þórðarsyni. Hann lést á síðastliðnu ári. 4. Gunnar Þorsteinn, Kópavogi, f. 11. maí 1918, kvæntur Ástu Sig- mundsdóttur. 5. Mikal, býr á Patreksfirði, f. 4. júlí 1919, kvæntur Sabínu Sigurð- ardóttur. 6. Kristján Ólafur, Litluhlíð, f. 8. jan. 1922, dáinn 25. júlí 1973. 7. Þuríður, húsfr. á Patreksfirði, f. 3. janúar 1923. Gift Friðgeiri Guðmundssyni. Hann lést 1972. 8. Unnur, f. 11. ágúst 1924, dáin 27. ágúst sama ár. 9. Hösk'uldur, býr á Patreksfirði, f. 23. sept. 1925, kvæntur Ásrúnu Kristmundsdóttur. 10. Jóhann, býr í Litluhlíð, f. 24. ágúst 1928, kvæntur Kolbrúnu Friðþjófsdóttur. 11. Vigfús, býr á Patreksfirði, f. 3. júní 1930, kvæntur Páleyju Jó- hönnu Kristjánsdóttur. 12. Bjarni, býr á Patreksfirði, f. 6. febrúar 1933, kvæntur Helgu Jónsdóttur. 13. Ásta, húsfreyja í Rauðsdal, f. 10. mars 1936, gift Gísla Hjartar- syni. 14. Halldóra, f. 28. október 1939, dáin 5. júní 1940. 41 barnabarn eignuðust Guðrún og Þorsteinn. Kynni okkar Guðrúnar veru stutt en góð. Þau hófust árið 1972 þegar 10 ára dóttursonur minn fékk sumardvöl í Litluhlíð. Þegar drengurinn kom heim fyrsta haustið varð ég undrandi yfir því að Guðrún hafði prjónað neðan við sokkana sem hann fór með um vorið, og auk þess prjónað bæði sokka og vettlinga handa honum til vetrarins. Vegna þessa urðum við pennavinir næstu árin því þarna var drengurinn í 4 sumur við gott atlæti og var væntum- þykja þeirra gagnkvæm. Við nán- ari kynni okkar Guðrúnar upp- götvaðist að við þekktum sama fólkið frá Hokinsdal og Steina- nesi, þar sem móðursystir Guð- rúnar, Jóna Sörensdóttir var alin upp á Steinanesi og tengd Hokins- dalsfólkinu sem ég ólst upp hjá. Mig langar til þess að segja frá atviki sem lýsir hugulsemi og góðvild Guðrúnar í ininn garð. Þegar hún fór í Reykjarfjörð til að sjá æskustöðvar sínar í síðasta sinn, fór hún um landareign Hok- insdals og hirti hagalagða sem þar urðu á vegi hennar, kembdi og spann þá þegar heim kom og sendi mér síðan bandið. Fyrir aðra kann þetta að virðast smávægilegt, en fyrir mig var það mikilsvirði og gleymist ekki. Síðast þegar ég kom í Litluhlíð var Guðrún lasin en ekki var hún iðjulaus, því hún sat upp við dogg í rúmi sínu og prjónaði. Það var notaleg vellíðan að sitja á rúmstokknum hjá henni og hlusta atfrásögn hennar, sem var bæði skemmtileg og fróðleg. Guðrún prjónaði ekki bara sokka og vettlinga, heldur líka dúka sem nú prýða mörg heimili hjá skyld- um og vandalausum. Hún lést í Landspítalanum 11. okt. 1978. 18. sama mánaðar var fjölmenn kveðjuathöfn í Fossvogskirkju, en jarðarförin var gerð frá Haga þann 21. október. Þar var getigin mæt kona sem skilaði stóru hlut- verki með sóma. Eftir stendur hennar trausti maki á nítugasta aldursári. Friðrika Guðmundsdóttir Prestar skiptast á brauðum Á LIÐNU ári var tekin upp sú nýbreytni i safnaöarstarfi Hall- grimskirkju og Neskirkju að skipti voru höfð á starfsfólki einn sunnudag og er i ráði að endurtaka þessi skipti næsta sunnudag, 17. febrúar. Séra Arngrímur Jónsson mun messa í Neskirkju kl. 14 ásamt kirkjukór Háteigskirkju og Or- thulf Prunner organista, en séra Guðmundur Óskar Ólafsson mun á sama tíma messa í Háteigs- kirkju með kirkjukór Neskirkju og Reyni Jónassyni organista. Minning: Frímann Pálmason frá Garðshorni í dag er afmælið hans — aldurinn 76 ár. Rúm vika er liðin frá þeim umskiptum í lífi hans, sem við köllum andlát. Það þýðir að fjötrar jarðefnisins falla og andinn verður frjáls. Við vorum jafnaldrar að kalla. Hann var yngstur þriggja systk- ina, sem ólust upp í Garðshorni á Þelamörk, börn hjónanna Pálma Guðmundssonar bónda þar og konu hans, Helgu Gunnarsdóttur. Garðshorn er lítil jörð örskammt frá kirkjustaðnum, Ytri-Bægisá. Pálmi og Helga bjuggu þarna nær þrjá áratugi, hina fyrstu af þess- ari öld. Fátæk voru þau fyrstu árin, enda veiktist bóndinn af berklum og var lítt vinnufær um tíma. Þá voru ekki berklahæli á landi hér, og varð hann að una því að vera heima í gamla torfbænum. En hann náði allgóðri heilsu og starfsþreki og brátt batnaði efna- hagurinn svo að þetta heimili varð betur statt efnalega en mörg önnur á þessum slóðum. Ekki gat þó Garðshorn talizt kostajörð, en þarna ríkti vinnusemi, sparsemi og ráðdeild. Systkinin þrjú, Jóhanna, Stein- dór og Frímann, ólust upp í slíku andrúmslofti og urðu fljótt stoðir heimilisins. Ekki voru þau send í skóla utan barnaskólans (far- skóla) á Þelamörk. Þau voru ekki mörg ungmennin á þessum tím- um, sem nutu skólamenntunar. Systkinin í Garðshorni voru þó öll gædd ágætum námshæfileikum, en jafnframt voru þau vinnusöm og lagvirk. Jóhanna var elzt. Hún giftist á þrítugsaldri Kristjáni St. Jónssyni, Árnasonar, sem lærður var í orgelsmíði og ljósmyndagerð en bjó um árabil á Laugalandi á Þelamörk. Jóhanna og Kristján bjuggu tvö ár í Garðshorni, og var Frímann þá vinnumaður hjá þeim. Nú eiga þau heima á Akureyri. Steindór á einnig heima á Akur- eyri og hefur svo verið um ára- tugaskeið. Hann lærði ungur nokkuð til smíða og hefur stundað margs konar smíðavinnu og gerir jafnvel enn, þótt kominn sé fast að áttræðu. Yngri sonurinn í Garðshorni, Frímann, var öll sín bernsku- og æskuár heima, en er systir þeirra bræðra og mágur fluttust þaðan, hófu bræðurnir sambúskap þar. Var móðir þeirra innan stokks hjá þeim, því báðir voru ókvæntir. Þessi sambúskapur stóð í 15 ár. Þegar á fyrsta búskaparárinu hóf- ust þeir handa um aukna túnrækt. Skömmu síðar byggðu þeir nýjan bæ (steinhús), þá peningshús og hlöður, girtu land og ræstu fram eftir þörfum. Þeir urðu fyrstir manna í hreppnum til þess að byggja heimilisrafstöð knúna vatni. Vatnið var þó af skornum skammti, svo að aflið var lítið meir en til ljósa. Þessar fram- kvæmdir í Garðshorni urðu flest- ar á kreppuárunum milli 1930 og 1940. Sumarið 1941 kom til þeirra bræðra ung stúlka, ættuð af Vest- fjörðum, Guðfinna Bjarnadóttir að nafni. Er skemmst af að segja, að hún settist þar í bú sem eiginkona Frímanns. Næstu þrjú ár bjuggu þeir bræður á sinni hálflendunni hvor, en þá fluttist Steindór til Akureyrar en þau Frímann og Guðfinna tóku alla jörðina og bjuggu þar yfir 20 ár. Þarna urðu mikil þáttaskil í lífi vinar míns. Gott var að jörðinni hafði verið gert margt til góða, því að nú þurfti mörgu að sinna, er börn fæddust mörg og ört. Þau urðu átta alls. „Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni." Börn þeirra Frímanns og Guðfinnu stóðu ekki að baki foreldrum eða frændliði að gáfum og gjörvileik. En nú voru aðrir tímar en þegar Frímann og systkin hans voru að alast upp. Þessi börn fengu öll skólamenntun meiri eða minni. Þau eru, talin eftir aldri: Frið- gerður, lærð hjúkrunarkona, bú- sett í Svíþjóð, Pálmi, læknir í Stykkishólmi, Gunnar, félags- fræðingur og kennari við Mennta- skóla Akureyrar, Helga, kennari við Barnaskóla Akureyrar, Sig- urður, skrifstofumaður hjá SÍS í Reykjavík, Jóna, fóstra á Akur- eyri, Bjarni (hann dó á unglings- aldri), og Steinar, nemandi í Háskóla Islands. Allmörgum árum áður en Frí- mann kvæntist eignaðist hann dreng með vinnukonu í Garðs- horni, sem Margrét hét. Sonurinn heitir Kristján. Hann átti þýzka konu og með henni mörg börn, mun nú búsettur á Akureyri. Alls urðu börn Frímanns því níu, en um töiu barna-barna veit ég ekki. Sama árið og yngsti sonur þeirra Frímanns og Guðfinnu var fermd- ur, varð hún fyrir þeirri raun að lamast allmikið. Hefur hún síðan verið óvinnufær og dvalið lengi á sjúkrahúsum eða hælum. Fyrst eftir þessi sorglegu umskipti var hún þó heima í Garðshorni, var það mögulegt vegna þess að dætur hennar voru það vaxnar, að þær gátu tekið upp merki móður sinn- ar. Guðfinna er greind kona, bókhneigð og skáldmælt. Mörgum mundi finnast eðlilegt/L að eitthvert af níu börnum Frí- manns búi nú rausnarbúi í Garðshorni. Svo er þó ekki. Einn sonurinn, Sigurður, tók þó við búi af föður sínum, en hann bjó aðeins fá ár, líklega vegna þess að hann var ókvæntur. Þess vegna er það óskylt fólk, sem nú býr í Garðs- horni á Þelamörk. Fyrir allmörgum árum gisti ég að Ólafi Kristjánssyni, skólastjóra á Reykjum. Er hann vissi, að ég var kunnugur á Þelamörk, spurði hann um fólkið í Garðshorni, því að eitthvað af börnunum þaðan hafði stundað þar nám. Á þeim árum var svo mikil aðsókn að skólanum, að ekki var hægt að veita öllum, sem sóttu um skóla- vist. ólafur sagði: „Þá sverfur hart að mér, ef ég neita að taka á móti unglingi frá Garðshorni inn í skóla minn.“ Þessi ummæli þurfa ekki skýringar við. Það sem ég hef sagt hér um vin minn, Frímann Pálmason, er naumast meira en ómerkilegur rammi um mynd hans. Hvernig maður var hann? Mér koma fyrst í hug tvö orð sem svar: Drengur góður. Talið er að orðið drengur sé skylt drangur. Eiginleikar dragnsins eru m.a. staðfesta og traustleiki. Þannig var Frímann: Traustur, sannur, tryggur. En svo má bæta við: Greindur, góðvilj- aður og gamansamur i hófi. Við kynntumst mjög ungir — vorum saman í barnaskóla og í ung- mennafélagi. Við áttum að ýmsu leyti vel saman. Ekki man ég þess dæmi, að við reiddumst, þótt við tuskuðumst og flygjumst á. Leiðir skildust um árabil svo að við hittumst sjaldan. En eftir að ég fluttist til Reykjavíkur, gerði ég það að föstum vana að leita í átthagana á hverju sumri. Þá lét ég ógjarna hjá líða að koma í Garðshorn. Vinur minn mátti þá eiga annríkt, ef hann ekki felldi niður verk til þess að við gætum átt notalega stund saman. Væri þá gott veður tókum við okkur oft gönguferð upp í fjallshlíðina grös- uga og fagurgræna. „Fjallablær- inn frjáls og hreinn" átti svo vel við báða og í svo náinni snertingu við gras og grjót, fé, fáka og fuglasöng urðum við sveitastrákar á ný. En þetta leið hjá eins og allt annað. Hann hætti búskap og fluttist til Akureyrar. Þar hitti ég hann fyrst í sambýli við tvö af börnum sínum. Hann hafði stóra stofu fyrir sig í kjallara hússins. Er ég kom þangað til hans, tók ég eftir ýmsum hlutum, sem mér fannst ekki tilheyra rosknum sveitamanni, þeir minntu meira á börn. Ekki voru þó nein barna- börn hans í því húsi. En er ég hafði setið hjá honum litla stund, fékk ég skýringuna. Drenghnokki kom að glugganum sem var við jörð og stóð hálfopinn. „Frímann, má ég koma inn?“ Jú, það mátti hann, og svo komu fleiri. Ég komst að því, að svona væri það flest kvöld. Og nú sást, hvers vegna húsbóndinn hafði safnað að sér barnaleikföngum. Níu barna fað- irinn var ekki enn orðinn svo þreyttur á börnum að hann lokaði gluggum sínum og læsti dyrum til þess að geta hvílt sig í næði. Ég gæti haldið áfram að segja frá vini minum, Frímanni (sem ég í gamla daga kallaði alltaf Manna), en læt hér staðar numið. Mynd hans hér er ófullkomin, en ég held, að drættir hennar séu ekki falskir. Ég sendi konu hans, Guðfinnu, hlýjar kveðjur, hún ber þunga þraut, ennfremur börnunum öll- um, systkinum og öllum, sem sakna. Góður maður er genginn. Eitt sinn skal hver deyja, en „í hendi Guðs er hver ein tíð“. Eiríkur Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.