Morgunblaðið - 16.02.1980, Side 17

Morgunblaðið - 16.02.1980, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 17 Reyna Sovétmenn að leggja Júgóslavíu undir sig? Sem betur fer er það svo í þeim heitu umræðum, sem nú fara fram um utanríkisstefnu Bandarikjanna, að unnt er að heyra nokkrar yfirvegaðar raddir þeirra, sem eldri eru. Og bandarisk blöð, sjónvarps- og útvarpsstöðvar sýna nú meiri áhuga en oft áður á því að hlusta á þessar raddir. Auðvitað hefur verið hlustað á þær til þessa en tiltölulega skammt er liðið síðan banda- rísk dagblöð tóku að hvetja þessa menn til að skrifa á þær síður sínar, þar sem marg- víslegar skoðanir eru látnar í ljós. Nú má lesa þar greinar eftir marga sagnfræðinga, heimspekinga og fyrrverandi embættismenn, sem fegnir eru til þess að láta í ljós álit sitt á atburðum líðandi stundar á meðan almennur áhugi á þeim er vakandi. Unnt er að nefna mörg dæmi um þessa samvinnu, en hér verður staðnæmst við George Frost Kennan. George Kennan fæddist í Milwaukee og á 76 ára afmæli 16. febrúar. Hann hefur fylgst náið með sovéskum málefnum allar götur síðan hann fór sem ungur utanríkisþjónustu- maður til Eystrasalts-land- anna fyrir 52 árum. Hann aðstoðaði William Bullitt við að opna fyrsta bandaríska sendiráðið í Moskvu 1933. Síðan starfaði hann oftar en einu sinni í því sendiráði og varð sendiherra þar 1952 og síðar varð hann sendiherra í Júgóslavíu 1961-63. Þess vegna þótti skynsam- legt að eiga við hann bréfa- skipti um nýjustu áhyggjuefni manna í Washington, þ.e.a.s. að eftir fráfall Títós mar- skálks kynnu Sovétmenn að reyna að ná Júgóslavíu undir áhrifavald sitt. Kennan hafði þetta til málanna að leggja: 1. Aldrei hefur sést nokkur vísbending um það, að Sovét- menn hefðu hug á því að beita hervaldi til að ná Júgóslavíu aftur inn í ríkjahóp sinn. Hefðu Kremlverjar haft slíkt í hyggju hefði hentugasti tíminn til þess verið fyrir langa löngu. 2. Aðalatriðið er, að Sovét- menn eiga sér engan dyggan hóp stuðningsmanna í Júgó- slavíu, sem gæti skapað grundvöll fyrir ríkisstjórn, sem væri vinveitt Sovétríkjun- um og þjónað hagsmunum þeirra af undirgefni. Þar sem slíkan hóp er ekki að finna, hefði það einungis í för með sér gífurleg vandræði, ef sov- éski herinn reyndi að hernema landið. 3. Kennan bætir við, að her- námið jafngilti því meirihátt- ar hernaðaraðgerð jafnvel við bestu aðstæður. Júgóslavar ráða yfir þriðja öflugasta hernum í Evrópu og eru prýði- legir hermenn. Kæmi til hern- aðarátaka væru þeir búnir til bardaga á láglendi og síðan hyrfu þeir til fjallanna, sem liggja um landið endilangt. í George Kennan segir álit sitt síðari heimsstyrjöldinni börð- ust þeir í fjöllunum við 14 þýskar herdeildir. Nú eru þeir miklu betur undir það búnir að berjast í fjöllunum en þá. Ætti að gjörsigra þá þar þyrfti líklega minnst 30 til 50 her- deildir til þess. Ekkert bendir til þess, að Sovétmenn hafi búið sig undir slíkar aðgerðir_. 4. Þá bendir Kennan á, að til þess að komast til Júgó- slavíu þurfi Sovétmenn að fara með herafla sinn yfir Rúmeníu fimm til sex hundruð kíló- metra leið og líklega einnig yfir hluta Ungverjalands. Kennan telur, að þeir séu með lítinn sem engan herafla í Rúmeníu nema með samþykki Tito fagnar Leonid Brezhnev i Belgrad 1976. Eftir James Reston dálkahöfund New York Times rúmensku stjórnarinnar, og Kennan segir, að ekkert geti vakið eins mikla andstöðu hennar. 5. Yrði nokkur slík árás gerð myndu Búlgarar krefjast þess að fá að taka þátt í henni og nota tækifærið til að leggja undir sig júgóslavnesku Make- dóníu, sem þeir hafa ávallt sóst eftir. Kæmi til þess myndu Grikkir og Albanir blanda sér í málið og þá hæfist að nýju stríð á Balkanskaga ef ekki í Evrópu allri. 6. Að mati Kennans kæmi hér til álita svo mikið umrót, að áhrifa þess mundi gæta um alla Evrópu og leiða til end- urmats á því ástandi sem þar ríkir nú, ekki síst í Mið- og Austur-Evrópu. Kremlverjar, sem eiga nú þegar í nokkrum erfiðleikum með að hafa fulla stjórn á Varsjárbandalags- löndunum, væru ekki aðeins að stofna yfirráðum sínum þar í hættu, þeir gætu mjög líklega búist við því, að hernaðarað- gerðir í Júgóslavíu (sem mundu hafa gífurleg áhrif á ítalska hagsmuni) væri ekki unnt að einangra og kynnu þess vegna að leiða til allsherj- arstríðs í Evrópu og þá að öllum líkindum til bandarískr- ar þátttöku í því. Menn geta jafn auðveldlega verið sammála kenningu George Kennans um Júgó- slavíu eins og þeir geta verið ósammála honum um ótta hans yfir því, að stjórn Carters hafi gengið of langt í viðbrögð- um sínum við innrásinni í Afganistan. Hitt er athyglis- vert, að Kennan var höfundur þeirrar kenningar, að útþenslu Sovétríkjanna í heiminum yrði að „halda í skefjum", og hann varar menn við því nú að búast ekki við hinu versta vegna Afganistans og Júgóslavíu. Hér í Bandaríkjunum fara þannig fram umræður nú, ekki milli Carters og Kennedys — eða annarra forsetaframbjóð- enda, sem virðast hafa lítið til málanna að leggja. Heldur eru það alvarlega hugsandi menn í háskólunum og fyrrverandi starfsmenn ríkisins, sem fjalla um málin í dálkum blaðanna, sem hafa komist að þeirri niðurstöðu, að þessi vandamál séu of alvarleg til að einungis fréttamenn þeirra og dálka- höfundar skrifi um þau. BÍLASÝNING Sýnum laugardag og sunnudag frá kl. 1-6 Komið og skoðið hina vinsælu og sparneytnu Renault bíla íhúsakynnum okkar að Suðurlandsbraut 20 KRISTINH GUÐHASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.