Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 44
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 16 ráðherrar á launum: Hækkun launa ráðherra rúm 106 þús. verka- manns 17. þús. LAUNAHÆKKUN forsætisráð- herra landsins um næstu mánaða- mót verður 106.162 krónur á mán- uði vegna hækkunar verðbótavísi- tölu, sem hækkar um 6,67%. Á sama tíma hækka laun Dagsbrúnar- verkamanns, sem fær greitt sam- kvæmt 4. taxta og hefur unnið í 4 ár um 16.922 krónur. Hækkun forsæt- isráðherrans er því 6,3 föld hækkun Dagsbrúnarmannsins. Hækkun Reyndi að stela bað- mottunni og dritaði á gluggatjöldin VINALEGUR hrafn heimsótti nokkra íbúa við Sæviðarsund í Reykjavík fyrir skömmu og gerði þar ýmsar kúnstir heima- mönnum til skemmtunar. Húsmóðir við Sæviðarsund var að þvo baðherbergið hjá sér og hafði hún borið baðmottur út á hlað. Þar gerði krummi fyrstu atlöguna og reyndi að ná bað- mottunni. Þegar því var afstýrt gerði hann sig heimakominn og vildi komast inn í húsið, en ekki leizt húsráðendum á það. Þá gerði krummi sér lítið fýrir og kippti inniskó af einum á heimil- inu og síðan hélt hann áfram að stríða og skemmta fólkinu. Brauð var honum boðið og borð- aði hann býsn. Fjölda fólks bar að og tók krummi gestum vel og gantaðist í aliar áttir. Skyndi- lega tók hann flugið að næsta húsi þar sem einnig var verið að þrífa og forláta gluggatjöld héngu til þerris úti á svölum. Útflúraði krummi gardínurnar með driti sínu, en hélt síðan aftur í fyrri féiagsskap og tyllti sér á axlir nokkurra í hópnum áður en hann flaug á brott. Krumminn góði á húsvegg að gantast við mannskapinn. Sáttafundur í Flugleiðadeilunni FYRSTI sameiginlegi fundur deiluaðila í Flugleiðadeilunni, þ.e. Flugleiða, Flugfélags íslenzkra at- vinnuflugmanna og Loftleiðaflug- manna, verður haldinn hjá Guð- laugi Þorvaldssyni sáttasemjara n.k. þriðjudag kl. 2. annarra ráðherra er 100.500 krónur á mánuði eða 5,9 föld hækkun verkamannsins. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær eru laun Dagsbrúnarverkamanns, sem fær greitt samkvæmt 4. taxta og hefur unnið í 4 ár 253.704 krónur á mánuði. 6,67% hækkun um næstu mánaðamót hækka laun verka- mannsins í 270.626 krónur á mánuði. Mismunurinn er eins og áður segir 16.922 krónur. Laun forsætisráðherra eru nú 905.490 krónur á mánuði og hækka í 965.886 krónur vegna verðbóta. Auk þess hafa ráðherrar þingfararkaup eins og alþingismenn allir, sem er 686.142 krónur og verður 731.908 krónur. Samanlögð laun forsætisráð- herrans eru því 1.591.632 krónur á mánuði og verða um mánaðamótin 1.697.794 krónur. Hækkunin er 106.162 krónur. Aðrir ráðherrar hafa samanlögð laun og þingfararkaup 1.506.739 krónur á mánuði og hækka um mánaðamótin í 1.607.239 krónur. Hækkunin nemur 100.500 krónur á mánuði. Hækkun þingfararkaups um mánaðamótin er 45.760 krónum. Þess má geta, að í málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar er það sérstaklega tekið fram, að stefna ríkisstjórnar- innar sé, „að jafna lífskjör og bæta kjör hinna lakast settu í þjóðfélag- inu.“ Þess má að lokum geta, að 16 ráðherrar eru nú á launum hjá ríkissjóði, þar af 2 á forsætisráð- herralaunum. Mun þetta ástand þó eigi vara lengur en til mánaðamóta, en þeir 6 alþýðuflokksráðherrar, sem nýlega hættu störfum hafa ekki biðlaun í 6 mánuði, þar sem þeir þurfa að hafa setið 2 ár í ráðherra- stól til þess að fá biðlaun. V s Sævar á strandstað í gær, fullur af sjó, en í nótt átti að reyna að dæla sjónum úr bátnum á fjörunni og landa 10 tonnum af línufiski sem voru um borð. Ljósmynd Heimir Stígsson. Bátsstrand við innsiglinguna í Sandgerði: Lagðist á móti flóðinu og fyllti Sandgerði, 15. febrúar. VÉLBÁTURINN Sævar KR 19 strand- aði kl. rúmlega sjö í morgun sunnan við syðri grjótvarnargarðinn við höfnina í Sandgerði. Sævar, sem er sjötíu og þriggja lesta eikarbátur, byggður í Danmörku 1960, var að koma úr var Stóð báturinn nær kjölréttur á fjörunni í dag og virtist mjög lítið eða ekkert skemmdur. Vonuðust menn til að hann næðist á flot á flóðinu í dag um kl. 18. En um kl. 15.30 lagðist báturinn skyndilega á hliðina og sjór tók að streyma línuróðri inn til Sandgerðis með um 10 lesta afla þegar óhappið varð. Virðist sem bátnum hafi verið siglt fram hjá innsiglingaropinu og í strand en til þess að komast inn í höfnina þarf að taka nær vinkilbeygju á þessum stað. inn í hann og á flóðinu í kvöld var hann að mestu á kafi í sjó. Áhöfnin á Sævari var um borð í bátnum þar til hann lagðist á hliðina, en þá sóttu félagar úr björgunarsveitinni Sigurvon skip- verjana á gúmmíbát. Nú er verið að undirbúa björgunaraðgerðir og til stendur að dæla sjónum úr bátnum og taka úr honum fiskinn á fjörunni í nótt, um 10 tonn og síðan á að reyna að ná bátnum á flot á flóðinu í fyrramálið. — Jón Hjálmar Vilhjálmsson á Bjarna Sæmundssyni: „Ég held að austurgangan hrygni á suðaustursvæðinu44 „MÉR sýnist að þó dálítið sé eftir af hrygningarloðnunni hér ennþá, en aðeins lítill hluti miðað við það sem var í fyrra,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson leið- angursstjóri á Bjarna Sæ- mundssyni þar sem þeir voru staddir á Vestfjarðarmiðum í gær. „Ég held að hér sé efniviður í einhverja vesturgöngu, en eftir mínum kokkabókum að dæma yrði hún mun minni en í fyrra. í fyrra skiptist loðnan til helminga eða þar um bil til austurs og vesturs, en nú virðist aðeins um V% eða Vt vera eftir og það má gera ráð fyrir því að hún haldi suður á bóginn þótt svo kunni að fara eins og varð 1978 þegar hún hrygndi á staðnum. Hins vegar held ég að austur- gangan hrygni á suðaustursvæð- inu, þ.e. varla vestar með Suður- landi en á móts við Hornafjörð- Meðallandsbugt. Austurgangan er ennþá úti af Langanesi með um 10% hrognafyllingu, en þann- ig hefur staðan venjulega verið þegar loðnan hefur verið á móts við Hornafjörð. Þess ber að gæta að þótt það virðist vera svipað magn og sl. ár sem gengur nú austur og suður með landinu þá vantar miðað við s.l. ár stórlega á hinn endann, þ.e. gönguna sem fer væntanlega suður með Vest- urlandi." Viðrædur launþegasamtaka og st jórnvalda ef tir helgi INNAN Alþýðusambands íslands hefur verið kjörin þriggja manna nefnd til við- ræðna við stjórnvöld um kjara- málin. Nefndin, sem í eiga sæti Snorri Jónsson, starfandi for- seti ASÍ, Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri og Björn Þórhallsson, formaður Lands- sambands islenzkra verzlun- armanna, mun eiga fundi með forsætisráðherra eftir helgina. Samninganefnd Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hefur verið kölluð saman næstkom- andi þriðjudag klukkan 14, þar sem fjallað verður um kjaramál- in, en síðan munu fulltrúar BSRB síðari hluta næstu viku ganga á fund ráðherra og ræða samningsgerðina við þá. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið í gær hjá Kristjáni Thorlacius, formanni BSRB. Hann kvað full- trúa BSRB hafa áréttað við ráðherra, að fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs gerði BSRB gagntilboð um kjaramálin. Kristán kvað fundardag með ráðherra enn ekki hafa verið ákveðinn. Kristján kvað ráðherra hafa lýst því yfir, að áður en ríkið gerði opinberum starfsmönnum gagntilboð, vildu þeir ræða við fulltrúa BSRB. Hann kvað til- gang þessara viðræðna vera þann, að ráðherrarnir vildu kynna sér málið til hlýtar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.