Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 vik> "Mr MORötJlv- v KAFPINO Vl "1 , S=^. ((’ ________________^ ML. GRANI GÖSLARI Þá hefur mér loks tekizt að sigra þennan tind! Það er kúfur á súpunni — aldrei séð það fyrr? : f; i- \.u i Stjórnarandstöðu ber að gæta hófs BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Trompin eru dýrmætur gjald- miðill og séu þau meðhöndluð réttiiega má láta þau fram- kvæma minniháttar kraftaverk. í spilinu að neðan virðast fjórir tapslagir vera fyrir hendi en sé vel á haldið má fækka þeim um einn. Gjafari suður engin game. Norður S. G943 H. 95 T. G74 L. Á862 Vestur Austur S. D107 S. 5 H. 106 H. DG874 T. K93 T. ÁD85 L. KD1043 L. G75 Suður S. ÁK862 H. ÁK32 T. 1062 L. 9 Vestur spilar út laufkóng gegn fjórum spöðum. Suður sér þrjá tapslagi í tíglinum, má því varla gefa slag á tromp en tvö hjörtu verður í öllu falli að trompa í blindum. Eins og spilið liggur verður ekki komist hjá því að gefa slag á trompdrottninguna en í staðinn er hugsanlegt, að smærri trompin geti forðað falli. Útspilið er tekið í blindum og næst verður að trompa lauf heima. Að því loknu tekur suður tvo slagi á tromp og í ljós kemur, að vestur mun fá slag á drottning- una. Nú er gott að hafa byrjað á að trompa laufið því enn eru innkomur fyrir hendi til að trompa þau, sem eftir eru. Hjartaás og kóngur taka tvo næstu slagina og þegar suður spilar þriðja hjartanu gagnar ekki fyrir vestur að trompa. Hann lætur því lauf, trompað í blindum og lauf trompað heima. Þá spilar suður fjórða hjartanu og trompar en vestur verður að láta tígul því annars verður fjórða laufið í blindum fríspil. Og vestur verður að fylgja lit þegar síðasta laufið er trompað. Þar með hefur saður fengið fimm slagi á trompin sín og aðeins þrjú spil eftir á hendi. Allt slagir sem vörnin má fá og mun fá. n,18 Þessi endalok spils verða ávallt þungur biti að klingja fyrir vörnina. Fjórir öruggir slagir verða að þrem og ekkert við því að gera. COSPER 8251 CQSPEiL. „Heill og sæll, Velvakandi góð- ur. Enn langar mig að biðja þig þeirrar bónar að birta pistilinn minn. Ég vil þakka þér fyrir frá 1. þ.m., fjallið um áratuginn og allt það. Það er skelfing hvað menn eru skrítnir að vera að skrifa um þetta fram og aftur, hvenær ára- tug er lokið. Það er sem að segja hvítt sé svart, þegar sagt er að nýr áratugur hafi hafist um s.l. ára- mót. Alveg eins er hægt að segja það séu 4,5 ár í hálfum áratug, ellegar það séu 9 krónur í tíkallin- um. En ekki meira með það. I morgun var beðið um lag í óskalagaþætti sjúklinga í útvarp- inu. Það kitlaði mig dálítið undar- lega, þegar stjórnandinn sagði, að sem jólalagi, sem lagið var, yrði því kippt til hliðar og annað lag flutt í þess stað, þar sem svo skammt er frá jólum liðið — og langt til jóla. Þess var og vænst, að hlustendur skildu sjónarmið stjórnanda þáttarins. Þetta sjónarmið felli ég mig ekki vel við. Mér finnast jólalög, sem önnur lög, eiga fullan rétt og jafnan á flutningi í útvarpi hve- nær sem er á árinu. Vona ég næst, þegar beðið verður um flutning á bessu fallega lagi í óskalagaþætti, sem og öðrum jólalögum, að þau verði flutt athugasemdalaust, hvort sem það eru jól eða ekki. Og svo er það pólitíkin. Nú hefur Gunnari Thoroddsen tekist hið ótrúlega, að mynda starfhæfa ríkisstjórn, leyst þann vandann, sem flokksforingjarnir hafa glímt við árangurslaust svo vikum skiptir ef ekki mánuðum. Það væri ekki ótrúlegt að stjórnmálamenn- imir þökkuðu þetta framtak, því vonandi dylst þeim ekki að land- inu er meiri þörf á styrkri stjórn heldur en endalausu þrefi og togi, karpi um kóngsins skegg. Það er mikil ábyrgð sem hvílir á hinni nýju stjórn að leiða mál til farsælla lykta fyrir land og þjóð. Það er ekki minni ábyrgð, sem hvílir á stjórnarandstöðunni, að haga andstöðu sinni á þann máta að allir hafi sæmd af, en ekki skaðann og skömmina. Því miður hefur stjórnarandstöðu stundum brugðist bogalistin, en þess má gjarnan gæta að feilskotin hitta hana sjálfa heima, og því er stjórnarandstöðunni mikilvægt að huga vel að málum, og skemma ekki fyrir sér og öðrum, þjóðinni allri. í raun og veru erum við öll, hin Viljið þér konjak með kaffinu — þá ætla ég að sækja fingurbjörgina mína? Maigret og vínkaupmaöurinn 47 varð honum einhverra hluta vegna hugsáð til samtals þess sem hann hafði átt í dyngjunni á Place des Vosges daginn áður og tautaði lágt: — Undarleg kona! — Hver tekur nú við stjórn fyrirtækisins? — Hún. — Er hún inni í málunum? — Nei, það hcld ég ekki, en hún verður fljót að setja sig inn í þau og ég er nokkurn veginn viss um að hún kemur til með að standa sig með sóma og sann. Ég gæti ímyndað mér það liði ekki á löngu unz hún léti Louceck fá reisupassann. Hann var að lesa grein um hafsbotninn þegar þeirri hugs- un skaut allt í einu upp i kollinn á honum. hvað það hefði nú aftur verið sem Gíraffinn hefði sagt um bókarann? Að hann væri næstum splunkunýr starfsmaður. Að hann hefði aðeins unnið þar fáeina mán- uði. Hafði fyrirrennari hans farið af eigin hvötum, eða hafði honum verið sagt upp? Hann þurfti að fá svar við þessu á samri stundu. Þessi hugsun kom honum i nokkurt uppnám, hann fletti upp í símaskránni og fann nafn ungu stúlkunnar. Siminn hringdi mörgum sinnum, en það var ekki svarað. Kannski Giraffinn og móðir hennar hafi farið i bió eða i heimsókn til ættingja sinna. Klukkan hálf átta um kvöldið hringdi hann aftur, en allt kom fyrir ekki. — Heldurðu að hún viti eitt- hvað? — Ég efast um að hún hafi gert sér grein fyrir að það hafi haft nokkra þýðingu fyrst hún heíur ekki minnzt á það. Reynd- ar getur vel verið að þetta sé eintómur hugarburður í mér. Ég held að það séu svo margir lausir endar í þessu máli að það sé eiginlega ekkert sem veru- lega er hægt að festa hendur á. Þrátt fyrir allt var þetta nú ágætur sunnudagur. Um kvöld- ið borðuðu þau kalt kjöt og ost og klukkan tíu voru þau komin í rúmið. Og I staðinn fyrir að fara rakleitt á Quai dcs Orfevres næsta morgun hringdi Maigret til Lapointc og bað hann að koma og sækja sig í bíl. — Hafið þér getað hvílst um helgina, húsbóndi góður? — Eiginiega hef ég varla risið upp úr hægindastólnum mínum alla helgina. Það liggur við ég sé stirður í skrokknum. Allir voru mættir þegar hann kom á Quai de Charenton en allt var með róiegum og yfir- veguðum brag eins og starfs- fólkið virtist ganga að vinnu sinni rétt eins og aðra daga. — Meðan þú bíður eftir mér geturðu skraíað dálítið við bók- arann. Hann gekk upp stigann, barði að dyrunum og sá Gíraff- ann líta á sig og brosa glaðlega. Það var alltaf á henni þannig svipur sem henni væri eilítið skemmt innra með sér. Eftir Georges Slmenon Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á islensku — Þér voruð ekki við útför- ina, sagði hann. — Starfsliðið var beðið um að koma ekki. — Hvcr gaf þau fyrirmæli? — Hr. Louceck. Hann sendi boð um það. — í gær datt mér allt í einu dálítið í hug. Ég hef satt að segja ekki velt þvi fyrir mér áður. Þegar þér minntust á bókarann held ég að þér hafið sagt að hann væri nýr í starfi? — Já, hann byrjaði 1. júlí. Það er einkennilegt að þér skulið einmitt nefna það í dag. — Ilvers vegna? — Vegna þess að mér varð sjálfri allt í einu hugsað um það í gær, þegar ég sat og var að horfa á biómynd og þá datt mér líka í hug, að kannski ætti ég að segja yður frá manninum, sem var í þessu starfi á undan honum. Gilbert Pigou. Hann hætti í fyrirtækinu í júní, síðast í mánuðinum, ef ég man rétt og þess vegna var ég satt að segja ekkert með hugann við hann og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.