Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 31 Undur í Draumalandi Athugasemdir um frelsi og valdbeitingu „Take care of the sense and the sounds will take care of themselves.“ Lewis Carroll. (úr Lisu i Undralandi). Skrif þessi eru seinni hlutinn af svari mínu við grein Sveinbjarnar Halldórssonar í Þjóðviljanum 20. jan. sl., en fyrri hlutinn birtist í Morgunblaðinu í gær. Önnur tilvitnun Svein- bjarnar í grein mína Sveinbjörn heldur áfram þar sem frá var horfið, og skrifar næst: „En hvað er það þá, sem Kjartan á við með „jákvæðu markmiði". Sem betur fer tekst honum að útskýra það að nokkru leyti sjálfum á öðrum stað: „frjálst markaðskerfi er forsenda þess að frelsinu sé viðhaldið". Þetta er miklum mun skiljanlegra. Við sjáum að hvenær sem frelsi verður markmið í samfélagi, sem er óumbreytanlegt, tekur það á sig mynd lýðskrums." í fyrsta lagi þykja mér það fréttir, svo ekki sé nú meira sagt, að ég lifi í óumbreytanlegu sam- félagi. í öðru lagi var ég alls ekki að útskýra hvað ég ætti við með orðunum jákvæð markmið. Ég var einungis að geta kenningar sem frjálshyggjumenn aðhyllast. Þetta veit Sveinbjörn vel, því að af yfirlögðu ráði byrjar hann tilvitn- unina inni í miðri setningu til þess eins að slíta hana úr samhengi. Meiningin, orðrétt uppúr grein minni er hins vegar svona: „Eins og fram hefur komið, halda frjáls- hyggjumenn fram kenningu um mikilvægi frelsisins. En þeir halda líka fram kenningu um forsendu frelsisins. Þeir telja m.ö.o. að frjálst markaðskerfi sé forsenda þess, að frelsinu verði viðhaldið." Hvort sem ég nú aðhyllist þessa kenningu eða ekki, þá hefur Svein- björn hvorki rétt né ástæðu til að gera mér upp þá skoðun, að frjálst markaðskerfi sé jákvætt markmið í sjálfu sér. Ég minni Sveinbjörn á, að í það eina skipti sem ég notaði orðin jákvæð markmið í grein minni, þá var ég ekki að fjalla um það, hvað ég teldi vera jákvæð markmið, heldur hitt, hvað ég teldi að væru almennt viðurkennd jákvæð markmið. Grein mín í heild fjallaði alls ekki um það, hvað ég tel jákvæð markmið og hvað neikvæð. Hún fjallaði hins vegar öðru fremur um það, hvað ég tel skynsamlegt og hvað óskynsamlegt í stjórn- málaumræðum. En það sem ég tel skynsamlegt, þarf ég ekki þar með að telja jákvætt markmið, því gera verður greinarmun á jákvæð- um markmiðum og skynsamlegum leiðum. í grein minni „Stjórnmál og skynsemi" benti ég á þá staðreynd, að Marxistar eru aldrei til um- ræðu um þá kenningu frjáls- hyggjumanna, að frjálst mark- aðskerfi sé forsenda frelsis, enda hefði þeim aldrei tekist að gagn- rýna hana af neinu viti. Svein- björn heldur uppteknum hætti sinna skoðanabræðra, þv' bað eina sem hann hefur um kenninguna að segja, er það, að hún sé lýðskrum. Einkar athyglisverð afstaða, verð ég að segja, ekki síst ef rök hefðu fylgt henni. En því miður! Svein- björn virðist hafa gleymt þeim. Mér leyfist kannski að benda honum á það, að eitt helsta einkenni lýðskrums eru órökstudd stóryrði. Hafi ég hins vegar rangt fyrir mér, þá ætti Sveinbirni að vera í lófa lagið að benda mér á það, hvenær og hvernig Marxistar hafi afsannað kenningu frjáls- hyggjumanna. Þriðja tilvitnun Svein- bjarnar í grein mina Þriðja og síðasta tilvitnun Sveinbjarnar í grein mína, ásamt athugasemdum er eftirfarandi: „Á einum stað í grein sinni segir Kjartan orðrétt: „Það þjóðfélags- ástand að valdbeiting manna gegn öðrum er eins lítil og mögulegt er, það ástand er til marks um það að frelsi sé það við lýði.“ Það er augljóslega eitthvað bogið við þessa staðhæfingu. Samt er hún ekki misskilningur, því að eins og höfundur gefur réttilega í skyn þá getur frelsi ekki verið við lýði nema valdbeiting komi til. Hitt er aftur óskiljanlegt hvernig sú valdbeiting geti hugsanlega verið meiri eða minni en mögulegt er. Við sjáum að í öllum löndum þar sem „frelsi er við lýði“ hafa menn verið fangelsaðir eða hótað fanga- vist af pólitískum ástæðum. Fyrir Kjartani og fylgisveinum hans væri slíkt eflaust dæmi um „eins litla valdbeitingu og mögulegt er“. En fyrir þann mann sem er sviptur frelsi væri slík mælistika hrein og klár ógnun. Enda brúkuð í þeim tilgangi einum að réttlæta fangavist hans.“ Hér vitnar Sveinbjörn í þá lýsingu mína á þjóðfélagi, sem ég mun leggja til grundvallar fyrir skilgreiningu frjálshyggjumanna á orðinu frelsi. Sú skilgreining kom ekki fram í greininni sem ég skrifaði í desember en mun hins vegar birtast í næstu grein minni um merkingu orðsins frelsi. Lýs- inguna sækir Sveinbjörn í mynda- texta sem fylgdi greininni, en lýsingin kom að öðru leyti ekki fram í henni. Af þeim sökum skortir lýsingu mína alla nánari útlistun og er því óljós í meira lagi. Auk þess féll niður úr lýsingu minni orðið „geðþótta", en hún átti að byrja á eftirfarandi hátt: Það þjóðfélagsástand, að geðþótta valdbeitingu manna gegn öðr- um ... o.s.frv. Sveinbjörn segir mig gefa í skyn með lýsingu minni, að frelsi geti ekki verið við lýði nema valdbeit- ing komi til. Það er að vísu rétt, en aðeins í eftirfarandi skilningi: til að tryggja einstaklinga gegn hugsanlegri geðþótta valdbeitingu hvors annars, þá þurfa þeir um leið að beygja sig undir lágmarks valdbeitingu ríkisins, sem m.a. fellst í löggjöf þess og löggæslu. Sveinbjörn bendir síðan á, að í öllum löndum þar sem frelsi er við lýði, hafi menn verið fangelsaðir af pólitískum ástæðum. Þetta má vera rétt. Hugsanlega má finna dæmi um pólitíska fanga frá allflestum lýðræðisríkjum Vestur- landa, þó auðvitað séu slík dæmi hverfandi fá í samanburði við ógrynni þeirra í alræðisríkjum. Hins vegar viðurkenni ég ekki að pólitískar fangelsanir séu dæmi um „eins litla valdbeitingu og mögulegt er“. En er ég þá þar með að halda því fram, að frelsi sé ekki við lýði á Vesturlöndum? Nei, öðru nær, því þó svo að skilyrðið „eins lítil valdbeiting og mögulegt er“, sé nægjanlegt skilyrði fyrir frelsi í þjóðfélagi, þá er ekki þar með sagt að það sé nauðsynlegt skilyrði. Og þannig er það ekki hugsað í lýsingu minni. Nú kynni Svein- björn að spyrja, til hvers þessi lýsing sé, þar sem hún lýsi aðeins staðleysu en ekki. raunverulegu þjóðfélagi. Þá er því til að svara, að gagn hennar felst í því, að hún vísar okkur leiðina að þjóðfélagi enn frjálsari manna. Við getum reynt að nálgast þær þjóðfélags- legu aðstæður sem lýsingin gefur til kynna, án þess að þeim verði nokkurntíma fyllilega náð. En því betur sem okkur tekst að nálgast staðleysumarkmiðið; „eins lítil valdbeiting og mögulegt er“, því meira frelsi er við lýði. Sveinbjörn hefur því enn mis- skilið mig, en í þetta skiptið verður misskilningurinn að skrif- Ilættu Sveinbjörn minn góður að skrifa fyrir menntamannaaðalinn í Alþýðubandalaginu. sem af hræsni og hroka veltir sér upp úr óskiljanlegu frumspekirugli, rétt eins og hann sé einn í heiminum. Eftir Kjartan G. Kjartansson Síðari grein ast á minn reikning, því eins og fyrr er getið, er lýsing min langt frá því að vera nógu skilmerkileg. Síðasta athugasemd Svein- bjarnar við grein minni, felst í þeirri fullyrðingu, að frelsi geti ekki verið meira í einu landi en öðru, vegna þess að frelsi sé lögskipað!? I lýðræðisríkjum er frelsi manna verndað með lögum og í þeim skilningi er það kannski lögskipað. Hins vegar verður sú staðreynd aldrei röksemd fyrir þeirri fáránlegu firru, að frelsi manna geti ekki verið mismikið eftir löndum. Auðvitað er frelsi manna mismikið eftir því við hvaða stjórnarhætti þeir búa, Sveinbjörn þyrfti ekki nema einn flugmiða aðra leiðina, austur á bógin, til að komast að raun um það. Lokaorð Ég hef nú fjallað um þær athugasemdir sem Sveinbjörn gerir við grein minni, og fæ ekki betur séð en þær séu allar á misskilningi byggðar, en aðeins ein þeirra réttmæt. Hafi ég á röngu að standa, mun Sveinbjörn vonandi leiðrétta mig. Eins og ég gat um í upphafi, þá er drjúgur partur af Undralandi Sveinbjarnar þess eðlis, að ég veit ekki hvað snýr upp og hvað niður. Til marks um það sem ég ekki skil, er eftirfarandi tilvitnun í grein hans: „Það er í rauninni sama hvað fólk er sannfært um sjúkl- eika þessa samfélags og nauðsyn breytinga, það getur aldrei orðið annað en einstakt tilfelli ef mann- inn brestur mátt til að reina sig frá því. Það skiptir mestu að andstæðurnar séu raunverulegar, annars virðist sem löngunin sjálf verði sjúkleg. Það raunsæi, sem er blint á þá þverstæðu, sem felst í ofurveldi hlutanna, sýnist mér þjóna þeim tilgangi einum að breiða yfir hinar eiginlegu mót- sagnir." Ég myndi halda áfram að vitna, ef mér væri ekki illa við að láta endurprenta í Morgunblaðið draumóra úr Undralandi Svein- bjarnar. En þeim sem hafa áhuga á torráðnum texta vísa ég í grein hans. En að því slepptu sem ég ekki skil, og því sem ég hef tekið fyrir, þá eru enn eftir í greininni setningar, sem ég þykist skilja, og skil reyndar á þann hátt að mér er til efs um að maðurinn meini það sem hann segir. Dæmi um slíkt er upphaf greinar hans. Hann segir: „Það þarf tvennt til ef færa skal mann í fjötra: Lögskipað yfirvald og nákvæma skilgreiningu á frelsi. Ef mönnum finnst þetta þver- sagnafull staðhæfing, er það ein- ungis, af því að ríkjandi skipulag er í eðli sinu þverstæðufullt." Að sjálfsögðu þarf hvorki lög- skipað yfirvald né nákvæma skilgreiningu á frelsi til þess að færa mann í fjötra. Það eina sem þarf, er vald til að framkvæma verknaðinn. Menn hafa verið færðir í fjötra frá ómunatíð án þess að lögskipað yfirvald og skilgreining á frelsi hafi komið þar nokkru nærri. Þetta veit nú Sveinbjörn ef hann aðeins hugsar sig um. Ég get svo huggað hann með því, að fullyrðing hans er alls ekkert þversagnafull. Hún er fjar- stæða. Hún er hins vegar ekki fjarstæða af þeirri ástæðu að „ríkjandi skipulag er í eðli sínu þverstæðufullt". Orðin þversögn og þverstæða standa fyrir rök- fræðileg hugtök sem lýsa einkenn- um staðhæfinga, og koma því staðreyndum á borð við „ríkjandi skipulag" ekkert við. Má vera að „ríkjandi skipulag" sé í ósamræmi við stjórnarskrána, eða það sé sjálfu sér sundurþykkt, sem hvoru tveggja er allt annað mál. En jafnvel svo ógnvekjandi stað- reyndir myndu ekki nægja til að afsaka fjarstæðu Sveinbjarnar. Maður, líttu þér nær! Annað dæmi um furðulega full- yrðingu í grein Sveinbjarnar er eftirfárandi: „Nákvæm skilgrein- ing á frelsi hefur aldrei rúmað þá umbreytingu sem frelsið krefst." Hér virðist Sveinbjörn vera að halda því fram að orðið frelsi hafi aldrei verið skilgreint á svo víðtækan hátt, að skilgreiningin rúmi fyrirbrigðið frelsi. Til að geta haldið þessu fram verður Sveinbjörn að hafa einhverjar hugmyndir um það fyrirbrigði sem hann kallar frelsi. Hann gerir hins vegar enga tilraun til að skýra þessar hugmyndir sínar fyrir okkur hinum. En á meðan svo er þá höfum við enga mögu- leika á því að skera úr um sannleiksgildi fullyrðingar hans. Eina merkingin sem hægt er að fá út úr fullyrðingunni, er sú, að hann telur sig nota orðið frelsi í víðtækari merkingu heldur en skilgreiningar hafa hingað til gef- ið til kynna. Við frjálshyggjumenn notum orðið frelsi í ákveðinni merkingu. Þessa merkingu höfum við ekki valið af þeirri ástæðu að við teljum hana öðrum merkingum víðtækari heldur vegna þess að við teljum hana öðrum merkingum gagnlegri í umræðum um stjórn- mál. Sveinbjörn býður liins vegar ekki uppá neina merkingu fyrir orðið frelsi, og hann neitar að skilgreina það. Þar með er hann einnig að neita öllum skynsamleg- um umræðum um frelsið. Ég vil að lokum geta þess, eftir að hafa lesið, og skrifað um Undraland Sveinbjarnar, að ég held að honum liggi ýmislegt á hjarta. Og margt af því sem hann hefur að segja er áreiðanlega þess virði að aðrir fái að njóta þess með honum. Þess vegna þætti mér það hálf leitt ef honum hefur ekki tekist að rjúfa einangrunina sem honum er svo tíðrætt um. Hafi ég á réttu að standa að grein hans sé fremur í ætt við sveimhygli en skýra hugsun þá vil ég gerast svo djarfur að leggja honum ráð nú í lokin: Hættu Sveinbjörn minn góður að skrifa fyrir mennta- mannaaðalinn í Alþýðubandalag- inu, sem af hræsni og hroka veltir sér uppúr óskiljanlegu frumspeki- rugli rétt eins og hann sé einn í heiminum. Skrifaðu fyrir venju- legt fólk, og með því hugarfari að ekkert sem þú uppgötvir sé svo merkilegt að við hin getum ekki skilið það. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er hið skýra og einfalda mál íslenskrar alþýðu, og sú krafa sem hún gerir um skýrleik í hugsun og framsetningu, beittasta vopnið til að rjúfa þessa endemis einangrun. Þjóðhátíðargjöf Norðmanna: Ellefu fengu styrk 34 umsóknir bárust Úthlutað hefur verið styrkjum úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norð- manna á þessu ári. Norska stór- þingið samþykkti i tilefni ellefu alda afmælis íslandsbyggðar 1974 að færa íslendingum 1 milljón norskra króna að gjöf i ferðasjóð. Samkvæmt skipu- lagsskrá sjóðsins. skal ráðstöfun- arfénu, sem eru vaxtatekjur af höfuðstólnum. en hann er varð- veittur i Noregi, varið tll að styrkja hópferðir íslendinga tíl Noregs. Styrkir vora fýrst veittir 6r sjóðnum 1976 og fór nú fram fimmta úthlutun. Ráðstöfunarfé sjóðsins var að þessu sinni um sjö og hálf milljón króna. 34 umsóknir bárust um styrki en samþykkt var að styrkja eftirtalda aðila: Islensk grafík, heilsuverndarhjúkrunar- fræðingar, Flugvirkjafélag íslands, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík, Þroskaþjálfaskóli Islands, Kristilega skólahreyfing- in, 9. bekkur Grunnskóla Hvera- gerðis, Ferðafélag Islands, Islenska kvikmyndastððin, íþróttasamband fatlaðra, Norsku- kennslan í Miðbæjarskólanutft:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.