Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 25 Atriði úr einum af þremur þáttum um Meistara Jakob sem Leikbrúðuland mun sýna á næstunni. Leikbrúðuland: Meistari Jakob kominn á kreik ÞRÍR þættir um Meistara Jak- ob verða sýndir í Leikbrúðu- landi á næstunni. Þeir heita: Meistari Jakob bakar, Meist- ari Jakob gerist barnfóstra og Meistari Jakob og afmælistert- an. Fyrsta sýningin verður á morgun, sunnudaginn 17. febr- úar, á Fríkirkjuvegi 11, kl. 3. Síðan verða sýningar 3 næstu sunnudaga á sama tíma. Meistari Jakob bakar var fyrsta leikritið sem Leikbrúðu- land setti upp á Fríkirkjuvegi 11 fyrir 7 árum. Meistari Jakob gerist barnfóstra var sýnt árið eftir. Meistari Jakob og afmæl- istertan er nú sýnt í fyrsta sinn í Reykjavík. Finnskir tónlistarmenn í Norræna húsinu Fiðluleikarinn Seppo Tukiainen og píanóleikarinn Tapani Valsta halda tónleika i Norræna húsinu þriðjudaginn 19. febrúar nk. Seppo Tukiainen er fæddur 1939, Seppo Tukiainen nam við Sibeliusarakademíuna í Helsingfors og síðar erlendis t.d. í París hjá Chr. Ferras. Hann hélt sína fyrstu tónleika 1965, og hefur síðan leikið einleik á tónleikum í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku, Frakklandi og í Bandaríkjunum og unnið til margra verðlauna í tónlistarkeppnum. Tapani Valsta er fæddur 1921, hiaut menntun í píanó- og orgel- leik í Finnlandi og Frakklandi, varð dómorganisti í Helsingfors 1956 og frá 1967 hefur hann verið prófessor við Sibeliusarakademí- una. Hann hefur farið í tónleika- ferðir bæði sem píanó- og orgel- leikari í Vestur-Evrópu og Sovét- ríkjunum, og hann er þekktur sem framúrskarandi kammertónlistar- maður. Á efnisskrá listamannanna verða verk eftir Brahms (Sónata í d-moll), Debussy (Sónata), Wien- iawski, Jonas Kokkonen og Aulis Sallinen, sem hlaut tónlistarverð- laun Norðurlandaráðs 1978. Tæpar 70 millj. hafa safnast í Sundlaugar- sjóðinn GJAFIR í Sundlaugarsjóð Sjálfs- bjargar nema nú 67.235.000 krón- um. Laugin er nú fokheld og er kostnaðurinn þegar kominn upp í 90 milljónir. Á síðasta ári gengust Hjálpar- stofnun kirkjunnar og Lions- klúbbarnir fyrir söfnun í sund- laugarsjóðinn. Árangurinn af þeirri söfnun nam 30 milljónum króna. SJÓNVARPSBUDIN Sjötugur: Guðjón Sigurðsson múrarameistari Hann valdi sér múrverkið að ævistarfi, og ekki verður annað sagt en að hann hafi átt erindi inn á þann starfsvettvang. Mörg eru þau húsin hér í höfuðborginni, sem hann hefur reist, og öll bera þau meistara sínum hið fegursta vitni. Enginn hefur nokkurn tíma verið svikinn af verkum Guðjóns, því að þekktur er hann af vand- virkni, hagleik og heiðarleik. Um hágleik Guðjóns mætti margt skrifa. Fyrir utan sína eiginlegu iðn er hann liðtækur við margt annað. Hagleikur hans á tré og járn er frábær, og er það hreint með ólíkindum hverju Guð- jón getur komið í lag um hluti, sem aðrir myndu hvorki hafa nennu né útsjón til að glíma við. Iðjulaus hefur því Guðjón aldrei verið um dagana, og hefur margur skilað minna ævistarfi en hann. Guðjón fæddist hér í Reykjavík 16. feþrúar 1910. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Sigurðsson, verkamaður og steinsmiður, og Ólafía Jónsdóttir. Voru þau bæði ættuð úr Rangárþingi. Rætur ætt- anna lágu þó sumar hverjar lengra austur, því meðal forfeðr- anna voru fjölskyldur, sem misst höfðu allt sitt undir hraun og ösku í Skaftáreldum og leituðu sér þá athvarfs vestan sands og jökla. í þessum ættum hafa margir kjarnakvistir verið, einstaklingar kunnir fyrir hagleik og fjölþættar gáfur. Ekki var Guðjón alinn upp við auð og munað. Fór hann snemma að vinna og var um tíma í sveit á ágætu heimili í Borgarfirði. Sú dvöl hefur e.t.v. átt sinn þátt í að efla ást Guðjóns á náttúru, fegurð hennar og sérkennum. Hefur hann alla tíð haft mikið yndi af að ferðast um landið og kynna sér sögu og sérkenni mannlífs g byggða. Kona Guðjóns er Margrét Gunnarsdóttir frá Vestmannaeyj- um, ættuð úr Árness- og Rangár- vallasýslum. Er Margrét greind kona og gjörvuleg eins og hún á kyn til. Eignuðust þau hjónin fjögur börn, en þau eru: Auður, kennari, gift séra Kristjáni Rób- ertssyni fríkirkjupresti, Unnur, ballettdansari í Svíþjóð, Bergljót, húsfreyja í Reykjavík, gift Jó- hannesi Eiríkssyni prentara, og Bragi múrarameistari á Egils- stöðum, kvæntur Sigrúnu Bene- diktsdóttur. Heimili Guðjóns og Margrétar hefur lengst af verið að Reykja- hlíð 12. Hafa þau hjónin verið þekkt fyrir gestrisni og rausnar- brag. Ber heimili þeirra þess vott, að þau eru bæði unnendur fróð- leiks, góðra bóka og fagurra lista. Um langt skeið var Guðjón virkur í félagsmálum, bæði innan félagasamtaka múrara og Oddfell- ow-reglunni. Þá hafa þau hjónln ávallt verið tryggir meðlimir Frí- kirkjusafnaðarins í Reykjavík. Á seinni árum hefur Guðjón dregið saman seglin í atvinnu- rekstri og umsvifum. Hafði hann þegar skilað góðu verki, enda ekki vanur að hlífa sér meðan hann var upp á sitt besta. En þó að Guðjón sé nú orðinn sjötugur fer því fjarri að hann beri áratöluna utan á sér. Enn er hann unglegur í yfirbragði, léttur á fæti og kvikur i hreyfing- um. Áhugi hans á mannlífi og málefnum er enn lifandi. Hugðar- efni á hann mörg. í góðar bækur sækir hann margan fróðleik. Skák stundar hann með góðum vinum af talsverðri íþrótt. Þá leikur hann einnig á ýmis hljóðfæri, og hefur það veitt honum marga ánægjustund. Ýmis eru þau verk- efni önnur, sem Guðjón er fundvís á, meðal annars það að gera öðrum greiða. Hjálpsamari maður en Guðjón Sigurðsson er vand- fundinn. Ættingjar og vinir Guðjóns óska honum og konu hans allra heilla á þessum merku tímamót- um. Mættum við öll enn um langa hríð njóta samvista þeirra og ánægjustunda á þeirra ágæta heimili. Tengdasonur. Nemendafélag Fósturskóla íslands: Tvískinnungur í innra starfi dagvistarheimilis BORIST hefur eftirfarandi til- kynning frá nemendaféiagi Fóst- urskóla íslands: „Fundur hjá nemendafél. F.í. vill benda á þann tvískinnung, sem ríkir í innra starfi dagvist- arheimila. Úttekt á sameigin- legum viðverutíma starfsmanna á deildum leiddi í ljós, að minnstan hluta dagsins annast báðir starfs- menn börnin. Á 20 barna deild á leikskóla má ætla, að sameigin- legur viðverutími fóstru og starfs- stúlku sé 3—3(4 klst. á dag. Er raunhæft að ætla einum starfsmanni það hlutverk að ann- ast 20 börn % hluta dagsins? Er rökrétt að tala um að 2 starfsmenn séu í fullu starfi, er ekki um að ræða 1 starfsmann í fullu starfi og 1 í hlutastarfi? Matar- og kaffitímar starfsfólks eru sjálfsögð réttindi, en á hvaða hátt snertir þetta innra starf á heimilunum? Er ekki tími til kominn, að rekstraraðilar og þeir, sem hags- muna eiga að gæta, horfist í augu við staðreyndir?" ÚTBOÐ H.F. Ölgerðin Egill Skallagrímsson óskar eftir til- boði í byggingu 4000 m2 verksmiðjubyggingar, sem er fyrsti áfangi byggingaframkvæmda fyrirtækisins að Grjóthálsi 9-11 Reykjavík. Utboðsgögn geri ráð fyrir að hægt sé að bjóða í verkið í heild eða verkhlutana hvern fyrir sig, burðarvirki, veggklæðningu o.fl. og þakklæðningu. Utboðsgögn verða afhent gegn kr. 100.000 skila- tryggingu hjá Vinnustofunni Klöpp h.f. Lauga- vegi 26, þriðjudaginn 19. febrúar næstkomandi. Tilboðum skal skilað eigi síðar en kl. 11.00 þriðju- daginn 18. mars 1980 til Vinnustofunnar Klöpp Laugavegi 26. HF. Ölgerðin Egill Skallagrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.