Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 Myndlistarsýningar Hafnfirðingurinn Jón Gunnars- son hefur lengi mundað pentskúf- inn, en hann var samtíða mér í Myndlista- og handíðaskólanum ár- in 1948—50. Jón er Hafnfirðingur í húð og hár, svo sem myndir hans gefa til kynna, en þar ber mest á viðfangsefnum tengdum sjávar- síðunni. Skip, bátar, saltfiskþvottur og hvers konar önnur vinna við aðgerð fisks ásamt ýmsu öðru úr atvinnulífi þjóðarinnar. Jón hefur sýnt nokkrum sinnum áður og ekki skortir hann frásagn- argleðina, það væri helst hægt að finna að myndbyggingunni og sam- setningu myndheilda en hér er hann æði mistækur. Mætti gjarnan vísa hér til skil- greiningar hugtakaorðabókar myndlistarinnar en hún segir svo „KOMPOSITION (myndbeyging) er dregið af latneska orðinu compon- ere, setja saman, — skipulag forma, hlutfalla, rýmis, lína, lita o.s.frv. Með því er athyglinni ekki beint að lýsjngu á hlutum almennt og ei heldur að einstökum línum eða litum, heldur að víxlverkun þessara þátta. — Skoðandinn skynjar myndbygginguna að vissu marki sem sjónræna samsvörun á eins konar „abstrakt" grundvelli. — Málverkið er flata-list margra vídda sem menn tengja á hugrænan hátt og gegna samsetningarlögmál- in veigamiklu máli. Einingar sam- setningarinnar verða að frumatrið- um myndbyggingarinnar. Skipulag þeirra og niðurröðun nefnast myndbyggingarlögmál. Algild lög- mál eru að vísu ekki til í ríki þessara þátta og atriða, en þó eru bæði til röð rökrænna og skynjan- legra lögmála, sem hafa annað hvort mannfræðilegan óbreytileika eða sjónræna meðvitund í uppbygg- ingu myndheilda, huglægra sem hlutlægra, — sem að öllu saman- lögðu skipta meginmáli." Þetta er hér sett fram vegna þess að undirrituðum þykir það megin- ókostur sýningarinnar hve þessi atriði eru oftlega vanrækt, en þó er þetta tvímælalaust sterkasta fram- lag Jóns Gunnarssonar til þessa og myndir líkt og nr. 13 „Við aftur- gálgann", 15 „Síðutogari" og 20 „Fárviðri" eru með áhrifamestu málverkum, sem ég hef séð frá hans hendi. Sömuleiðis hef ég vart séð betri vatnslitamyndir en nr. 2 „Sjótjarnir" og 12 „Kvöldstemmn- ing“, en þessar tvær myndir eru í senn einfaldar og hrifmiklar í uppbyggingu. Hér er myndlistarmaður i ótví- ræðri sókn. Ásgeir Lárusson er kornungur maður, sem hefur vakið athygli á síðustu árum fyrir einfalda og hreina myndbyggingu, í myndverk- um sínum sem hafa þó ekki verið lausar við ýmiss konar vafasamar tilraunir í átt til nýlista. Hann treður nú upp með allmargar mínatúrmyndir í vatnslit, í Galeríe Suðurgötu 7. Það er skemmst frá að segja að þetta mun ótvírætt vera kröftugasta framlag hans til mynd- listar fram til þessa. Litirnir í þessum litlu myndum eru í senn djúpir, hreinir og magnaðir ásamt því að formin eru ótrúlega fjöl- skrúðug þótt um skylda myndaröð sé að ræða. Hér er ekki síður á ferð angi nýlistar en margt annað er maður sér á þessum stað en öllu malerískara, myndrænna og gætt blæbrigðaríkum formrænum töfr- um. Þá er þetta meiri nýlist en fyrri tilraunir hans og hann afhjúpar innstu kima sjálfs sín án þess að þurfa að nota ljósmyndir af ytra byrði sínu. Hressileg sýning er þarfnast ekki margra orða en þeim mun gaumgæfilegri skoðunar. Galli á sýningunni er þó að sýningarskrá skortir með öllu nema hvað blað- snifsi með nöfnum og verði á myndum hangir á vegg. En það er hvergi nærri nóg nema fyrir sér- vitringa. Verði myndanna er mjög stillt í hóf. Þeir sem listum unna ættu ekki að láta þessa látlausu og þokkafullu sýningu fram hjá sér fara. Það er sjaldgæft, að maður er varla nokkur hefur heyrt getið sem málara eða myndlistarmanns opni yfirlitssýningu á verkum sínum og það sem meira er, þá er þetta fyrsta sýning listamannsins. Roland er ungur maður, fæddur 29. marz 1945, og ólst upp í Reykjavík. Skólunar virðist hann engrar hafa notið en hefur lagt sterka áherzlu á að fara ejgin leiðir frá upphafi, leitast við að rækta með sér sterk persónueinkenni. Satt að segja býst maður ekki við miklu er slíkar yfirlýsingar birtast í fjölmiðlum frá gersamlega óþekkt- um listamönnum og það var með hálfum hug ^ð ég nálgaðist Ás- mundarsal, þar sem sýningin er til húsa. En skemmst frá að segja, margt kom mér mjög á óvart á sýningunni þótt viðvaningsbragur sé á mörgum myndanna, sem ber vott um ónóga skólun. Máski er það akkur sýningarinnar, að maður bjóst ekki við miklu, en t.d. olíu- myndir líkt og „Móðir og barn (II),“ „Biðstöðin" (15) og „Sjálfsmynd" eru allt myndir sem að ósekju hefði mátt sjást á haustsýningum FIM. Vatnslitamyndin „Eyðibýlið“ er vel gerð mynd er minnir þó sterklega á Andrew Wyeth. Teikningarnar eru mjög misjafnar en myndirnar fjór- ar „Ein lína“ bera þó af sökum léttleika og lífrænnar tjáningar. — Ég skal viðurkenna, að ég hafði gaman af innliti á sýningu Rolands Símonarsonar og get ekki annað en óskað honum alls góðs i framtíðinni. Jón Gunnarsson á sýningu sinni i Norræna húsinu. Ásgeir Lárusson viA nokkrar mynda sinna að Suðurgötu 7. Frá sýningu Alfreðs Flóka i Djúpinu Sýning Alfreðs Flóka Roland Simonarson á sýningu sinni i Ásmundarsal. Það er jafnan líf og fjör yfir framtaki Alfreðs Flóka á sýn- ingarvettvangi, sýningar hans hefjast með pomp og prakt, enda kann maðurinn á fjölmiðla líkt og stafrófskverið. Þeir eru því fljótir á vettvang og ósparir á viðtöl, enda kemst Flóki ósjaldan hnittilega að orði og er dæmigerður bóhem og listamaður til orðs og æðis. Hann er óspar við að útmála snilli sína og notar þá gjarnan hástemmd- ustu lýsingarorð orðabókarinnar og minnir sem slíkur mjög á Salvador Dali, eins og ég hef reyndar áður bent á. — Þannig er Flóki listamaður, eins og fólkið vill hafa þá, og stímir það á sýningar hans og telur ekki eftir sér að festa sér myndir, þótt verði sé síður en svo stillt í hóf miðað við annað í myndlist á hinum þrönga listmarkaði vorum. Tali ég hreint út, álít ég myndir hans rétt verðlagðar, en svo sem ég hef oftlega áréttað, þá brenglar verðbólgan allt verðmætaskyn og verður þar myndlistin einna verst úti. Gott myndlistarverk ætti að kosta svipað og úrvals sjónvarps- tæki, en sá er munurinn, að málverkið glepur engan og gerir eigendurna stöðugt efnaðri á and- lega og veraldlega vísu og er að auk enginn tínjaþjófur. List Alfreðs Flóka tekur engum stökkbreytingum og gaf hann enda þá yfirlýsingu á blaðamannafundi, að hann væri fastheldinn. Fyrir- myndirnar eru að jafnaði mjög keimlíkar, fagrar og dularfullar konur, er leiða hugann að gjálífis- drósum, heillandi og flærðarlegar í bland. Þetta á við krítarmyndir hans, en þar finnst undirrituðum hann engu hafa bætt við sig. Máski telur listamaðurinn hann hafa á þessum vettvangi náð hámarki snilligáfunnar, en þar er ég ekki á sama máli, því að ég tel, að á þessum vettvangi geti Flóki náð mun betri árangri. Um penna^ teikningarnar á sýningunni „í Djúpinu" gegnir öðru máli, því að hér finnst mér Flóki í stöðugri sókn tæknilega séð, útfærslan er léttari og tjáningarríkari en hér áður fyrr, auk þess sem vinnu- brögðin eru fjölbreyttari. Það er hárrétt hjá Flóka, að nú séu aðrir tímar en þegar ekki mátti einu sinni teikna eða mála bert kvenmannsbrjóst án þess að stór- hneyksli þótti, — nú er erfitt að ofbjóða fólki, þakkað (eða van- þakkað) veri fjölmiðlum. Fyrir einum þrjátíu árum þurfti t.d. þekktur íslenzkur málari að mála kjól á nakta konu, til að banki nokkur keypti myndina og það varð málarinn nauðugur viljugur að gera, jafnvel þótt hann vissi, að það myndi stórskemma listaverkið. — Já, svona breytast tímarnir og mennirnir, með því að það, sem þótti harðsvírað lauslæti á árum fyrr, tekur naumast nokkur eftir í dag, menn nenna varla að tala um það lengur nema þá elstu árgangar saumaklúbba þjóðarinnar. Einmitt þetta stóreykur kröf- urnar um aukin vinnugæði, stór- aukna listræna kröfu, og það er mergurinn málsins um jákvæðu hliðina. Trútt um talað eru þó djarfar kynlífsmyndir langt frá því að vera uppgötvun tuttugustu aldarinnar, — þær eru jafngamlar listinni, en hafa ekki á öllum tímum verið svo mjög í sviðsljós- inu sem á síðustu árum. Ég tel, að það sé ekkert, sem nefnist klám í myndum Flóka, ef sú skilgreining fær staðist, að ekkert sé klám, nema það sem gerir fagra athöfn ljóta og ósið- sama. Klúðursleg meðhöndlun á erótískum atriðum og afbakað málfar er ótvírætt gróft klám, en þetta allt fært í listrænan búning er einungis hluti af veruleikanum, hugsunum og draumum fólksins, mínum, þínum og allra, sem á annað borð eru gæddir þeim kenndum, er viðhalda mannkyn- inu. Gólfskrið, svif og veggskrið Hallsteinn Sigurðsson, sem undanfarnar tvær vikur hefur verið með „skúlptúr“-sýningu í FÍM-salnum við Laugarnesveg, er einn af dugmestu og iðnustu myndhöggvurum af yngri kyn- slóð, er fram hafa komið á seinni tímum. Á undanförnum árum hefur þó verið frekar hljótt um nýsköpun af hans hálfu, en því meira um afsteypuframkvæmdir af fyrri verkum enda stóð maðurinn í stórræðum, hvað húsbyggingar snertir. En vinnu- stofa sú, er hann hefur byggt í Breiðholtinu, mun eitt stærsta gímald sinnar tegundar norðan Alpafjalla, en form hennar er síður en svo þesslegt, að það gleðji augað og hefur margur komið hér með hnyttilegar at- hugasemdir. Aðalatriðið er þó, að starfsaðstaðan sé þar góð og uppörvandi andrúm fyrir skap- andi listamann. Sýningin í FÍM-salnum minn- ir um margt á sýningu þá, er listamaðurinn hélt á vinnustofu sinni að Korpúlfsstöðum fyrir fáeinum árum, en myndirnar eru þó stærri og kröftugari í heild. Heildin er oftast vel hugsuð og sterk, en hins vegar freistast Hallsteinn til að bruðla með Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON aukaatriði, sem veikja heildar- myndina, og er það að sjálfsögðu til lýta. En listamaðurinn er að byrja aftur, þar sem frá var horfið fyrir nokkrum árum, svo að ósanngjarnt er að gera hér of miklar kröfur. í einstaka mynd- um svo sem nrT 5 og 6. „Vegg- skrið“ hittir listamaðurinn aftur á móti beint í mark, hvað heildina áhrærir og hér eru t i 4» Hallsteinn Sigurðsson við nokkur verka sinna. engin aukaatriði til staðar, er rugla skoðandann. Mér þykja salarkynnin á Laugarásvegi ekki bjóða upp á nægilega möguleika, hvað sveigjanlega lýsingu áhrærir fyrir þessa tegund mynda, en máski eru myndirnar of margar og standa of þétt. Ég hef séð stórkostlegar „skúlptúrsýn- ingar" erlendis, þar sem einung- is voru til sýnis örfá verk, en snilldarleg lýsing lyfti þeim upp í æðra veldi myndrænnar fag- urðar. Flestar mynda Hallsteins eru svartar en einnig eru þar hárauðar myndir, gular, grænar og bláar og allt þetta litaspil hefði einmitt þurft meira rými og fjölbreyttari möguleika í upp- setningu til að hver og ein mynd hefði komist til skila og notið sín til fulls. Þrátt fyrir allt þykir mér þessi sýning frísklegasta sýning, er ég hef séð hjá Hallsteini Sigurðs- syni og hún verðskuldar vissu- lega, að henni sé veitt fyllsta athygli og fólk ætti að vera óhrætt við að fjölmenna á hana nú, er í hönd fer síðasta sýn- ingarhelgin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.