Morgunblaðið - 21.02.1980, Qupperneq 41
fclk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980
41
+ FYRIR nokkru voru verðlaun veitt úr, Friðarverðlaunasjóði Martin Luther King. — Fór
afhendingin fram í borginni Atlanta. — Verðlaunin voru nú í fyrsta skipti veitt konu. —
Hún hafði fyrir 25 árum verið farþegi í strætisvagni í borginni Montgomery í Alabama. —
Hún hafði þá neitað að standa upp og rýma sætið. — Þessi kona er til hægri á myndinni,
Rosa Parks að nafni. — Það er ekkja Martin Luthers (til vinstri), sem kyssir þessa gömlu
gráhærðu blökkukonu á kinnina.
Saksóknarinn og þing-
forsetinn ræða málið
+ HER var fyrir skömmu sagt frá því í máli og
myndum að fjármálahneyksli eitt í Bandaríkjunum
næði til þjóðþingsmanna í Washington og voru þar
einkum fjórir þingmenn taldir eiga hlut að máli. Það
er bandaríska alríkis lögreglan FBI,< sem ljóstrað
hefur upp um þetta mál. — Og þessi mynd var tekin
fyrir skömmu á alvarlegum fundi um mál þetta. — Á
myndinni eru til vinstri og fjær saksóknarinn
Benjamin Civiletti og nær Thomas O’Neil þjóðþings-
forseti.
79 ára og
vantar nemendur
+ ÞETTA er einn mesti fiðlari
heimsins, — ef ekki sá mesti
segja sumir. Jascha Heifetz. —
Hann varð 79 ára núna í byrjun
febrúar. — Hann er hættur að
halda friðluleika og voru síðustu
tónieikar hans árið 1972. —
Árið 1975 varð Ileifetz að gang-
ast undir skurðaðgerð á axlar-
liði. — En allt um það, hann er
enn sístarfandi. — Á heimili
sínu í Los Angeles raeddi hann
fyrir skömmu við nokkra blaða-
menn. Hann sagði þeim þá að
hann hefði fyrir mörgum árum
farið að gefa sig að kennslu i
fiðluleik. — Og nú er hann
kennari við háskólann í S-Kali-
forniu — þó kennsla hans fari
nær öll fram á heimili hans. —
Hann kvaðst hafa yfir cinu að
kvarta, sig skorti nemendur, —
efnilega nemendur. bað væri
rétt að láta það berast út á
meðal almennings. Hann hefur
nú búið í stórborginni í yfir 30
ár og sagðist ekki sjá eftir þeim
árum sem hann hcfði átt þar
heima. Nú hefði hann áhyggjur
af stöðugt vaxandi reykmengun
í borginni. — Það fellur víst
undir stjórnmál og pólitik kem-
ur mér ekki við. — Tónlistin er
mín megin, held ég sjálfur, að
minnsta kosti!
Sýninga-
höllinni
viö Bíldshöföa
KARNABÆR:
Vörur frá öllum deildum og efni frá saumastofu.
Einnig úrvals hljomtæki frá SHARP og PIONEER.
STEINAR HF.
íslenskar og erlendar hljómplötur mikiö úrval
verö frá kr. 500 fyrir LP plötu.
BLOMAVAL
Græna torgiö fullt af grænmeti og ávöxtum.
SOL / TROPICANA
kynna ailar geröir af hinum bragögóða Tropicana
djús.
ISLENZK MATVÆLI
Síldarréttir og annað góögæti til sölu og kynnt.
GLIT HF.
íslenska keramikiö frá Glit í öllu sínu veldi til sölu
og sýnis.
I. Pálmason
Reykskynjarar og slökkvitæki.
SKOVERZLUN
ÞORÐAR PÉTURSSONAR
Skór á alla fjölskyiduna á ótrúlega góöu verði.
TOMSTUNDAHUSIÐ
býöur leikföng fyrir börn á öllum aldri.
GULLKISTAN
Gull og silfur skrautmunir — glæsilegar gjafavör-
ur.
MELISSA
kvenfatnaöur.
CÞorgeir Ástvaldsson stjórnar uppboöum sem
fram fara kl. 3—4.30 og 5.30. Þar geta
allir gert góö kaup. ^
Nýjar vörur teknar fram í dag og nú er
afslátturinn oröinn allt aö 70—80% af
búöarveröi.
Barnagæzla og veitingar á staönum, komið
- meö alla fjölskylduna.
Aöeins 1 dagur eftir.
Opið í dag kl. 1—6.