Morgunblaðið - 01.04.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.04.1980, Qupperneq 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 77. tbl. 67. árg. ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Til sátta horfir í stálverkf allinu Lundúnum, 31. marz. AP. TIL samkomulags horfði í stálverkfallinu í Bretlandi í dag eftir að sáttanefnd hafði mælt með, að verk- fallsmönnum verði boðin 15,5% kauphækkun. Bill Sirs, einn helsti leiðtogi Krabbi í lifur keisarans Kairó, 31. marz. AP. REZA Pahlevi, fyrrum írans- keisari, þjáist af krabbameini i lifur, að því er einn af læknum Maadi sjúkrahússins í Kairó skýrði frá í dag. Læknar fjar- lægðu miltað úr keisaranum í siðustu viku. Læknirinn, Faud Nuur, sagði að ekki þyrfti endilega að fjar- lægja lifrina líka. Lyfjum yrði beitt gegn krabbameininu í lifr- inni. Hann var spurður hvort keisarinn gæti lifað eðlilegu lífi, þó að krabbameinið hefði breiðst út til lifrarinnar, og svaraði hann því játandi. En aðrar læknaheimiiidir sögðu, að þegar krabbamein væri komið á það stig, sem nú virðist hjá keisaranum, þá væri sjúkdóm- urinn oftast banvænn. verkfallsmanna, sagðist mundu mæla með, að stál- verkamenn tækju þessu tilboði. Talsmenn British Steel sögðu að fyrirtækið myndi sætta sig við tilboð sáttanefndar, „þó þetta boð sé hærra en við höfum boðið, teljum við að fyrirtækið standi undir þessu,“ sagði tals- maður British Steel. British Steel hafði boðið 14,4% launahækkun en verka- lýðsfélögin hafa krafist 19,7% launahækkunar. Verkfall stál- verkamanna hjá ríkisfyrirtæk; inu hefur nú staðið í 13 vikur. í tillögu sáttanefndar er gert ráð fyrir sérstakri bónusgreiðslu ef ákveðinni framleiðni verði náð. Símamynd AP. Maður með byssu í hendi, hleypur á brott frá logandi bil í E1 Salvador. Sjá frétt á bls. 47. Yf ir 5 þúsund f allnir í bardögum í Laghman Nýju Dehlí. 31. marz. AP. YFIR 5 þúsund manns hafa fallið í hörðum bardögum í Laghmanhéraði í austurhluta Afganistans síðari hluta marz, að því er heimildir, sem Stoðin, sem gaf sig í togi á leið til Stafangurs. Simamynd AI’. hafa reynst áreiðanlegar, hermdu í Nýju Dehlí í dag. Sovétmenn hafa beitt stór- skotaliði, orrustuþotum og þyrlum á varnarlausa borg- ara og lagt mörg þorp í rúst. Fjöldi manns hefur flúið til fjalla. en að sögn er fjöldi kvenna, barna og aldraðra meðal hinna föllnu. Heimildir segja að Sovétmenn beiti nap- almsprengjum. Mannfall hefur verið mikið meðal skæruliða. Bardagar blossuðu upp af mikilli heift upp úr miðjum marz eftir að skæru- liðar réðust inn í Metrelam, höfuðborg fylkisins og kveiktu í opinberum byggingum, auk þess að fella fjölmarga opinbera starfsmenn. Afganskir stjórnarhermenn hafa hins vegar goldið mikið afhroð í bardögum við skæruliða. Þá hefur það lamað stjórnarher- inn mjög, að hundruð hermanna hafa hlaupist undan merkjum, vegna þess hve Sovétmenn hafa Rannsókn á stoðinni er hafin í Stafangri Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Mbl. Ósló, 31. marz. RANNSÓKN á stoðinni, sem gaf sig á norska íbúðarpallinum Alex- ander Kieiland, hófst i dag eftir að dráttarbátur kom með stoðina í togi til Stavangurs. Búist er við, að langur tími liði áður en niðurstöð- ur liggja fyrir. Þjóðarsorg ríkti í dag í Noregi og hvarvetna blöktu fánar við hálfa stöng. Ljóst er að 123 manns fórust i slysinu en 89 manns komust lifs af. Kafarar köfuðu í dag niður með Alexander Kieland, þar sem hann flaut á hvolfi í Norðursjó. Búist er við, að í pallinum séu mörg lík. Erfitt verður að koma pallinum til lands, þar sem óttast er að olíu- leiðslur á botni Norðursjávar kunni að verða fyrir hnjaski. Engar skýringar hafa opinberlega komið fram á orsökum slyssins í Norðursjó. Ýmsar kenningar hafa verið uppi. Meðal annars, að gaskút- ur, sem var skammt frá stoðinni sem gaf sig, hafi sprungið. Þá er hald margra, að málmþreyta hafi verið komin í stoðina. Fréttir hermdu í dag, að norska ríkisstjórn- in hefði ákveðið, að fresta borunum við Norður-Noreg, þar til rannsókn- ir lægju fyrir. Tilraunaboranir áttu að hefjast í maí. Þessi frétt var borin til baka. Ljóst er þó, að slysið á eftir að hafa afdrifaríkar afleið- ingar fyrir norskan olíuiðnað. Kröf- ur hafa komið fram um hert örygg- iseftirlit, svo og strangari kröfur til mannvirkja. Sérfræðingar fullyrtu að olíuborpallar á Norðursjó væru öruggir. Þær fullyrðingar stóðust ekki — slysið sem átti ekki að geta átt sér stað gerðist engu að síður. gengið grimmilega fram í bar- dögum og ekkert skeytt um óbreytta borgara. Babrak Karmal sagði í dag í viðtali við v-þýzka blaðið Spiegel, að Sovétmenn hefðu ekki beitt eiturgasi í landinu. Hann sagði að afganskir stjórnarhermenn berðust við skæruliða en ekki sovéskir hermenn. Fréttastofan sovéska, TASS sagði í dag, að það hefðu verið skæruliðar sem myrtu sendiherra Bandaríkjanna í Kabúl fyrir ári síðan. Skærulið- ar hafi ætlað að fá sendiherrann til að viðurkenna stuðning Bandaríkjamanna við Amin- stjórnina illræmdu. Afgönsk stjórnvöld kölluðu Amin „njósn- ara heimsveldissinna". Amin komst til valda í byltingu með stuðningi Sovétmanna. Taka stjórnvöld í íran við gíslunum? Teheran, Washington, 31. marz. AP BANI-SADR, forseti írans hélt í dag fund með náms- mönnum í bandaríska sendi- ráðinu í Teheran. Búist er við, að írönsk stjórnvöld muni tilkynna á morgun, þriðjudag, að fangarnir í sendiráðinu verði fengnir í hendur stjórnvöldum lands- ins. Hins vegar réðst ayatolah Khomeini harkalega á Bandaríkin í ræðu í dag og þykir margt benda til þess, að hörð valdabarátta eigi sér nú stað í íran og að erkiklerkurinn sé helsta hindrun- in í vegi fyrir, að stjórnvöld taki gíslana í sína vörzlu. Jimmy Cart- er, forseti Bandaríkjanna hætti í dag skyndilega við að halda ræðu á fundi. Þess í stað hélt hann fund með helstu öryggisráðgjöfum sínum en þessi fundur forsetans með öryggisráðgjöfum sínum átti sér stað skömmu áður en fréttir bárust um hugsanlega yfirtöku stjórnvalda á gíslunum. Embættismenn í Washington leiddu getum að því í dag, að írönsk stjórnvöld hefðu verið að reyna að binda endi á deiluna um gíslana, með því að segja frá skilaboðum bandarískra stjórn- valda. Með þessu hafi stjórnvöld viljað skapa óvissu og um leið reynt að fá gíslana í sínar hendur. Sjá frétt um íran bls. 47. Bardagar blossa enn upp í Chad N’Djamana. 31. marz. AP. BARDAGAR blossuðu upp aftur í dag eftir að leiðtogar hinna stríðandi afla í Chad höfðu sam- þykkt vopnahlé í gær, sunnudag. Vopnahléið var hið þriðja. Vonir um, að takist að koma á sáttum í landinu þykja nú litlar og svo virtist, sem Goukouni Queddi for- seti ætiaði að berjast til þrautar. Yfir 70 þúsund flóttamenn eru sagðir komnir til nágránnaríkisins Kamerún. Egyptar, Súdanir og Nígeríumenn hafa boðist til að reyna að koma á sáttum meða hinna stríðandi fylk- inga í landinu. Þrjár fylkingar, þeirra á meðal Queddi og kristnir menn, hafa myndað bandalag gegn herjum Hissene Habre, varnarmál- aráðherra landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.