Morgunblaðið - 01.04.1980, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 01.04.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRIL 1980 31 Haraldur Kristjánsson skipstjóri — 75 ára Sjötíu og fimm ára er í dag, afi minn, Haraldur Kristjánsson skipstjóri. Hann er fæddur að Miklaholtsseli í Miklaholtshrepp, þann 1. apríl 1905, sonur hjónanna Elínar Jónsdóttur og Kristjáns Þórðarsonar, Þórðarsonar alþing- ismanns frá Rauðkollsstöðum í Eyjahreppi. Elín var alin upp hjá ættmennum Kristjáns. Afi er einn af átján börnum þeirra hjóna, en aðeins tólf þeirra komust til fullorðinsára. Kristján faðir hans var búfræðingur að mennt og bjó að Miklaholtsseli þar til árið 1915. Þá fluttist fjölskyldan búferlum að Fossárdal í Fróðárhrepp. Afi var þó eftir í Miklaholtsseli um nokkurra mán- aða skeið, ásamt systur sinni Ásdísi, til að sjá um búið þar til hinn nýji ábúandi kæmi. Þrettán ára gamall fór afi að stunda sjómennsku með föður sínum og reru þeir á opnum báti. Fermingarárið réð afi sig í fiskvinnu til ísafjarðar og komst fljótlega sem matsveinn á skútu. Hann var í því starfi í tvö sumur, en vann sem vetrarmaður á bernskustöðvum sínum. Um sextán ára aldur lá leiðin til Vestmannaeyja. Okkur borgar- börnunum þykir merkilegt að heyra frá förinni til Eyja, er hann gekk við annan mann allt frá Olafsvík til Borgarness, með vertíðargallann á bakinu. Á leið- inn slógust svo fleiri í hópinn. Það er víst óhætt að segja að elsta kynslóðin má muna tímana tvenna. En hvað um það, til Vestmannaeyja fór hann og var á vetrarvertíð í fjögur ár ýmist sem háseti eða vélstjóri, en var á síld á Siglufirði á sumrin. Afi tók skip- sljóra- og vélstjórapróf í Eyjum samtímis árið 1925. Þá lá leiðin til Sandgerðis þar sem afi var vélstjóri á Svan II um þriggja ára skeið. Árið 1931 lét hann byggja 22 tonna bát í félagi við Gísla Eggertsson og Huxley Ólafsson. Þann bát, Eggert, átti þeir í þrjú ár og gerðu út frá Sandgerði. Árið 1933 giftist afi Ragnheiði Sigríði Erlendsdóttur, glæsilegri og góðri konu frá Hlíðarenda í Fljótshlíð. Ragnheiður var ekkja og átti tvo syni frá fyrra hjóna- bandi, Gunnar Hámund og Valdi- mar Ragnar, sem afi gekk í föðurstð. Valdimar lést árið 1975. Afi og amma eignuðust fjögur börn: Marinellu Ragnheiði, Kristj- án Erlend, Guðmund og Þórð. Barnabörnin eru nú orðin 19 talsins og barnabarnabörnin 16. Afi byggði stórt og glæsilegt hús fyrir ofan byggðina í Sand- gerði, sem þau nefndu Uppsali. Hann byggði þar einnig þurrfisk- reit, þar sem hann verkaði sinn hluta aflans, ásamt röskri fjöl- skyldu sinni. Það er álit manna að þetta hafi verið einstakt mann- virki miðað við þess tíma aðstæð- ur og unnið af miklum dugnaði og hugvitssemi. Á þessum tíma var afi lengst af vélstjóri á Muninn sem gerður var út frá Sandgerði. Árið 1942 gerðist hann skipstjóri á Kára Sölmund- arsyni og síðar á Freyju, þá á Víkingi og fleiri bátum. Afi var óvenju harðfenginn og fengsæll sjósóknari og sótti í hvaða veðrum sem var, svo að mörgum þótti nóg um. En alltaf skilaði hann skipi og mannskap ósködduðum heim, þótt hann reri oft einskipa í aftaka veðrum. Það sem eflaust hefur ráðið miklu um velgengni afa er það að hann er með afbrigðum veðurglöggur og þekkir gerla háttalag fisksins, fiskimið og sjólag. Það væri nóg efni í heila bók sögur af sjósókn afa og harðfengi, en þessar sögur hef ég flestar heyrt frá öðrum en afa, því að hann er hógvær maður og er ekki gefið um að segja frá sjálfum sér. Sjálfur þakkar afi gæfu sína og velgengni á sjómannsferli sínum því, að hann hafði Guð ætíð með í verkum og treysti honum. „Það var Guð og lukkan sem réði þessu,“ segir afi. Amma stóð sig með skörungs- skap í hinu erfiða hlutverki sjó- mannskonunnar, og sá um börn og bú með miklum dugnaði. Bernsku- ár systkinanna í Sandgerði eru bundin góðum minningum, sem blandnar eru trega og ótta við ofurefli hafsins og náttúruafl- anna. En gæfan fylgdi þeim ætíð. Árið 1947 fluttust þau alfarin til Reykjavíkur, og bjuggu á Hverfis- götu 108, þar til þau byggðu í Grænuhlið 22 ásamt dóttur sinni og tengdasyni. Amma lést árið 1977. Blessuð sé minning hennar. Eftir að þau fluttu til Reykja- víkur var afi skipstjóri á Kristínu og ’fleiri bátum í eigu Einars Sigurðssonar útgerðarmanns. Árið 1963 keypti afi mótorbát- inn Sjóla, ásamt tengdasyni sínum Jóni Guðmundssyni. Tveimur ár- um síðar komu þeir á fót saltfisk- og skreiðarverkun í Reykjavík. Árið 1971 keyptu þeir frystihús í Hafnarfirði, Sjólastöðina, sem þeir starfrækja enn í dag. Afi var skipstjóri á Sjóla allt til ársins 1975, eða til 70 ára aldurs. Þá hafði hann stundað sjómennsku í 56 ár, og þar af verið skipstjóri í 33 ár. Hafið átti hug hans, enda hefur mest af orku hans farið í að berjást við það ógnarafl. En hugur hans og hjarta rúmar einnig hið veika og vanmáttuga. Yngsta kynslóðin hefur alltaf haft mikil ítök í afa. Mörg okkar barnabarn- anna eigum okkar fyrstu bernsku- minningar tengdar „spássitúrum" með afa niður á tjörn með brauð- bita í poka handa litlu fuglunum. Og svo má ekki gieyma öllum þeim fróðleik og þeirri reynslu sem amma og afi miðluðu okkur af, úr sinni bernsku og fortíð sem eru okkur svo dýrmæt og gagnleg. Ég hef oft leitt hugann að því hve lánsöm við höfum verið að hafa fengið tækifæri til þess að alast upp í svo nánu sambandi við ömmu og afa, sem hafa reynst okkur svo vel og eiga svo margt gott skilið af okkur. Ég óska elsku afa mínum inni- lega til hamingju með afmælið í dag og Guðs blessunar. Dótturdóttir Leiðrétting I frétt Morgunblaðsins sl. laugardag um tónleika Kirkjukórs Akraness í Kristskirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, féll niður í upptalningu aðalverkið í flutningi kórsins, þ.e. Re- quiem eftir Gabriel Faure. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. 1974 — Upplýsingar frá Marin- er 10 gefa til kynna að enginn fylgihnöttur snúist um Merkúr. 1970 — Tillaga Frakka um ráðstefnu um hlutleysi Indókína. 1968 — Stórsókn hafin til bjarg- ar bandarískum landgönguliðum úr umsátri í Khe Sanh, Suður- Víetnam. 1966 — Ríkisstjórn Harold Wilsons endurkjörin í kosning- um í Bretlandi. 1964 — Francois Duvalier skip- ar sig forseta til lífstíðar á Haiti. 1%0 — Suður-Afríkustjórn bannar samtök blökkumanna (Afríska þjóðarráðið og Al- afríska þjóðarráðið). 1948 — Rússar hefja truflanir á samgöngum milli Berlínar og Vestur-Þýskalands. 1945 — Orrustan um Okinawa hefst. 1939 — Franco hershöfðingi tilkynnir að borgarastríðinu á Spáni sé lokið og Bandaríkin viðurkenna stjórn hans. 1937 — Stjórnarskrá Indiands tekur gildi. 1933 — Gyðingaofsóknir hefjast í Þýzkalandi. 1918 — Brezki flugherinn (RAF) stofnaður. 1867 — Stjórn Austur-Indíufé- lagsins lýkur í Malaya sem verður brezk krúnunýlenda. 1852 — Síðara Burma-stríðið hefst. 1666 — Frakkar taka St. Kitts, Vestur-Indíum, af Englending- um. 1572 — Frelsisstríð Hoilendinga hefst. Afmæli — Otto von Bismarck fursti, þýzkur stjórnmálaleiðtogi (1815-1898) - William Harvey, enskur eðlisfræðingur (1548— 1657) — Edmond Rostand, franskur rithöfundur (1868— 1919) — Sergei Rachmaninoff, rússneskt tónskáld (1873—1943) — Lafði Clementine Churchill, kona Sir Winston ChurchiII (1885-1977) - ' Debbie Reyn- olds, bandarísk leikkona (1932 - )• Andlát — 1548 Sigsmund I konungur af Póllandi. Innlent — 1855 íslendingar fá verzlunarfrelsi — 1772 Lyfsali á íslandi — 1871 Stöðulögin taka gildi — 1873 Hilmar Finsen tekur við embætti fyrsta lands- höfðingja — 1871 Landssjóður stofnaður — 1872 d. Skúli Thor- arensen — 1823 f. Vilhjálmur Finsen — 1936 Lög um alþýðu- tryggingar taka gildi — 1947 Askan frá Heklu nálgast Skot- land — 1899 f. Ásgeir Bjarn- þórsson. Orð dagsins. Hverja mínútu sem menn eru reiðir tapa þeir sextíu sekúndum af hamingju — Ralph Waldo Emerson, bandarískur rithöfundur (1803—1882). Veður Akureyri 2 alskýjað Amsterdam 13 heiðríkt Aþena 18 heiðríkt Barcelona 15 þokumóöa Berlín 10 heiörikt BrUssel 13 skýjað Chicago 6 skýjað Denpasar 32 skýjað Dublin 8 heiöríkt Feneyjar 15 skýjaö Frankfurt 12 rigning Genf 12 skýjað Helsinki 5 skýjað Hong Kong 25 skýjað Jerúsalem 22 heiðríkt Jóhannesarborg 23 heiðríkt Kaupmannahöfn 7 rigning Las Palmas 20 heiðríkt Lissabon 20 heiðríkt London 12 rigning Los Angeles 24 rigning Madríd 23 heiðríkt Malaga 23 heiðríkt Mallorca 18 heiöríkt Moskva 5 heiðríkt Nýja Delhi 30 heiðríkt New York 14 rigning Ósló 2 skýjaö París 12 rigning Reykjavík 4 skýjað Rio de Janeiro 37 skýjað Rómaborg 17 bjart San Francisco 19 heiöríkt Stokkhólmur 4 skýjað Sydney 23 heiðríkt Tel Aviv 24 bjart Tókýó 18 skýjað Vancouver 11 rigning Vínarborg 12 skýjaö mest se!da tímaritiö Nýtt tölublaö komiö út. — Glæsilegt og vandað. — Fróðlegt Kaupum Líf — Lesum Líf — Geymum Líf. Áskriftarsímar 82300 og 82302. skemmtilegt. FRJALST FRAMTAK HF. *ZrZ;*ío ” > - iski Koncf inSkars -'ntnaJEjkA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.