Morgunblaðið - 26.04.1980, Side 8

Morgunblaðið - 26.04.1980, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980 DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 2 ferm- ingarmessa Fella- og Hólasókn- ar. Sr. Hreinn Hjartarson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd. Altarisgönguathöfn fyrir ferm- ingarbörn og aðstandendur þeirra kl. hálfníu síðd. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa kl 2 síðd. að Norðurbrún 1. Sr Grímur Grímsson. BREIDHOLTSPRESTAKALL: Fermingar Breiðholtssóknar kl. 10.30 og kl. 13.30 Safnaöar- stjórn. BÚSTAÐAKIRKJA: Fermingar- guðsþjónustur í Bústaðakirkju kl. 10.30 og kl. 13.30. Sr. Jón Bjarman. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaöarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Fermingarguðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Laugardagur: Barna- samkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnudagur: Barnasam- koma í Fellaskóla kl. 11 árd. Fermingarguðsþjónusta í Dóm- kirkjunni kl. 2. Sr. Hreinn Hjartar- son. GRENSÁSKIRKJA: Sunnudaga- skólinn fer í heimsókn í Breið- holtssókn. Börn mæti kl. 10 árd. Guösþjónusta kl. 2 — altaris- ganga. Organleikari Jón G. Þór- arinsson. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Erlendur Sigmundsson mess- ar. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kirkjuskólinn fer í ferðalag kl. 2 á laugardag. Þriðjud. Bænaguðs- þjónusta kl. 10.30 árd. Beöið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Erlendur Sigmundsson mess- ar. Sr. Karl Sigurbjörnsson. GUÐSPJALL DAGSINS: Jóh. 16.: Ég mun sjá yður aftur. LITUR DAGSINS: Hvítur. — Litur gleðinnar HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 2. Sr. Arngrímur Jónsson. Organleikari Orthulf Prunner. KÁRSNESPREST AKALL: Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Fermingarguðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 10.30 árd. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSPREST AKALL: Barnasamkoma kl. 11. Jón Helgi, Sigurður Sigurgeirsson, Kristján og sóknarpresturinn sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 2. Sóknarprestur. LAUGARNESKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Aðalsafnaðarfundur strax eftir messu. Þriðjud. 29. apríl: Bænaguðsþjónusta kl. 18 og æskulýösfundur kl. 20.30. Sókn- arprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guösþjónusta kl. 2. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma kl. 11 árd. í Félagsheimilinu. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 2. Organleikari Sigurður ísólfsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Hámessa kl. 2 síöd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 síöd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. ENSK messa í háskólakapellunni kl. 12 á hádegi. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 10 árd. Helgunar- samkoma kl. 11 árd. Bæn kl. 20 og hjálpræðissamkoma kl. 20.30. NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háa- leitisbr. 58: Messur kl. 11 og kl. 17. FÆR. SJÓMANNAHEIMILIÐ: Kristileg samkoma kl. 17. Johann Olsen. MOSFELLSPREST AK ALL: Messa aö Mosfelli sunnudag kl. 14. Hestamönnum Haröar sér- staklega boöiö að koma ríöandi til kirkju. Eftir messu verða seldar veitingar. Sóknarprestur. GARÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 2 síöd. Nemendur Heyrnleys- ingjaskólans flytja helgileik, Kristín Sverrisdóttir talar og skólakór Garðabæjar (yngri deild) syngur undir stjórn Guð- finnu Dóru Ólafsdóttur. — Org- anisti Þorvaldur Björnsson. Sr. Bragi Friöriksson. KAPELLA ST. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síöd. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fermingarmessur kl. 10.30 og kl. 14. Sóknarprestur. KAPELLAN St. Jósefsspítala, Hafnarf.: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30 árd. Virka daga er messa kl. 8 árd. HVALSNESKIRKJA: Ferming- armessur kl. 10.30 og kl. 14. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 árd. Sóknarprest- ur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guösþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA: Fermingarguösþjónusta kl. 10.30 árd. Sr. Stefán Lárusson. KÁLFHOLTSKIRKJA: Ferming- arguösþjónusta kl. 2 síðd. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. REYNIVALLAKIRKJA: Ferming- arguösþjónusta kl. 14. Sr. Gunn- ar Kristjánsson. AKRANESKIRKJA: Fermingar- guösþjónustur kl. 10.30 og kl. 14. Sr. Björn Jónsson. Ásgeir Sigurgestsson sálfræðingur: t»orsteinn Gylfason, móðurmálið og byltingin Þorsteinn Gylfason stefnir menntamannsnafngift sinni í bráðan voða í Morgunblaðinu laugardaginn 12. apríl sl. Þann dag göslast hann yfir ritvöllinn í átta dálkum og skilur hvorki upp né niður í því hvers vegna í dauðanum ekki skuli fyrir löngu hafa verið útrýmt alheimsplágun- um, sem hann nefnir svo, félags- fræði, sálarfræði og uppeldis- fræði. Ekki sé nóg með, að fræði þessi séu óttalegt fimbulfamb, enn verra sé innræti þeirra manna, sem á þau leggja stund. Þar fari þrjótar, sem hafi ekkert minna í huga en að yilja móðurmálið feigt, gerast móðurmálsbanar. Gott ef ekki með þjóðfélagsbyltingu bak við eyrað ef vélráðin takast. Og það á fullu kaupi. Hugsun höfund- ar virðist sú, að téðir fræðingar séu svo hrapallega máli farnir, að fólk með ósærða tilfinningu fyrir móðurmálinu hljóti að leggja á þá fæð. Glutri þjóðin hins vegar niður máltilfinningunni bugist varnarþrekið gegn vondum fræð- ingum, sem hugsa flátt, og þá verði bylting. Eða hvað? illt er að vera einn af nefndum fræðingum og hafa ekki haft hugmynd úm vont innræti sitt. En Þorsteinn Gylfason hefur séð til þess, að nú má öllum ljóst vera hvern mann vér fræðingar geym- um. Og stærsta blað landsins hefur lagt sitt af mörkum, útvarp- að tíðindunum og lagt á þau sérstaka áherzlu með því að bregða um þau svörtum sorgar- ramma á miðopnu einmitt annan þeirra daga, sem þjóðin má helst vera að því að lesa blöðin. Jafnvel ekki með góðum vilja var hægt að fletta framhjá þessum ótíðindum. (Einhver benti að vísu á, að víst sé Morgunblaðið stórt en Sprengi- sandur sé líka stór þó hann sé ekki að sama skapi frjór.) Mér hefur fram til þessa sýnst Þorsteinn Gylfason hafa haft uppi tilburði til að vilja láta taka sig alvarlega sem heimspeking og menntamann. Ekki veit ég hvort hann er að guggna í sókninni á þau mið. Hitt er víst, að í dálkunum átta fipast honum illi- lega róðurinn og hann hefur að engu ýmis helstu aðalsmerki menntamanna: Málefnalega um- fjöllun, skýra hugsun, ályktunar- hæfni, vitund um takmörk þekk- ingar sinnar og siðferðilega reisn. Nema hann ætli á þing. Vísasti vegurinn á þing liggur um ritvöll- inn (með viðkomu á skjánum). Þar skulu menn rótast um stund í , hafa allt á hornum sér og láta ógurliga fram á þann dag er dómnefnd skilar áliti í innsiglaða kassa. I þessu hlutverki stendur Þorsteinn sig með mikilli prýði og túlkar á sannfærandi hátt óbil- andi baráttuþrek og vægðarlausa festu þingmannsefnisins, sem stendur keikur á sviðinu miðju og eys út yfir salinn skömmum og vandlætingu yfir „andlausu stagli" og „agalausu kjaftæði" þeirra fræðinga, sem kenna sig við félagsvísindi. Vilji Þorsteinn Gylfason hins vegar halda sig við hlutverk heim- spekingsins, sem ætlar ekki á þing, verður það að segjast eins og er, aö sýningin er mislukkuð. Vissulega er það hlutverk heim- spekinga að gagnrýna. Þeir ber einmitt að brjóta til mergjar og gagnrýna vægðarlaust þær for- sendur og leitaraðferðir, sem menn hafa tileinkað sér í leitinni að þekkingunni. En það er með öllu ómögulegt að taka þann mann alvarlega sem heimspeking eða menntamann, sem eys tilgangs- lausum og tilhæfulausum óhróðri yfir aðra leitarmenn í þekkingar- leitinni og þverskallast auk þess við þeim kröfum, sem gera verður til heiðarlegra menntamanna. Nú skal það að vísu fúslega tíundað, að greina má mennta- og gáfumannsbrag á tilvitnaðri grein. Dálkarnir bera það með sér, að höfundurinn hefur haft uppi tilburði til að gera eins og honum ber: kynna sér efnið, lesa sér til og hugsa. í greininni er réttilega bent á ýmislegt, sem betur má fara — og er jafnvel ótækt. Ekki þarf að eyða mörgum orðum á mannbóta- fræðina, sem Þorsteinn nefnir svo; þeirri bábilju hefur verið hafnað, vonandi endanlega. En það er ómaklegt og siðlaust af Þorsteins hálfu að hafa uppi tilburði til að draga sálfræðinga nútímans til ábyrgðar fyrir þau fræði og spyrða þá þannig m.a. við gyð- ingaofsóknir nasista. Það er ámóta ómaklegt og að draga t.d. húsamálara til ábyrgðar fyrir hugmyndafræði nasismans þó Hitler hafi einu sinni verið húsa- málari. Eina fjóra dálka notar Þor- steinn til að tína til ýmislegan fróðleik um svokölluð greindar- próf. Er þar réttilega vikið að atriðum, sem vissulega gera próf þessi gagnrýniverð. Ég á von á, að íslenskir sálfræðingar fagni þar nýjum liðsmanni í gagnrýnni um- ræðu um greindarmælingar. Því bæði eru fræðilegar forsendur greindarprófa í mörgu tilliti vafa- samar, og jafnvel þótt þær for- sendur stæðust gagnrýni má vissulega benda á margar nei- kvæðar afleiðingar almennrar notkunar þeirra, svo sem m.t.t. jafnréttis manna. Síst skal amast við gagnrýni á próftæki þessi frá öðrum fræðing- um eða spekingum. Það mun hins vegar fáum betur ljóst en sálfræð- ingum sjálfum hverjar takmark- anir þessara prófa eru, og fáir munu hafa lagt þar meira og betra til en einmitt þeir. Gagnrýni á greindarpróf er eng- in ný bóla og er til komin löngu áður en Þorsteinn Gylfason fór að muna eftir sér. Gagnrýniraddir þessar hafa hins vegar orðið öllu hljómmeiri og skýrari í seinni tíð. (Það heyrir e.t.v. undir óþarfa stríðni að geta þess innan sviga, að frumhöfundur greindarprófa nútímans, Frakkann Alfred Binet, má fullt eins flokka sem heim- speking framan af og að hann nefndi til heimspekinginn Stuart Mill sem helsta lærimeistara sinn. Engum dettur samt í hug að draga Þorstein Gylfason til ábyrgðar fyrir hugsanir þessara manna eins og hann þó dregur sálfræðinga nútímans til ábyrgðar fyrir hugs- anir manna, sem væru í dag orðnir meira en 150 ára gamlir, hefðu þeir lifað.) Þess má geta hér til almennrar upplýsingar, að augu „greindar- sálfræðinga", sem Þorsteinn nefn- ir svo og mun þá eiga við þá sálfræðinga, sem öðru fremur rannsaka vitsmunalíf manna, beinast nú miklu fremur að öðrum verkefnum en þeim, sem felast í að reyna að slá mál á greind manna. Má í því sambandi benda á mann að nafni Jean Piaget, sem hefur í hálfa öld skrifað merkar bækur um vitsmunalíf menntafólksins þó enn virðist þær ekki hafa borið fyrir augu heimspekings uppi á íslandi. Kannski þar megi finna einhverjar þær leitaraðferðir, sem vísað gætu veginn að skynsamleg- um svörum um eðli mannlegrar greindar, en eftir slíkum aðferð- um lýsir Þorsteinn. Athugasemdir Þorsteins Gylfa- sonar eru endurómur af þeim gagnrýniröddum, sem áður getur um. Um það er vissulega ekki nema gott að segja. Þorsteinn virðist hins vegar gefa sér sem forsendu um vanhæfni og illan hug þeirra, sem eru að burðast við félagsvísindi alls konar, að þar sem „greindarsálfræði" sé mark- laus og vond fræði, séu félags- fræði, sálarfræði og uppeldisfræði sömuleiðis afleit fræði. Sama gildi um þá menn, sem á þau leggja stund. Þeir vilja meira að segja móðurmálið feigt svo fólk skilji þá ekki, en ljúki upp einum rómi og renni eftir þeim eins og blind hjörð. Ekki veit ég hvort hugsandi þessarar frumlegu ályktana hefur fylgst þar með, að honum sé kunnugt um, að notkun svokall- aðra greindarprófa hefur dregist stórlega saman í seinni tíð. Engu að síður geta þau — með öðru og með hæfilegum fyrirvörum — gefið gagnlegar upplýsingar um vitsmunalíf, væntanlega frammi- stöðu í námi o.fl. án þess nokkuð þurfi að bendla þau not við hið óljósa hugtak greind. Ástæða virðist til að upplýsa Þorstein Gylfason um, að a.m.k. sálfræð- ingar hér á landi eru í daglegum störfum sínum uppteknari af flestu öðru en greindarprófum og niðurstöðum þeirra. Félagsfræð- ingar og uppeldisfræðingar svari fyrir sig. Ekki veit ég hvort þýðir að segja Þorsteini Gylfasyni það, en það skal þá fullyrt við aðra, að a.m.k. sálfræðingar landsins hafa engan hug á að koma móðurmálinu fyrir kattarnef. Nema síður sé. Ég hygg, að þeim sé, ekki síður en öðrum, annt um að fólk skilji þá, enda hlýtur það að vera forsenda árangurs af starfi þeirra. Hitt er annað mál — og þessu óskylt — hvort þeir vilja breyta þjóðfélag- inu. Þar sýnist sitt hverjum eins og gerist til að mynda meðal skósmiða. Eða hjúkrunarfræð- inga. Eða jafnvel heimspekinga. Mér hefur hingað til virst, að Þorstein Gylfason megi telja til þess hóps mennta- og gáfumanna þjóðarinnar, sem nokkurs megi vænta af. Þrátt fyrir framansagt sé ég ekki ástæðu til að breyta því áliti og ber enn virðingu fyrir Þorsteini sem gáfumanni þó menntamannsnafngiftin sé sem sagt á góðri leið inn í gæsalapp- irnar. Eg held nefnilega, að hann viti betur en hann lætur. Auk þess er maðurinn vasklegur penni og hnyttinn. Hins vegar sýnist mér óhjá- kvæmilegt að benda á, að sitthvað hefur farið úrskeiðis með þá rökfræðiþekkingu og þjálfun í skýrri hugsun, sem hann hlýtur þó að hafa öðlast á námsárum sínum. A.m.k. hefur úrvinnsla hugans farið alveg í handaskolum daginn, sem hann skrifaði dálkana átta. Nema Þorsteinn Gylfason ætli sér að gerast upphafsmaður nýrr- ar rökfræði þar sem skorið er á böndin milli forsendna og álykt- unar. Ellegar hann viti betur og ætli á þing. Ásgeir Sigurgestsson sálfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.