Morgunblaðið - 26.04.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980
13
í síöari greininni, sem birtist á sunnudag veröur fjallaö um:
umsvif sovéska sendiráðsins í Reykjavík, rannsóknarleiðangra
Sovétmanna og aðra starfsemi þeirra hér. Af öllum þessum
athöfnum er dregin sú ályktun, aö Sovétmenn stefni markvisst að
því að venja íslendinga við návist sína um leiö og unnið sé að
stórpólítíska markmiöinu: að koma íslandi úr Atlantshafsbanda-
laginu
Svalbarða og skiptilínu í Bar-
entshafi. Sovétmenn eru ef til vill
bæði að reyna að skapa sér betri
samningsaðstöðu og átyllu til að
auka vígbúnað sinn á Noregshafi
enn frekar. Norðmenn hafa ein-
mitt verið að gera ráðstafanir til
að svara auknum flotaumsvifum
Sovétríkjanna síðustu ár með
síðustu ákvörðunum um varnir
sínar.
Skýr afstaða
íslendinga
Segjum sem svo, að íslendingar
hefðu ekki gert varnarsamninginn
á sínum tíma en ætlað að gera
hann, þegar útþensla Sovétmanna
á höfunum hófst, hvernig hefðu
sovésk stjórnvöld þá brugðist við?,
má spyrja. Hefðu þau ekki talið
sig hafa svo mikilla hagsmuna að
gæta, að þau hefðu litið á það sem
meiriháttar ögrun við sig, ef
íslensk og bandarísk stjórnvöld
hefðu samið um varnir landsins.
Einmitt vegna þess skýra ástands,
sem verið hefur í vörnum Islands
undanfarna þrjá áratugi, hefur
viðhorf Sovétríkjanna verið annað
til okkar en vina okkar í Noregi.
Sovétmenn gera sér auðvitað
grein fyrir því, að aðildin að
Atlantshafsbandalaginu og varn-
arsamstarfið við Bandaríkin
tryggir fyrst og síðast öryggi
íslands, þótt talsmenn sovéskra
hernaðarhagsmuna hér á landi
hafi jafnan viljað gera sem
minnst úr varnarþörf landsins og
séu nú jafnvel reiðubúnir til að
viðurkenna eignarrétt Norðmanna
á Jan Mayen til að ná fram
varnarleysisstefnu sinni (!) Sov-
étríkin hafa ekki séð sér neinn hag
af því að reyna að hræða íslend-
inga með hótunum og þess í stað
fremur valið blíðmælgina. And-
stætt hörkunni í garð Norðmanna
má segja, að þeir hafi sýnt okkur
velvilja að minnsta kosti á ytra
borði og hagað seglum sínum
þannig, að svo liti út sem hags-
munir þeirra og okkar í mikilvæg-
um málum, ekki síst á sviði
hafréttarins, féllu saman.
Sovéski flotinn
og útfærsla
fiskveiði-
lögsögunnar
Eins og eðlilegt er af fiskveiði-
þjóð, sem ræður yfir tiltölulega
lítilli strandlengju, og veldi, sem
stefnir að heimsflota, voru Sovét-
menn tregir til þess í upphafi að
ganga til alþjóðasamninga um
stækkun landhelgi og lögsögu
ríkja. En þeir sáu að sér og í
afstöðu sinni til okkar í landhelg-
ismálum hafa þeir komið fram á
þann veg, að ástæðulítið hefur
verið að kvarta undan því. Enda
hefur það þjónað þeirra megin-
hagsmunum gagnvart íslandi
prýðilega að ýta frekar undir
okkar sjónarmið og bíða svo
átekta, á meðan tekist hefur verið
á við Breta og Vestur-Þjóðverja.
Og þó — þeir hafa ekki látið sér
það eitt nægja að sitja hjá, því að
þeir hafa einnig minnt á sig með
ýmsum hætti. Robert G. Wein-
land, sem af bandarískum fræði-
mönnum á sviði sovésks sjóhern-
aðar, hefur einna best kynnt sér,
það sem hefur verið að gerast á
Norður-Atlantshafi, segir í rit-
gerð, sem hann birti 1977, að hann
telji við gagnrýna athugun koma í
ljós, að tvisvar hafi Norðurflota
Sovétríkjanna verið beitt til að
hafa áhrif á alþjóðastjórnmál. I
fyrra skiptið í júlí 1968 í flotaæf-
ingunni Sever, sem í raun hafi
verið þáttur í víðtækum viðbúnaði
Sovétmanna til að koma í veg
fyrir íhlutun Vesturlanda í Tékkó-
slóvakíu eða andspyrnu þeirra
gegn innrás Varsjárbandalagsins
inn í landið. I seinna skiptið í maí
1973 rétt í þann mund sem breski
flotinn kom inn í 50 mílna lögsög-
una hér við land. Weinland leggur
á það sérstaka áherslu, að í seinna
tilvikinu verði að skoða allar
aðstæður mjög gaumgæfilega og
ekki hrapa að neinni niðurstöðu.
Weinland telur, að Sovétríkin
hafi reynt að nýta sér þorskastríð-
ið. Þau hafi viljað sýna, að þau
gætu veitt Islendingum stuðning
og þau hafi viljað koma í veg fyrir,
að Bretar gerðust of stórtækir í
málinu, þetta hafi verið skamm-
tímamarkmiðin, en lokamarkið að
kljúfa ísland út úr Atlantshafs-
bandalaginu. Segir Weinland, að
til þess að ná þessum markmiðum
hafi Sovétmenn sent öflugan og
öllum sjáanlegan flota á vettvang,
sem í hafi verið 10 beitiskip,
freigátur og aðstoðarskip ásamt
jafnmörgum kafbátum, og hafi
skipin birst skömmu eftir að
bresku herskipin voru send inn í
íslenska lögsögu. Tilvist sovésku
flotadeildarinnar innan 50
mílnanna vakti ekki sérstaka at-
hygli hér á landi, þó var Morgun-
blaðið með forsíðufrétt um málið
26. maí og segir þar, að skipin hafi
komið 35 sjómílur næst landi.
Jafnframt segir í frétt blaðsins, að
blaðamaður þess hafi úti á miðun-
um séð sovéska sprengjuflugvél af
Bear-gerð fljúga lágt yfir togara-
flotanum breska.
Hver sem tilgangur Sovétríkj-
anna var með því að senda flota-
sveit sína á vettvang á þessu
viðkvæma augnabliki í átökum
Breta og Islendinga, finnst mér
næsta ólíklegt að viðbrögð íslend-
inga við íhlutun sovéska flotans í
málinu hefðu verið á þann veg, að
það hefði aukið hróður Sovétríkj-
anna hér á landi. En mat mitt á
því kann að vera rangt og er þá
rétt að minna á, að skömmu eftir
að breski flotinn var sendur inn í
íslenska 200 mlltia lögsögu í nóv-
ember 1975 sá. landhelgisgæslu-
flugvélin sové&káh kafbát 33 sjó-
mílur norðvestur af Langanesi, en
ekki höfðu menn spurnir af neinni
stórri flotasveit eins og um vorið
1973, enda er æfingatími sovéskra
skipa við landið að mestu bundinn
við vorið.
Grein þessi er að stofni tii
erindi sem flutt var á ráðst-
efnu utanríkismálanefndar
Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna um samskipti íslands
og Sovétríkjanna 19. apríl sl.
Sovétríkjanna, því að á alþjóða-
vettvangi eru það þeir, sem ráða
mestu um stefnu Kremlverja.
Þessir hagsmunir yfirgnæfa einn-
ig allt annað í viðhorfi Sovét-
manna til íslands. Næst koma þeir
hagsmunir, sem tengjast fiskveið-
um umhverfis landið. Viðskipta-
tengslin og menningartengslin eru
í augum Sovétmanna einungis til
þess að ná einhverju fram á
hinum tveimur sviðunum og þó
fyrst og síðast því hernaðarlega.
Tvær megin-
hindranir
Sovétríkin hafa aðeins orðið
risaveldi í hernaðarlegu tilliti. í
því efni efast enginn um styrk
þeirra. Þau hafa náð Bandaríkjun-
um á sviði kjarnorkuvopna. Sov-
étríkin hafa yfirburði í hefð-
bundnum vopnum á jörðu og þau
hafa aflað sér getu til að láta til
sín taka á öllum heimshöfunum og
Öldungaveldið í
Kreml kýs Brez-
hnev sem forseta
Sovétríkjanna.
Ekki er ólíklegt, að þau hinkri
dálítið við, sjái hver verður fram-
vindan í íran og leyfi boðskap
friðmælendanna að ná eyrum sem
flestra.
Það, sem vekur áhuga Moskvu-
manna á íslandi, er, að landið er í
einni greiðfærustu siglingaleið,
sem þeir eiga út á heimshöfin, eins
og málum er nú háttað. Þessi
staðreynd hlýtur að ráða afstöðu
þeirra til Islands. I mati sínu á
því, hvernig samband þeir skuli
hafa við landið, komast þeir að
raun um, að tvær meginhindranir
eru í vegi fyrir því, að þeir geti
náð hér verulegum ítökum: Aðild
íslands að Atlantshafsbandalag-
inu og varnarsamstarfið við
Bandaríkin.
Ekki sami
þrýstingur
og gagnvart Noregi
Sú skýra afstaða, sem íslend-
ingar hafa tekið með mótun utan-
ríkisstefnu sinnar veldur því, að
sovésk stjórnvöld umgangast
íslendinga með öðrum hætti en til
dæmis Norðmenn, sem eru í Atl-
antshafsbandalaginu en hafa ekki
Leonid Brezhnev og
Jimmy Carter kyssast
í Vínarborg í júní 1979,
þegar þeir undirrituöu
Salt-2 samkomulagið.
Eftir innrásina í Afg-
anistan lagði Carter
til, að öldungadeild
Bandaríkjaþings
frestaði staðfestingu
samningsins.
hafa þrótt til að ógna lífæðum
Vesturlanda þar. En efnahags-
lega, stjórnmálalega, félagslega og
menningarlega skipta Sovétríkin
ekki máli sem risaveldi. í þeim
efnum hefur þetta mikla ríki
ekkert stórbrotið fram að færa, og
þó hljótum við að vona, að á
þessum sviðum verði örlög heims-
ins ráðin — en ekki í styrjöld.
Hernaðarmáttur Sovétríkjanna
nær úl fyrir öll þau mörk, sem
nauðsynlegt er til varnar sovésk-
um hagsmunum. Niðurstaða
manna um það sem er að gerast í
Afganistan getur varla takmark-
ast við það land eitt. öll rök mæla
með því, að Sovétríkin séu á leið
til Persaflóa og ætli sér að ná
fótfestu við Indlandshaf. Með því
opnaðist leið til sjávar í suðri og
heljartak næðist á mikilvægri
orkulind Vesturlanda. Hið eina
sem aftrar Sovétríkjunum er
hræðslan við að frekari hernaðar-
íhlutun þeirra á þessum slóðum
kynni að leiða til heimsstyrjaldar.
erlendan her í landi sínu. Undan-
farnar vikur og mánuði hafa
Norðmenn orðið að þola þungar
árásir í sovéskum fjölmiðlum fyrir
að hrinda í framkvæmd þeim
áformum, sem verið hafa á döfinni
í að minnsta kosti þrjú ár, um að
koma fyrir í Noregi á friðartímum
þungahergögnum, sem aðfluttur
liðsafli gæti notað á hættustundu.
Sovéska áróðursvélin hefur sakað
Norðmenn um að ætla að koma
sér upp dulbúnum erlendum
herstöðvum og jafnvel látið að því
liggja, að svo gæti farið, að komið
yrði fyrir kjarnorkuvopnum á
norskri jörð. Norska ríkisstjórnin
hefur harðlega neitað þessum
getsökum og látið ásakanir um að
hún sé illur nágranni sem vind um
eyru þjóta. Sókn Kremlverja í
þessu máli hefur verið með þeim
hætti, að almenningur í Noregi
myndi aldrei líða ríkisstjórn sinni
að gefa eftir. En milli Norðmanna
og Sovétmanna eru viðkvæm
vandamál óútkljáð er snerta bæði
Fyrri grein/&N
w
ANNAÐ I VIÐH0RFI SOVETMANNA TIL ISLANDS